Alþýðublaðið - 23.11.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.11.1940, Blaðsíða 1
£fV% JrtJíít I RITSTJORI: STEFAN PETURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARÖANGUR LAUGARDAGUR 23. NÖV. 1940 £77. TÖLUBLAÐ SéMn Qrifefeja magiiast Korifæa teldn í gier«* -----------------? . . Argyrokastro í Suðvestui> Albaniu að verða umkringd —__—» HESSVEITIR GRIKKJA fóru fylktu liði inn í Koritza í gær eftir að ítalir höfðu yfirgefið borgina. Var þeim tekið með ógurlegum fögnuði af íbúum borgarinn- ar, sem eru Albanir. Gríski fáninn blaktir nú við hún á ráð- húsinu. ítalir gerðu síðustu tilraun til þess að verja Koritza með því að senda lið frá ,Pogradec, sem liggur allmiklu norðar, í áttina þangað. En sú tilraun mistókst. Hjálpar herinn er nú á flótta og ítalir hafa nú þegar einnig orðið að yfirgefa Pogradec. Grikkir halda nú uppi grimmilegri sókn allsstaðar á víg- stöðvunum, en aðalsóknin virðist ekki vera lengur hjá Kor- itza heldur miklu sunnar og vestar, í Pindusfjöllum og Epirus. Hafa þeir tekið bæinn Lesköviku innan við landamæri Albaníu og sækja bæði að sunnan og ves^an í áttina til Argyrokastro, sem þegar á það á hættu að vera umkringd. En verði ítalir að hörfa þaðan, hafa þeir misst allt suðvesturhorn Albaníu ásamt syðsta hlutanuní af strandlengju landsins. ítalir fiðurkenna. ítalir viðurkenna í opinber- um tilkynningum sínum, svo og í Rómaborgarútyarpinu, að þeir hafi orðið að hörfa frá Kor- itza. En fullyrða, að undanhald- ið hafi farið fram í góðri reglu. Segjast þeir ekki hafa haft nema tvö herfylki á þessum slóðum. En í tilkynningum Grikkja og Breta segir, að ítalir hafi að minnsta kosti haft fimm her- fylki við Koritza, og hafi sum þeirra verið talin meðal þeirra beztu í ítalska hernum. Ein ít- ölsk herdeild var úmkringd og tekin til fanga, þegar Grikkir tóku Koritza. Miklar birgðir af byssum og öðrum hergögnum féllu einnig í hendur Grikkjum, en herfangið hefir enn ekki ver- ið talið, hvorki fangarnir né hergögnin. Ógurlegur fögnuður ríkir í Grikklandi yfir sigrinum við Ko- litza. Metaxas forsætisriáðherra kom srjálfur út á Tröppurnar við embættisbústaÖ sinn til þess ao skýra mannfjöldanUm frá tötou Frh. á 4. síðu. Ráðast Þjóðverjar og Bnlgarar á Orikkland að norðanverðo? Tyrkir tiafa lýst Evrópulönd sín, þar á meðal Istambul, í hernaðarástand. STERKAR líkur eru taldar til þess, að ófarir ítala fyrir Grikkjum verði til þess að hraða íhlutun Þjóðverja. Það þykir einnig benda í þá átt, að í Búlgaríu eru nú komn- ar fram háværar kröfur um það, að Grikkir láti af hendi þau héruð Makedoniu, sem sameinuð voru Grikklandi eftir síðari Balkanstyrjöldina 1913. Er álitið, að Þjóðverjar standi á bak við þessar kröfur, og að ætlun þeir sé að æsa Búlgaríu upp til ófrið- ar við Grikkland, og skapa sjálfum sér möguleika til þess að ráðast á landið í gegn um Búlgaríu. Hve alvarlegar viðsjárnar eru orðnar við norðaustur landa- mæri Grikklands, má marka af því, að Tyrkir hafa lýst Evrópu- Iönd sín, þar á meðal Istambul, í hernaðíarástand. Var það gert að íoknum stjórnarfundi í Ankara í gærkveldi. Það er talið víst, að Tyrkir I ef Búlgarar eða Þjóðverjar gera muni grípa til vopna tafarlaiust, ' . Frh. á 4. síðu. , HA8stiörnarskólamil Bejrkjayfkur. S< TJÓRNIR BANDALAGS í KVENNA og Kvennaheim- ilisins Hallveigarstaðir boðuðu í gær til framhaldsfundar til að ræða um hússtjórnarskólamál Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Kaupþingssalnum. Á fundínum var kosin nefnd 9 kvenna, sem á að undirbúa málið og leggja það fyrir ríkis- stjórn. í nefndinni eiga sæti þessar konur: e Frú Soffía Ingvarsdóttir, frú Kristín Ólafsdóttir, frú Vigdís Steingrímsdóttir, frú Ragnhild- ur Pétursdóttir, frú Guðrún Jónasson, frú Fjóla Fjeldsted, frú Elísabet Jónasdóttir, frú Steinunn Bjarnason og f rú Laufey Vilhjálmsdóttir. í nefndinni eiga sæti konur úr öllum stjórnmálaflokkum og má því búast við, að málið sé leitt í sigursæla höfn. Skíðaferðir um helgina. * YMS íþróttafélög úr bænum hafa í hyggju að fara 1 skíðafór í kvöld og fyrramálið, enda er nú komið ágætt skíða- færi, svo að segja hvar sem er. Félögin, sem hafa ákveðið að fara, eru: Skíðafélag Reykja- víkur, Ármann, íþróttafélag kvenna, K. R. og í. R. Gamli snjórinn, sem kom um daginn, er siginn og kominn nýr snjór ofan á. I gær var of- urlítið frost á Hellisheiði og snjókoma. Má því búast við á- gætu skíðafæri þar. Meftisf díð0 á morgao LOÐDÝRARÆKTARFÉ- LAG ÍSLANDS hefir refa sýningu á morgun í húsum Sláturfélags Suðurlands við Lindargötu. Hafa nú á pessu hausti á veg- um féiagsins verið haldnar þrjár sýningar. Sú fyrsta var i Stykk- ishólnii, öpnur í Borgamesi og sú þriðja að Lundi í Öxarfirði. Sýningin á moffgum hefst kl. 10 árdegis og verða sýndir bæði silfuirrefir og blárefir. AoaldómaTi á sýningunni verð- wc H. J. Hólmjiárn. í sýningarnefnid eru Tryggvi Guðmundsson bústjóri, formaður nefndarinnar, Gunnar Sigurðsson kaupmaðiuf í Von og Jón P. Dun- Igal í Hvammi við Reykjavík. FriispiHii á, Jlsliir"! gær. Valur Gíslason í hlutverki Vals Arasonar og Alda Möller í hlutverki Helgu. LEIKRITIÐ Öld'irr eftir séra Jakob Jónsson var sýnt 1 fyrsta sinn í gærkvöldi. Það er jafnan viðbuirður, sem tekið er með eftirvæntingu, þegar nýtt ís- lenzkt leikrit er sýnt. Menn búast að vísu yfirleitt ekki við heil- steyptum listaverkum, en langar að sjá eitthvað, sem er hold af okkar holdi og blóð af okkar bióði. Og þetta leikrit svikur eng- an. Það er raunar auðvelt að benda á smíðagalla, en þaið Tenn- ur lifandi blóð í æðum þessa lei'ks. Persónurnar» em fólk, sem við þekkjum, og gott 'er að ihitta é leiksviði. Gömlu hjónin eru hetjur hins daglega lífs, sem mæta hverjum erfiðleika, sem lif- ið réttir að þeim, með mann- dómi og trúartrausti. Það er selta (sjávar í þessu fólki. Gamli sjó- maðurinn er ósvikinn í gerfi Brynjólfs Jóhannssonar. Brynjólf- ur er orðinn afburðaleikari. Al- þýða manna mun sækja þessa leiksýningu sér til gagns iog gleði, og viða út um hinar dreifðiu byggðir landsins miun þetta hvers dagslega en sterka leikrit verða sýnt mönnum til ánægju og upp- byggingar. Það er Jil þess fallið. Persónurnar eru fáar og „sen- urnar" auðveidar, en fólkið er gott og satt og kenningm holl. Nánar siðar. Bretar gera lof tárásir af tur á Stawanger eftlr lengri tíma ------------;-----4-----------------. Nýjar Innrásarfyrlrætlanír Þjóðverja? ÞAÐ vekur töiuverða at- hygli, að Bretar hófu á hý loftárásir á Solaflugvöllinn við Stavanger snemma í gær,! efíir að bjart var orðið, en þess hefir ekki verið getið, að loft- árásir hafi verið gerðar á Nor- eg síðan snemma í haust. Það voru flugvélar úr Strand- yarnaliðipu brezka, sem gerðu þessa árás. Létu þær bæði eld- sprengjum og tundursprengjum rigna yfir flugvöllinn. Urðu af mikiar sprengj'u-r, og eldur gaus upp í flugskýlunum og logaði lemgi í þeim eftir að árásinni var lökið. Álitið er, að þessi loftárás standi í sambandi við laiukinn við- búnað Þjóðverja í Noregi upp á síðkastið. Er sagt, . að þeir séu enn á ný að draga saman lið í einstökum hafnarborgum þar, og em jafnvel uppi getgátur um, að þeir hafi ekki gefið upp alLa vo,n ium að geta gert innrás i England, þótt skammdegið sé kpmið. Það er vitað að Þjóiðverjar hafa mikið lið í Noregi, miklu meira en þeir þurfa til þess að halda morsfeu þjóðinni í skefjum. Hið opinbera- blað norsku stjórn- iarinnar í Lonflon „Norsk Tidend" telur sig hafa áreiðanlegar, beim- ildir fyrir' því, hve fjölmennt þetta lið sé. Segir þar, að pað sé um 330 þúsund manns, og þar af séu hvorki meira né minna en 250 þúsund norður í Finn- mörk. Kjörskrá fyrir Hallgrímsprestakall liggur frammi í Austurbæjarbarnaskól- anum daglega kl. 10—12 og 1—5. Frestur til að kæra yfir kjörskrá er til mánudags næstkomandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.