Alþýðublaðið - 23.11.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.11.1940, Blaðsíða 2
AL6*YBUBLAÐ2Ð LAUGARDAGUR 23. NÓV. 1940 frá húsaleigamefnd Samkvæmt 7. gr. laga um gengisskráningu og fl. frá 4. apríl 1939 og 4. gr. laga um húsaleigu frá 14. maí 1940 er skylt að leggja fyrir húsa- leigunefnd til samþykktar alla leigumála, sem gerðir eru eftir gildistöku þessara lagaákvæða. Er því skorað á alla húseigendur og umráða- menn húsa í Reykjavík, að leggja fyrir húsa- leigunefnd alla óstaðfesta leigumála um hús- næði, sem gerðir eru eftir 4. apríl 1939 og enn eru í gildi. Vanræksla í þessu efni varðar sektum. Nefndin er til viðtals í Bæjarþingstofunni alla mánudaga og miðvikudaga kl. 5—7 sd. Reykjavík, 23. nóv. 1940. flðsaleignnef ndin í leikjwíl. Almenn samkonta í fríkirkjunni sunnudaginn 24. nóvember kl. 5 e. h. EFNI: KÓRSÖNGUR BARNA, undir stjórn Páls Halldórssonar. ORGELSÓLÓ: Sigurður ísólfsson. ERINDI: Séra Jón Skagan. EINSÖNGUR: Hermann Guðmundsson. Aðgöngumiðar á 1 kr. fást í Góðtemplarahúsinu á sunnudag eftir kl. 1, sími 3355, og við innganginn. BRÆÐRAFÉLAG FRÍKIRKJUSAFNAÐARINS. Á 65 ára afmæli Thorvaldsensfélagsims 19. þessa mánaðar ákvað félagið að kosta 5 fátæk börn í sex mánuði á Barnaheimilið Vesturborg. Umsóknir þessu viðvíkjandi sendist í póstbox nr. 32 fyrir 28. þessa mánaðar . ATHS. Börn, sem fá styrk frá bænum, koma ekki til greina. Barnauppeldissj óður Thorvaldsensfélagsins. Hrðp andstæðinganna tt af kosninga sambandsstjörnar -----»- ... Finniir Jónsson svarar sjö fulltrúum sem birt hafa athugasemd. UT af athugasemd, sem 7 fulltrúar á þingi Alþýðu- sambandsins hafa birt í Þjóð- viljánum og líklega sent öðrum blöðum bæjarins, um fundar- stjórn mína á þinginu, vil ég taka þetta fram: Ólafur H. Einarsson afhenti mér í fundarbyrjun þriðjudagmn 19. þ. m. tillögu þá, er þeir birta og öskaði að hún yrði tekin á dag- skrá. Var þá búið áð semja dag- skrá fyrir síðasta fund Alþýð'u- sambandsþingsins og ákveða aó' þinginu skyldi lokið þá um kvöld ið, að öðru leyti en því, að' þing- ■slit færui fram daginn eftir. Benti ég Ólafi á, að þó að ekki væru nein tök fyrir mig að taka til- löguna á dagskrá, sem sérstakan lið, gæti hann borið hana fram áem diagskrártillögu undir liðn- uim: stjórnarkiosning. Virtist Ól- afur mjög ánægður með lausn þessa og gerði ekki við hana neina athugasemd. Lýsti ég til- jögunni snemma á fundinum og kom síðan fram önnur dagskrár- tillaga frá Sigurði Ólafssyni og Guðmundi Helgasyni. Þegar foom að sfjómarfoosningu var kl. mærri orðin 6 og aðeins rúmur kluikkutími eftir af þeim fíma, er við höfðum húsið til umráða. Vék ég úr forsetastóli en við tók forseti þingsins, Sig- urjón Á. Ólafsson. Talaði ég síð- (an í 12 mínútur fyrir dagskrár- tillögu þeirra Sigurðar og Guð- mundar og Ölafur H. Einarsson jafnlengi fyrir hinni tillögunni. Samþykfoti fundurinn síðan áð slíta umræðunum, enda hafði til- laga sama efnis og tillaga ólafs komið fram á þinginu og verið irædd þá talsvert, en verið tekin aftur af tillögumanni, Helga Por- kelssyni. Af þessu má sjá að það er fjarri því að tillögumenn hafi af mér verið nokkrum óréttibeitt- ir. Funtrúarnir vissu ágætlega hvað um var að ræða og feldu tillögu þeirra Ólafs H. Einarsson- sonar með öllum atkvæðum gegn 7. í þessu sambandi vil ég taka fram, að engir greiddU atkvæði 'um neitt viðkomandi verkalýðs- málum, hvorki þetta, kosningar í stjórn sambandsins eða ann- að, aðrir en þeir fulltrúar, sem kosnir voru fulltrúar á þingið af stéttarf élögunium. Nokknum þessara sjömenninga virtust á þinginu heldur óljós ýms atriði viðvíkjandi fundarsköpUm og sérstaklega sýndist vera skort- ur á að þeir hefðu nokkra hug- mynd um að stjórna beri sam- bandsþinginu eftir lögum Al- þýðUsambandsins. Tillaga sú frá Helga Þorkelssyni, sem getið er um að framan, og hann tók sjálf- ur aftur um frestun á stjórnar- kosningu fyrir Alþýðusambandið t/ar í alla s'taði óformleg og borin fram við allt aðra greiin í sam- banidslögunum en hún átti við. Var ekki hægt að fá neitt vit út úr henni fyrr en Sigurjón Á. Ólafs- son, forseti þingsins leiðrétti hana og skýrði fyrir tillögumanm hvar þinglegt væri að bera hana fram. Tveir aðrir af sjömenningunum, Skafti Skaftason og Agnar Gunn- laugsson, báru fram viðaujíiatil- lögu við tillögu Ól. H. xEinars- sonar, um að svifta fulltrúana atkvæðisrétti að þin'gfrestun sam- þykktri. Tillaga þessi fór alveg í bága við lög sambandsins, sem þessir tveir fulltrúar voru með- al annars nýbúnir að satmþykkja — og var hún því úrsk'urðuð frá uimræðum og atkvæðagreiðslu. Allt þetta sýnir, hverskonar vinnUbrögð kommúnistar ætlast til að höfð séU' á félagsmálum. Enda mistakast öll þau félög, sem komast undar þeirra yfirráð. Vilji þau blöð bæjarins, sem. birt hafa yfirlýsingus sjömenning- anna, skýra rétt frá því, sem gerðist á Alþýðusambandsþing- inu, væri æskilegt að þau birtu einnig athugasemd þessa. Finnur Jónssom Kviknar í rasli. IGÆRKVELDI var slökkvi- Iiðið kvatt vestur að fisk- húsi Alliance við Ánanaust. Hafði kviknað þar í pokarusli. hjá brezkum hermönnum. Slökkviliðinu tókst greiðlega að slökkva eldinn og varð lítið tjón að. Geymsla Reiðhjól tekin til geymslu. Sækjum. Ö R N IN N. ___ Símar 4161 og 4661. Þúsundir vita, að gæfa fylgir trálofunarhringum frá Siguitt þór, Hafnarstræti 4. Hjónabanð. í dag gerða gefin saman í hjóna- band af séra Garðari Þorsteins- syni, Hafnarfirði, ungfrú Eygerð- ur Björnsdóttir, Merkurgötu 4, og Páll Sæmundsson, deildarstjóri í KRON í Reykjavík. Heimili þeirra verður á Víðimel 48. Hjónaband.^ í dag verða gefin saman í hjóna- band af séra Árna Sigurðssyni ungfrú Ástdís Aradóttir og Geir Magnússon bílstjóri. Heimili ungu hjónanna verður á Kárastíg 6. SjAmannafélag Bejkjavikiir | heldur fund sunnudaginn 24. nóv. kl. 1 e. h. í Iðnó niðri. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál (gengið frá stjórnarlista). 2. Kaupgjaldsmálin. Fundurinn aðeins fyrir félagsmenn. Fjölmennið og mætið stundvíslega. STJÓRNIN. TQNLISTARFELAGIÐ. Pfamóhljóinleikar RÖGNVALDS SIGURJÓNSSONAR verða endurteknir á morgun kl. 3 í Gamla Bíó. Aðgöngu- miðar seldir hjá Eymundsen, Sigríði Helgadóttur og í Hljóðfærahúsinu. F. H. og HAUKAR: DANSLEIKUR að Hótel Björninn í kvöld kl. 9. Þar verða afhentir verð- launagripir frá vor- og haustknattspyrnumótunum og fl. AÐEINS FYRIR ÍSLENDINGA. Egill Vilbjáimsson iiibpnir: Ko he ð ern Hefi nú fengið mikið úrval af varahlutum í flestar tegundir bíla, til dæmis: Fram- og afturfjaðrir. Stimplar og hripgir. Bremsuborðar. Spindilboltar. Þurrkara-teinar og -blöð. Boltar og rær allsk. Kveikjuhlutar. Rafgeymar. Rafleiðslur. Fóðringar allsk. „Dýnamóa.“ Dýnamobursta. Þetta er aðeins lítið sýnishorn. Komið eða hringið í síma og spyrjist fyrir um verð. ÚTVEGA EINNIG FLESTAR TEGUNDIR VARAHLUTA.. Allt á sama stað. Egill Vilh|álmsson h. f. Laugavegi 118 Simi 1717.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.