Alþýðublaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 2
oftvarnaæfin tilkynning frá Loítvarnanefnd. Loftvamanefnd hefir á fundi sínum þann 26. þ. m. ákveðið, að loftvarnaæfing skuli haldin laugardaginn þann 30. þ. m. kl. 11 f. h. með bæjarbúum og öllum þeim aðilum, sem vinna í sambandi við loftvarnir nefndarinnar. Merki um hættu verður gefið kl. 11.00. Um leið og hættumerkið (frá raufflautum og símanum) heyrist, ber öllum að hegða sér samkvæmt áðurgefn- um fyrirmælum frá loftvarnanefndinni. Undanþegn- ir frá þessari æfingu eru sjúklingar og gamalmenni. Fólk skal dvelja í íbúðum sínum (á neðstu hæð hús- anna eða í kjöllurum) í hinum opinberu loftvarna- birgjum eða halda kyrru fyrir á víðavangi (liggja niðri) þar til merki er gefið um að hættan sé liðin hjá. Nauðsynlegt er að allir sýni fullan vilja á að fara eftir gefnum leiðheiningum og fyrirmælum nefndarinnar hér að lútandi. Þeir, sem vísvitandi brjóta settar reglur verða látnir sæta ábyrgð. MUNIÐ: Merki um hættu er síbreytilegur tónn meðan hætta er yfirvofandi. Merki um að hættan sé liðin hjá er samfelldur tónn í 5 mínútur. LOFTVARNANEFND. Mstefir bæjiri ®§g bæjarstoíDana verða lokaðar í dag vegna frá- falls Pétars Halldérssonar borgarstjóra. Bjarni Benediktsson. Eitt dæmið enn m pað, bverníg kominnnistar fara með verkamenn -----$---i— Iver taetir rægt Slgnrvin Össurarsoa, ef bonum heflr verlö sagt upp Bretaviununni fsrrlr pðii tiskan nnðirrðöur, nema Þjððviljinn sjálfur? MIÐVIKUDAGUR 27. NÖV. 19«. ------UM DAGINN OG VEGINN-------------------- Kennari, sem kann að skrifa fyrir börn. — Óskiljanlegt verklag. Hverfisgatan, umrótið og umferðin. Styrjöldin og hernaðaraðgerð- ir. Flugárásir og forvitni. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. AÐ kemur varla svo blað út af Þóðviljan- um, að ekki séu í blaðinu meiðyrði um Alþýðublaðið eða Alþýðuflokksmenn. — Hvert tækifæri er notað af ritstjórn blaðsins til rógs um Alþýðuflokkinn og er hert hverja kommúnistar telja aðalandstæðinga sína, enda er vel við það unað. ac) segja, að meðal peirra manna, isem sagt var upp í Bretavinnlunni fyrir nokkru, hafi verið kommún- isti einn, Sigurvin össurarson að nafni, og telur blaðið að honium hafi verið sagt upp vegna þess, að hann sé kommúnisti, og virð- ist helzt, að blaðið telji, að svo hljóti að hafa verið vegna pess, að hann hafi verið verkstjóri i hinum svokallaða „Geitháls- flokki". — Jafnframt er sagt, að Alpýðublaðið hafi rógborið penn- an mann og eigi pví sök á pví, að honum hafi verið sagt upp. Um sama leyti og Siguirvin fór uppsögn hans en hinna verka- mannanna. Hins vegar, ef pað er rétt, sem blað kommúnista segir, pá ber pað eitt sök á atvinnumissi pessa ALÞYÐUBLAÐIÐ kommúnista. Það gerir sér leik að pvi allt af að beita fyrir sig trúgjömum mönnum og etja peim út í pólitískan áróður. Meðan Brynjólfur situr í öryggi heima hjá sér, lætur hann aðra menn vera úti í baráttunni fyrir hinum fáránlegu og afstækisfiullu kenningum sínum — og svo, ef perr gjalda pess, er rekið upp org og öðrum kennt um. Söku- dólgurinn er pó enginn annar en hinn samvizkulausi undirróðurs- rnaður, sem svifst pess ekki, að etja öðruim á fioraðið. Þessu sama er að gegna um Sigurvin össurarson, hvort sem pað er rétt eða ekki, að honum hafi verið sagt upp vegna skoð- ana sinna eða undinóðurs. Maður pessi er ofsatrúannaður vegna undirróðurs kommúnista. Hann var settur yfir einn vinnuflokk verkamanna. Hann notaði aðstöðu sína til að safna fé fyrir bláð kommúnista — og á annan hátt í pjónustu hins pólitíska firóðurs Brynjólfs. En kommúnistum nægði ekki pessi skerfur Sigur- vins til flokksstarfseminnar, held- ur auglýsti blað peárra dag eftir dag söfnun hans á sömu síð- unni sem pað birti níð og sví- virðingar um brezku pjóðina og bnezka herinn. Þannig fara spra'utur kommún- ista með pá menn, sem i blindni sinni ánetjast peim — og mun pessi framkoma mæta almennri fyrírlitningu allra heiðarlegra manna, hvar í flokki sem peir standa. — Ef nokkur hefir rægt Sigurvin Össurarson, pá hefir blað kommúnista gert pað með auglýsingasfarfsemi sinni. ____________________________1 1 STRÍÐIÐ t ALBANIU Frh. af 1. síðu. gefnar af flugmönnuniim. Leftðrésir á Berlfc og Norðer-ftaiiu i nótt. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu loftárásir á Norður-Italíu og Þýzkaland í nótt, þar á með- al á Berlín. Engar nánari fregn- ir eru komnar af árásum þess- um. Loftárásir Þjóðverja á Eng- land voru með allra minnsta móti í gærkveldi og nótt. Nokkrar þýzkar flugvélar komu inn yfir Kent og umhverfí Lundúnaborgar í rökkrinu í gærkveldi og vörpuðu niður sprengikúlum. En þær voru allar horfnar fyrir miðnætti og engin þýzk flugvél hafði enn sést aftur yfir Englandi kl. 6V2 í morgun. Fjórar þýzkar flugvélar voru skotnar niður yfir Englandi í gær, Bretar misstu sjálfir enga. G HELD að það sé enginn, sem kann eins vel að skrifa fyrir börn og Stefán Jónsson kennari. Hann samdi fyrir nokkr- nm árum hinar ágætu „Guttavís- ur“, sem börn og fullorðnir um land allt syngja þegar vel liggur á þeim, enda nær Stefán í þess- um vísum nákvæmlega öllu stríði „Guttanna“ og við „Guttana." Nú eru Guttavísurnar alveg uppseldar að því sem mér er sagt, en fyrir nokkrum dögum komu nýjar krakkavisur frá Stefáni, sem að minnsta kosti sumar hverjar standa ekki Guttavisunum að baki. En galía tel ég það á þessari bók, að Guttavísurnar skyldu ekki fá að fljóta með. Þegar maður les þessar vísur fyrir krakkana verða þau öll að augum og eyrum, eins og maðurinn sagði. Stefán talar mál, sem hvert barn skilur og í'allorðnir unna. MARGIR ERU ORÐNIR GRAM- IR út úr vinnulagi því, sem við er haft í aðgerðum þeim, sem fara fram í Hverfisgötunni. Nú er búið að grafa götuna sundur báðum megin og lítið s?m ekkert er gert til að lagfæra raskið. Þetta vinnu- lag er mjög hvumleitt, auk þess sem það er hættulegt. Það er harla einkennilegt, að einmitt á sama tíma sém umferðin eykst geysilega skuli mjög vera gert að því að tor- velda hana. Við, sem förum um vegina, sjáum, að oft er hægt að fara miklu hagkvæmar að um framkvæmdir og taka meira tillit en gert er til hinnar miklu um- ferðar. FYRIR HÁLFUM MÁNUÐI eða svo vár grafin mikil' gryfja fyrir utan Alþýðuhús Reykjavíkur. Teppist Hverfisgatan þarna á stór- um kafla. Þetta tók alllangan tíma, en er greftrinum var lokið var gengið frá öllu. Síðan liðu fáir dagar, en þá var aftur byrjað að grafa, ekki aðeins fyrir framan Alþýðuhúsið, heldur alla leið frá Lækjargötu og inn úr. Hvers vegna var þetta ekki gert sam- tímis? MÖRGUM ER ILLA VIÐ á- kvörðun yfirvaldanna að banna börnum að selja blöð, og hefi ég fengið noklcur taréf um þetta. Bréf- ritararnir halda því sérstaklega fram, að blaðasalan auki framtak unglinganna og má það vel vera. Hins vegar er það líka rétt, að æskilegast væri að börn seldu ekki blöð. Það er raunverulega verk fullorðinna, en þó ekki líklegt að margir myndu fást til svo lélegr- ar atvinnu. Um þetta segir „Móð- ir“ eftirfarandi í bréfi til mín: „GETUR ÞÚ frætt mig á því, hvers vegna börnum er bannað að selja blöð? Er verið að drepa alla sjálfsbjargarviðleitni hjá börnum og kenna þeim að sækja allt til annarra? Ég á allstóran hóp af börnum, marga drengi, sem sumir eru uppkomnir, en það hefir þurft mikla vinnu og sparsemi til að koma þeim upp hjálparlaust, og hefir mér fundizt mikil hjálp að því, hvað drengirnir eru duglegir að selja blöð.“ „GET ÉG EKKI SÉÐ neítl Ijótl við það, þó að þeir hafi reynt a8 hjálpa til. Þegar þeir koma heim eftir „góðan dag“ líður þeim vel, ljóma af gleði og fá mér aurana og segja hvað ég geti nú keypt' mikla mjólk fyrir þá. Ef þá langar á bíó, þá drífa þeir sig á fætur á sunnudagsmorgnana að selja blöð, því þeir vilja vera algerlega sjálf- stæðir menn. Ég vil heldur vita af þeim selja blöð en vera að þvselast úti tilgangslaust, og gæti það ekki orðið mörgum dreng að íalli, að geta hvergi fengið aura til neins, sem þá langar til. Það veit ég, að mín börn hefðu oft orðið að ganga berfætt, ef maður hefði ekki haft þessa blaðapeninga. Ég skil ekki hvað barnaverndarnefnd meinar með þgí að banna b'rnum að selja blöð.“ AFGIRT FISKIMIÐ, myrkvun- artilraun, ný loftvarnaæfing. •— Við og við kippumst við svolítið til. Þá finnst okkur allt í einu að stríðið hafi færst helmingi nær okkur. Þetta endurtekur sig hvað eftir annað. Smá viðburðir, jafn- vel aðeins sögusagnir sem ganga manna á meðal og ef til vill ber- ast að eyrum okkar setja í okkur snöggan g’eig, en þegar við höfum gengið með hann nokkra daga, er hann horfinn — og svo lifum við á- hyggjulaus, nóg að gera og nóg að eta, þrátt fyrir alla dýrtíð. . .ÞAÐ VAR MAÐUR að segja við mig, sem hafði verið í Noregi, þeg- ar loftárásirnar goru þar ,-verstar, að fjölda margir hefðu þá farizt af einskærri forvitni. Mér varð þá að orði: „Þá held ég að einhverjir hér deyi úr forvitni, ef til loftárásar kemur hér á land.“ Hann brosti og sagði: „Já, það er ég sannfærður um.“ ÞETTA KEMUR HEIM við það, að það er mjög brýnt fyrir fólki, að ef loftárásarmerki sé gefið, þá megi menn ekki standa í dyrum eða við glugga. Menn verði að hraða sér í skjól. Hættan stafar að- allega af kúlnabrotum og þau kast- ast vítt á alla vegu. En við erum forvitin hér og ég er hræddur um að margir myndu ekki standast freistinguna að reyna að horfa á — ef bardagar væru hér yfir milli flugvéla. Hannes á horninu. >ÖC<XX&OOOOCK Grænar bannir í dósum og lausri vigt. Matbaunir, Maccarony, Búðingar, Súputeningar, Súpujurtir, Súpulitur, Lárviðarlauf, Matarlím. BffiEKKA Ásvallagötu 1. Shni 1678 Tjarnarbðóin Stmi 3570. xx>^c<>^oooo<x Skíðafæri var hið bezta um síðastliðna helgi og margir á sliíðum, enda veður gott. Er þetta fyrsti sunnudagur á þessum vetri, sem almenn þátt- ísienskir Gúmiískór allar stærðir. Stérkostleg verðlækknn. SKÓVERSLUN. úr vinnunni var mörgum mijnn- um sagt upp — og er því ekk- 1 dag hefir blaðið þær fréttir " ert, sem gerir það líklegt, að i aðrar ástæður hafi verið fyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.