Alþýðublaðið - 29.11.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.11.1940, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 29. NÖV. 1940. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. AIÞTÐUBIAÐIÐ Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR ef tir 11 heimsfræga höfunda. FÖSTUDAGUR. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöð Steindórs, sími 1580. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir,“ eftir Sigrid Undset. 21.00 ,Takið undir1! (Páll ísólfss.) 21.35 Hljómplötur: Harmonikulög. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Námskeið um félagsmál og verkalýðsmál eru nú að hefjast á vegurú M.F.A. Enn er hægt að bæta við nokkrum nemendum og eru þeir, sem óska þátttöku vinsamlega beðnir að gefa sig fram hið fyrsta við F. R. Valdemarsson eða Ragnar Jóhann- esson, Alþýðuhúsinu, 6. hæð. Happdrætti Kvenfélags Alþýðuflokksins. í gær var degið hjá lögmanni og komu upp þessi númer: 1. 368; 2. 1749; 3. 1561; 4. 1793; 5. 972; 6. 743; 7. 245. Vinninganna sé vitjað til frú Jónínu Jónatansdóttur, Lækjargötu 12. Úthlutunarskrifstofan tilkynnir: í dag og á morgun eru síðustu forvöð að sækja seðla sína fyrir kaffi og sykur fyrir mán- uðina des., jan. og febr. í gærkv. var búið að úthluta seðlum til 23.500 einstaklinga, en þó voru yfir 10 þús. eftir. í dag og á morg- un er afgreiðslutími til kl. 6. Guðspekifélagar. Fundur í Septímu í kvöld kl. 8.30! Deildarforseti flytur erindi: Hinn óháði maður. Halldór Guðmundsson skipstjóri á togaranum Júní í Hafnarfirði er fertugur í dag. Hall- dór er mjög vinsæll máður, hinn mesti dugnaðarmaður, heppinn og fengsæll. Rauði Kross íslands hefir flutt hjálparstöð sína í Slökkvistöðina, sími 1100. LÖGREGLURANNSÓKN ÚT AF FJÁRHÆTTUSPILI. Frh. af 1. síðu. Hegningarákvæ'ðið, sem tekur til þessa brots er .183. grein hirnna almennu hegningarlaga og er svo hljóðandi: „Sá, sem gerir sér fjiárhættu- spil eða veðmái að atviitóu eða það að koma öðrum ,til þátt- föfcu. í þeim, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári, ef miklar sakir eru: Akveða skal með dömi, hvort vimningi af fjárhættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerður upp- tæk'ur“. Við rannsókn málsins hefir ekkert það komið fram, sem sanmi, að þessir menn hafi haft rangt við í spilum. En þeir þrír menn, sem sitja í gæzluvarðhaldi hafa spilað fjárhættuspil í þeim tilgangi að afia - sér fjár: Rannsókn málsins er að verða lokið, en ekki hefir verið ákveðið enn þá til hve margra málshöfð- unin verður látin taka. Spilim, sem spiluð hafa verið, eru aðallega „Tuttugu og eitt“ og „poker“. Töp þeirra, sem yf- irheyrðir hafa verið, nema allt frá 500 ikrónum og upp í 4700 krónUr. i Fjíárhættuspil hér í bænum mun hafa fa-flb í vöxt nú á sið- MBtu árum og er þafíSj röggsam- lega gert af lögreglunmi að upp- ræta þenman félagsskap. KALLIO BIÐST LAUSNAR Frh. af 1. síðu. Finnlands síðan árið 1937. Hann er nú 68 ára að áldri og á lang- an stjórnmálamannsferil að baki. Hann hefir alltaf verið einn af fremstu mönnum finska bændaflokksins. Finnlandsforseti er kosinn til 6 ára í senn, af 300 kjörmönn- um, en lögum samkvæmt á að kjósa kjörmennina við almenn- ar kosningar í landinu. En vegna hins sérstaka ástands í Finnlandi nú, hefir stjórnin á- kveðið með bráðabirgðalögum, að kjörmennirnir skuli í þetta sinn kosnir af þinginu. SKRÚÐGANGAN Frh. af 1. síðu. þús'undir ungra Reykvíkinga, og er ekki að efa, að' skrúðganga þeirra og hátíðahöldin á full- veldisdaginm undir forystu þess- ara voidugu samtiaka verði mjög tilkomumikiL og skapi samhug-iog samheldni meðal þjóðarinmar á þessUm hættutímum. RUMENIA ! i | l ; Frh. af 1. síðu. hersveitir væru að koma til Búkarest. Og í morgun var til- kynnt þar, að sendiherra Þjóð- verja hefði átt langt tal við Antonescu hershöfðingja, for- sætisráðherra, en síðan stigið upp í flugvél og flogið til Ber- línar. Ægileo loftárás ð KBla j_ nótt. Stórbruni á hálfs annars kíló metra svæði. BREZKAR sprengjuflugvél- ar gerðu í nótt ógurlega loftárás á Köln, en önnur mikil loftárás á hana hafði verið gerð einnig í fyrrinótt. Bretar telja loftárásina á Köln í nótt vera einhverja þá hrikalegustu, sem gerð hefir verið í þessu stríði. Þungum sprengjum og í- kveikjusprengjum vár varpað á járnbrautarnet horgarinnar og á Hohenzollernbrúna yfir Rín, og komu upp mikil hál báðmn megin brúarinnar, annað þeirra á hálfs arinars kílómetra löngu svæði. Sprengikúlum var einnig varp- að niðuir yfir hafnarhverfi borg- pOAML* BIOB Vestnrfðr Hardy- fjðlskyldunoar. Out west with the Hardys. Ný Metro-gamanmynd af ævintýrum HARDY-fjöl- skyldunnar. Aðalhlutverk- in leika: Mickey Rooney, Lewis Stone, Virginia Veidler o. fl. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. m NYJA BBO m Græua vítið (GREEN HELL.) Ameríksk kvikmynd frá Universal Film, er sýnir æfintýri leiðangursmanna í frumskógum Suður-Am- eríku. Aðalhlutverk leika: Joan Bennett og Douglas Fairbanks, yngri Aaukamynd: S, O. S. Ensk kvikmynd um björg- unarstarfsemi. Börn fá ekki aðgang. Sýnd klukkan 7 og 9. Forðnm í Flosaporti ÁSTANDS-ÚTGÁF leikið í Iðnó í kvöld kl. Lækkað verð eftir kl. Aðgöngumiðar í dag eftir kl. 1. — Sími S. G. T. eiÐgðnqn eldri dansarnir. verðá í G.T.-húsinu laugard. 30. nóv. kl. 10. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. Sími 3355. HLJÓMSVEIT S.G.T. S. H. fiömlu dansarnir Laugard. 30. nóv. kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. — Sími 4900. — Aðeins dansaðir gömlu dansarnir. Harmonikuhljómsveit félagsins (4 menn). Fráteknir miðar verða að sækjast fyrir kl. 10. arinnar báöum megin Rínar, og gusu þar upp eldar á mörgum stöðum. Ein sprengjan orsakaði sprengingu, sem stóð í hálfa mínútu. Loftárásin stóð í tvær klukkUstundir. Félag ungra jafnaðarmanna heldnr dansleik næstkomandl snnnndag í Iðnó klukkan 10. 38. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT gefið henni. Hinn afturhaldssami og kreddubundni skilningur hans á siðferði og föðurtilfinningin áttu í harðri baráftu. — Já, sagði hann. — Geturðu fyrirgefið mér, pabbi? — Já, svaraði hann kuldalega. Hún hugsaði sig um stundarkorn og gekk svo til hans. Hann hafði grun um, til hvers hún kæmi. % — Svona, svona, sagði hann og ýtti henni til hlið- ar, um leið og hún kyssti hann á kinnina. Þetta voru kuldalegar kveðjur. Þegar Jennie kom út í eldhúsið horfði hún framan í móður sína, sem hafði beðið milli vonar og ótta, og lét sem allt hefði gengið vel, en hún réði ekki við tilfinningar sínar. — Vildi hann sættast? ætlaði móðirin að spyrja, en áður en nokkurt orð kom yfir varir hennar, hneig Jennie niður á stól og fór að gráta, hægum nærri því óheyranlegum gráti. — Svona, svona, sagði frú Gerhardt. — Þút skalt ekki gráta. Hvað sagði hann? Það leið dálítil stund, áður en Jennie náði sér svo, að hún gæti svarað. Móðir hennar reyndi að láta sem ekkert væri. , — Ég myndi ekki taka mér þetta svona nærri, væri ég í þínum sporum, spgði hún. — Hann breytir á- reiðanlega skoðun á þessu máli. Hann er nú einu sinni svona. FIMMTÁNDI KAFLI Heimkomá Gerhardts gerði það að verkum, að nú varð að taka afstöðu til framtíðar barnsins. Það gat ekki hjá því farið, að skyldleikatilfinning hans vakn- aði. Hann fór að hugsa um, hvort búið væri að skíra barnið. Svo spurði hann eftir því. — Nei, ekki ennþá, sagði kona hans, sem var alveg búin að gleyma þessari sjálfsögöu skyldu, eins og hún væri hrædd um, að þetta óskilgetna barn yrði ekki tekið inn í neinn söfnuð. — Nei, auðvitað ekki., sagði Gerhardt háðslega. Hann gerði sér ekki háar hugmyndir um trúrækni konu sinnar. — Hvíií’’4 hirðuleysi. Hvílíkt trúleysi. Hann hugsaði sig m augnablik og ákvað, að bæta úr þessu svo f t,- unnt væri. — Það þdrf að skí "agfii hann. — Hvers j vegna fer hún ekki me^ otur skíra það? • Frú Gerhardt minnti h: r ’ að yrði að feðra barnið, og það væri enginn vegur að fá barnið skírt, ef það væri föðurlaust. Gerhardt hlustaði á orð hennar, en hann undi því illa, ef ekki væri hægt að skíra barnið vegna ein- hverra smáörðugleika. Hvernig myndi guð líta á slíkt? Það var ekki kristilegt, og hann varð að sjá um, að þessu yrði kippt í lag. Það varð að fara með barnið í kirkju sem fyrst, hann og kona hans yrðu að vera skírnarvottar. Ilann velti þessum örðugleikum fyrir sér, og að lokum ákvað hann, að láta skíra barnið einhvern tíma milli jóla og nýjárs, þegar Jennie væri í vinn- unni. Þessa ráðagerð lagði hann fyrir konu sína, og þegar hann hafði fengið samþykki hennar, fór hann að hugsa um nafnið. Jennie og móðir hennar höfðu rætt um þetta mál oft, og Jennie langaði til að láta litlu stúlkuna sína heita Vestu. Nú kom móðirin með þessa uppástungu. — Hvernig lízt þér á nafnið Vesta? Gerhardt hlustaði á hana, en svaraði engu. Með sjálfum sér hafði hann ákveðið nafnið, það var nafnið Vilhelmína. Reyndar átti hann ekki von á, að dóttir hans yrði hrifin af þessu nafni. En hon- um þótti þetta fallegt nafn. — Það. er fallegt nafn, sagði hann að lokum. En hvernig lízt þér á nafnið Vilhelmínu? Frú Gerhardt langaði ekki til að mótmæla manni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.