Alþýðublaðið - 07.12.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.12.1940, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 7. DES. 1940. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. LAUGARDAGUR Næturlæknir er Björgvin Finnsson, Laufásvegi 11, sími 2415. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 18,30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19,00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19,25 Hljómplötur: Kórsöngvar 20,00 Leikrit: „Aldursmunur“, eftir „Dagfinn bónda“ (Brynjólfur Jó- hannesson, Ólafía Jónsdóttir). 21,15 Útvarpstríóið: Kaflar úr „Grand tríó“, Op. 93, eftir Hummel. 21,30 Upplestur: Kvæði og kviðlingar eftir Sigurð Jónsson frá Brún (Sigfús Halldórs frá Höfnúm). 21,40 Danslög. (21,50 Fréttir). 24,00 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Kristján Hannesson, Miðstræti 3, sími 5876. Næturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður er í Re^kjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 9,45 Morguntónleikar (plötur): Óperan „Tannhauser“ eftir Wagn- er. 1. þáttur. 11 Messa í dómkirkj- uhni (prédikun: Ástráður Sigur- steindórsson cand. theol. Fyrir alt- ari: séra Bjarni Jónsson). 12,10— 13 Hádegisútvarp. 15 Miðdegistón- leikar (plötur): Óperan „Tannhau- ser“ eftir Wagner. 2. og 3. þáttur. 17 Messa í dómkirkjunni (séra Magnús Guðmundsson). 18,30 Barnatími: a) Saga (Stefán Jóns- son kennari). b) Gítarleikur. c) Söngur barna (Jóhann Tryggvason stjórnar). 19,15 Hljómplötur: Lög fyrir píanó og orgel (SaintSaéns og C. Franck). 19,40 Ávarp um Slysavarnafélag íslands (Sveinn Björnsson, sendiherra). 20 Fréttir. 20,20 Erindi: Reykjavík æskuára w-------------—--------------- 'TÍlKYffNlNGAR BARNASTÚKAN UNNUR heldur fund á miorgun kl. 10 f. h. í G. T.-húsinu. Upplestur. Fjöl- mennið og mætið stundvíslega. Þúsundir vita, að gæfa fylgtr trúlofunarhringum frá Sigu» þór, Hafnarstræti 4. minna, II: Kaupmenn og hand- iðnaðarmenn (dr. Jón Helgason biskup). 20,50 Hljómplötur: ís- lenzk lög. 21 Þulur (frú Soffía Guðlaugsdóttir les). 21,10 Upp- lestur: Landnám íslendinga í Vest- urheimi, eftir Þ. Þ. Þ. (Sigfús Hall- dórs frá Höfnum). 21,30 Þjóðlög frá Wales (plötur). 21,50 Fréttir. 22 Danslög. 23 Dagskrárlok. MESSUR: Messur í dómkirkjunni á morg- un: kl. 2 Barnaguðsþjónusta (sr. Fr. Hallgrímsson). Kl. 5 síra Magnús Guðmundsson. Messað í Laugarnesskóla á morgun kl. 2 síra Garðar Svav- arsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. hád. Ástráður Sigursteindórsson cand. theol., einn af umsækjendum Nes- prestakalls, prédikar við hámessu í Dómkirkjunni á morgun kl. 11 f. h. Sira Bjarni Jónsson vígslu- biskup þjónar fyrir altari. — Messunni verður útvarpað. Séra Jón Auðuns, umsækjandi Hallgrímsprestakalls, messar í frí- kirkjunnni í Reykjavík á morgun kl. 2. Síra Ragnar Benediktsson mess- ar í barnaskólanum á Skildinga- nesi, Baugsveg 7 kl. 2 á morgun og í Mýrarhúsaskóla kl. 8%. Síra Jón Thorarensen messar í Elliheimilinu Grund á morgun kl. 2 e. h. Síra Sigurbjörn Einarsson mess- ar í fríkirkjunni á morgun, sunnu- daginn 8. þ. m. kl. 11 árd. Messur í kaþólsku kirkjunni: Lágmessur kl. 6 Vz árd. Hámessur kl. 9 árd. Bænahaldsprédikun kl. 6 síðd. Séra Jón Skagan messar í frí- kirkjunni i Hafnarfirði á morgun kl. 5. Bazar. Nemendasamband kvennaskól- ans hefir bazar, sem opnar í skól- anum kl. 2 á morgun. S. H. Gömlu dansarnir verða í kvöld kl. 10 í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Guðbrandur Jónsson flytur erindi á morgun í Nýja Bió kl. 1.30 e. h. til ágóða fyrir Barnavinafélagiö Sumargjöf. Sum- argjöf hefir í vetur vistar og dag- heimili í Vesturborg og dagheimili og barnagarð á Amtmannsstíg 1. 80 börn eru á vegum félagsins daglega og þarf það því á miklum peningum að halda. KappakSturshetjan heitir mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Dennis O’Keefe, Cecelia Pasker og Nat Pendleton. Skíða- og skautafél. Hafnarfjarðar fer í skíðaferð í fyrramálið kl. 9 að Skálafelli við Esju. Leikíelagið sýnir leikritið ,,Öldur“ eftir síra Jakob Jónsson annað kvöld kl. 8.30, Séra Sigurbjörn Einarsson flytur ræðu úr útvarpssal kl. 1 á morgun. Mistök urðu á útvörpun þessarar ræðu séra Sigurbjarnar úr dómkirkjunni s.l. sunnudag. Séra Jón Auðuns, umsækjandi Hallgrímspresta- kalls, messar í fríkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 2. Málfundafélag Alþýðuflokksins. Fundur á morgun kl. 4 á venju- legum stað. Áríðandi málefni. Ný barnabók. Guðjón Ó. Guðjónsson hefir gefið út æfintýrið Mjaðveig Mána- dóttir með teikningum eftir frú Fanneyju Jónsdóttur. i, Trulofun sína opinberuðu nýlega ungfrú Kristín Benjamínsdóttir, verzlun- armær í Hafnarfirði, og Guðmund- ur Björnsson læknanemi, Hafnar- firði. 70 ára er 8. des. Einar Þorsteinsson frá Hreiðurborg, nú til heimilis í Þing- holtsstræti 8 B. Sigrfðnr Magnúsdðtt ir kennari látin. SIGRIÐUR MAGNÚSDÓTTIR kennári lést að heimili sínu Fjölnesvegi 8 hétr í ibænum í gær- morgun. Sigríður Magnúsdóttir var á- kaflega vel látinn kennari, enda. starfaði hún mikið og á ýmsan hátt fyrir börnin. Hún lézt úr lungnabólgu, og hafði hún Iegið í tæpar 5 vikur. fggBGAMUI BIÚ BSS ES NÝ3A BIO E3 Kappaksturs- hetjan Uppreisn i ríktsfangelsinu Óvenju spennandi amer- (Burn’em up O’Connor). ísk sakamálamynd, Afar spennandi og skemti- Aðalhlutverkin leika: leg amerísk kvikmynd. — Pat. O’Brien, Ann Sherdi- Aðalhlutverkin leika: an og Humphrey Bogart. DENNIS O’KEEFE, CECILIA PARKER og Aukamynd: NAT PENDLETON. MÁTTUR BRETAVELDIS. 1 Aukamynd með | Ensk kvikmynd. I GÖG og GOKKE. Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Sýd kl. 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. “ÖLDDR,, Sjórtleikur í 3 þáttum eftir séra Jakob Jónsson frá Hrauni. Sýning annað kvöld kl. 8.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Aðalfundnr Sbjaid- borgar, málfundafélaps verha- manna. \ ÐALFUNDUR var hald- inn nýlega í málfundafél. verkamanna: ,,3kjaldborg.“ Á í'undinum var rætt' um kaupgjaldsmálin og afstöðu Al- þýðuflokksverkamanna til þeirra. Ennfremur var rætt um næstu stjórnarkosningar í Dags brún. Var stjórn félagsins falið að fjalla um það ásamt Felix Guðmundssyni, sem á sæti í uppstillinganefnd Dagsbrúnar. í stjórn félagsins voru kosnir Sigurbjörn Man'usson, formað- ur, og ennfremur Jón S. Jóns- son, Guðm. R. Oddsson, Har. Pótursson og Kristján Guð- mundsson. Varamenn voru kosnir Hannes Pálsson og Fel- ix Guðmundsson. Fingið i nðvember- mðnnði. IÍÍÐASTLIÐNUM MÁNUÐ8 'kigtu íslenzku flugvélamais «Öm“ og „Haföminn“ 19 þús- |und km. Famar voru 15 ferðir til Norð- urlauids, 4 til Austurlands, 2 til Vesturlands og ein hringferð kringuim land. F.U.J. Félagsfundur verður hald- inn n.k. mánudag í Kaup- þingssalnum í Eimskipafé- lagshúsinu, kl. 8,30 e. h. 41* THEODORE DREfSER: JENNIE GERHARDT án þess að hún gerði sér þáð ljóst, hváð um var að vera. Hann starði- seiðmögnuðum, dökkbrúnum augum í stóru, blíðu, bláu augun hennar. Þau horfðust í augu stundarkorn. — Þú tilheyrir mér, sagði hann. — Ég hefi leitað að þér. Hvenær getum við fundist? — Nei, það megið þér ekki, sagði hún. — Ég — ég get ekki hitt yður. — Jæja, svo að ég má ekki hitta þig. En líttu nú bara á. Hann tók hana í faðm sér og þrýsti henni að brjósti sér. — Við ættum fljótlega að geta komist að samkomulagi. Mér þykir vænt um þig. Þykir þér vænt um mig? Hún horfði á hann undrandi og óttaslegin um leið. — Ég veit það ekki, gat hún loks stunið upp. — Þykir þér vænt um mig? Hann horfði fast og lengi í augu hennar. — Ég veit það ekki. — Horfðu á mig . — Já, sagði hún. Hann þrýsti henni fast að sér. — Ég ætla að tala við þig seinna, sagði hann og þrýsti kossi á varir hennar. Það var eins og skipun. Hún var hrædd, og lömuð, eins og rjúpa, sem flýr undan val. En þrátt fyrir allt hneigðist hún að hon- um. Hann var gæddur ómótstæðilegu seiðmagni, sem dró hana að honum. Hann hló stutt og snöggt og sleppti henni. — Við megum ekki haga okkur svona hér, en mundu eftir því, að þú tilheyrir mér, sagði hann og gekk í'ram ganginn. Óttaslegin hljóp Jennie inn í herbergi frúárinnar og aflæsti hurðinni á eftir sér. SEYTJÁNDI KAFLI Þetta skyndilega. mót þeirra hafði djúp og varán- leg áhrif á Jennie, og það liðu margir klukkutímar áður en hún náði sér. í fyrstu skildi hún ekki vel, hvað hafði skeð. Þessi óvænti viðburður kom nærri því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún hafði í annað sinn verið manni eftirlát. Hvers vegna? spúrði hún sjálfa sig, og djúpt í vitund hennar var svarið, enda þótt hún gæti ekki gert sér það ljóst. Og hún fann, að það var satt: hún tilheyrði honum og hann henni. Ást og stríð eru örlög. Þessi stóri, sterki maður, sonur auðugs verksmiðjueiganda, var henni langt um framar á hinn almenna mælikvarða. En samt hheigð- ist hann að þessari bláfátæki^ þjónustustúiku. Hún var eina konan, sem hörfaði til hans. Lester Karie hafði þekkt ýmsar konur, ríkar og fátækar,' menht- aðar og fátækar, menntaðar dætur auðmanna, fátæk- ar almúgastúlkur, en hann hafði aldrei hitt konu, sem var gædd eiginleikum kvenleikans í jafnríkum mæli og þessi stúlka. Hún var samúðarrík, skilnings- góð, ung og fögur. Þrátt fyrir allt lauslæti hans kunni hann þó enn að meta það bezta í fari kvenna — og þegar hann hitti þá róttu, ætláði hann sér að vinna hana. Hann var þó þeirrar skoðurtar, að með hjóna- band fyrir augum yrði hann að leita méðal sinna jafningja. En einungis sér til skemmtunar hirti hanm ekki um hverrar stéttar konan var. Honum hafði aldrei dottið í hug, að kvænast þjónustustúlku. E». um Jennie var allt öðru máli að gegna. Hann hafðí aldrei séð þjónustustúlku, sem jafnaðist á við hana. Hún bár sig éins og aðalsmær, og hún var falleg án þess að hún gerði sér það ljóst. Hún var eins og fá- gætt blóm. ITvers vegna ætti hann ekki að reyn'a að vinria ástir hennar? Við skulum vera sanngjörn gagn- vart Lester Cane, og við skulum reyna að skilja að- stöðu hans. Við lifum á þeim tímum, þegar hið efnis- leg er metið fremur en hið andlega, og allur hraðinn, ysinn og erillinn, sem einkennir öld vora, þar sem allir' virðast þurfa að flýta sér, deyfir siðferðistil- finninguna og gerir manninn grófgerðari og hrjúfari. í slóð þess fylgir adleg þreyta, svefnleysi, þung- lyndi og jafnvel alger vitfirring. Heili okkar virðist ekki nægilega þroskaður til að taka á móti ölluni þeim áhrifum, sem þyrpast að honum til sundur- greiningar. Það er alltof margt, sem þyrpist að okkur. Lestér Cane var merktur einkennum samtíðar sinnar. Að eðlisfari var hann rannsóknarandi, og þrekmenni um leið. En fjölbreytni lífsins gerði hann utan við sig, og hann var mjög efagjarn maður. Hann var kaþólskur, en hann trúði ekki lengur á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.