Alþýðublaðið - 10.12.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.12.1940, Blaðsíða 4
ÞRÍÐJUDAGUR 10. DES. 1940. Bókih er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. ALÞÝÐUBLI ÞRIÐJU DAGUR Næturlæknir er Gísli Pálsson, Laugavegi 15, sími 2472. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og filmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Ungir rithöfundar á Norðurlöndum (Kristmann Guðmundsson rithöf.). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: a) Tríó ö D-dúr, eftir Haydn. b) Tríó, Op. 11, B-dúr, eftir Beethoven. 21.30 Hljómplötur: „Don Quizote,“ tónverk eftir Rich. Strauss. 22.05 Fréttir. Dagskrárlok. Verkakvennaféíagið Framsókn heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Iðnó, uppi. Til umræðu verða fé- lagsmál, kaupgjaldsmál og fleiri nauðsynjamál. Armenningar! Munið skemmtifundinn í Odd- fellow í kvöld. Ný kvikmypd. — fjölmennið á þennan síðasta skemmtifund ársins. Skíðaferðir. Margir bæjarbúar voru á skíð- um um helgina, enda var skíða- færi víðasthvar gott. Tvíburasysturnar heitir nýútkomin bók handa ungum stúlkum. ísak Jónsson úr sænsku. Þrjár barnabækur komu á markaðinn í dag: Trölli, ævintýri eftir Árna Óla, með myndum eftir Atla Má, Ljósmóð-. irin í Stöðlakoti, éftir Árna Óla, mð myndum éftir Atla Má, og loks Sæmundur fróði, með myndum eft ir Jóhann Briem. . Jórsalaför Héítir nýútkomin: bók. Eru það ferðaminningar þeirra prófessir- anna Ásmundar Guðmundssonar og Magnúsar Jónssonar. Ströndin heitir nýútkomin ljóðabók eftir Pál Kolka lækni. Hefir hann áður gefið út ljóðabók. Dr. Símon Jóh. Ágústsson flytur fyrirlestur í 3. kennslu- stofu háskólans í dag kl. 6.15. Efni: Stöðuval. Öllum heimill aðgangur. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. FUNDUK. FUNDUR. Starfsttlknafél. Sékn heldur fund n.k. fimmtud.M, 9 sd. i Hafnarstræti 21, uppi. Fundarefni. Samningarnir. Munið, að það er áríðandi að mæta. STJÓRNIN. Hafnfirðingar Nýja fornsalan, Aðalstræti 4 í Reykjavík, kaupir allskonar nýja og notaða muni, karl- mannafatnað og margt fleira. Staðgreiðsla. Allt sótt heim. Sími 5605. W estinghouse ljósaperurnar eru komnar. : ‘ * ... Raftækjaverzlun, Símar 4690 og 5690, HAFNARSTRÆTI 11 hefur á boðstólum margvíslegan og snotran jólavarning. Svo sem: Töskur, hanska, lúffur, slæður, klúta, dúka pg ekki að gleyma ágætu úrvali af lífstykkjum, beltum og brjósthöldum. — Það margborgar sig að koma og skoðp. BMGABiLA . « Kappaksturs- hetjan (Burn’em up O’Gonnpr). Afar spennandi og skemti- leg amerísk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: DENNIS O’KEEFE, CECILIA PARKER og NAT PENDLETON. Aukamynd með GÖG og GOKKE. Sýnd kl. 7 og 9. NYJA BIO Dætur skilinna hjóna (Doughters Courageous). Amerísk stórmynd frá Warner Brós. Aðalhlut- hlutverkin leika sömu leik- arar og léku í hinni frægu mynd ,FJÓRAR DÆTUR': GALE PAGE, CLAUDE RAINS, MAY ROBSON, JEFFREY LYNN, DICK FORAN. Sýnd kl. 7 og 9. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að minn hjartkæri: eiginmaður og ástkær faðir okkar og afi, tengdafaðir, tengdo- sonur og bróðir, Kristján Vídalín Brandsson, féll út af Agli Skallagrímssyni aðfaranótt 8. þ. m.. Blessuð sé minning hans. Guðbjörg Þórláksdóttir og aðstandendur. Njálsgötu 33, Reykjavík. Þökkum hjartanlega öllum þeim rnörgu, er sýndu okkuur samúð og vinarþel við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, Þorleiks Halldórssonar (ToIIa litla). ' Guð hlessi ykkur öll. Ásbyrgi, Hafnarfírði, 9. des. 1940. Margrét Sigurjónsdóttir. Ilalldór M. Sigurgeirsson. Hrafnhildur Halldórsdóttir. valið efni. Einherjí fesihn.. Spilakvöld. i MÚSSÖLINI TIL ALBANIU? Frh. af 1, síðw. j inn að fara til Albanru, ra í Rómaborg hefir vitanlega engin staðfesting fengizt á þeim orð- rómi. : i ’,) ÍÞÖKUFUNÐÚR í kvöld. Erindi: Jensína Jensdóftif. Upplestur. Áríðandi að félagar mætí. ST. Einingin nr. 14. Fundur ann- að. kvöld. Inntaka nýliða. Bróð- if Guðjón Halldórsson: Sjálf- 43 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT virðingu sinni, hvað sem í skærist — þannig var lífs- skoðun hans, og hann áleit, að hún væri einkar skyn- samleg. I fyrstu höfðu tilfinningar hans gagnvart Jennie verið sprottnar af eigingirni. En þegar hún hafði gef- ið eftir, varð hann þess fljótt var, að hún var ekki eins og aðrar konur, sem hann hafði kynnst, hún var ekkert leikfang. Lester Cane var kominn af æsku- skeiði. Hann þurfti að njóta félagsskapar konu, en hann kærði sig ekki um að kvænast. Hann vildi ekki fórna frelsi sínu á altari hjónabandsins. Hann vildi ekki bera fjötur um fót, ef hann gæti á annan hátt fullnægt eðli sínu. Auðvitað varð hann að finna hina réttu konu, og hann hélt, að hin rétta kona væri Jennie. Honum geðjaðist að henni að öllu leyti. — Hjónabandið var ónauðsynleg stofnun. Hann þurfti ekki annað en segja við hana: — Komdu, og þá myndi hún koma. Það voru öplög hennar. Lester hugsaði málið rólega og ekki með neinum tilfinningahita. Hann gekk rólegum skrefum út í fá- tæklegu götuna og athugaði fátæklega húsið, sem hún bjó í. Fátækt hennar og þröng lífskjör létu hann -ekki ósnortinn. Ætti hann ekki að vera hreinskilinn • við hana, heiðarlegur og opinskár? Svo minntist hann hin-nar sérstæðu fegurðar hennar, og hann breytti á- ' ætlun' Nei, hánn varð að eignast hana, ef hapn gspti — strax í dag, svo fljótt sem hægt væri. í þessu hug- arástandi snéri hann heim aftur til heimilis frú Brace bridge í Lorrie Street. ÁTJÁNDI KAFLI Jennie þoldi allar þær þjáningar, sem yfir mann- eskju geta dunið, þegar hún þarf að leysa ervitt vandamal. Barn hennar, faðir hennar, bræður og systur voru henni fjötur um fót. Hvað var það, sem hún var áð leggja út í? Var hún enn að láta tælast og blekkjast. Hvað ætti hún að segja fjölskyldu sinni um þennan mann? Hann myndi ekki vilja ganga að eiga hana, það var áreiðanlegt, þegar hann vissi, að hún hafði átt barn. Og þótt hún hefði ekkert barn átt, myndi hann ekki kvænast henni, hann var henni svo miklu æðri þjóðfélagslega séð. Og samt tók hún ástleitni hans. Hvað átti hún að gera? • Hún hugsaði um þetta mál fram á kvöld. Fyrst á- leit hún réttast, að hún forðaði sér burtu meðan tími væri til. En þá minntist hún þess, að hún hafði sagt honum, hvar hún ætti heima. Því næst ákvað hún, að herða upp hugann og segja honum, að hún vildi ekki hafa neitt saman við hann að sælda. Þessi síðari lausn virtist ofur einföld, þegar hann var hvergi við- staddur. Og hún þóttist viss um, að hún gæti útvegað sér stöðu einhversstaðar, þar sem hann gæti ekki fundið hana. Og þegar hún lagði af stað heim til sín um kvöldið, hafði hún ákveðið, hvað gera skyldi. — En Lester leit öðrum augum á þetta mál. Hann var kominn á þá skoðun, að best væri að fylgja vel eftir. Aimars tæki.hún ef til vill upp á því áð segja f jölskyldu sinni frá þessu eða frú Bracebridge. Eða hún færi burtu úr borginni. Hann vildi gjarnan fá að vita um hagi hennar, og það gat hann ekki á annan hátt en aö tala við hana. Hann ákvað að reyna að ná henni á sitt vald. Og hann áleit, að það myndi heppn- ast. Hún játaði, að henni geðjaðist vel að honum. Framkoma hennar var þannig, að hann átti ekki von á mikilli baráttu, ef hann reyndi. Hann ákvað að gera tilraun, því að hann þráði hana mjög. Klukkan um sex kom hann aftur heim á heimill Bracebridge’s, til þess að vitá, hvort hún væri þar enn þá, Hún var þar enn og hann sagði við hana: — Ég fylgi yður heim, bíðið eftir mér við næsta götu- bern. —- Já, svaraði hún, og henni fannst hún verða að hlýða skipunum hans. Hún sagði við sjálfa sig, að hún yrði að tala við hann og segja honum ákvörðun sína, og nú bauðst einmitt gott tækifæri. Klukkan hálf- sjö fór hann út úr húsinu og klukkan rúmlega sjö beið hann eftir henni í lokuðum vagni á staðnum, sem þau höfðu ákveðið, viss um árangurinn. Þegar klukkan var rúmlega átta kom Jennie. Þaö var ekki mjög bjart á götunni, en samt þekkti hanm hana. Hann gekk út úr bílnum, þegar hann sá hana, gekk á móti henni og sagði: — Komdu inn í vagninm og ég skal aka með þig heim til þín. Nei, sagði hún -— ég held, að það sé ekki rétt ■gert. • — Komdu nú, sagði hann, — Ég ek með þig heim

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.