Alþýðublaðið - 11.12.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.12.1940, Blaðsíða 4
t MIÐVIKUDAGUR 11. DES. 1940. Bókin er Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eitir JULÞYÐ UBIAÐIÐ ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 hcimsfræga höfunda. 11 heimsfræga höfunda. MIÐVIKUÐAGUR Næturlæknir er Kristján Hann- esson, Miðstræti 3, sími 5876. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apótekum. ÚTVARPIÐ: 15.30—16.00 Miðdegistónleikar. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.20 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Óperulög. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: Vilhj. Þ. Gísla- son kynnir. — Ferðasögur: (Magellan, Marco Polo, Liv- ingstone). Upplestur úr „Áraskipum,“ eftir Jóhann Bárðarson. — Kvæði, söng- ur o. fl. Fréttir sagðar. 22.00 Dagskrárlok. Hamborg h.f. Laugaveg 44 íilkynnir: Við fengum í gær ýms nyt- söm búsáhöld, t. d. Borðhnífa og gaffla í köss- um (ágæt jólagjöf). Matskeiðar. Teskeiðar. Sigti. Uppþvottabala og föt, mjög ódýrt. Fötur, tinaðar og emaill. Þvottabursta (kopar). Náttpotta, 3 gerðir og margt fleira. Höfuitn ennfpesFurs Bolla. BoIIastell. Diska. Könnur. Barnakönnur. Barnadiska. Barnastell. Ýmsar sbraaivði'nr Og allskonar leikfÖMff Stjórnarkosning stendur nú yfir í Sjómannafélagi Reykjavíkur á skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu. Skrifstofan er op- in alla virka daga frá kl. 4—7. Elisabeth Göhlsdorf les upp í Kaupþingssalnum 1 kvöld klukkan 8.30. Aðgöngumið- ar við innganginn. Anglía, félag enskumælandi fólks hér í bæ heldur „Variety Concert“ í Gamla Bíó n.k. laugardag kl. 4. Leikfélagið sýnir „Logann helga“ eftir Maugham annað kvöld kl. 8. Munið bazar Hvítabandsíns á föstudag. Fimmburarnir í íslenzkum búningi er nýlega komin á markaðinn. Eru þetta laglegir brúðukassar og kærkomin jólagjöf fyrir telpur. ivarp Irá Mæðra- styrksnefBd. Góðir Reykvikingar! Jólin nálga&t óöum, og er Mæðrastyrksnefndin þess vegna að hefja jólastarfsemi sina með sama hætti og undanfarin ár. Til þess að geta glatt fátæklar mæður og börn nú um jólin, verð UiT nefndin enn á ný að leita til yðar uan aðstoð til þess. Hún þekkir af reynslu fyrri ára ör- iæti yðar, og væntir þess, að þér bregðist enn vel við, því þörfin er sízt minni nú en elia. Skjól- stæðingar nefndarinnar eru eink- um þeir, sem þannig ern settir, að þeir njóta einskis af atvinnu þeirri, sem nú er venju fremúr [mikil í bænum, en hinsvegarkem vaxandi dýrtíð og hækkandi verð lag nauðsynja jafn hart niður á þeim sem öörum. Það eru mæð urnar, sem standa einar uppimeð heimili sín. Fy,'irvinnulausu heim- ilin, þar sem heimi lisföðumum hefir verið svift burta, og það hefir fallið í hluf móðurinnar, að sjá börnunum farborða og vera þeim í senn í fööur og móður stao. Líka þekkir nefndin margar einstæðar konur, sem hana langar að geta gla/tt, það er ekki svo mikið sem til I>ess þarf, að gleðja gamalmenni, en ekikert ■ ætti að þurfa að verða út undan. Mæðrastyrksnefndin vill mega minna alla þá, sem svo eru stadd- ir að þeir geta veitt sér og símum gleðileg jól, á að til eru fátækar mæður sem engan dagamun geta gert bömum sínum um jólin, ef ekki njóta þær til hjálpar góðra manna. Því, sem þér vilduð láta af hendi rakna í þes-su skyni, \ei ir skrifsJo'"a nefndarinnar þakk láflega móttöku og er hún opin alla daga frá kl. 4—6, í Þing- hoHsstræti 18, simi 4349. Virðingarfyllsf " f .h. MæÖrastyrksnefndar Laufey Valdimarsdóttir, Krist- in Sigurðardóttir, Steinunn Bjart- marsdóttir, Bryndís Þórarinsdótt- ir, Jönína Guðmundsdóttir, Soff- ia Jónsdóttir, Hallfríður Jónas- dóttir, Aðalheiður S. Hólm, Thyra Loftsson Katrín Pálsdóttir, Guð- rún Pétarsdóttir, Unnur Skúla- dóttir, Inga Lárusdóttir, Bentína Hallgrimsson, Jónína Jónatains- dóttir, Jóhanna Ámadóttir, Svava Jónsdóttir, Guðrún Fininsdóttir, Þuriður Friðriksdóttir, Þórdís Karlqvist, Steiinunn Guðmunds- dóttir. --------------j.------------ ST. FRÓN nr. 227. Afmælis- fagnaður stúkunnar hefst með fundi í loftsal Góð- templarahússins annað kvöld kl. 8. Á fundinum fer fram upptaka nýrra félaga. Að loknum fundi, kl. 9, hefst skemmtisamkoma með kaffi- samdrykkju í aðalsalnum. — Skemmtiatriði verða þessi: a) Einsögur. b) Einleikur á pí- anó. c) Gamanvísur. d) Ræð- ur. — Er staðið verður upp frá borðum, kl. 10.30, hefst dans fyrir þá, sem sitja fund- inn og skemmtisamkomuna, og leikur hljómsveit undir dansinum. — Sala aðgöngu- miða hefst í Góðtemplara- HOAMLA BfO Sm Kappaksturs- hetjan I (Burn’em up O’Connor). Afar spennandi og skemti- leg amerísk kvikmynd. — Aðalhlutverkin leika: DENNIS O’KEEFE, CECILIA PARKER og NAT PENDLETON. Aukamynd með GÖG og GOKKE. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sirnii BB NYJA BIO tm IDætu' skilfnna hjóna (Doughters Courageous). Amerísk stórmynd frá Warner Bros. Aðalhlut- hlutverkin leika sömu leik- arar og léku í hinni frægu mynd ,FJÓRAE DÆTUR‘: GALE PAGE, CLAUDE RAINS, MAY ROBSON, JEFFREY LYNN, DICK FORAN. Sýnd kl. 7 og 9. GAMLA BÍÖ SATURDAY 14th, DECEMBER AT 4 P. M. PROMT. VARIETY GOMGERT WITH ICELANDIC & BRITISH ARTISTES LARUS INGÓLFSSON: THE FOUR GINX THE REYKJAVÍK OCTETTE SERGENT MERTZ & PRIVATE HOLBECH THE CROONETTES: PRIVATE LUBBOCK: PRIVATE DAVIS. — JACK QUINET & HIS BAND. TICKETS FROM: „EDINBORG“; FISKIMJÖL; MR. HOWARD LITTLE. VONARSTRÆTI 12; THE BRITISH LEGATION; MR. JOHN LINDSAY, AUSTURSTRÆTI 14; „EDINA“, PÓSTHÚSSTRÆTI 13. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Loginn helgiM eftir W. SOMERSET MAUGHAM. SÝNING ANNAÐ KVÖLD KLUKKAN 8 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Síðasta sinn. húsinu á morgun (fimmtu- dag) kl. 5 síðd. Reglufélagar, fjölmennið á Frónsafmælið annað kvöld. Húsinu verður lokað kl. 10. Pétur Sigurðsson erindreki varð fyrir því slysi ný- lega að fótbrotna hér í bænmu, Liggur hann enn rúmfastur. ? Auglýsið í Alþýöublaðimi* 44. THEQDORE PREISER: JENNIE GERHARDT og þar getum við talast betur við. Henni fannst hún verða að hlýða þessari skipandi rödd. Þau settust inn í bílinn, og hann kallaði til bíl- stjórans og bað hann að aka livert sem hpnum sýnd- ist, þegar hann var seztur við hlið hennar: — Fleyrðu mig, Jennie! Ég þiái þig. Segðu mér nú eitthvað um sjálfa þig. — Ég þarf líka að íala við yður, sagði hún, og lor strax í varnaraðstöðu. — Um hvað? spurði hann og reyndi að rýna í svip hennar í hálfrökkrinu. — Við megum ekki hitiast, sagði hún og var mjög taugaósíyrk. — Við hqfðum ekki átt að hittast núna. Þér hafið ekki hugmynd um, hvemig ég er. Ég vil ekki hitta yður framar. Ég vií það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það, sem ég gerði í morgun. — Þú gerðir ekkert í morgun. Það var ég, sem gerði það, sagði hann. — Og ef þú vilt ekki hitta mig — þá hitti ég þig. Hann greip hönd hennar. — Jta þekkir mig ekk , en mér geðjast að þér og við því er ekki hægt að gera. Þú tilheyrir mér. — Nei, nei, nei, sagði hjín óttaslegin. Það er ekki hægt, herra Cane. Nú verðið þér að hlusta á mig. Ég get það ekki. Þér vitið ekki, hvernig á því stendur. Þér hafið ekki hugmynd um það. Það er ekki hægt, þótt ég fegin vildi. Ég má það ekki. Ég get það ekki. Ég vil það ekki. Ó, nei, nei, nei, lofið mér að fara < heim. Hann hlustaði undrandi á þetta óráðshjal og samúð vaknaði í brjósti hans. — Hvað áttu við, þegar þú segir, að þú getið það ekki? spurði hann forvitinn. — Ó, það get ég ekki sagt yður, svaraði hún. Og þér megið ekki spyrja mig. ]pér megið ekki fá að vita það. En ég vil ekki sjá yður framar. — En þér geðjast að mér. — Já, mér geðjast að yður. En það má ekki ske. Þér megið ekki .... Hann hugsaði málið athugull eins og dómari. — Hvað skyldi hún nú segja næst? Hann vissi, að þessi stúlka elskaði hann — enda þótt þau hefðu kynnst svo skamrna stund. Og hann þráði hana. — Heyrðu mig nú, Jennie, sagði hann. — Ég heyri hvað þú segir, en ég skil ekki við hvað þú átt, þegar þú segir, að þú megir það ekki, fyrst þig lang- ar til þess. Þú segir, að þér geðjist að mér. Hvers vegna kemurðu þá ekki? Víð ættum að geta komið okkur saman. Ég vil hafa þig hjá mér. Hvers vegna segirðu, að þú getið það ekki. — Ég get það ekki, svaraði hún. — Ég get það ekki. Ég má það ekki. Þér megið ekki spyrja mig meira. Þér hafið ekki hugmynd um, hvernig því er varið. Og ég get ekki sagt yður, hvernig á því stend- ur. Hún var að hugsa um barnið sitt. Lester hafði ríka réttlætistilfinningu og vildi vera heiðarlegur. Framar öllu öðru langaði hann til að koma heiðarlega fram við samborgara sína. Hann hugsaði málið. — Hlustaðu nú á mig Jennie, sagði hann og hélt enn í hönd hennar. — Ég vil ekki neyða þig. Ég 'ril, að þú hugsir um málið. En þú ert mín. Þu segir, að- þér geðjist að mér. ]pú játaðir það sjálf í morgun. Og ég veit, að svo er. En hvers vegna sýnirðu þá þenn- an mótþróa? Mér þykir vænt um þig, og ég get gert svo margt fyrir þig. Hversvegna ættum við þá ekki að vera góðir kunningjar? Við getum talað um þetta mál seinna, en nú skaltu hugsa þig vel um. — En ég vil ekki gera neitt, sem er rangt, sagði hún. — Ég vil það ekki. Þér megið aldrei hitta mig framar. Ég get ekki látið að vilja yðar. — En hvers vegna sagðirðu þá, að þér þætti vænt, um mig? Hefirðu breytt um skoðun? Líttu á mig! Þú hefir ekki skipt um skoðun, er það? —- Nei, nei, kjökraði hún og hafði nú ekki valdt á sér lengur. — En hvers vegna ertu þá með þennan mótþróa?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.