Alþýðublaðið - 27.12.1940, Page 2

Alþýðublaðið - 27.12.1940, Page 2
ALÞÝÐUBLABEÐ FÖSTUDAGUR 27. DES. 1940. Tilkynnlng. Mér með er vakin athygli á pví, að peir, sem enn hafa ekki greitt tekju-og eignar skatt sinn og lífeyrissjóðs* gjald, verða að greiða gjiild pessi í síðasta lagi priðju^ daginn 31. p.m., ef að pau eiga að verða dregin frá skat tskyldum tekjum peirra pegar gjold pessi verða ákveðin á næsta ári. Tollstjóraskrifstofan, Mafnarstrætl 5, opin kl. 10-12 og 1-4, á laugardögum kl. 10-12. Davið Stefánsson: lólon islandus. UM tuttugu ára skeið hefir Davíð Stefánsson 'verið vinsælasta ljóðskáld okkar og notið mestrar alþýðuhylli og er það verðskuldað, enda þótt al- mennar vinsældir séu ekki æv- - inlega réttasti og nákvæmasti mælikvarði á bókmenntaleg efni. Hann hefir og verið mjög frjósamt skáld og gefið út margar stórar ljóðabækur. Enn fremur hefir hann gefið út eitt leikrit, ekki sérlega merkilegt að vísu, en þó sómasamlegt byrjandaverk, og loks hefir hann tekið til við skáldsagna- gerð og sent á markaðinn t\ eggja binda skáldsögu um Solva Helgason, málara og hei nspeking, flækinginn lands- fræga, sem uppi var á seinni hluta síðustu aldar. Það er reyndar dálítið hæpið að leggja út í að rita skáldsögu um æviferil manns, og nota söguleg atvik úr lífi mannsins sem uppistöðu bókarinnar og orð hans, eftir því sem næst verður komizt, sem ívaf. Auð- vitað er það fullkomlega leyfi- legt, en hættan er fólgin í því, að bókin verði þá hvorki skáld- skapur né sannfræði. Þó hefir Davíð tekizt að gæða frásögn- ina því lífi, að bókin verður vel læsileg og veldur þar miklu kjarngóður stíll og hæfileiki til ao fara í hugarflíkur persón- anna, sem frá er sagt. Þótt þessi bók sé á ytra borði um flakkarann Sölva Helgason, er hún, ef vel er að gáð, í raun og veru um annað. Hún er um iffsiygma, sjálfsblekkinguna. Auovitað blekkja allir sjálfa síg, ljúga að sjálfum sér, en misjafnlega mikið, og Sölvi Helgason er fulltrúi sjálfs- blekkingarinnar, ef svo mætti að orði komast. Hann er hald- inn mikilmennskuæði, og þótt einkennilegt kunni að virðast á mikilmennskuæðið rót sína í vanmáttarkennd hans. Þetta kann ef til vill að hljóma í eyr- um sumra sem öfugmæli, en er þó sálfræðilega rétt. Höfundurinn fylgir Sölva á göngu hans um landið og er- lendis, fet fyrir fet, lesandinn sér hann breytast með aldrin- um í meðförum höfundarins, stórmennskan eykst, sjálfs- blekkingin magnast unz nærri stappar algeru brjálæði og ekki verður lengra komist í sjálfs- lygi, en þegar Sölvi segir að- framkominn á banadægri á ein- tali við guð sinn: „Um speki bið ég þig ekki, af henni hefi ég nóg.“ J>að hefði ekki verið gaman að deyja með þessum manni. K. ísfeld. Merræi tónlist. -1 ! i ý' ' ! ' > I ‘ AÐRIR h ásk ólah I jómlei kar Árna Kristjánssonar og Björns Ólafssonar voru helgaðir norrænni tónlist, án þess þó að tekið væri tillit tíl allra frænd- þjóðanna á Norðurlöndju'm, Dan- ir og Svíar fengu ekkert að leggja til málanna, en Norð- manninum Edvard Grieg varætl- að hlutfallslega allt of mikið rúm; vorú leiknar eftir hann tvær sónötur auk tveggja anmarra vetka. C-molI sónata hans er að vísu innblásin snjöllum hugmynd- um, en hana skorti formbundið jafnvægi; tóntegundaskiptin eru of+ handhófsleg og snögg, en söngur hljómlínanna er hinsveg- ar innilegur og stundum hjarta- skerandi, enda hefir Grieg oft verið nefndur „mesti söngvari Norðurlanda". Kemur þetta ekki sízt fram í Allegretto-kaflanum, sem ber það með sér, að hann er ekki saminn fyrir píanó, en Grieg hafði hugsað sér að nota hann sem hægan kafla í fiðlu- konsert, þar sem undirleikurinn hefði dýpkað að mun og sam- svarað sér betur með einleiks- hljóðfærinu. Síðasti kaflinn, sem er búinn til yfir köll selstúlkn- anna og hornahljóma þeirra, er dreginn upp með fljótvirkri hendi og naut bergmálssvörunin sín <vel í markvissum samleik þeirra félaga, en „appassionato“-bIærinn hefði mátt rísa hærra. Nýstárlegt og gleðilegt var' aö sjá íslenzkar tónsmíðar á efnis- skránni, og hefði gjarnan rnátt flytja meira af innlendum verk- Unr og láta okkar eigið land skipa fyrsta og fremsta sess. „Stefja- hreimur" Sigfúsar Einarssonar sver sig að vísu ekki í ætt viö Einar Benedifctsson í samnefndu kvæði hans, en það er hreinlega unnið verk, með efnisrikum org- felbössUm og lagrænum fiðluparti. pigfús fetar í fótspor' lærimeist- Ura sinna og heldur tryggð við þá, hann stendur föstum fótum þ grunni góðra og gamalla tíma Dg hlustar ógjarnan á byltinga- sinnaðar og háværar raddir ný- s‘efnumannanna, en í flokki þeirra ja Karl Runólfsson heima. Karl lætur sér' ekki nægja að þræða farna vegi; hann leitar að nýjum leiðum og finnur þær oft, en fyrir þemur þó, að hann heldur ekki pippteknum hætti; inn í sltílvitlund hans slæðist vottuir af fyrirmynd- jum, sem ekki samræmast fuil- komnu séreðli nútímans. Þessi tvískinnungur raskar heildrænni verkun rímnalaganna, op. 12, sem Árn.i og Björn fluttu nú sem Ifrumuppfærslu. Nýjung í „in- fe'tTumentatiön" bendir til smelln- ar hugdettur, sömuleiðis „flageo- ilet“-tónar og rofin laglína; kem- fur þetta, ásamt tvígripunum, iiðlunni að góðu haldi, en píanóið lar of afskipt; hlutverk þess er fekki nægilega sjálfstætt, og það Verður jafnvel að gera sér eiu- íaldan „barkarólu“-bassa feð göðu. Sums staðar ef hin hljóm- ræna undirstaða ekki svo skýr sem skyldi, svo' að fram kemur feins konar tvíhljómtak, án þess að hin innri nauðsyn þess sé fyrir hendi, en „Musette“-kaflinn fer vél felldur inn í umhverfi sitt. Með þessu verki sínu hefir Karl fenn bent á verðmæti þjóðlaga ivorra S beinu framhaldi af starfi Jóns Leifs, enda nálgast Karl hann stundum. Verkið er aðgeugi- legt hverjum færum fiðluleikara og vel fallið til heimilisnotkunar. Væri fengur í, að það yrði gefið út, því að í því bregður snöggv- ast fyrir hi'nu alnorrænastia eðlí, sfem birtist á þessum hljómleik- Um; þannig virðist íslenzk tónlist rétt skiráð, óvægin og hiörð, gjörsineydd öll'u tilfi'niningadekri, sem oft og tíðum er óhlollt og smekkspillandi. Að lokum var leikin ballade og sónata eftir Grieg og sveita- dans eftir Sibelius. Árni lá ekki lá liði sínu í túlkuninni á Grieg, hann dró mjög vel fram aðal- inmhaldið í stiefnu hans og lét temaið koma fram að dreymn- Um hætti, enda þótt efniviður þess fylli tilhrigðin ekki nægilega vel út til enda. Sveitadans Sibeli- usar er eitthvert fiðl'ulegasta lag,' sem samið hefir verið á Norður- löndum, og lék það fallega i höndum Björns, sem spilaði það Utanað, svo að miann langaði til Nýir IðoreglnÞjénar á ábnreyri. að heyra fleira úr penná þessa höfundar, t. d. sónatínuna. Són- ata Griegs var bezt samspiluð og er þegar orðin mörgum kunn, svo að endurtekningin tryggði fullkomn.a fesfingu lvennar. Boga- stjórn Björns var víða ágæt, eink- Rmi í sfuttum strokum; en „canti- lene“-tónninn þyldi frekari þenslu og áræði. Árni studdi fiðluna af mikilli nærgætni og kostgæfni. Með ágætum tókst „springdans- inn“ með hinum snörpu áherzlum sínum og sveiflandi flugi. En þrátt fyrir kosti þessarar sónötu hefði verið öllu kærkomnara að heyra Sjögrfen og Carl Nielsen sem fulltnia Svia og Damæ. Hijöðbærni háskólasalsins er mjög ábótavant, bitnar það mjög á fiðlunni, sem ekki fær að syngja út, enda mun salurinn inn- réttaður með sérstöku tilliti til úfvarpsnotkunar', og er það illia farið. Er rauin að því fyrir listia- mennina, er þeir heyra tóna sína fæðast andvana, og væri það næg ástæða til að láta lagfæra þessa „akustisku" höfuðgalla, sem eiga rót sína að nekja til óheppilegs efnis í gólfi og lofti. Hljómleikunum var mætavel tekið fyrir fullurn sal, og urðu þeir félagar að leika aukalög, m. a. „Humoreske“ eftir Þörarinn Jónsson, snoturt lag og sönglegt, til þess að skiljast við áheyr- endur. ! 1 H. H. árshðtið verkalýðs- félags Akraoess. SKÖMMU FYRIR JÓLIN hélt Verkalýðsfélag Akraness mjög myndarlega árs- hátíð í Báruhúsinu á Akranesi. Var þarna samankomið á fjórða hundrað manns, vel vandað til skemmtiskráratriða, enda fór skemmtunin prýðilega fram. Hálfdán Sveinsson, formaður félagsins, setti samkomuna með stuttri ræðu, en síðan flutti Björg vin Sighvatsson, erindreki ■ Al- þýðusambandsins skörulega ræðu. Síðan var fluttur gaman- þáttur, „Ástands-rievýa Akraness“. Voru það létt samtöl, krydduð gamanyrðum 'um menn og mál- efni á Akranesi iog nágrenni, og auk þesis gamanvísmasöngur með harmoniku-undirleik, og s/kemmtu menn sér hið bezta við þetta. Revían var flutt af tveimur ung- um AkuTnesingum, þeim Ólafi Oddssyni og Theodór Einarssyni, og tókst þeim vel. Síðan sungu tvedr menn úr Reykjavík tvisöng og einsöng, en að því loknu las Ragnar Jóhannesson, cand mag. upp frumsanrda gamansögu og kvæði. Loks var sýndur sjónleik- ur, „Villidýrið“, og síðan stig- inn dans fram undir rnorgun. Næsta dag á eftir var fundur haldinn í Alþýðuflokksfé- lagi Akraness og mætti þar Riagn- ar Jóhannesson fyrir hönd flokks- ins og hóf umræður. VaT rætt um stjó rn m ál aviðho rf ið, kosninga- undirbúning, félagsmál o. fl. Voru UmTæður fjörugar og ríkti á fund- inum hin bezta eining og áhugi uim mál Alþýðuflokksins. l^T ÝLEGA hafa nýir lögreglu- þjónar verið settir á Ak- ureyri. Eru það Gísli Ólafsson bif- reiðarstjóri, Magnús Jónsson, áður varalögregluþjónn, Björn Guðmundsson bifreiðarstjóri, og Jón Sigurgeirsson frá Hellu- vaði í Mývatnssveit. RÓLEG JÓL. Frh. af 1. síðu. Strax á jóladaginn hófu Þjóð- verjar loftárásir á Bretlands- qyjar á ný, þött þær væru ekki í stórum stíl. Þýzkar flugvélar vörpuðu niður sprengjum yfir austurströod Skotlands og yfir Orkneyjum, og var em þýzk flug- vél skotin niður yfir eyjunum. Á aðfangadiaginn fluttu Hákon Noregskonungur, Benes forseti tékknesku stjómarmuair í Lonldoh og SikoTski yfirhershöfðingi Pól- verja ávörp í Lundúniaútvarpið til þjóða sinna, og á jóladiaginn ávarpaði Georg Bnetakonungurall ar þjóðir’ brezka samveldisins, og Wilhelmina Hollandsdrottning hollenzku þjóðina. í Berlínarútvarpinu var skýrt frá því,að Hetler og vo-n Brauch- itsch yfirhershöfðingi hans hefðu dvalið méðal þýzku hermannanna í Norður-Frákklandi Um jólin. Orðrómur var Um þáð x London, að Hi'tler hefði yerið vestur við Ermarsund. -Saðuir i Libyu létu Bretar allar árásir niður falla á Jólanótt og jóladag. - i En Italir gerðu ioftárás á eyj- una Korfu við vesturströnd Grikklands á jóladaginn og dtápU 25 manns og særðu 30. Hefir loft- árás þessi vaJkiið megna fyrirlitn- ingu um allan heim og mikla gremju á Grikklandí. VÉLBÁTAR VH) FAXAFLÖA Frh. af 1. síðu. Verkalýös- og sjómannafé- lag Garða- og Miðneshrepps. Áður var raunveriuléga hvörki taxti né samningur gildandi ium kjör á þessum sk'iþum. Ver'ka- lýðsfélag Akmness hafði þó taxta, sem farið var eftir við hlutráðningar í meginatriðum, en alveg' nýlega reyndu útgerðar- menn að koma greiðslum yfir á sjómenn, sern þeim ekki bar að borga, og várð það til þess, áð fpltrúar þessara Sélaga allra, en þau eru öll í Alþýðusambandi Islands, komu saman til að ræða þessi mál og taka ákvarðanir Um þau. - 1 Raunveriilega er ekki um rnikl- ar breytingar að ræðia frá þeim taxta. '-ern gilti hjá Verkalýðsfé- lagi Akraness, en margt hefir verið samrýmt og sniðnir af agnúar, sem sjómenn töldu ó- heppilega. Þá eru og tekin af öll tvímæli um ágreiningsatriði. Það er mijög nauðsynlegt, að menn, sem ráða sig á þcssa báta, hafi hinn auglýsta axta við hendina. — Alþýðublaðið, þar sem hann var auglýstiur, f-æst í afgreiðshmni. —ÚTBREIÐIÐ ÁLÞÝÐUBIdUBBB—

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.