Tíminn - 01.06.1963, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.06.1963, Blaðsíða 11
SMtlG) Sigríður Bjömsdóttir í dag verður til moldar borin á Akureyri, frú Sigríður Björnsdóttir frá Syðra Garðs- horni í Svarfaðardal, á 90. ald- ursári. Hún var fædd ag Ufsum í Svarf- aðardal 13. marz 1874. Voru for- eldrar hennar hjónin, Björn Jóns- son og Jóhanna Þórarinsdóttir bæífi þingeysk að ættemi, hún sonardótitir Hallgríms Björnssonar á Grýtubakka, Hallgrímssonar hreppstjóra í Hléskógum Bjöms- sonar, og er sú ætt rakin til Lofts ríka. En kona Hallgríms á Grýtu- bakka var Ingveldur Þórarinsdótt- ir Þorlákssonar frá Tungu á Sval- barðsströnd, og eru þetta kunnir og sterkir stofnar. En faðir Sigríðar, Björn Jónsson, var úr Fjörðum nofður, sem nú er aleydd byggð. Þar var hann fæddur 1831, að Botni, og vora for eldrar hans þá búandi hjón þar, þau Jón Jónsson og Maria Sæ- mundsdóttir. Vora þau talin hin mestu atorku og sæmdarhjón. En sambúð þeirra varð ekki löng, því að Jón bóndi drukknaði, er Björn var á bamsaldri, skammt frá landi, og þeir tveir saman, ag heimilis- fólkinu ásjáandi, að sögn. Fór Björn því snemma að heiman og varð að sjá um sig sjálfur. Var hann á ýmsum stöðum til fullorð- insára og kom sér hvarvefna vel sakir frábærrar atorku og hygg- inda, enda var hann vel gefinn maður að eðlisfari. Er hann nm l.vítugt orðinn eftirsóttur maður tU sæfara og harðræða, gerðist þá oráðlega formaður' á fiskibát á Grenivík og á þar heima um skeið. Og þar kynnist hann konu sinni og kvongaðist henni 1855. Þau Björn og Jóhanna bjuggu fyrst á tveimur eða þremur stöð- um við Eyjafjörð, en fluttust svo út í Svarfaðardalinn og bjuggu þar alla ævi, lengst á Kai'lsá og Syðra- Garðshomi og þar dóu þau bæði. Þau vora hin mestu sæmdarhjón, og Björn talinn einn hinn mesti atorkumaður og dugnaðargarpur í hópi bænda og sjómanna þar um slóðir, vinsæll og virtur vel. Þau komu upp 8 mannvænlegum börn um, sem reyndust þróttmikið fólk og duglegt, og eiga nú mjög fjöl- mennan afkomendahóp. Frú Sigríður var yngst í systkina hópnum. Hún ólst upp heima hjá foreldram sínum til 18 ára aldurs. En ræðst þá til Akureyrar, og til vistar á heimili þeirra Snorra kaup manns og byggingameistara Jóns- sonar, og konu hans Lovísu Lofts- dóttur, sem bæði voru Svarfdæl- ingar. Var heimili þeirra hjóna orðlagt fyrir myndarskap og glæsi brag, og var því góður skóli ungri og tápmikilli konu. Minntist frú Sigríður jafnan veru sinar á þessu fyrirmyndarheimili með hlýjum hug og taldi sig hafa haft gott aí henni. Og einkum dáði hún Lovísu húsmóður sína og mat mikils, enda gaf hún yngri dóttur sinni nafn hennar. Og þar kynntist hún þá líka ungum Eyfirðingi, Frímanm Jakobssyni frá Grísará, sem var nemandi Snorra Jónssonar, og varð úr þeirri viðkynningu langt og farsælt hjónaband. Þau giftu sig 14. ágúst 1896, áttu heima á Akur- eyri alla tíð í eigin húsi, og frá 1903 í Brekkugötu 11. Stundaði húsbóndinn iðn sina, húsa- og skipasmíðar, af hinum mesta dughaði og þótti vandvirkur smið ur og mannkostamaður. En seinni árin vann hann þó mest á eigin verkstæði heima. Hann lézt 1937. Eftir að frú Sigríður varð ekkja bjó hún hjá dætium sínum, fyrst i Reykjavík um skeig hjá þeirri yngri, en síðan á Akureyri hjá hinni eldri, frú Maríu Thóraren- sen, sem sýnt hefur móður sinni frábæra umhyggju. Og þar fékk hún líka að njóta þess unaðar, að búa í sínu gamla húsi, sem svo margar yndislegar minningar voru við bundnar. En síðustu misserin varð hún þó að dvelja á sjúkrahúsi, og þar einnig í kærleiksiíkri um- sjá barna sinna og þar andaðist hún 27. þ.m. þrotin að heilsu og kröftum. Frú Sigríður Björnsdóttir var fiíðleiksbona og vel á sig komin, björt yfirlitum og virðuleg á svip og í fasi. Hún var vel gefin og ágæt lega verki farin, mikil og starfsöm atorkukona að hverju sem hún gekk, svo sem hún átti kyn til, og stjórnsemi og ráðdeild voru stei'kir þættir í skapgerð hennar og fari. Og að eðlisfari var hún líka fingerg kona, og snyrti- mennska var henni í blóð borin. Hún var mikil húsfreyja og ágæt móðir, traust. og heimilisrækin. Hún tók um skeið allmikinn þátt í félagsmálum kvenna á Akui'eyri, mun m. a. hafa verið virkur þátt- takandi í starfi kvenfélagsins Fram tíðin alla tið, og lét þar ýmis mál til sín taka, sem á baugi vora. Mun þar stundum hafa verulega munað um liðsinni slíkrar skör- ungskonu. Heimili þeiira Sigríðar og Frí- manns þótti jafnan sýna hinn mesta myndarbrag trausts og fág- aðs menningarheimilis, þar sem iðjusemi, reglusemi og ráðdeild áttu sér óðal og völd. Varð heim- ilið því hollur skóli börnum þeirra hjóna, enda nutu þau þar hins ágætasta uppeldis, og hafa borið því fagurt vitni. Og þótt þeim hjónum hafi kannski reynzt erfið frumbýlingsárin, sem flestum á þeirri tið. þá hófst hagur þeirra smátt og smátt til góðra efna, sak- ir frábærs dugnaðar þeirra og ráð- deildar. Slíkir þegnar eru, og munu jafnan verða, landi sínu og þjóð heilladrjúgir. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, sem hafa mannazt ágætlega og lifa öll. Þau era þessi: María, gift Ólafi Thórarensen fv. bankastjóra á Akureyri, Lovísa, gift Povl Thomsen bankamanni í Kaupmannahöfn, Jakob, kaupfé- lagsstjóri á Akureyri, kvæntur Borghildi Jónsdóttur, Svanbjörn, bankastjóri í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði Andrésdóttur. Um leið og ég lýk þessum fátæk- legu minningarorðum um mína gömlu og góðu vinkonu, þakka henni langa og ágæta viðkynn- ingu og hið henni guðsblessunar í nýrri tilvera, sendi ég börnum hennar, og öðrum vandamönnum einlægustu samúðarkveðju. Snorri Sigfússon í hljémleikasaB (Fr'amhald af 15. síðu). hljóðs með sjálfstæðum tónleik- um og fullu húsi áheyrenda, þótt á vegum skólans sé. En einmitt þetta gerði Helga Ingólfsdóttir með samfelldum tónleikum í Tóna bíói þ. 27. maí s. 1. Efnisskráin var samsett á þannj veg, að hvaða píanóleikari sem er hefði verið af fullsæmdur. ítalski píanókonsertinn eftir J.S. Bach er verk þess eðlis að mikið reynir á hæfni og minni, en það var Helgu engin hindrun. Samt á 'hún greinilega eftir að vaxa með þessu verki, er fram líða tímar, og þá um leið að koma því á fastari grundvöll. Sónata Beethovens op. 31 nr. 2 er eins og flestar sónötur hans verk, sem krefjast síns andlega skilnings. Túlkun Helgu á þessari sónötu var undaverð og tókst 'henni ótrúlega vel að draga fram sínar eigin línur og byggja þannig utan um þær að út kom sannfær- andi heild. Þrjú píanóverk eftir Debussy vora leikin af talsverðu öryggi og myndugleik, þótt þar sé sumt hvað eftir betur að fága. í næturljóði í e-moll eftir Ohop- in tókst Helgu vel að ná þeim ljóð' ræna þræði, sem þar gengur í gegn, þótt segja mætti, að slakað væri þar helzt til mikið á hraða og það raskaði nokkuð jafnvægi Ijóðsins. Tvær „etyður" op. 25 nr. 2 og 3 eftir sama höfund voru sjálfstæðar og kom þar vel í ljós haldgóð tækni. Sónata nr. 3 eftir Prokofieff er heldur þurrt og ekki eins lífrænt verk eins og svo margt annað eftir þennan höfund.. Lék Helga þetta verk af talsverðum þrótti framan af, en siðar tók að gæta þreytu, sóm ekki er að undra, eftir jafn strangt prógramm og hún hafði af hendi l'eyst. Helga sténdur nú á þeim tíma- mótum, að hverfa til framhalds- náms erlendis og vera jafnframt fyrsti nemandi Tónlistarskólans í Reykjavík, sem sameinar sitt loka- próf og tónleika. Sú er þetta ritar, óskar henni góðs gengis á sinni listabraut og þá um leið kennara hennar, Rögn- valdi Sigurjónssyni, til hamingju með árangurinn af sínu starfi. Unnur Arnórsdóttir. IÐNAÐARBANKI Framhald af 24. síð'u. skipaðir í bankaráðið skv. nýjum ákvæðum í iðnaðarbankalögunum. Aðalfundurinn gerði nokkrar breytingar á samþykktum og reglu gerð bankans til samræmis við þær breytingar, sem síðasta Al- þingi gerði á lögum bankans, en svo sem kunnugt er vora ákvæði um hámark hlutafjár numin úr gildi og hluthafafundi heimilað að ákveða, hvert hlutafé bankans skuli vera áhverjum tíma. Enn fremur mæla lögin svo fyrir, að ríkissjóður skuli ávallt skipa tvo bankaráðsmenn og tvo tU vara, burt séð frá því, hve mikinn hluta ríkissjóður kann að eignast í heildarhlutafé bankans. Þá heimil uðu lögin enn fremur bankaráði að ráða tölu bankastjóra. Loks samþykkti aðalfundurinn tillögu bankaráðs um að greiða hlutböfum 7% arð fyrir árið 1962 og tillögu þess um að auka hluta- fé bankans um allt að 4 millj. kr. og verður það 14 millj. kr., þegar þeirri aukningu er lokið. Á fyrsta fundi bankaráðs var Sveinn B. Valfells endurkjörinn formaður þess, og þeir Pétur Sæ- mundsson, og Bragi Hannesson, sem gegnt höfðu starfi aðstoðar- bankastjóra, ráðnir bankastjórar # Ljúfftngasli mjólkurrélturinu NOUGAT####### ####### VANIILU SÚKKULAÐI ##### ####### ÁVAXTA ##########© VERTÍÐ í SANDGERÐl Fi'amhald af 24. síð'u. við að þessir bátar komi hér, síð- ur en svo, en á þetta bent, enda sýnir það út af fyrir sig, hve nauð- synlegt er, að hér séu bætt öll skilyrði til að taka á móti þeim bátum, sem hér koma og leita fyr- irgreiðslu í einhverri mynd. Hér komu á þessu tímabili, þar með taldir heimabátar, alls 100 bátar og lögðust við bryggju sam- tals 2147 sinnum, að jafnaði 20 sinnum á dag. Höfnin hefur sett upp bílavigt, sem tekin var í notk un um s. 1. áramót með föstum starfsmanni allt árið. Vigtin er opin á venjulegum vinnutíma og þess utan efttr þörfum. Afli Sandgerðisbáta skiptist þannig: Þorskur, ýsa og fleira, 12915075 kg. Síld 3953025 kg. Síli 1683800 kg. Alls eru þetta 18551,9 tonn. Þorskaflinn er 10661,1 tonn í 1453 sjóferðum, og er mun lak- ari en s. 1. vertíð ef miðað er við meðaltal í sjóferðum. Þá var þorsk aflinn 10239,7 tonn í 1119 sjóferð- um, og mismunurinn 421,4 tonn í 334 sjóferðum. Þrir hæstu bátar voru Sæunn með 818,0 tonn í 79 sjóf. Skipstj. Þórhallur Gíslason; Smári 798,3 tonn í 91 sjóf. Skipstjóri Óskar Þórhallsson og Atli 670,4 tonn í 74 sjóf. Skipstj. Óli S. Jónsson. VORMÓT Framhald af 24. siðu. stjóri Rúnar Brynjólfsson, tjald- búðastjórar, Albert Kristinsson, Hafsteinn Óskarsson og Jónína Gunnarsdóttir. Lögreglustjórar mótsins verða þeir Birgir Dag- bjartsson og Snorri Magnússon. Ferðir á mótið verða frá Hraun- byrgi (sikátaheimiUnu í Hafnar- firði) á föstudagskvöld kl. 8 og 9 og laugardag kl. 9 árd. og 1,30 síð- degis. Á hvítasunnudag verða ferðir frá Hraunbyrgi fyrir ylfinga og Ijósálfa kl. 9 árd. og kl. 1,30 verða sætaferðir frá Álfafelli fyrir gesti, sem vilja heimsækja mótið og ttl baka kl. 6 síðd. og aftur um kvöld- ið að loknum varðeldi. „SVARTI MÁNUDAGUR" þróun, að upp renni hinn „svarti mánudagur íslands", því ekki þarf að ætla það hér, frekar en annars staðar, að efnahagskerfi hinna fáu ríku standist til lengdar. Bezt væri þó, að „svarti mánu- dagurinn“ kæmi fyrr. Hann ætti að verða þann 10. júní, þegar talning hefst að kosningum lokn- um. Það yrði þó aðeins svartur dagur fyrir íhaldsöflin i landinu. Hinir munu standa í sporum Franklíns Roosevelts 1932, að reisa nýtt efnahagskerfi á rústum þess gamla. Páll Lýðsson. NOKKUR MINNISATRIÐI Framhald af bls. 19. ur en í dag. Á árinu 1961 var t.d. byrjað á aðeins 789 íbúð- um í landinu en 1616 íbúðum að’ meðaltali á árunum 1956 —1958. Byggihgarþörf þjóðar innar er talin vera 1500 nýj- ar íbúöir á ári. VINNUFRIÐURINN á kjörtíma bilinu, sem nú er að ljúka hefur veri® ótryggur og sem dæmi má nefna að á s.I. ári var hér trésmiðadeila, tog- aradeda, kennaradeila, lækna deila, verkfræðingadeila, — verkamaninadeila, jámsmiða- deila og fleiri kaup- og kjara- deilur. LÁNAMÁLIN eru eðlUega mjög umtöluð og þá ekkl sízt méðal framkvæmdamana og þess unga fólks sem er að stofna helmili í sveit og við sjó. Lánamála-loforðin frá 1959, sem Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisfl. stóðu að hafa verið efnd þamig: Lög um bann við okri voru afnumin á Alþingi 1960..— Forvextir og fasteignaveð- lánavextir voru hækkaðir upp í 11% og framlengilng arvextir upp í 11,5%. Fleira mætti upp telja sem „efndir" á kosningaloforðum í húsnæðismálunum, en þetta verður að nægja a® sinni. SÖLUSKATTINUM, sem létta átti af þjóðinni hefur enn ekki verið aflétt, þess í stað hefur hann fárið hækkandi ár frá ári og er áætlaður í ár 650 millj. kr., en var 115 millj. kr. ári® 1958. Þegar framanritað er íhugað hljóta kjósendur og þá ekki sbt þeir yngstu, að velta því fjTÍr sér, hvort framlenging á valda aðstöðu núverandi samfylking- ar „jafnaðarmanna“ og Sjálf- stæðismanna. Loforð þessara flokka frá ár inu 1959 hafa ekki verið haldin — Því ber að styrkja Fram- sóknarflokkinn í næstu kosning um, eina aflið, sem stjómarsinn ar óttast og breytt gefcur stjórn arháttum landsins til bóta. Jón Kjartansson. .JIFFYPOTTAR D/E.HN.FTLDTFR/E = BEZTAR PLETNTUR HARALD ST. BJÖRNSSON IHIBIS- OC lEILimuiR MltlBUUHZII 3 3lHI 137BI TÍMINN, laugardaginn 1. júní 1963 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.