Alþýðublaðið - 02.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.01.1941, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 2. JAN. 1941. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. AIÞTÐUBIAÐIÐ Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. FIMMTUDAGUH Næturlæknir er Theodór Skúla- son, Vesturvallagötu 6, sími 3374. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Hljómplötur: Gamanlög. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Hugleiðingar um hafið (Guðmundur Frið- jónsson — Á. J.). 20,50 Útvarpshljómsveitin: Lög úr óperunni „Fagra veröld" eftxr Lehár. —• Tvíleikur á harmóníum og píanó (Egg- ert Gilfer og Fritz Weissh- : appel); Óttusöngur eftir Field. 21,15 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinsson). 21,35 Hljómplötur:- Harmóniku- lög. J ólatrésskemmtun heldur glímufélagið Ármann fyrir yngri félaga og börn eldri félagsmanna á þrettándakvöld (6. jan.) í Oddfellowhúsinu og hefst hún kl. 4% síðd. Kl. 10 V2 hefst jóla-skemmtifundur fyrir eldri fé- laga. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins, íþróttahús- inu, laugardaginn 4. og sunnudag- inn 5. jan. frá kl. 4—7 síðd. báða dagana. Prentarinn, desemberheftið er nýkomið út, hið myndai-legasta að vanda. Efni: „Heim að Hólum'1, grein um Hóla- för prentara á fimm hundruð ára afmæli prentlistarinnar í sumar, Kveðja á Vatnsskarði, kvæði eftir Þorstein Halldórsson, flutt þegar sunnan- og norðanprentarar mætt- ust, Uppsögn samninganna, Samn- ingaréttur og samningar, eftir G. H., Bókasafn prentara, eftir S. Ö. og loks Fimm hundruð ára afmæli prentlistarinnar, útvarpserindi Hallbjarnar Halldórssonar á Jóns- messu 1940 um uppfinningu og æviatriði Jóhanns Gutenbergs. Rit- stjórí „Prentarans" er Þorsteinn Halldórsson, vélsetjari í Alþýðu- prentsmið j unni. Broadway Serenade heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er það söngvamynd frá Metro Goldwyn Meyer. Aðal- hlutverkin leika: Jennette Mac- Donald, Lew Ayres og Frank Mor- gan. VIÐ ÁRAMÓTIN ) " Frh. af 3. síðu. leggingarinnar hafa vaðið uppi víða um lönd. Enginn veit hvað ofan á verður að lokum- En eins og eðlilegt er, er hugur flestra Íslendinga ekki lítið bundinn við atburði þá, sem eru að ske í heiminum. íslendingum er vissulega ekki sama um hvað ofan á verður í þessu stríði. ís- lenzk stjórnarvöld gæta að sjálfsögðu viðurkenndra, alþjóð legra reglna um hlutleysi í stjórnarframkvæmdum og sam- skiptum við öll erlend ríki. En hlutleysi hugarfarsins er ekki til, þótt um það hafi verið rætt, jafnvel í íslenzkum blöðum. Enginn getur í huga sínum ver- ið hlutlaus eða staðið á sama um það hvað ofan á verður að lokum. Þeir, sem unna lýðræði og frjálsri þróun, vilja að sjálf- sögðu ekki sigur ofbeldisins í heiminum. Þeim er ekki sama hvort ríkir að lokum þessarar styrjaidar, ofbeldið eða lýð- ræðið. Og sízt af öllu sæti það á íslenzku þjóðinni, sem búið hefir við elzta þingræði álfunn- ar og viljað halda fána lýðræð- isins hátt á lofti, í allri baráttu sinni fyrir frelsi og sjálfstæði, að hika við það eitt augnablik, að skipa sér málefnalega séð við hlið þeirra, er berjast gegn ofbeldinu, einræðinu og kúgun- inni. Hvað ber hið nýja ár í skauti sínu? Enginn getur svarað þeirri spurningu. En allar líkur benda til þess, að margir örlagaþræðir verði spunnir á þessu ári. Inn á við í lamdinu sjálfu blasir við okkur það, sem næst er, og það er lausn kaupgjaldsmálanna. Þess er fastlega að vænta, að á þeim fáist viðunandi lausn og að réttlátar kröfur laimaþeg- anna í landinu verði ekki að vettugi virtar, allra sízt af þeim, sem í skjóli ríkisvaldsins og löggjafar hafa meira en nokkru sinni fyrr hrúgað að sér feikna auðæfum. Og þess er líka að vænta, að launþegarnir hafi fullt frelsi til að ákveða verðlag á vinnu sinni og að frjálsir samningar komizt á milli aðila um þetta efni. Launa stéttin íslenzka á alls ekki að taka höfuðþunga ástandsins á sitt bak. Hún á eðlilega kröfu til þess að fá laun sín bætt vegna hinnar miklu dýrtíðar- aukningar, sem orðið hefir í landinu. í annan stað þarf eins og áður hefir verið á minnzt að gera skynsamlegar ráðstafanir til að draga úr þegar orðinni og sí- vaxandi dýrtíð. Það verður hlutverk næsta Alþingis, og það mun ekki hvað sízt verða dæmt eftir því, hvernig því tekst að inna það hlutverk af hendi. Sama er að segja um skattamál- in eða afnám þeirra fríðinda, sem útgerðin fékk á allt öðrum tímum og með allt öðrum for- sendum en þeim, sem nú eru fyrir hendi. íslenzk alþýða væntir þess fastlega, að á þeim málum verði tekið með full- ikominni skynsemi og réttlæti- Eins er nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess að byggja úpp og viðhalda atvinnurekstri í landinu. Allt þetta á að vera gert með það fyrir augum, að allir landsmenn fái sömu tæki- færi til öruggrar lífsafkomu. Þá er og sjálfstæðismálið, sem á- reiðanlega verður viðfangsefni næsta árs. Eins og áður var á minnzt, þarf að stíga þau spor rétt, sem stigin verða, og með hliðsjón af og skilningi á því ástandi, sem nú ríkir í heim- inum. Þá er og ekki minnst um það vert, að á þessu ári eiga að * fára fram almennar kosningar til Alþingis. Það veltur vissu- lega á miklu fyrir afkomu ís- lenzku þjóðarinnar yfirleitt, hvernig þær kosningar fara. Al- þýðuflokkurinn mun þar halda uppi stefnuskrármálum sínum eins og að undanförnu, og þá WMM NYJA bio ® Fyrsta ástin. (FIRST LOVE.) Hugnæm og fögur amer- 1 íksk kvikmynd. Aðalhlut- 1 verkið leikur og syngur i eftirlætisgoð allra kvik- g myndavina DEANNA DURBIN. ■ OAMLA BIO wm Nýjársmynd 1941. Broadway Serenade. Stórfengleg söngmynd frá Metro-félaginu. Aðalhlut- verkið leikur og syngur hin vinsæla söngkona . JEANETTE MACDONALD. j Revyan 1940. mmm í Flosaporti ÁSTANDS-ÚTGÁFA Draoskemmtilegi' leikur verður sýndur í kvöld kl. 8.30. — Aðgöngumiðasala hefst kl. LÆKKAÐ VERÐ EFTIR KL. 3. ekki sízt leggja áherzlu á þau aðsteðjandi vandamál, sem úr- lausnar bíða. Enginn veit með vissu hvort stríðinu, sem nú geisar, muni lykta á þessu ári. Vel kann þó svo að fara. En eitt er víst, að óskir þeirra Íslendinga, sem 'lýðræðinu unna, munu allar ganga í eina átt, þá átt, að upp úr því öngþveiti og ölduróti, sem geisað hefir, komi aukin áhrif og hagsæld alþýðunnar, nýtt og fullkomnara lýðræði með auknu og traustu innihaldi. Þeir menn, sem hylla jafnað- arstefnuna um heim allan, munu bera þær sameiginlegu vonir í brjósti, og munu vinna að því hver í sínu landi, og einnig alþjóðlega, að unnt verði að stríðinu loknu að mynda nýjan og betri heim, 'þar sem reynt verði að girða fyrir þær orsakir, sem hleyptu styrjöld- inni miklu af stað. Og það er vissulega ekki lítið undir því komið bæði hér á landi og ann- ars staðar hversu alþýðan í löndunum skilur köllun sína og mátt til að hafa áhrif á bygg- ingu þjóðfélaganna. ísland er fámennt land og við hið mikla samningaborð, sem sezt mun að í lck stríðsins, gæt- ir áhrifa þess ekki mikið. En áhrifa alþýðunnar gæti þó veru lega gætt í íslenzkum málum, þeim málum, að reyna að byggja upp íslenzkt framtíðar- ríki, íslenzkt lýðveldi, þar sem öll landsins börn njóti í sam- einingu gæða og gagna landsins og eigi þess kost að lifa þar friðsömu menningarlífi. Stefán Jóh. Stefánsson. Útbreiðið Alþýðublaðið. 48. THEODORB DREISER: JENNIE GERHARDT ætlir að hitta mig. Ég treysti þér, og þú mátt ekki segja nei í þetta sinn. Lester Kane. Hann lokaði bréfinu og 9krifaði utan á það. — Á vissan hátt er hún einkennileg kona, hugsaði hann, — mjög einkennileg. TUTTUGASTI OG FYRSTI KAFLI. Jennie varð mjög hrærð, þegar hún fékk þetta bréf eftir viku bið. En hvað vildi hún sjálf? Hvað átti hún að gera? Hvernig var viðhorf hennar gagn- vart þessum manni? Langaði hana til að svara þessu bréfi? Og hvað átti hún að segja, ef hún svaraði því? Nú voru svo margir, sem hún varð að taka tillit til, það var fjölskylda hennar og barnið. Vesta litla var nú orðin átján mánaða gömui. Hún var allra laglegasta barn, ljóshærð og bláeyg. Frú Ger- hardt þótti mjög vænt um barnið. Og um Gerhardt var það að segja, að enda þótt hann vildi ekki láta á því bera, þótti honum mjög vænt um barnið. Og þessi breyting á framkomu föður hennar hafði vakið hjá Jennie brennandi löngun til að haga sér þannig, að hann þyrfti aldrei framar að bera kinn- roða hennar vegna. Ef hún misstigi sig aftur, myndi faðir hennar ekki einasta reka hana frá sér, heldur myndi það eyðileggja framtíð barnsins. Hún áleit, að sitt líf væri farið í hundana hvort sem væri, en öðru máli væri að gegna um líf Vestu litlu. Hún var að hugsa um, hvort ekki væri bezt að skrifa Lester og skýra honum frá því, hvernig allt vaeri í pottinn búið. Hún hefði sagt honum, að hún vildi ekki gera neitt, sem talizt gæti rangt. En ef hún segði honum nú, að hún ætti barn og bæði hann að láta sig vera í friði? Myndi hann þá taka það til greina? Hún efaðist um það. Og óskaði hún þess af öllu hjarta, að hann léti hana í friði? Það þjáði Jennie, að hún skyldi neyðast til þess að játa fyrir honum, hvernig ástatt var um hana. Hún byrjaði á að skrifa honum bréf, en hikaði svo við það og seinast reif hún það í tætlur. Loks gripu örlögin inn í. Faðir hennar kom skyndilega heim. Hann hafði meiðzt alvarléga við slys, sem varð í glervq|rksmiðjunni í Youn^stc(wn, þar sem hann vann. Síðdegis dag nokkurn í ágústmánuði kom bréf frá Gerhardt. En í stað hinna venjulegu bréfa, sem fimm dollarar voru innan í, kom nú bréf, skrifað með óþekktri rithönd. Það var Stutt tilkynning. í tilkynningunni stóð, að daginn áður hefði Gerhardt brennt sig alvarlega á báðum höndum, þegar ker með bræddu gleri hefði oltið um koll. Því var bætt við, að hann myndi koma heim til sín daginn eftir. — Hvað segirðu um þetta? hrópaði William. — Veslings pabbi, sagði Veronika lítla og fór að gráta. Frú Gerhardt hneig niður á stól, krosslagði hend- urnar á brjóstinu og starði á gólfið. — Hvað eigum við nú að taka til bragðs? sagði hún. Möguleikinn á því, að Gerhardt gæti aldrei unnið framar, gerði það að verkum, að hún þorði ekki að hugsa til fram- tíðarinnar. Bas kom heim kl. hálf sjö og Jennie klukkan átta. Bas las bréfið óttasleginn á svip. — Þetta er laglegt, hrópaði hann. — Stendur nokkuð í bréfinu um það, hvað hann hafi meiðzt mikið? — Nei, svaraði frú Gerhardt. — Jæja, við skulum ekki hugsa um það meira núna. Það þýðir ekki neitt, sagði Bas. — Við mun- um á einhvern hátt geta klofið þetta. Sannleikurinn var sá, að hann vildi aldrei hafa neinar áhyggjur. Hann var of léttlyndur til þess. Og hann var of ungur ennþá til að skilja, hverjar afleiðingar þetta gat haft fyrir heimilið. — Jseja, jæja, sagði frú Gerhardt. — En ég get ekki að þessu gert. En að þetta skyldi nú þurfa að koma fyrir, einmitt núna, þegar allt ætlaði að fara að ganga svona vel. Það lítur stundum svo út sem einhver bölvun hvíli yfir okkur. Við verðum fyrir svo miklu mótlæti. Þegar Jennie kom inn, sneri móðirin sér að henni. — Hvað er að, mamma? spurði Jenni, þegar hún sá áhyggjusvipinn á móður sinni. — Af hverju hef- irðu verið að gráta? Frú Gerhardt leit á hana og sneri sér svo að hálfu leyti undan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.