Alþýðublaðið - 13.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.01.1941, Blaðsíða 4
MÁMJDAGUR 13. JAN. 1941. - Bókin cr ÞÝDDAK SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. Bókin er eftir 11 heimsfræga höfunda. MÁNUDAGUR Næturlæknir er Björgin Finns- sin, Laufásvegi 11, sími 2415. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Hljömplötur: Lög eftir Cho- pin. 20,00 Fréttir. 20.30 Tónskáldakvöld: Sigvaldi Kaldalóns sextugur. a) Út- varpshljómsveitin leikur. b) Erindi (Hallgrímur Helga- son tónskáld). c) Einsöngur (Krístján Kristjánsson). d) Dómkirkjukórinn syngur. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Sigvaldi Kaldalóns tónskáld er 60 ára í dag. í til- efni af því yerða sungin lög eftír hann í utvarpið í kvöld, og í dag koma út sex ný sönglög eftir hann. Oklahoma Kid heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir í kvöld. Er hún frá Warner Bros og fjallar um landnámsár Ameríku. Aðalhlutverkin leika: James Cagney, Rosemary Lane og Humprey Bogart. Séra Hálfdan Helgason hefir verið skipaður prófastur í Kjalairnessprófastsdæmi frá 1. þ. m': að telja. Tónskáldakvöld verður í útvarpinu í kvöld í til- efni . af sextugsafmæli Sigvalda Kaldalóns. Hallgrímur Helgason tónskáld flytur erindi, útvarps- hljómsveitin leikur, Kristján Kristjánsson syngur og Dóm- kirkjukórinn. „Hái í»ór“ eftir Maxwell Anderson var sýndur í gærkveldi. . 1 Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarffar hélt fund í gær og var hann vel sóttur. Voru þar rædd verkalýðs- mál, atvinnumál og bæjarmál. Stjórn Alþýðuflokksfélagsins biður þá meðlimi félagsins, sem kunna að eiga ógreidd félagsgjöld fyrir árið 1940, að greiða þau sem fyrst til skrifstofu félagsins, Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu, opin 5,15—7,15 daglega. Tiær ikveilijnárásir á Lendon nm taelgina Ibveikjusprengjurnar voru fljótt gerðar óskaðlegar. JÓÐVERJAR gerðu loftá- rásir á London bæði í nótt og fyrrinótt og var ætlun þeirra í bæði skiptin bersýnilega að kveikja í borginni á mörgum stöðum, eins og í loftárásinni miklu á City ekki alls fyrir löngu. En þessar árásir báru ekki neitt svipaðan árangur. Sveitir, sem hafa verið skipulagðar til þess að gera íkyeikjusprengju'mar ó- skaðlegar jafnóðum og þær falla til jarðar, reyndust starfi sínu mjög vel vaxnar, og urðu engir stórbrunar af árásunum, eins og í árásinni á City á dögunum. Bretar gerðu loftárás á marg- ar bækistöðvar Pjóðverja á Frakklandsströndum í nótt, en nánari fregnir af þeim eru ó- toomnar enn. NÝR SÖFNUÐUR f RVÍK? Frfi. af 1. síðu. anir samþykktar, önnur, sem fól í sér ávítur til kirkjumála- ráðherra fyrir veitinguna og hin um að stofna nýjan söfnuð, en margir íundarmanna sátu hjá við atkvæðagreiðsluha. Að fundinum lokhum var haldin samkoma í Varðarhús- inu, en þar áttu menn að inn- rita sig í hinn nýja söfnuð- SLYSIÐ I EYJUM Frh. af 1. síðu. maður og átti 5 börn, þar af 2 yfir fermingu. En Ingólfur var ókvæntur, 28 ára gamall. Líkin hafa enn ekki fundizt, en x dag mun vérða slætt eftir þeim í höfninni. LAUNADEILURNAR Frh. af 1. síðu. lýðsfélagið Baldur. Eins og kiunn- Ugt er fá verkamenn á Isafirði verulega kauphækkun, auk dýr- tíðaruppbótar. — Þar virðist lít- ið vera orðið eftir af „prindpi" Cláéssens. HERFLUTNINGAR TIL BCLGAR IU? Prh. af 1. síðu. ismirm, kommúnisminn og fas- isminn ættu við á Þýzkalandi, Rússlandi og Ítálíu, en þær væru algerlega framandi fyrir búlga^rskan hugsunarhátt, og Búlgarar vildu því ekkert af þeim yita. STRÍÐIÐ í LIBÝU j' Frh. af 1. slðu. 'ur-Libyu auk þeirra, sem Bret- ar voru áður búnir að taka hjá Bardia og Tobrouk. Loftárásir á Torino og Palernio am'helgina. Þá gérðu brezkar flotaflug- vélar magnaða loftárás a höfn- ina í Palermo á Sikiley á sunnu- dagsnóttina og ollu miklu tjóni F.U.J. Saumaklúbburinn er í kvöld á sama stað og tíma og áður. Mætið allar. ANGLIA. Næsti fundur verð- ur haldinn í Oddfellowhúsinu 23. þ. m- Nánar auglýst síðar. Múla, Sigurður Kristjánsson al- þingismaður, María Maack, Jak ob Jónasson, séra Þorsteinn L. Jónsson, Helgi Kr. Jónsson, Guðrún Jónasson og séra Jón Auðuns. Vakti það athygli, að séra Jón Auðuns gaf kost á sér sem þresti safnaðárins, ef hann yrði stofnaður. Á fundinum voru tvær álykt- KÝM0. BlO n Oklataoma Kid‘ 364 Ameríksk kvikmynd frá Warner Bros. Aðalhlutv* James Cagney, Rosemary Lane og Humphrey Bogart. Börn fá ekki aðgang. —- Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Aukamynd: British Movietone News. m camla eeo Barátta lifs og dauða (DISPUTED PASSAGE ) Framúrskarandi ameríksk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: Dorothy Lamour, Akim Tamiroff, John Howard. Sýnd klukkan 7 og 9. V Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát ög jarðárför Þorsteins Guðlaugs Guðjónssonar frá Hellusandi. Dagbjört Þorsteinsdóttir. Kristjana Guðjónsdóttir. Orðsending til kaupeuda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. bæði á hafnarmannvirkjum og skipum. En um sama leyti gerðu brezkar sprengjuflugvélar frá Englandi aðra enn svæsnari loftárás á Torino á Norður-ít- alíu. Kómu þær norðan yfir Alpa- fjöll eins og áður og létu bæði í- kveikjusprengjum og s.tórum sprengikúlum rigna yfir iðnað- arborginni. Urðu ógurlegar. sprengingar í Fíatverksmiðjun- um og víðar í borginni og gusu upp miklir eldar á eftir. Auglýsið í Alþýðublaðinu. 55. THEODORE DREISER: JENNÍE GERHARDT ósannindi. En hún gerði það þó svo, að grunur hans vaknaði ekki. Og þegar Jennie endurtók ósannind- in, trúði hann þeim að lokum. — Hvað heldurðu að þú verðir lengi fjarverandi? spurði hann. — Tvær til þrjár vikur, svaraði hún. — Það verður skemmtilegt ferðalag, sagði hann. — Ég kom til New York árið 1844- Þá var hún lítil samanborið við það, sem nú er. Reyndar þótti honum vænt um þetta og var hreykinn af því. Húsmóður hennar hlaut að þykja mjög vænt um hana. Snemma á mánudagsmorguninn kvaddi hún for- eldra sína. Hún fór til Hótel Dornton, þar sem Lester beið eftir henni. — Þú komst þá, sagði hann glaðlega og heilsaði henni brosandi. — Já, sagði hún. — Við verðum að segja, að þú sért frænka mín. — Ég hefi leigt handa þér herbergi hérna nálægt herberginu mínu. Ég skal sækja lykilinn og svo get- urðu farið upp og haft fataskipti. Þegar þú hefir lokið því, skal ég sjá um, að ferðatöskurnar verði fluttar á járnbrautarstöðina. Lestin fer klukkan eitt. Hún fór inn í herbergið og hafði fataskipti. Á meðan gekk hann um gólf í herbergi sínu, reykti og las. Loks varð hann óþolinmóður og drap á dyrnar. Hún svaraði og hann opnaði. Hún var búin að skipta um föt. — Þú ert töfrandi fögur, sagði hann brosandi. . Hún leit niður og var feimin- Það hafði fengið mjög á hana að þurfa að skrökva og flýja burtu með karlmanni. Hún var þjáð og þreytt. — Þykir þér fyrir þessu? spurði hann, þegar hann sá, hvernig henni leið. — Nei, sagði hún. — Svona, svona, ástin mín, þu mátt ekki taka þessu á þennan hátt. Þetta fer allt vel. Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana, og þau urðu sam- ferða fram í gegnum forsalinn. Hann var undrandi á því, hversu vel hún' leit út jafnvel í þessum ó- brotnu fötum — þeim fallegustu, sem hún hafði nokkru sinni komið í. Eftir stutta ökuferð komu þau að járnbrautar- garðinum. Farseðlarnir höfðu verið pantaðir áður, og Kane hafði reiknað rétt út, hvenær lestin myndi leggja af stað. Þegar þau settust inn í vagninn var hann mjög ánægður. Honum fannst framtíðin dá-/' samleg. Jennie sat við hlið hans. Takmarki hans var náð. Og ef til vill myndi hann alltaf ná takmarki sínu. Lestin rann út af járnbrautarstöðinni, og Jennie horfði í döpru skapi á landslagið. Skógarnir voru blaðalausir og naktir, votir af vetrarregninu og lág- reist bændabýlin á flötum sléttunum. Lestin þaut reykspúandi fram hjá smáþorpunum með hvítum kofum. Jennie veitti athygli einum kofanum, sem líktist mjög húsi því, sem hún hafði átt heima í í Columbus. Hún bar vasaklútinn upp að augunum, og fór að gráta í hljóði. — Ég vona, að þú sért ekki að gráta, Jennie, sagði Lester og leit skyndilega upp frá bréfinu, sem hann hafði verið að lesa. — Svona, svona, hélt hann áfram — þegar hann varð þess var, að hún skalf. — Þetta má ekki svóna ganga. Nú verðurðu að herða upp hugann. Þú mátt ekki gráta. Hún svaraði ekki, en hann fann, að hún var mjög harmþrungin. — Gráttu nú ekki, hélt hann áfram í huggunar- rómi. Þetta fer allt saman vel. Það hefi ég. oft sagt þér. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. Jennie reyndi að herða upp hugann, og hún fór að þurrka sér um augun. — Þú mátt ekki vera svona veiklynd, hélt hann áfram. — Það er alveg tilgangslaust og bætir ekki úr skák. Ég skil vol tilfinningar þínar, þegar þú ert að fara frá heimili þínu. En þér hægir ekki, þótt þú grátir. Og það líður ekki á löngu, áður en þú kemur heim aftur. Og þér þykir vænt um mig', er ekki svo? Ég er þér þó einhvers virði. — Jú, sagði hún og reyndi að brosa- Lester hélt nú áfram að lesa bréf sín og svara þeim, og Jennie fór að hugsa um Vestu. Það þjáði ' hana, að þurfa að halda tilveru hennar leyndri fyrir Lester. Hún vissi vel, að henni bar að skýra Lester frá barni sínu, en hún kveinkaði sér við því. Ef til vill myndi hún seinna fá hugrekki til þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.