Alþýðublaðið - 23.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.01.1941, Blaðsíða 4
ÍPIMMTUDAGLR 23. JAN. 1941. FIMMTUDAGUR Næturlæknir er Kristján Hann- esson, Mímisveg 6, sími 3836. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöð Reykjavíkur, sími 1720. ÚTVARPIÐ: 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Danslög. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Félagsmál og utan- ríkismál 1940. (Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráð- herra). 21.10 Hljómplötur: ísl. söngmenn. 21.20 Minnisverð tíðindi (Sig. Einarsson. 21.40 „Séð og heyrt.“ Hverfisstjórafundur Alþýðuflokksfélagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu, efstu hæð, annað kvöld kl. 8.30. Afar- áríðandi að allir mæti. Marionette-leikfélagið sýnir ,,Faust“ annað kvöld kl. 8.30 í Varðarhúsinu. Spegillinn kemur út á morgun. Sálarrannsóknarfélag íslands heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Háskólanum, suðurdyr. Eandnemar vestursins heitir æfintýrarík mynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkið leikur Charles Starrett. ]Leikfélagi3 sýnir „Logann helga“ eftir Som- erset-Maugham í kvöld kl. 8. Óvenjulítill drykkjuskapur hefir verið í bænum undanfarna daga og fáir teknir úr umferð. Skautasvell er nú prýðisgott á Tjörninni. Ennfremur segja Hafnfirðingar, að ágætis skautasvell sé á Urriða- kotsvatni og Hörðuvöllum. Sendiráð Brun heldur annan fyrirlestur sinn í háskólanum annað kvöld kl. 6 í 1. kennslustofu. Efni: Utanríkis- málastefna Dana. Miðstjórn Alþýðuflokksins heldur fund í dag kl. 5 síðd. í Alþýðuhúsinu við Hverfisg'tu. Bléiiif iíörgapastfrf fSld geisap i BMméniu. •Nokkar blutf hersius laefir geng ið fi 110 með uppreisuarniOnnu.ui. AÐ ER NÚ ENGUM EFA BUNDIÐ LENGUR, að blóðug borgarastyrjold geisar í Rúmeníu. Það var barist grimmilega á götum Búkarest í gær, og útvarpsstöð borgarinnar er á valdi uppreisnarmanna. Var þaðan skorað á herinn að ganga í lið með uppreisnarmönn- um og virðist eftir fréttum útvarpsstöðvarinnar að dæma, að sá áróður. hafi borið töluverðan árangur. Þannig var sagt, að setuliðið í hafnarborginni Constanza hefði gengið í lið með uppreisnarmönnum og setuliðið í Galatz verið af- vopnað. f>að er hinn óánajg'ði aran.ur JáTOvarðárliðsins, sem hefi'r for- ystu uppreisnarinnar. Og er for- ingt uppreisuarmanna nú sagöur \rera maður að nafni Rutízi Dmitri, en ekfci fáðir Codreanus, eins og sagt var í gær. >ÖOOOOOOOÖOOC é tíý Hveiti bezta tegund, ÖO aura kg. Hveiti 7 lbs. 2,25 pdkinn. Hveiti 10 Ibs. 3,45 pokinn. Flórsykur 0,65 aiu. % kg. Kokosmjiöl 1,50 au. 1/2 kg. Siróp, dökt og Ijóst. Gerdiuft. Ný egg. HaraarbúðiB Tjamargðfu 10. -— Simi 3570. BRE&HA Ásvailagötu 1. — Sími 1678. XXOööOOOOöCX '-------------- Hersveitir Þjóðverja í landinu virðast styðja stjórn AntonesiQus, og járnÉnatitafsamgöngum er haltíið uppi undir hernaiðarlegri vernd. Sima, foringi pess hluta Járn- vairðarliðsins, sem styður stjórn- ina, er sagður vera kominn til Berlin. öaiBslli af hálfn ítala f Mbanín? Ga*tmmilegj|r feiipdag- ar á tnörgBm stoðium RIMMÍLEGIR bardagar J[ standa nú yfir á miðvíg- stöðvunum og syðstu og vest- ustu vígstöðvunum í Albaníu og er ekki talið óhugsanlegt, að þeir séu upphafið á alvarlegri tilraun til gagnsóbnar af hálfu ítala. Sagt er, að ítalir hafi nýlega fengið mikinn liðstyrk til Albaníu Dg séu stöðugt að flytja þangað her, vopn og vistir með hfað- skreiðum véibátum og flugvélum. NYJA BIO HWliMur Veslarsinsl Æfintýrarík og spennandi mynd. Aðalhlutverkið leik ur Cowboy-kappinn CHARLES STARRETT. ' Aukamynd: SWING SANATORIUM.“ Skemmtileg dans- og mús- ikmynd. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. I OAMLA BIO Vlð hittoast síðar! Skemmtileg og hrífandi fogur amerísk kvikmynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhlutverkin leika hin- ir vinsælu leikarar: IRENE DUNNE og CIIARLES BOYER. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. Loglnn helgl eftir W. Somerset Maugham. SÝNING í KVÖLD KL. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Börn fá ekki aðgang. Fjórum hörðum gagnáhlaupum ítala á mið- og suðvesturvíg- ptöðvunum; x gær var hrundið af Grikkjum. Anglia, íélag enskumælandi manna, heldur skemmtifund í kvöld. — Þar flytur enski sendikennarinn, Mr. Jackson, fyrirlestur um ýmsa þætti brezkrar útvarpsstarfsemi, eri þessu efni er hann mjög kunn- ugur, því að hann hefir sjálfur undanfarin fimm ár verið starfs- maður brezka útvarpsins. Auk þess er hann skemmtilegur og þaulvan- ur fyrirlesari. Á eftir verður dans- að fram yfir miðnætti. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 22.—28. des. (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 47 (42). Kvefsótt 361 (230). Blóðsótt 1 (1). Gigtsótt 0 (1). Iðrakvef 26 (19). Kveflungna- bólga 12 (2). Taksótt 1 (2). Rauð- ir hundar 61 (43). Heimakoma 1 (1). Kossageit 2 (0). Ristill 2 (0). Hlaupabóla 1 (0). Mannslát 3 (10). — Landlæknisskrifstofan. AlalMnr Breiðfirðfnoafélagsias. Af sérstökum ástæðum verð- ur aðalfundur Breiðfirðingafé- lagsins haldinn á félagsheimili V. R., Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Vonarstræti 4, efstu hæð, mánudaginn 27. jan. 1941 kl. 8.30 síðd., en EKKI í Oddfellowhúsinu. Félagsskírteini gilda sem að- göngumiðar á fundinn. Stjórnin. Sjömannafélag Hafnarfjaröar heldur aðalftmd i kvöld kl. 81/2 ‘í Góðtemplarahúsinu Uppi. 62. THEQDORE DREISER: JENNIE GERHARDT var þjáður af þessari ógæfu. Jennie sem vonaði stöðugt, að móður sinni batnaði aftur, hjúkraði móð- ur sinni af mikilli alúð og nákvæmni. Barátturmi lauk einn morguninn, eftir að hún hafði legið í mánuð og verið meðvitundarlaus í marga daga. Frú Gerhardt horfði á Jennie síðustu fimm mínúturxiar, áður en hún gaf upp andann. Jennie varð skelfd og hrópaði: Ó, mamma, mamma! Gerhardt kom hlaupandi inn og kraup á kné við rúmstokkinn. — Ég hefði átt að fara á undan, stundi hann. Ég hefði átt að fara á undan. Lát frú Gerhardts varð til þess, að heimilið leyst- ist upp. Bas vildi strax ganga í hjónaband. Hann hafði um tíma átt unnustu inni í borginni. Marta, sem nú var orðin fullorðin stúlka, vildi líka fara. Henni fannst einhver óheillastjarna hvíla yfir heim-. ilinu. Marta vildi verða kennslukona. En Gerhardt vissi ekki, hvað hann ætti af sér að gera. Hann var aftur búinn að fá stöðu sem næturvörður. Jennie hitti harm einn dag úti í eldhúsinu og var hann þá að gráta. Strax og Jennie sá hann, fór hún sjálf að gráta. Ó, pabbi, sagði hún kjökrandi — þú mátt ekki taka þér þetta svona nærri. Þú átt alltaf heimili, svo lengi sem ég er nokkurs megnandi. — Nei, nei, sagði hann. — Það er ekki það, sem að er. En líf mitt hefir misheppnast. Það leið töluverður tími áður en Bas, George og Marta fóru, en þau fóru eitt af öðru og eftir urðu að lokum Gerhardt, Veronka, V/illiam og Vesta litla. dóttir Jennie. Auðvitað hafði Lester ekki hugmynd Um, hverjir væru foreldrar Vestu litlu. Þessa fáu daga, sem hann dvaldi á heimilinu hafði Gerhardt alltaf séð svo um, að hnan sæi ekki barnið. Það var bamaherbergi á efri hæðinni. Lester fór sjaldan út úr herbergjum sínum og stundum var honum færður maturixm þangað. Hann langaði ekki sérlega mikið til að hitta meðlimi fjöldskyldunnar. Það er einkennilegt, hvílík vinátta getur oft. skap ast milli barna og gamalmenna. Fyrstu árin í Lorrie Street kom það oft fyrir, þegar enginn sá til, að Ger- hardt tók Vestu litlu og bar hana á öxlunum um húsið. Þegar hún var orðin svo gömul, að hún þurfti að fara að læra að ganga, þá var það hann, sem leiddi hana um stofurnar. Honum þótti ákaflega vænt um þetta barn. Hún var eini sólargeislinn í lífi hans nú orðið, og honum/fannst hann bera ábyrgð á þessu barni. Var það ekki hann, sem hafði séð um, að barn- ið væri skírt. Hann kenndi henni „Faðir vor“ og hún hafði orðin upp eftir honum með tæpitungu sinni. — Hvers vegna á hún að læra þetta svona snemma? sagði frú Gerhardt. — Vegna þess, að ég vil að hún verði kristin manneskja. — Hún á að læra bænirnar sínar. Ef hún lærir þær ekki núna, þá lærir hún þær aldrei. Frú Gerhardt brosti að skoðunum manns síns á kristindóminum. Samt þótti henni vænt um, að Ger- hardt skyldi þykja svona vænt um barnið. Og stund- um fór hann með hana út. Frú Gerhardt gaf henni ofurlitla hettu á höfuðið. Svo leiddi Gerhardt litlu stúlkuna með sér út, og hún trítlaði við hlið hans. Fagran maídag, þegar Vesta litla var fjögurra ára gömul, fóru þau út í eina af þessum gönguferðum sín- um. Alls staðar var jörðin að grænka og blómknapp- arnir að springa út. Fuglarnir kvökuðu og sungu á greiiium trjánna, þeir voru nýlega komnir að sunn- an, frá heitari löndum. Skordýrin kvikuðu á jörðinni. Gerhardt hafði unun af því að útskýra undur og dá- semdir náttúrunnar fyrir Vestu litlu. Og hún hafði gaman af öllu, sem fyrir augu og eyru bar. \ Ó, ó, ó, ó, kvakaði Vesta litla, þegar hún sá ofuxTítinn skógarþröst, sem flögraði milli greina trjánna. Hún baðaði út höndunum og starði hug- fangin á fuglinn. — Já, sagði Gerhardt, sem líka var hrifinn af fegurð náttúrunnar. — Þessi fugl heitir Þröstur. Geturðu sagt Þröstur? — Dröstur, sagði Vesta. — Já, Þröstur, sagði hann. Nú ætlar hann að fara og reyna að finna orm. Við skulum leita að hreiðrinu hans. Það hlýtur að vera hérna milli trjárma. Hann gekk inn á milli trjánna og reyndi að leita uppi gamalt hreiður, sem hann hafði fundið fyrir löngu síðan. — Hérna er það, sagði hann, þegar hann kom auga á það hjá blaðlausu, hálfföllnu tré. Nú skaltu skoða það. Svo lyfti hann Vestu litlu upp og lofaði að skoða hreiðrið, sem hékk á einni grein

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.