Alþýðublaðið - 29.01.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.01.1941, Blaðsíða 4
BUÐVIKUDAGUR 29. JAN. 1940 Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eltir 11 heimsfræga höfunda. LAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR Næturlæknir er Pétur Jakobs- son, Vífilsgötu 6, sími 2735. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 Kvöldvaka: a) Hákon Bjarnason skógræktarstj.: Um séra Björn Halldórsson og garðinn „Ranglát“. Er- indi. b) 21 Úr kvæðum Kristjáns Einarssonar í Staðartungu (Björn Guð- mundsson les). c) 21,10 Aðalsteinn Sigmundsson kennari: Um Sigurbjörn skáld á Fótaskinni. Erindi. d) 21,25 „Geðprýði“, smá- saga eftir Jón Dan (Frið- finnur Guðjónsson les). e) íslenzk lög (plötur). Forðum í Flosaporti, revyan 1940, ástandsútgáfan gerður sýnd í kböld kl. 814 í Iðnó. Fermingarbörn séra Garðars Svavarssonar eru beðin að koma til viðtals í Laug- arnesskólanum n.k. föstudag kl. 5. Hallgrímssókn. Séra Jakob Jónsson og séra Sig- urbjörn Einarsson munu biðja fermingarbörn að koma til viðtals í næstu viku. Nesprestakall. Fermingarundirbúningur sókn- • arprestsins, séra Jóns Thoraren- sen, hefst í næstu viku og verður síðar tilkynnt hvar fermingarbörn eiga að mæta. Leikfélagið ætlar að sýna Logann helga ann- að kvöld og hefst sala aðgöngu- miða kl. 4 í dag. Síðast þegar leik- urinn var sýndur urðu margir frá að hverfa. {2í3í2ía !2í3i2íaS8aia53 Dpjlep stálkn vantar sendiherrahjónin norsku 15. febrúar. Gott kaup. Snúi sér persónu- lega til frú Esmarch. Hótel Borg. \ DAGSBRÚNARKOSNINGIN Frh. af 1. siðu. tað kjósa B-Iistann og gera Harald Guðmiundsson að for- tniannl félagsxns. Haldið þið að það hafi verið tilviljun, að verkalýðsfélögin, sem erju undir stjóm Alþýðuflokks- tnanna og enu í Alþýðusamband- inu, fengú ö'l vemlega hækkun á gTunnkaupi, auk fullrar dýrtíðar- luppbótar nú um áramótin, en Dagsbrún varð að sætta sig við dýrtíðamppbótina eina eftir tap- að verkfall og stórkostlegt at- vinnuitjón fyrir félagsinenn henn- ar? ■ g r <’ Nei, það var engin tilviljun. — Sty kur ve''kalýðsféla;anna liggur i órjúfandi einingu þeirra. Þess vegna inn I Alþýðusnmbandið aftur með Ðagsbrún. Fjölmennið á kjörstaðinn í kvöld og kjósið B-listann. — Gerið Harald Guð- miundsson að formnnni í Dags- brún. OPINBERIR STARFSMENN Frh. af 1. síðu. Póstmannafélag íslands, Toll- varðafélag íslands, Samband ís- lenzkra barnakennara og stétt- arfélög þeirra í Reykjavík og Hafnarfirði, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Starfsmannafé- lag ríkútvarpsins, Starfsmanna- félag Sjúkrasamlags Reýkjavík- ur, Félag menntaskólakennara, Félag gagnfræðaskólakennara, Prestafélag íslands, Starfs- mannafélög eftirtaldra kaup- staða: Reykjavíkur, Hafnar- fjarðar, Siglufjarðar og Vest- mannaeyja. Lögregluþjónafélag Reykjavíkur. Auk þess mættu á fundinum fulltrúar frá Læknafélagi íslands, frá banka- mönnum og háskólakennurum. Stjórn fulltrúaráðsins skipa 5 menn, þeir: Lárus Sigurbjörns- son, Sigurður Thorlacius, Guð- jón B. Baldvinsson, Ásmundur Guðmundsson prófessor, og Guðmundur Pétursson. Stjórninni var falið að bera fram við ráðherra kröfu um fulla verðlagsuppbót og enn- fremur athuga möguleika á því að fá ívilnun við skatta og út- svarsálagningu á greidda verð- lagsuppbót ársins 1940. MANNFJÖLDI REYKJAVIKUR Frh. af 1. síðu. liðnu ári. Hér í Reykjavík eru 1 taldir 39 124 íbúar og eru það 905 fleiri en í fyrra. Ekki er ennþá búið að vinna úr manntalinu á öllu landinu og er því ekki hægt að birta nein- ar heildartölur. En eftir þeim tölum, sem komnar eru, má bú- ast við, að mannfjöldinn sé á eftirtöldura stöðum: Akureyri 5542 (var í fyrra 5103), í Hafn- arfirði 3707 (var 3615), í Vest- mannaeyjum 3579 (var 3442), á ísafirði 2861 (var 2788), í Nes- kaupstað 1097 (var 1100), á Seyðisfirði 901 (var 917). Á tveim stöðum hefir, sam!- kvæmt manntalinu, íbúum fækkað, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. VERZLUN RÚSSA Frh. af 1. siðu. lands, þar á meðal bæði fcveiti og baðmull. Sagði harm, að viöræður færu nú fram í Washingttwi í þvi skyni að fá enda bundiinn á slík við- skipti og gera sovétstjóminni ó- mögixlegt að styðja þýzku naz- istastjórnina á þennan hátt. Coxdell Hull utanrikismálaráð- herra Rooseyelts gerði þetta einn- ig að umtalsefni í gær, en taldi ekki, að innflutningur Rússa frá Bandaríkjunum gæti fíaft miikla þýðingu til að bæta úr vömskorti Þjóðverja. En talið er, að Rússar flytji einnig inn töluvext af vör- Um í þeim tilgangi, frá Suður- Amieiríku. Auglýsið í Alþýðublaðinu. NYJA BiO ■ Kafbátur 29. Mikilfengleg og spennandi ameríksk kvikmynd um kafbátahernað og njósna- starfsemi. Aðalhlutverkin leika: Conrad Veidt og Valerie Hobson. Sýnd klukkan 7 og 9. Bókin er ÞÝDDAR SÖGUR eftir 11 heimsfræga höfunda. wmn&MLA ir o 3 finstAlkan hans pabba Fifth avenue girl. Amerísk gamanmynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhlutverkin leika: . Ginger Rogers. Walter Connolly. Verree Teasdale o. fl. Aukamynd: Umsátrið um Varsjá. Sýnd klukkan 7 og 9. SÍÐASTA SINN! Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar hjart- kæra unnusta, dóttir, móðir og systir Hansína Ólafsdóttir andaðist aðfaranótt 28. janúar. Jón Þorsteinsson. Ólína Pétursdóttir. Sonur og systkini. Revyan 1940. Forðnm í Flosaporti ÁSTANDS-ÚTGÁFA leikið í Iðnó í kvöld kl. 8%. Aðgöngumiðar í dag eftir kl. 1. — Sími 3191. Lækkað verð eftir kl. 3. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Loglnn helgi eftir W. Somerset Maugham. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Börn fá ekki aðgang. «5. TliEOPORE DREISER; JENNIE GERHARDT valda því, að heimili Gerhardts yrði leyst upp. En Gerhardt tók þessu máli mjög stillilega. Hann var orðinn gamall maður -og leit svo á, að engu máli skipti, hvað um sig yroi. Bas,Marta og George gátu unnið fyrir sér sjálf. Veronika og William voru ennþá í skóla, en það hlaut að verða hægt að koma þeim fyrir. Eina áhyggjuefni Gerhardts og Jennie var Vesta litla. Gerhardt áleit sjálfsagt, að Jennie tæki Vestu litlu með sér. Var til annars hægt að ætlast af móður hennar? — Hefirðu ekki sagt honum ennþá frá barninu? spurði hann daginn áður en liún átti að leggja af stað. — Nei, en ég geri þgð bráðum, sagði hún. — Hvers vegna ertu ekki búinn að því? spurði hann. — Þetta er syndsamlegt. Barnið þarfnast um- hyggju, og nú er ég að verða gamall, annars hefði ég tekið hana að mér. Hann hristi höfuðið. — Ég veit það, sagði Jennie rólega. — Ég verð að kippa þessu í lag sem allra fyrst. Ég verð að taka hana til mín. Og ég skal ekki vanrækja hana. Þér er óhætt að treysta því. — Og svo hefir hún ekkert nafn ennþá. Hún fer nú bráðum að ganga í skóla, og þá kemst það upp, hvernig. hún er í heiminn borin. •’* ; Jennié var það auðskilið, að einhver úrræði varð að hafa. Hún unni barni sínu af heilum huga, og átti mjög erfitt með að fara frá því, þó ekki væri I. nema um stuttan tíma. Auk þess þjáði það hana, að geta ekki játað allt fyrir Lester, en hún þorði ekki að eiga það á hættu. Hún vissi ekki, hvernig hann tæki því. Og Vestu litlu leið vel, hún átti nóg af fötum og fékk góðan mat. Ef hún.hefði nú aðeins sagt Lester sannleikann í upphafi, þ áhefði hún ekki þessar áhyggjur nú. Og Jennie vonaði, að hún gæti veitt Vestu litlu gott uppeldi. Að lokum ákvað hún að reyna að koma barninu fyrir hjá góðri konu í Chicago. Hún komst á snoðir um gamla konu, sem átti heima í sænsku nýlendunni vestan við La Salle Avenue, og fór mikið orð af því, hversu barngóð liún væri. Jennie gat komið Vestu fyrir hjá frú Olsen og þar gat hún hitt hana á hverjum degi. Og stundum, þegar Lester væri að heiman, gat Vesta litla komið í heimsókn. Þegar öllu hafði verið haganlega fyrir komið, fór Jennie við fyrsta tækifæri heim til Cleveland til að sækja Vestu. Gerhardt saknaði hennar mjög og hafði miklar áhyggjur út af framtíð litlu stúlkunn- ar. — Þú verður að veita henni gott uppeldi, sagði hann. — Hún er svo vel gefin. Hann áleit, að bezt væri að senda hana í lútherskan skóla, en Jennie var ékki viss um, að það væri heppilegt. Hún var komin á þá skoðun, að almennir skólar væru betri en einkaskólar. Hún hafði ekkert að athuga við Lútherstrú, en hún fór ekki lengur eftir öllum kenningum hennar. Strax daginn eftir varð Jennie að fara aftur til Chicago. Vesta litla, sem hlakkaði mjög til ferðar- innar, var nú klædd í ferðafötin. Gerhardt gekk eirðarlaus um gólf meðan verið var að klæða telpu- hnokkann. Þegar brottfarartíminn nálgaðist gerði hann allt, sem hann gat til þess að hafa hemil á tilfinningum sínum. Hann sá, að litla telpan hafði engan grun um, hversu mjög hann saknaði hennar. Hún var hamingjusöm og hugsaði ekki um annað en sjálfa sig og það, að hún ætti að fá að aka í bíl og svo í hraðlest. — Nú áttu að vera góð stúlka, sagði hann og lyfti henni upp í fang sitt og kyssti hana. — Og vertu nú dugleg að lesa bænirnar þínar. Og svo máttu ekki gleyma afa gamla. Hann reyndi að segja meira, en röddin bilaði. Jennie, sem kenndi í brjósti um föður sinn, bældi niður tilfinningar sínar. — Farið þið nú að komast af stað, sagði Ger- hardt og reyndi að harka af sér og bera sig karl- mannlega. — Farið þið nú, það er bezt að ljúka þessu sem fyrst. Hann horfði á mæðgurnar döprum augum, þegar þær fóru út úr dyrunum. Svo fór hann fram í eldhúsið og stóð þar og starði ofan í gólfið. Þau fóru frá honum, eitt af öðru — kona hans, Bas, Martha, Jennie og loks Vesta litla. Hann hristi höf- uðið aftur og aftur :— Svona fer það, svona fer það, tautaði hann. — Þau yfirgefa mig öll, Allt líf mitt er í rústum. TUTTUGASTI OG ÁTTUNDI KAFLI. Þau þrjú ár, sem samlíf þeirra Jennie og Lesíers

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.