Alþýðublaðið - 12.02.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1941, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBR. 1941 ALÞYPUBLAÐiÐ ALÞÝÐDBLAÐIÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjárns- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu Simar: 4900 og 4906. Verð kr. 3,00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. AI.ÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN .1 „firaftnr eg eðltsfirð athafnamannsins * Rikisstarfsmaður skrifar um: Lannakjðrln og opin beru starfsmennina IYFIRLITSERINDI, sem 01- afur Thors atvinnumálará'ð- herra flutti riýlega í útvarpinu um atvmnumálu á árinu, sem leið, kenudi margr'a grasa. Með- al annars gerði hann að um- talsefni ástanid það, sem skap- ast myndi hjá okkur eftir stríð- ið, þegar verðfallið byrjaði og sagði, að þá „myndi hæsti vinn- fcigur i happdrætti atvininuilífsins verða of smár til þess að hann freistaði nokkurs manins“! Envið þessi vísdómsorð bætti hanneft- irfarandi setnrngu: „Pá bjargar ekltert frá atvinoUileysi og böli nema sjálf athafnalöngunin, kraft ur og eðlisþrá athafnam.anusins“. Við minmumst þessarar „at- hafnalönguuar", þessa „krafts at- h af namann s in s “, þegar „hæsti vinningur í happdrætti atvinnu- Jífsins er of smár til þess, að hann freisti nokkurs manns“, lof- urvel frá þeim tímum, þegar Kveklúlfstogararnir hafa leg- ið bundnir hér við bryggjumar af þvi að útgerð þeirra hefir ekki þótt nógu gróðavænlegf, og vitum, hve mikið er á „krafti at- hafnmannsins" byggjandi þegar um það er að ræða að bjarga frá atvinnuleysi og böli! „Það er einkaframtakið, sem hér á fyrst og fremst að vera að verki“, sagði Ölafur Thors ennfremur, í þessum bollalegg- ingum sínum um fram- tiðina. „Hlutverik hins opin- bera ætti ekki að vera annað en það, að standa boðið tog bú- ið til þjónustu og fyrirgreiðslu einkaframtaikinu". Við þekkjum þetta lag og text- ann líka. Og vitum ennfremur, að enginn' ráðherra hefir verið frakkari í þvi, að nota hið op- inbera „til þjó,nustu og fyrir- greiðslu' einkafraimtakinu“ en Ól. Thors með nýjum og nýjum rík- isábyrgðum, svo að ekki sé nú minnzt á skattfrelsi stríðsgróða- mannanna — stórútgerðarinnar. Ríkið hefir verið látið taka á- hættuna, skattabyrðarnar verið lagðar á hið breiða bak alþýð- unnar, en einstakir braskararhirt gróðann. Þainnig hefir „kraftur Qg eðlisþrá athafnamiainmsins“ komið fram í ráðherra'tíð Ólafs Thors. i Á öðrum stað í erindi sinu sagði atvinnumálaráðherrann: „Það er lán, að úr því hægt er að selja síldarmjö! og jafn- vel líka síldarlýsi, skuili vera til í landinU' margar og stórar síldarverksmiðjur. Og það erlán, að úr því að hægt er að selja frystan fisk, þá skulum við bæði eiga frystihúsin og kæliskipa- kost, er nægir þörfunumi. — Þetta eiga tslendingar að láta sér skiljast.'1 Finnst mönnum þessi orð at- vrnnumáiaráðherrans ekki vera í dásamlegu sami’æmi við þau, sem á undan hafa verið tilfærð um það, að ekkert geti bjargað frá atvinnuleysi og böli ainnað en „kraftur og eðlisjná athafna- mannsins“, og að „hlutverk hins opinbera ætti ekki .að vera annað en það, að standa boðið og bú- ið til þjónustu og fyrirgreiðslu einkaframtakinu"? Hvað halda menn að væru hér „margar og stórar síldarverksmiðju'r'‘, oghve mörg „frystihúsinT‘, ef þjóðin hefði reitt sig á „kraft og eðlis- þrá a thafn amann s i n s “ síðasta ár.atuginn“ og „hlutverk hins oip- inbera“ ekki verið annaö en það, að „standa boðið og |búið til þjónUstiu og fyrirgreiðslu einka- framtakinu“? Það væri máske ekki tiltöku- mál, að heyra slíkan blekkinga- vaðal og slíkt griobb um ai- mætti einkaframtaksins — eftir þá reynslu, sem við höfum haft af þvi í seinni tíð — úr miunni einhvers braskarans. En það er hart, að annað eins skuli vera borið á borð fyrir þjóðina í em- bættisnafni af ólafi Thors, sem eins og sakir standa er yfÍT,m.að- maður þeirra rikisstofnanna, sem síldarmjöls- og síldarlýsisfram- leiðslan byggist á. ) Snnrða ð firáðinn? PÓLITISKA kviksögu kallar Vísir j>að í ritstjórnargrein í gær, að Héðinn Valdimarsson íeigi að verða í framboiði í Rvík af hálfu Sjálfstæðisflokiksins við alþingiskosningamar í vor. Segir blaðið að andstæðingar Sjálfstæðismanna hafi getið sér þess til „og það með réttu“, að hugmynd' jiessi „myndi vekja lal- menna óánægju í flokknum“!! öðru vísi mér áður brá — þegar verið var að hvetja „Sjálf- stæðisverkamennina“ í Dagsbrún til þess að kjósa iHéðin fyrir formann. Han-n var nógu góður handa þeim. En við alþingis- kosningarnair má ekki hafa hann í kjöri vegna þess óoirðs, sem Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá af honuim! ' Menn spyrja: Hefiir einhver snurða hlaupið á þráðin n ? Og verður Héðinn eftir alit svikinn um launin fyrir þjónustuna í Dagsbrún? Hvað verður þá um málaliðið, Árna Ágústsson log Go., sem Héðinn var búinn að lofa, að Iána Áma frá Múla á Seyðisfirði við alþingiskosning- árnar í vo,r? Það er eftirtektarvert, að þessi riístjórnargrein Vísis í gær var ekki skrifuð af Árna frá Múla. Hefir hann og heildsalarnir, sem vildu innbyrða Héðin-til fulls og hafa ihann á lista Sjáifstæðis- flokksins hér við alþingisklosn- ingamar í vor, verið bornir of- OKKAR velupplýsta þjóðfé- lagi munu velflestir kann- ast við meira en orðið „sveita- limur", þeir kannast líka við með- ferðina á þeim, eins og bún var Þeir voru álitnir úrkast og aum- ingjar, sem væru öðrum til byrði og ætti sem rhinnst fyrir að hafa tog hlutast væri um að hrepp- urinn — „sveitin — hefði sem minnstan kostnað af. Þessi hugsunarháttur hefir breyzt mikið eða þokað undir yfirborðið, en allvíða eru þessi sjónarmið uppi i auðvaidsþjóð- skipulögum, þó ekki skuii ýtar- lega á það drépið nú. En hér skal aðeihs minnst á homreku þjóðfélagsins í einu tilliti, það eru opinberi'r starfs- menn. Launþegar landsins ífrjáls- uim stéttarsamtökum hafa með frjálsum samningum fengið fulla verðlagsuppbót, atvinnurekendur hafa viðurkennt þennain rétt og fiokksfioringi þeirra í ríkisstjórn oipinberlega lýst þvi sem rétt- læti, að launþegar fái bætur vegna dýrtíðar. Félög opinberra starfsmanna mynduðu Fulltrúaráb til þess að skipUleggja á ei’num stað til sókn- ar fyrir verðlagsuppbótinni og öðrum nauðsynlegum réttlætis- málum. Fetögin gerðu sinar samþykktii um þessi mál, en Fulltrúaráðs- stjórnin mun síðan hafa komið höfuðkröfunum á framfæri, og þá fyrst og fremst óskinni um bráða- birgðaiög til þess að opinberir starfsmenn fengju að sitja við sama borð og aðrir launþegar hvað þetta atriði snertir. Virtist ekki ólíklegt að slik réttlaitiskrafa mætti velvild og skilningi ríkisstjómarinnar þar sem málgagn eins þjóðstjórnar- flokksins — Alþýðubiaðið — hafði þegar bent á þessa sjálf- sögðu leið. Formenn hinna þjóðstjórnar- flokkanna — Ölafur Thors og Jónas Jónsson — höfðu í Bankai- ráði Landsbankans samþykkt — að vísu með vafasamri heimild — að full verðlagsuppbót skyldi greidd á iaun í bönkunum upp að 650 kr. á mánuði. Bráðabirgðalög voru ekkert ó- venjulegt fyrirbrigði, og eitt kjör- orð rikisstjórnarinnair var á þá leið að jafna hlut miili stétt- anna. En nú virðist svo að hvorki dpgi bænir né góð orð og ekki heiidur rök, og þá spyrja marg- ir hvað veldur? Ekki era það kommúnistisk verkföli né for- ysta í fulltrúaráðinu, sem fælir hina réttvisu ríkisstjórn, ekki er það bágborinn afkioma tO'garaút- gerðarinnar, sem hrellir, ekkiveld ur verðlækkun landbúnaðarafurð- anna, ekki geta einræðissjónarmið in ráðið í okkar lýðræðisstjórn, en hvers vegna er þá sparkað í þessa verkamenn, af hverju era þeir hornrekur? Hvers vegna eru urjiði? Eða er Vísir aöeins að reyna að friða óánægða flokks- menn á meðan verið er að læða Héðni inn á iistann? opinberir starfsmenn settir ábekk með sveitarliinum fyrri alda? Og af hverju er þeim skipt í tvo hópa, þar sem starfsmenn bank- anna eru settir skör hærra en hinir, er það saipkvæmt boðorð- ' inu deildu og drottnaðu? Það væri gaman að fá skýr- j ingu frá ráðamönnum þjóðfélags- j ins í þessum efnum og fréttir j frá stjórn Fulltrúaráðsins umþað > hver eða hverjir helzt bregða fæti fyrir setningu bráðabirgða- laga á sama tíma og knýjandi nauðsyn ber til að semja heilan lagabálk um innheimtu tekju- skatts af launum manna. Við viljurn ekiki trúa þeirri lít- ilmennsku fyrr en í fulla hnef- ana, að meðal flokksforystu- manna séu til einstaklingar, sem hafa gaman af að sparka í hund- :inn sinn, ef hann er bundinri, — við rikisstarfsmenn megum ekki gera verkfall — en hitt vit- Um við allir að þeir mismuna sumir skammti til þjóna sinna. Loksins þetta: Fyrst bankaráð gat gert samþykkt gegn gildandi lögum, geta þá ekki forstjórar, stjórnir eða ráð hverrar stofn- unar fyrir sig, gert slíkt hib sama? Ríkisstarfsmaður. Samningar við tvö kaffihús. IGÆRKVELDI voru undir- ritaðir samningar milli starfsstúlknafélagsins „Sjöfn“ og eiganda greiðasölustaðanna ,,CentraI“ og „Hvols“. Grunnkaup stúlknanna hækk ar um 15—30%, vinnuvikan styttist um 3 tíma, 2 frídagar verða í mánuði og sumarfrí verður 12 dagar. Sáttasemjari hefir enn ekki ítrekað tilraun sína að koma á fi DAfit Alklæði Satln Sifiki í peysufift. Einnig viroiin liiki- tjy „Telonr Qeorgette" i sventnr EDINBORG samkomulagi milli starfs- stúlkna hjá atvinnurekendum, sem eru í Vinnuveitendafélag- inu, og stúlknanna. Styðjið verk- fallsstúlkurnar. fARFSSTÚLKURNAR hafa nú staðið í vérkfalli í meira en þrjár vikur. Þær höfðu enga sjóði til að styðjast við, ekkert annað en þrek sitt og vissu um góðan og réttmætan málstað. Samskot eru hafin til stuðn- ings stúlkunum og geta menn snúið sér til skrifstofu Alþýðu- sambandsins því viðvíkjandi. Styðjið stúlkurnar. Leggið fram ykkar skerf og takið söfn- unarlista. Söngfélagið Harpa. Æfingar falla niður meðan á samkomubanninu stendur. Stjórnin. Ttlboð. Tilboð óskast í 500-600 hest- afla dieselmotor í skip. í tilboðinu sé tilgreint verð, lengd mótorsins frá fremstai punkti að aftari tengistétt þrýstiláss, dýpt botnsskálar frá sæti að lægsta punkti að framan og aftan og hæðin sem þarf aS vera frá undirstöðu að þilfari, svo hægt sé að ná bullunum upp. Auk þess skal tilgreina snúningshraða mótorsins, slaglengd bullu og gildleika skrúfuáss. Ennfremur óskast tilboð í hjálparvélasamstæðu: ca. 12 hest- afla dieselmótor handræstur, sem knýr 110 volta ca. 5 KW. jafn- straums rafal í beinu sambandi, ásamt ræsiloftsþjöppu fyrir aðal- mótor og austurdælu, báðar tengdar með snúningstengslum, öllu komið fyrir á sömu undirstöðu. Tilboð óskast afhent í skrifstofu Fiskimálanefndar í Reykja- vík, eigi síðar en 24. þ. m. Réttur til að taka hverju tilboðinu sem vera skal, eða hafna öllu, er áskilinn. Fískimálanefnd. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.