Alþýðublaðið - 14.02.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.02.1941, Blaðsíða 4
fÖSTUDAOrUR 14. FEÐR. BÖkln er SÖGUS ll neimstræga höfunda. mmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmm n m mi Bókin er DDAR SÖGUR eftir 'aeimsfræga höfunda. FÖSTUDAGUR Næturlæknir er í nótt Theodór Skúlason, Vesturvallagötu 6, sími 3374. Næturvörður er í Laugavegs- og Iftgólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Erindi: Uppeldismál, XI (dr. Símon Jóh. Ágústsson).’ 20,00 Fréttir 20.25 Lesin dagskrá næstu viku. 20,35 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir“, eftir Sigrid Undset. 21,05 Erindi: Um iðkun tónlistar (Hallgrímur Helgason tón- skáld. — Strokkvartett út- varpsins aðstoðar). Hallgrímur Helgason tónskáld flytur erindi í kvöld -kl. 21,05 um iðkun tónlistar. Strokkvartett útvarpsins aðstoðar. Br. Símon Jóh. Ágústsson flytur XI. erindi sitt um upp- eldismál í útvarpið í kvöld kl. 19,25. Happdrættið. Annað kvöld er liðinn sá frest- ur, sem viðskiptamönnum Happ- drættis Háskólans er gefinn til að kaupa þau númer, sem þeir hafa haft áður. Útsölustaðír Happdrætt- isins í Reykjavík og Hafnarfirði verða opnir til kl. 11 annað kvöld. Áheyrendapöllum alþingis verður lokað við þing- setningu á morgun og fyrst um sinn, þar til samkomubanninu verður létt af. En blaðamenn eiga aðgang að stúkum sínum. Séra Friðrik Rafnar vígslubiskup á Akureyri er 50 ára í dag. Inflúcnzan heldur áfram að breiðast út um bæinn. í fyrradag komu fyrir 330 ný tilfelli. iMeðlimir Alþýðuflokksfélagsins, sem eiga ógreidd ársgjöld fyrir árið 1940, eru áminntir um að greiða þau sem allra fyrst. Skrif- stofa félagsins er í Alþýðuhúsinu, 6. hæð, opin kl. 3—7 daglega. ÞVOTTAPOTTUR með til- heyrandi tii sölu. Tækifæris- verð. Ránargötu 7 A niðri. AÐALMÁL KOMANDI ÞINGS Frh. af 1. siöa. lag innan ríkisstjórnarinnar hefir verið gert í þessum mál- um, þó að það hafi verið rætt þar mikið, eins og fyrr greinir. Alþýðuflokkurinn leggur höf- uðáherzluna á eftirfarandi: í fyrsta lagi: að afnumið verði skattfrelsið, sem útgerð- inni var veitt á sínum tíma og að tekjur þessara fyrirtækja á árinu 1940 verði bæði skatt- skyldar til ríkissjóðs og bæja- og sveita-sjóða. í öðru lagi: að gerðar verði ráðstafanir til þess, að hægt verði að leggja til hliðar á ör- uggan hátt verulegar uppbæt- ur til nýbygginga á fiskiflot- anum og að tryggt verði að fé þessu verði einungis varið í því skyni, ella falli það að verulegu leyti til hins opinbera. í þriðja lagi: að lagður verði á sérstakur stríðsgróðaskattur. í fjórða lagí: að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á skattalöggjöfinni, þar sem tekið sé fullt tillit til hins rýrnaða gildis íslenzkra peninga, þannig að láglauna- og miðstéttafólki verði ekki íþyngt um of við skattaálagninguna. Það er t. d. auðsætt mál, að sá maður, sem áður en verðbólgan byrjaði hafði 4000 kr. í kaup, verður nú að hafa a. m. k. 6000 kr. til þess að afkoma hans sé hin sama og hún var, að öðru ó- breyttu. Og verða þessar skatta- lagabreytingar að miðast við það. Að sjálfsögðu eru mörg önn- ur atriði í skattamálalöggjöf- inni, sem koma til athugunar, og í því sambandi þarf einnig að taka til athugunar lækkun á tollum á nauðsynjavörum al- mennings “ i/ Dýrtiðio. „Eins og allir vita, hefir verð- lag á öllum lífsnauðsynjum al- mennings hækkað stórkostlega, að húsnæðinu undanteknu. Sjálfsagt er að viðhalda húsa- leigulöggjöfinni nýju og halda áfram öryggisráðstöfunum til varnar húsaleiguokri. Þegar hin gífurlega verð- hækkun hófst á íslenzkum af- urðum aðvaraði Alþýðufl. við þeim afleiðingum, sem af því lilyti að leiða. Þá er um leið innan verkalýðsfélaganna hafin ;öflug samtök til þess að knýja upp kaupið til samræmis við vaxandi dýrtíð. Þetta , hefir verkalýðsfélögunum yfirleitt tekist, en ennþá bera sumar launastéttir þar skarðan hlut frá borði, og er þess fastlega að vænta, að þær fái fulla leið- réttingu mála sinna, og að því vinnur Alþýðuflokkurinn. En þó að allar launastéttirnar fengju þannig laun sín bætt, þá er á það að líta, að út frá sjón- armiðum þjóðfélagsins í heild er það mjög alvarlegt atriði, að kapphlaupið haldi ekki áfram, þannig að verðbólgan vaxi, án þess að nokkuð sé að gert, — þess vegna mun Alþýðuflokk- urinn leggja á það áherzlu, að gerðar verði á þessu þingi ráð- stafanir til þess að stöðva verð- hækkunina og jafnvel á þá leið, . að lækka vöruverðið frá því sem nú er. Og eins og bent hefir verið á í Alþýðublaðinu fyrir löngu síðan, eru a. m. k. tvær leiðir hugsanlegar, sem gætu leitt að þessu marki. Önnur er hækkun íslenzku krónunnar, en óvíst er að unt verði að fara þá leið. Hin leiðin er að leggja út- flutningsgjald á stríðsgróða- vörur þær, sem seldar eru úr landinu — og verja því fé að verulegu leyti, til þess beinlínis að lækka verð á nauðsynjavör- um innanlands.“ — Hafa ráðuneyti þín nokk- ur sérstök mál, sem lögð verða fyrir alþingi? Lítið eitt óselt ai reyktu tryppakjöti 1,10'|2 kgr. G^kaupíélaqiu Laugaveg 39. „Það eru fyrst og fremst þrjú j bráðabirgðalög, sem gefin hafa j verið út milli þinga. Ein þeirra j snerta utanníkismálaráðuneyt- ið og fjalla um utanríkisþjón- ustuna erlendis. í sambandi við þau lög kemur til athugunar á alþingi framtíðarskipulag í ut- anríkismálunum yfirleitt, því að þess er fastlega vænst, að hér eftir verði utanríkismálin ein- göngu í höndum okkar sjálfra. Koma þá til athugunar mörg merkileg atriði, því að það er mjög nauðsynlegt að strax í upphafi sé lagður traustur grundvöllur að fyrirkomulagi þessara mála, svo að unnt verði síðar að byggja þar ofan á, eft- ir því, sem aðstaða okkar leyf- ir. Hin tvö bárðabirgðalögin snerta félagsmálaráðuneytið og eru önnur þeirra um verðlags- uppbætur á ellilaun, örorku- og slj7sabætur, en hin eru viðauki við húsaleigulögin. í sambandi við fyrri lögin kemur til athug- unar um breytingar og endur- bætur á alþýðutryggingalög- gjöfinni, sérstaklega til sam- ræmis við hinar breyttu að- stæður í landinu. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að ýms önnur mál verði lögð fyrir alþingi af Alþýðu- flokknum og einstökum þing- mönnum hans og Alþýðuflokk- í urinn láti sig verulegu máli : skipta afgreiðslu fjárlaganna sérstaklega, sem snertir verk- legar framkvæmdir í landinu og fjárveitingar til nauðsynlegra verka og umbóta.“ Æfintýrl H. C. Andersea: Svínahirðirinn od Hans klaufi. Bóbav. Isafoldarprentsmiðju Úfbreiðið Alþýðublaðið. iœmmmfáÉmsx 78 THEODORE DRElSERi JENNIE GERHARDT vegginn og var í þungum hugsunum. Jennie, sem var að sinna hinum venjulegu störf- um innan húss, hafði líka sitt um að hugsa. Þannig var þá staða hennar í augum annarra kvenna. Nú gat hún séð, hvernig heimurinn leit á málið. Þessi fjölskylda var henni svo fjarlæg sem austrið er vestrinu. í augum foreldra Lesters og systkina var hún lítilfjörleg manneskja, jafnvel vond mann- eskja, sem stóð honum miklu rveðar 1 manntelags- stiganum, hún væri götudrós, sem ailir ættu að fyr- irlíta. Og hún hafði ætlað sér að hefja sig aftur í augum almennings. Og hana hafði langað til þess að vera heiðarleg og virt kona. Hvernig átti hún að geta orðið það? Það vissi hún ekki. I ÞRÍTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI. Louise flýtti sér til Cincinnati. Þar sagði hún frá því, sem hún hafði orðið áskynja og ýkti mjög. Samkvæmt frásögn hennar var fylgikona Lesters „lítilfjörleg manneskja, náföl í andliti“ og kven- persóna þessí hafði ekki látið svo lítið að bjóða Louise inn, þegar hún sagði henni til nafns síns. Kvenvæflan hefði staðið þarna steinþegjandi og „sektarmeðvitundin speglaðist í svipnum“. Lester 1 hafði líka hagað sér eins og versti götustrákur og talað um þessa „hneykslanlegu sambúð“ eins og sjálfsagðan hlut. Þegar hún hafði viljað fá að vita, hver ætti barnið, hefði hann neitað að skýra frá því, en hins vegar sagt, að hann ætti það ekki. — Drottinn minn dýri! hrópaði frú Kane, sem fékk fyrst að heyra söguna. — Lester sonur minn! Hvernig getur hann farið svona að ráði sínu? — Og með þessari' manneskju, sagði Louise og lagði áherzlu á orðin. — Ég heimsótti hann, af því að ég hélt, að hann væri veikur og ég gæti ger't eitthvað fyrir hann, hélt Louise áfram. — Ekki gat mér dottið þetta í hug. — Veslings Lester, sagði gamla konan. — Hugsa ,sér, að þetta skyldi koma fyrir hann,- Frú Kane hugsaði málið, og þar sem hún gat ekki komizt að neinni niðurstöðu, hringdi hún til manns síns, sem kom strax heim af skrifstofunni og hlustaði á fréttirnar alvarlegur og hátíðlegur á svip. Það var þá þannig, að Lester bjó með konu, sem foreldrar hans höfðu aldrei heyrt nefnda á nafn. Þrjózkur var hann, það var ekki ofsögum af því sagt. Það myndi vera þýðingarlaust að beita foreldravaldi við hann. Lester lét ekki kúga sig cg það varð að beita lægni í þessu máii. Archibald Kane fór aftur til skrifstofu sinnar, æstur í skapi, en ákveðinn í því að heíjast handa. Hann átti tal við Róbert, sem viðurkenndi nú, að hann hefði heyrt einhvem orðasveim, en ekki kært sig um að hafa orð á því. Frú Kane stakk upp á því, Frú Kane stakk upp á því, að Robert færi til Chicago og talaði við Lester. — Hann hlýtur að sjá það sjálfur, að ef þessu fer fram getur það valdið honum miklu tjóni, sagði frú Kane. — Þetta getur ekki farið vel. Annaðhvort verður hann að skilja við hana eða ganga að eiga hana. Skilaðu þessu til hans frá mér. — Þetta er nú allt gott og blessað, sagði Robert. — En hver á að sannfæra hann um þetta? Ég' hefi enga löngun til að taka það að mér. — Ég vona, að mér takist það, sagði Archibald gamli að lokum. — En það er bezt, að þú farir þangað fyrst og reynir að leiðá honum þetta fyrir sjónir. Það sakar ekki. Ef til vill er hægt að koma fyrir hann vitinu. — Það held ég ekki, sagði Robert. — Hann er svo. óbilgjarn, og þú veizt, að það ber aldrei neinn árangur að rökræða við hann. En ég skal fara, ef ykkur er nokkur þægð í því. Móðir mín óskar eftir því. -— Jæja, sagðí faðir hans annars hugar. — Það er þá bezt, að þú leggir af stað. Robert fór nú af stað. Hann fór til Chicago, án þess hann hefði nokkra von um, að förin bæýi ár- angur. Þegar Robert kom þangað, þrem dögum eftir að Louise kom þar, hringdi hann til skrifstofunnar, en Lester var þar ekki. Því næst hringdi hann út í íbúðina og þeir ákváðu, hvenær þeir skyldu hittast. Lester var enn þá veik- ur, en hann vildi heldur koma til skrifstofunnar, og iþað gerði hann. Fyrst ræddu þeir eingöngu um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.