Alþýðublaðið - 03.03.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1941, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 3. MARZ 194L MÁNUDAGUR Næturlseknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, Sími 2581. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunarapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Fimmtíuára afmælisfagnað- ur „Verzlunarmannafélags Reykjavíkur“ (útvarp frá veizlusal að Hótel Borg): a) Hallgr. Benediktsson kpm Minni félagsins. b) Árni Jónsson alþingism.: Minni verzluarstéttarinnar. c) Björn Ólafsson kaupm.: Minni íslands. d) , Kórsöngur. 21.15 Um daginn og veginn (Jón Eyþórsson). 21.30 Útvarpshljómsveitin: Finnsk þjóðlög. Einsöngur: Holger Gíslason: Gígjan, eftir Sig- fus Einarsson. Leiðsla, eftir Sigv. Kaldalóns. Drauma- landið, eftir Sigf. Einarsson. Vorgyðjan, eftir Árna Thorsteinsson. Alfaðir ræð- Nýkomið H. P. Sosa, Worchestersósa, Tómatsósa, 'Stnmeysósa, Picldes, Capers, Savora sinep. Colmans Mustarð Tlarnarbúóhi Tjamargötu 10. — Simi .3570. WWEKKA Ásvailagötu 1. — Sími 1678. ur, eftir Sigv. Kaldalóns. 21.50 Fréttir. Dag'skrárlok Söngfélagið „Harpa“ hefir samæfingu annað kvöld kl. 8V2 á venjulegum stað. Ungmennafélagið Velvakandi heldur Farfuglafund annað kgöld kl. 9 í Kaupþingssaln- um. Æskan, 2. tbl. þessa árgangs er nýkomið út. Efni: Undir bláum seglum, fram haldssaga. Saga eftir Gunnar Magnúss. Fjórir Islenzkir tónlist- armenn, eftir Pál Halldórsson, Kálfsaugun eftir séra Jakob Jóns- son o. fl. Skölaboðsiindið verðui' háð í Sundhöllinni í dag. Keppt verður í 20 manna sveitum og syndir hver maður tvær leiðir. Þessir s'.úlar senda sveitir til þátt- töku: Háskölinn, Menntask-ólinn, Iðnskólinn, Verzlunarskólinn og 'Gagnfræðaskólinn í ReykjavTk. Þingskrifarapröf fór fram 27. febrúar síðastlið inn. Þessir stöðust prófið: Ingi- björg Jönsdóttir, einkunn: 0,80,' Þorvaldur I>órarinsson 0,68, Ársæll Júlíussson 0,60, Guðjón Kristins,- , son 0,50. Samtíðin 2. hefti þessa árgangs er ný- komið út. Efni: Aron Guðbrands- son: Um genginmál. Þar sem hrað- inn og háreystin drottna, Hreiðar E. Geirdal: Fjallagestir, kvæði, Merkir samtíðarmenn, Þórhallur Þorgilsson: Sýningin 1 Lissábon o. m. fl. Eyf irðinga í'élagið í Reykjavík heldur aðalfund í Ingölfs Café í Alþýðuhúsinu þriðju daginn 4. marz kl. 8%. íslands kvikmynd S. í S. verður sýnd, kaffidrykkja og danz. Næsti íháskölafyrirlestur mr. Cyril Jackson verður þriðjud. 4. marz kl. 8V2 í 1. kennslustof'.u. Efni: Húsakostur á Engiandi. Dr. Símon Ágústsson flytur 'háskólafyrirlestur :á morg- :un kl. 6.15 í 3. kennslustofu. Efni: Auglýsingar. Reykjavíkurannáll h. f. sýnir revyuna: Hver maðwr sinn skanuat I ’kvöld kl 8, Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýndu frönsku óperettuna „Nil- ouche“ í gærkveldi fyrir fullu húsf við ágætar undirtektir. Næsta sýn- ing verður á miðvikudagskvöld. Ferðafélag íslands heldur skerptifund í Ingólfs Café við Ingólfsstræti miðvikudagskvöld 5. marz n. k. Húsið opnað kl. 8 V2 . Ólafur Jónsson framkvæmdarstjóri frá Akureyri flytur erindi um Ó- dáðahraun og sýnir skuggamyndir. Dansað til 'kl. 1. Vegna takmark- aðs húsrýmis fá aðeins félagsmenn aðgang. Aðgöngumiðar verða seld- ir á miðvikudag í bókavezlun Sigfúsar Eymundssonar og ísafold- arprentsmiðju og sýni félagsmenn skírteini sín. Aðalfundur Alþýðufdokksfélag Hafnarfjarðar hélt aðal- fund sinn að Hörðuvöllum við Hafnarfjörð. I hinni nýkjörnu stjórn fé- lagsins eiga þessir menn sæti: Gucmundur Gilssurarsori, for- maður, Guðjón Guðjónsson, ritari,. Magnús Bjarnason, gjald kéri, Ólafur Þ. Kristjánssori, varaformaður og Haraldur Krist jánsson, meðstjórnandi. í varastjórn eiga sæti: Þórður Þórðarson, Óskar Guðmundsson og Jóhann Tómasson. Ragnar Jóhannesson cand. mag. flutti skörulegt erindi á fundinum, en að lokum flutti Emil Jónssor^ a'jip., eirtkar skýrt yfirlit um helztu opinber- stórmál, sem úrlausnar bíða. Fundurinn var vel sóttur og umcæður hinar fjörugustu. EDEN OG DILL I AERIKU Frh. af 1, síðu. ménh og herforingja og er sagt, að þær viðræður verði áfram- hald af þeim, sem farið hafa fram 1 AnFara. &8ÝJÁ BÍÓ Óveðursnóttin Stórfengleg amerísk kvikmynd. ÍAðalhlutverkin leika: IRENE ÐUNNE og CHARLES BOYER Sýnd kl. 7 og 9. Reykjavíkur Annáll h.f. wmmm + jam 4 GAMLA BÍÓBi Eiginkona að nafninn til INE NAME ONNLY). Framúrskarandi kvikmynd frá RKO Radio Pictures.— Aðalhlutverkin leika hinir ágætu leikarar: CARY GRANT og CAROLE LOMBARD, Sýnd kl. 7 og 9. Revyan verðnr Iðikin I kvöld kl. 8 Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag eftir kl. 1 Lækkað'verð eftir kl. 4 Jarðarför konitnar minnar, ÖLAFAR HELGU KKRISTMUNDSDÓTTUR fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 4. marz og hefst með bæn á heimili hinnar látnu Baldursgötu 10 kl. 1 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Bjarni Guðjónsson. Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa GUÐLAUGS HANNESSONAR fer fram miðvikudaginn 5. marz og hefst að heimili dóttur hans, Tungu við Reykjavík kl. 1 e. h. Athöfninni í kirkjunní verður útvarpað. j Börn, tengdabörn og barnabörn 5 83 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT hafði hann enga andúð á honum, og ef gamli inaður- inn vildí taka að sér að vinna þau vei'k, sem j yrfti að koma í framkvæmd utan húss — bvað var þá því til fyrirstöðu að taka hann á heimiljð. ÞRÍTUGASTI OG SJÖUNDI KAFLI. * Þð leið ekki á löngu þar til þau framkvæmdu áform sitt. Eftir fáeinar vikur bauð Lester Jennie með sér dag einn út í Hyde Park, til þess að skoða þar hús. Þau fundu strax gamla höll með ellofu herbergjum, sem þeim leist vel á. Umhverfis hana j var stór trjágarður. j Þetta var falleg höll og þarna úti virtist vera mjög friðsælt. Jennie varð strax mjög hrifin og fannst hún vera komin út í sveit. Þegar hún hafði ákveðið að fara hafði hún alið þá leyndu von í brjósti, að hann kæmi á eftir henni cg byðist tii að ganga að eiga hana. Nú þorði hún ekki að vona það lengur. Hún hafði iofað því að vera kvr, og hún varð að reyna að færa sér veí í nyt það, sem lífið rétti að henni. Hún áleit, að þau þyrftu ekki svona mörg herbergi, en hann sagði, að þau fengju sennilega gesti annað slagið. — Við getum að minnsta kosti keypt húsgögy og séð, hvernig þá lítur út hér, sagði hann. Hann leigði höllina til næstu fimm. ára með rét.ti til að endurnýja leigu- samninginn. og þvi næst var farið ,að búa höllina út til ibúðar. Húsíð var nú málað og skreytt og ekkert var til þess sparað, að það gæti litið vel út. Þar var lestrar- .stofa, dagstofa og stór borðstofa, fallegur forsalur, stórt eldhús og samkvæmissalur, Svefnherbergin voru á efri hæðinni, baðherbergin og vinnukonu- herborgi. Það var mjög viðkunnanlegt heimili og Jennie var mjög hrifin af nýía heimilinu. Þegar þau höfðu flutt í nýja húsið skrifaði Jennie föður sínum, meu vitund Lesters, og spurði, hvort hann viidi J' :a til þeirra. Hún gaf honum í skyn, aö K'— • l gift Lester, en sagði það ekki beinum . lýstí því með fögrum orðum, hversu Mllegt hverfið væri, sem húsið þeirra stæði í, garð- urinn væri .stór og heimilið hið unaðslegasta. — Það er mjög fallegt hérna, skrifaði hún, — og ég er viss um, að þér myndi þykja gaman að eiga hér heima. Ég er sannfærð um, að þú myndir kunná vel vio þig. Vesta er hér hjá okkur, og hún fer á hverj- um degi í :’ jla. Viltu ekki koma til okkar? Það er miklu betra að búa hér en að sofa á verksmiðju- lofti. Og mér rnyndi þykja vænt um, ef þú vildir flytja til o?:kar. Gérhardt las bréfið* hátíðlegur á svip. Var þetta í raun og veru sannleikur? Myndu þau taka höll á leigu, e þau væru ekki gift? Skyldi hann hafa haft á röngu að standa? Jæja, það mátti þá ekki seinna vera, að hún gifii sig, stelpuhróið. En ætti hann að fara til þoirra? Hann varð snortinn af göfuglyndi dóttur sinnar, en hann ákvað nú samt að hafna boðinu. Hann gat ekki viðurkennt, að hann hefðil haft hana fyrir rangri sök, en það gerði hann, ef. hann þægi boðið. Jennie varð mjög döpur, þegar faðir hennar hafn- aði boðinu. Hún sagði Lester frá því og þau ákváðn: að hún skyldi fara til Cleveland og heimsækja hann,. Hún fór og fann verksmiðjuna eftir ofurlitla leit. Það var stór húsgagnaverksmiðja í fátækrahverfi borgarinnar. Hún fór inn í skrifstofuna og spurði eftir föður sínum. Skrifarinn vísaði henni á vöru- geymsluhúsið og Gerhardt var skýrt frá því, að ung stúlka vildi finna hann. Hann kom út úr kompu sinni og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þegar- Jennie sá hann koma út úr þessu hreysi, fátæk- legan til fara, slitinn og þreytulegan, varð hún mjög harmþrungin. — Veslings pabbi, hugsaði hún. Hann. gekk til hennar og brún hans léttist ofurlítið, þegar honum varð það ljóst, að henni hlaut að þykja mjög vænt um hann, fyrst hún heimsótti hann á þennan stað. — Til hvers komstu? spurði hann og var strax á verði. — Ég ætlaði að biðja þig að koma heim með mér og búa hjá okkur, pabbi, sagði hún í bænarróml. — Ég get ekki hugsað til þess, að þú búir lengur í þessu hreysi einsamall og allslaus. — Jæja, sagði hann utan við sig, — komstu þess vegna? — Já, sagði hún. — Viltu ekki koma? Þú mátt ekki vera hér lengur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.