Alþýðublaðið - 12.03.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1941, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. mmz WW ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS 25 ÁRA: Afiællsfagnaðnr verður haldinn í „Iðnó“ 1 kvöld kl. 20. Samkoman hefst með sameiginlegri kaffidrykkju, með- an setið er undir borðum fara fram eftirfarandi skemmti- atriði er verður útvarpað: 1. Samkoman sett: Jón Sigurðsson. 2. Ávarp: Sigurjón Á. Ólafsson. 3. Ræða: Stefán Jóhann Stefánsson. 4. Upplestur: Brynjólfur Jóhannesson. 5. Blandaður kór: Harpa. 6. Upplestur: Sigurður Einarsson. Milli atriða spilar Útvarpshljómsveitin. Að útvarpi loknu verða frjáls ræðuhöld og f jöldasöngur. Að síðustu verður Dansað. Aðgöngumiðar kösta kr. 3.50 (kaffi innifalið) og verða þeir seldir á skrifstofu Alþýðusambandsins. NB. Nauðsynlegt er að fólk komi stundvíslega vegna út- varpsins. Garðyrkjnfélag fslands heldras* aðalfeand sinn flistsafJagSmia 21. f». m. kl. @ í SIaH0j)|rS^gssalfaaim. Uppboð Opinbert uppboð verður baldið við Arnarhvo! á morgun kl. 2 síðdegis og verður þar seldur 1 óskiía hestur 10—12 vetra, brúnn að lit- Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík. KtOOúQOQQWX íljartans þakkir til aílra þeirra mörgu, sem sýndu okkur hjálp og vinsemd með miklum peninga og fatatgjöfum, þegar við urð- um fyrir Jsví íjóni að missa aílt okkar í bruna 28 fehr. Sigurður Einvarðsson 'og > fjölskyldla Akrantesi. Útbreiðið Alþýðublaðið! -------UM DAGINN OG VEGINN--------------------- ; Nýjar slúðursögur um skipaskaða og manntjón. Háskólabíóið ; og fjármálavit hæjarstjórnarmeirihlutans. Happdrættið og ; sala happdrættismiðanna. Beðið um fieiri slys. Bafmagns- ; bilanirnar og hverjum þær eru að kenna. -------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.------- - AÐALEUNDUR I TVEIM VERKA LVÐSFÉLÖGUM Frh. af 1. síöu. keri, Ragnar Guðjónsson, fjár- málaritari Þetta er í annað skipti, sem stjórn félagsins er öll endurtoos- in í einu hljóði. Á fundinum vom gerðar marg- ar lagabreytingar meðal annars með tilliti til þessara skipulags- breytingar ,er hafa verið gerðax á Alþýðusambandinu. Þá var haldinn aðfundur í Bif- reiðastjórafélaginu Hœyfill s. 1. þriðjudag. I stjórn voru bosnir: Ingimundur Gestsson, fiormað- ur, Bergsteinn Guðjónsson, Þor- grímur Kristinsson, Guðmundur Jónsson, Þorsteinn Jóhannesson, Ingvar Sigurðsson log Tryggvi Kristjánsson. LANDRÁÐAMÁL KOMMÚNISTA Frh. af 1. síðu. urgeir Sigurjónsson, en verjandi er Pétur Magnússon hæstaréttar- málaflutningsmaður. Dómur er vænlanlegur í næstu viku. BANATILRÆÐI VIÐ SENDI- HERRA BRETA Frh. af 1. síðu. þeirra, sem særðust, vom þrír menn úr fylgdarliði hans. Spi'engingin er sögð hafa verið svo mikil, að gólfið í borðsal gistihússins hafi gereyðilagzt. Heyrst hefir, að sprengjuárás hafi einnig verið gerð á járn- brautarlestina, sem sendiherr- ann fór með frá Sofia til Istan- bul. r"... .................. MENNTAMÁLA^ÁÐHERRA MUSSOLINIS Frh. af 1. síðu. orðið fyrir einni kúlunni. Látlausar orustur standa nú yfir á miðvígstöðvunum í Al- baníu og rekur þar hvert á- hlaupið og gagnáhlaupið annað. Fregnir frá Aþenu 'herma, að ítalir verði fyrir miklu mann- tjóni í orustunum, og að Grikk- ir séu búnir að taka 3000 fanga síðan fyrir helgi, þar af 450 í gær, og voru þrir þeirra yfir- foringjar. Seint í gærkveldi var til- kynnt í London, að brezkur kaf- bátur hefði sökkt einu ítölsku skipi enn á Miðjarðarhafi. Var það stórt herfiutningaskip, um 10 þús- smál. að stærð. SLEFBERARNIR og kjafta- skúmarnir láta sér ekki segj- ast. Þeim nægir ekki að bera út tilhæfulausar sögur um stjórnmála- ástandið og aðstöðu okkar til ann- ara þjóða, eða um setuliðið og kven fólkið. Nú eru þeir einnig teknir að þvaðra um helgustu til- finningamál okkg/r og koma af stað sögum um skipatjón og mann skaða. Rétt fyrir síðustu helgi átti línuveiðarinn Eldborg að hafa far- ist á leiðinni héðan til ísafjarðar. Eldborg var heil á húfi allan tím- an og ekkert óttast um hana. Á sama tíma átti Brúarfoss að hafa hlekst óttalega á við Englands- strendur og Reykjaborg vantaði og skyldi nú hefja leit að henni. Brúarfoss gekk ákaflega vel síð- asta utanlandssigling sín, og þegar sögurnar gengu hæst um Reykja- borgina, lá hún hér við hafnar garðinn. HVE NÆR lærir þetta fólk að halda sér saman? Menn, sem bera út slíkar sögur og þessar, eru ekki einungis auðvirðilegsmámenni,held ur og hrakmennni hin verstu. Hvað vita þeir um það, nema að þeir geti við iðju sína hitt á skyld- menni eða ástvini sjómannanna, og ég hygg að angist márgra sjó- mannakvenna sé svo mikil, þegar óveður geysa, að ekki sé á það bætandi. Hér er líka um eitt mesta tilfinningamál allrar þjóðarinnar að ræða. Ég legg til enn einu sinni, að slefsögurnar séu raktar og að slefberunum sé síðan hengt með opinberri hýðingu á Lækjar torgi, að aðgangurinn sé seldur að þeirri skemmtun og hann notaður til að kaupa ,,munnkörfu“, eins og þær, sem notaðar eru á grimma hunda og skuli slefberarnir síðan ganga með þær í nokkra mánuði! HÁSKÓLABÍÓIÐ er í fullum gangi. í gær var útrunninn frestur til að skila teikningum að hinni nýju byggingu í Austurstræti og tóku fjölda margir „arkitektar“ þátt í samkeppninni. Háskólamenn- irnir hafa fullan hug á því að byggja í sumar, enda virðist það alveg sjálfsagt, því að einmitt nú er gróði af kvikmyndasýningum. Mér hefur tjáð fróður maður, að þessu nýja fyrirtæki standi til boða lán upp á 600 þúsund krónur til hinnar nýju byggingar. Annars myndi háskólinn áreiðanlega fá slíkt lán undir eins, ef hann biði það út. NÚ GETA MENN einu Sinni enn séð, hve skammsýnn íhaldsmeiri- hlutinn í bæjarstjórninni er, að hann skuli ekki hafa tekið allan kvikmyndareksturinn í sínar hend- ur. Ég hygg að láta muni nærri, að ágóðinn af kvikmyndarekstri hér í bænum síðastliðið ár, hefði nægt til að borga með allt fátækra- framfæri bæjarins. Og hvað haldið þið að útsvörin á ykkur hefðu þá getað lækkað. En svona pólitík kallar íhaldið fjármálavit og er montið af! MIKKIL AUKNING varð á sölu happdrættismiða nú frá því sem áður var, enda mælist hið nýja skipulag mjög vel fyrir. Má og jafn vel gera ráð fyrir að aukningin verði enn nokkur, því að enn er ekki búið að draga út nema 350 vinninga af 6030. Það er gott að fá fé handa háskólanum með þess- um hætti, því að þó að búið sé að byggja húsið, þá það ekki nóg að háfa glæsilegt hus heldur þarf innihald þess að vera fullkoinið. Háskólinn hefir lifað við mikla fátækt og það þarf að auka hann og efla á alla lund, en gæta þess jafnframt að hann heri svip nafns síns og verði ætíð logand kyndill framfara pg frjálsrar menntunar. Hann má ekki verða hreiður íhalds og afturhalds á neinu sviði. , EÍNN ÐAGINN var ég að rífaet út úr mishæðum við gangstéttirnar í Bankastræti. Nokkrum dögum seinna duttu tvær konur þarna og meiddist önnur illa. Þessi slys urðu þó ekki nógu mikil og þyrfti ein- hver helst að hálsbrjóta sig þarna. Bezt væri að það væri einhver, sem ræður þessu sleifarlagi, en sá hængur er á, að það eru allt ágætir fyrirmenn í bænum og engan fyrir- mann megum við missa, því þeir eru allt of fáir. ÉG ÞARF að fá að vita um öli slys og skráveifur sem verða á þessum vesæla og sundurtætta bæ. Ég skal sannarlega npta slíkar tilkynningar. Við Alþýðuhús Reykjavíkur er gangstéttin sundur- tætt. Þar skellast menn flatir og liggja endilangir í svaðinu á kvöld- in, eins og víðar í borginni, allt til dýrðar athafnaleysinu og sofanda- hættinum hjá þeim sem ráða. Þaö ef ekki nóg að brúka munn ura dauða annara í Mogganum, menn verða að sýna að þeir séu lifandi sjálfir! RAFMAGNIÐ er orðið fremur óþægt við okkur. Þessar sífeldu bilanir eru að gera mann gráþærð- ann, og þetta er því miður ekki Bretum að kenna, eins Og allt annað, að því er sagt efi.'AUar bil- anir, sem verða á rafmagninu á ísafirði eru meirihluta bæjarstjórn- arinnar að kenna að því er Vestur- land segir, en það er biblía íhalds- manna vestra. Hérna er þetta víst allt saman minnihluta bæjarstjórn- ar að kenna. HANNES Á HORNINU. Hitler lainar ftýzkn stóriðjnböldnnnm. ÞAÐ verður að kannast við það, að Hitler er ekki ger- sineyddur þakklætistilfinningu. — Þýzku stóriðfuhöMamir, sem á sínum tíma hjáipuðu honum til va'lida fá nú leyfi til þess að ræna og rupLa alla Evrópu. Frá Essen, borg þýzku kiolakoniganna segir „Deutche áligeineine Zeit- un,g“, að kiOlahéruðin í Ruhr hafi ekki einasta á sínu válidi holl- lerazku og belgísku bolasvæðin, hélidur einnig markaðina fyrir koiiin frá N'Oröur-Frakklandi. Það eni þýzku kolakóngamir, sem á- kveða nú um það, hversu margir námumenn verði nú settir til starfa í IHollandi, Belgíu o.g'Norð- ur-Frakklandi. Sé einhver atvinniu laus er alltaf hægt að sen-dahíanin til Þýzkalarads í skylduvinnu. Þýzku sullulósekongarnir neyna með aðstoð Hiílers, að fá einka- sölu á timbri í Evrópu. Þeir neyna að fá yfirráð yfir bæði skógarhöggsmönnuim og verka- verkamönnum' í selluio'ceverk- verksmiðjunum og pappírsverk- smiðjunum í Þýzkalandi og her- teknu löndunum, í Balkanríkjun- Um, Svíþjöð og Finnlandi . t (ITF) Söngfélagið Harpa hefir samæfingu kl. 8 í kvöld í skrifstofu Alþýðusambandsins. Mætið stundvíslega. V estf irðingaf élagið heldur skemtifund annað kvöld kl. 8% í Oddfellowhúsinu. Nýir fé- lagsmenn teknir inn. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.