Alþýðublaðið - 13.03.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.03.1941, Blaðsíða 2
MÞÝÐUBLAÐIÐ fæst í lausasöM á eftirtðldum stððum: AUSTURBÆR: Ávaxtabúðin, Týsgötu 8. Brauðsölubúðin, Bergþórugötu 2. Veitingastofan, Laugavegi 45. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Veitingastofan, Laugavegi 63. Veitingastofan, Laugavegi 72. Veitingastofan, Laugavegi 81. Brauðbúðin Berg. 40. Stefáns kaffi, Skólavörðustíg 3. MIÐBÆR: \ Hótel Borg. Sælgætisbúðin, Kolasundi 1. Litla Tóbaksbúðin Tryggvagötu 15. VESTURBÆR: Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29. Veitingastofan, Vesturgötu 48. Veitingastofan Vesturgötu 45. Árshátíð Hestamannafélagsins F A K S verðnr haldin í Ingólfs-Gafé I kviild kl. 9 (föengið inn írá Mvg.) Til skemmtunar verður songur, ræðuhöld og fl. og að lokum dans fram eftir nóttu. Aðgöngumiðar við Innganginn. SKEMMTINEFNDIN AFMÆLISHÁTIÐIN ; Frh. af 1. síðu. DavíÖ Kristjánsson, Kjartan ólafsson, múmri, En þessir félagar voru allir á stofnþingi sambandsins fyrir 25 árum. Enn fremur tóku til máls: Björn Bjamason, , Magnús H. Jónssom, HaraLdur Guðmundsson, , Emiil Jónsson, . Matthías GuÖmundsson. Samkomunni barst mikill fjöldi heillaóskaskeyta, m. a. frá eftir- töldum félögum og einstakling- um: Sigurði BreiðfjörÖ, formanni verkalýðsfélagsins á Pingeyri, verkamannaféliaginu Bárunni á Eyrarbakka, Sambandi ungra jaf naðarmianna, Sj ómannaféiiagi Reykjavíkur, Félagi ungra jafn- aðarmannia, Nót, félagi netavinnu- fólks, Guðbrandi Jónssyni, Hall- dóri Friðjónssyni, Alþýðuflokks- félagi Akureyrar, Verkalýðsfélagi Patreksfjarðar, Jóniasi Jónssyni, formanni Framsóknarfliokksins, Kaupfélagi Reykjavíkur og ná- grennis, Sjómannafélagi Isfirð- inga, Búnaðarfélagi íslands, Sjó- mannafélaginu Jötni í Vestmiauna eyjum, Birni Jóhannessyni, Hafn- arfirði, Verkalýðsfélagi Stýkkis- hólms, Sjómannafélagi Patreks- fjarðar, forsetum alþingis, Bók- bindarafélagi Reykjavíkur, Al- þýðublaðinu, Alþýðuflokknum á ísafirði, . Verkalýðsfélagi Afcur- eyrar, Bakanasveinafélagi íslands, Verkalýðsfélaginu Baldri, Félagi bifvélavirkja, Guðm. R. Odds- syni og frú, Hinu íslenzka prent- arafélagi, Alþýðuflokfcsfélagi Vest mannaeyja, Verkalýðsfélagi Afcra- ness, Alþýðuflokksfélagi Hafnar- fjarðar. Voru öll þessi skeyti les- in á samkomunni. Pessi hátíð fór mjög vel fram og lýsti baráttuhúg og eindrægni. Pað er athygiisvert fyrir al- þýðuna í landinu, að íhaldsblöð in, sem aldrei sleppa neiniu tæki- færí til að smjaðra fyrir verfca- lýðnum, minnast efcki eiriu orði á afmæli þessara mifclu samtaífca- heildar hans. Alþýðusambandið hefir nú nýtt starf og það mun eáns og á hinum liðna aldarfjórðungi ein- kennast af áræði og mætti. STRÍÐIÐ I ABESSINIU . Frh. af 1. síðu. ítalska Somalilandi hálguðust nú óðfluga Harrar og hefðu þeg- ar tekið Daggah Bur, sem liggur um 225 km. sunnar og austar, en 450 km. innan við landamæri Abessiniu og ítalska Somali- lands. En leiðin til Daggah Bitr frá Mogadishu, aðalhafnarborg ítalska Smalilands, er um 900 km. og hafa hinar brezku her- sveitir farið hana á örstuttum tíma. Lundúnafregnir í morgtun telja, að ítalir hafi misst um 31000 manns, sem fallið hafa eða verið, teknir til fanga í ítalsfca Somali- landi og SuiðaUstur-Abessiníu, síðan hersveitir Bieta brntust yf- ir Jubafljót. Guðspekif élagar: Aðalfundur Septímu verður ann- að kvöld kl 8V2. Venjuleg aðal- fundarstörf. Stutt erindi. ÍJtbneiðið Alþýðubliaðið! ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÍMMTUDAGURSjEARZ 1948, Ieikarolr. Meetfaovera-kvöld. EFTIR að hafa veitt frönskum og morrænum tónverkum verðsfcúldaða athygli, var röðin nú l'ofcs ifcomiin að hinum þýzka meistara, Beethoven, á hljómleik- um þeim, sem Árni Kristjáonsson Ög Björn ólafsison hélidu í Há- skólanum síðastliðinn föstudag. Þar með var hið innra Mstmæti hljómleikaflokksins fcomið á það sti'g, er tæplega verður yfirstigið af þeim hlutanum, sem eftir er. Stíll Beethovens gerir óvenju- Iega miklar kröfur til tónlistar- gáfU' flytjandans, hann útheimtir sjálfstæðan skiining og ómælis- dýpt; hann er sannfcallaður próf- steinn á þroska iog mátt, því hann leyfir aldrei hálfvelgju eða yfir- borðsmennsku. Þess vegna er slífc tðnlist sannkölluð guðaveig, þeg- ar hin léttvængjaða skáldgyðja situr við háborð samfcomusalanma og býður gestum sínum blávatn til endurnæringar. Þegar á það er litið, verða slíkir hljómleiikar, sem hér. um ræðir, ávalt kærkomnir öllum þeim, er ebki láta sér nægja listrænt léttmeti, enda var hátíðasaiurinn fullskipaður báða dagana. 1 „Riomanze“ Beethiovens 1 F-idúr var upptaktur kvöLdsins, og kynnti Bjöm hann að nýju með sléttum, hnökralausum og hrein- um leik, enda þótt miikið vantaði á raunveruleikasvip hins látlausa verks í þessum umhverfða og einfalida búningi, því að hljóm- sveitin, hlýtur að vera mieginstoð, sem heildin hvílir á. Hvienær skyldi þessari sjálfsögðu kröfu verða fullnægt? Svo að segja á hverjum hljómleikUm, sem haldn- ir era hér í bænum, kemur sú nauðsyn æ betur og betur í Ijós, að hér þurfi að vera starfandii föst hljómsveit. Getur bæjarfé- liag vort öllu lengur gengið fram hjá þessari sjálfsögðu menningar- kröfu? Árni lék einn eftirlætisgoð allrá áheyremda, hvar sem er í hetimdn- um, „Tunglskinssónötuna", og brást hylli henn.ar ekki frerriur venju; var það ekiki sízt að þakka þeirri alúð og innlífun, sem Árni iagði í fyrsta kaflann; miðkafl- inn, sem brngður á lieik, samræm- ist ekki eins vel geðslagi hans, en loka'kaflann lætur hann geisast fram í entíurminninigu um þung- an undirstraum upphafsins. Pann- ig verða hin hugsuðu samskeyti augljós og túlkunin heildræn. Hámarki náði kvöldið með' „Kreutzersónötunni“, þessu gull- fallega meistaraverki, sem eins og sindrar í sfcrauti og útf'lúri tvoggja jafnvígra hijóðfæra. Víxl- leikur hljóðfæranna er með þeim snillibrag, að engum miun nokkru sinni hent að gera tveim ólíkum hljóðfærum í senn jafn- góð skil, og missa þó ekki sjónar á listrænni, reglubundinni fram- vindu og persónulegum stíl. Þeim félögum tókst ágætlega að leiða þetta í ljós', og létu hljóðfærin skiptast á um forustuna af ítrustu tillitssemi í „kammermusikalisk- um“ anda, og var siamleikurinn því ágætur, en nofckru meiri veiig- ur hefði stuindum ekki borið verk- ið ofurlibi. Hið nýja hljóðfæri var nú reynt í fyrsta sinn, og virtist það góðtrr gripur. Silfurbjartur tónn er þó j ekki hin sterkasta hlið þess, eins og títt er um hljóðfærasmíði meginlandsins, miklu fremUr „massiv“ innleitandi hljómkyngi, en hin afleita „akustik“ háskólia- salsins torveldar mjög fullnaðar- niðurstöðu, og er það mjög til- firinanlegur ágalli og störbaga- legt fyrir alla þá, sem flytja tón- Jist í hinum annars svo vistlega sal — það getur orðið þeim kval- ræði, fyrir utan þá orfcu, sem fer til spillis við það að mynda tón, sem hálfkafnar í fæðingUnni. Áheyrendur voiu margir og guldu listamönnunum mikið lof með áköfn lófatafci. 1 H. H. Evrópuför Matsnoka veknr hvarvetna eftlrtekt. Ný svik Russlanðs í undir- Mningi. MATSUOKA, utanríkismála- ráðherra Japana, er nú far- jnn frá Japan í hina fyrirhug- uðu Evrópuför sína, þá fyrstu, sem nokkur japanskur utanríkis málaráðherra hefir farið á síð- asta aldarfjórðungi. Hann ætlar til Berlín og Rómaborgar, en kemur við í Moskva að minnsta kosti á heim leið og til vill í báðum leiðum. För hans vekur mikla eftirtekt og menn spyrja, hvort sams bon- ar vináttusamningur sé nú ef til (viLl í aðsigi milli Japanskeisara og Stalins, eins tog vináttusamn- ingurinn milli Hitlers og Stalins, og hvori Rússland eigi nú eftir að svíkja Bandaríkin, með því að lofa hlutleysi og vinsamlegum stu'þningi, éf Japan ræðst á þau, á sama hátt og það sveik Eng- Land oig Frakkland i upphafi styrjaldarinnar. Skósveinar Hitlers. OTTINN viÖ komandi bylt- inigu í Evrópu gegn áþján og arðráni, liggur eins og mara á harðstjórum meginlandsins. Það er þegar verið að koma á al- þjóð’egu harðstjórnarkerfi gegn hinum vaxandi byltingaröflUm. Það hefir komið í ljós, að ekki er hægt að treysta hinum fas- istisku málaliðssveitum hvers lands, tii þess að bæla niðuT uppxeisnarhug hins þjáða al- mennings. i í Slóvakxu og jafnvel í Rúm- eníu geta fasistarnir aðeins haLd- ið yfiriökunum með hjálp þýzkra hersveita. Á Spáni urðu þýzkar og ítalskar hersveitir að sker- ast í leikinn svo að fasistiarnir gætu komið fótum undir sig. Er- lent málalið á nú að nota til þess að halda kúgaðri alþýðu í heljargneipum. Austurríkismaðurinn Hitler hef- ir nú helt nýju víni á gamla belgi og fullkiomnað kúgunar- kerfi það, sem hið hrynjandi Habsburgareinveldi hafði komið á. Þýzka þjóðin hefir nú verið þjökuð með aðferðum Habsburg- ara frá því árið 1934. Á samia hátt og austurrísk-ungverska ein- velidið sendi þýzkar hersveitir til slavneskrar borga iog ungverskiar og tékkneskar til þýzkra borga, hefir Hifler sent norður-Þýzka. S. S.-liða til Suður-Þýzkalands og suður-þýzka S.-S.-liða til Norð- ur-Þýzkálands. Samia máli gegn- ir uirt austur og vestur Mtkta Landsins. ;i ■ Þessa aðferð á nú að nótia úm aila Evrópu. Þýzku, yfirvöiid- in innrita hollenzka, finnska bg norska æskumenn í hjálparlið Gestapos. Sérstök Niðurlanda- détld, sem í eru hollenzkir. og btílgískir æskámenn, hefir nú verið send ti,;I Munchen til náms. Seirina meir á að ruota þá til þess áð halda öllú „í röð og regílu" í Þýzkalandi, Frakklandi, Noregi, Tékkösl óvakiu iog Pól- landi. I Hoillandi og Belgíu eri* þýzkir S. S.-Iiðar. Hollenidingar iog Belgar, sem hafa verið 1 þjónnsitu Hitlers í 6 mánuði fá að þeim tíma tiðn- um að fara heim. Þeir, sem ráða sig til tveggja ára, fá þýzkan borgárarétt auk hins hiolienzka eða belgiska. Sá, sem, ræður sig tfl fjögurra ára i farígabúða- varðlið Hitlers, fær auk þess of- Uriítið bændahýli að gjöf. Enn sem konxiö <:r hefir eng- inn hóllenzbur eða belgískur fé- lagsskapur opinberlega kvatt meðlimi sínia til þess að ganga í þetta málalið Hitlers, heLdur verða þýzku yfirvöldin að .. sjá um þetta óþrifaverk sjáTf. En í Noregi hafa sendimenn Hiflers fundið nokkra emstaklinga, sem standa á nokkurn vegín sarna menningarstigi og þeir sjáifir. Þiar hefir Quislinig sent út á- skorun til Landa sinna um að fiykkjast inn í stiormsveitir. Inn- rituniarskrifstofan er undir eftir- liti þýzba ríkisfulltrúans. Þeir Norðmenn, sem viija verða skó- sveinar Hitlers, fá sömu réttinii og þeir hollenzku og beLgískiUi. En þessi liðsbón muwu náum- ast bera mikinn árangur. Það að til skuli vera menn, sem láta fleka sig til þessa starfs, opnar augu margra, því að það sann- ar, að fjandmennimir em ekkt einungis í Beriín, heldur einnig innan þeirra eigin vébanda. (ITF) Njkomið H. P. Sosa, Worchestersósa, Tómatsósa, Sunneysósa, Pickles, Capers, Savora sinep. Colmans Mustarð. Tjarnarbáóin Tjarnargötu 10. — Sími 3570. BREKKA Ásvallagötu 1. — Simi 1678. mmmmmrmmí Úfbreiðld Alpýbublabið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.