Alþýðublaðið - 24.03.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1941, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 24. MARZ 1941 ALÞYÐUBLAOIO ORÐSENDING tit kanpenda Alpíðublaðsins ðt nm land. Alþýðublaðið hefir, sem kunnugt er, verið selt lægra verði utan Reykjavíkur og nágrennis. Nú hefir verð biaðsins í Reykjavík, Hafnarfirði og ná- grenni, verið hækkað í kr. 3,00 um mánuðinn, vegna sí- vaxandi útgáfukostnaðar. Óhjákvæmilegt er að blaðið hækki nú líka nokkuð út um land og hefir sú hækkun verið ákveðin þannig, að blaðið kostar nú kr. 6,00 um ársfjórðung, í stað kr. 5,00 áður, og kemur þessi hækkun til framkvæmda frá 1. apríl n.k. í lausasölu kostar blaðið nú kr. 0,15 hvert einstakt blað. Gjalddagar blaðsins eru þeir sömu og áður og eru kaup- endur vinaamlega beðnir að senda greiðslur sínar í rétta gjalddaga. BYGGINGAFÉLAG VERKAMANNA. Aðalfundur félagsins verður haldinn n.k. laugardag kl. 8 Vá í baðstofu iðnaðarmanna. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. Árstillögum félagsmanna fyrir árið 1941 verður veitt móttaka á skrifstofu félagsins í Austurstræti 1 daglega frá kl. 6—7 til næstkomandi föstudags. Kvittunin fyrir árgjaldinu gildir sem aðgöngu- miði að fundinum. STJÓKNIN. Aðaldansleikur skátafélaganna í Reykjavík verður haldinn í Odd- fellowhusinu miðvikudaginn 20? marz 1941 og hefst kl. 10 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir þriðjudaginn 25. marz kl. 8—10 e. h. í Miklagarði og miðvikudaginn 26. marz kl. 5—7 e. h. í Oddfellowhúsinu. Fjórðu háskóla jhijómleikarnir. Slavuesk tónlist. ESSIR HLJÓMLEIKAR voru helgaðir slaf- neskri tónlist einni sam- an fram að síðustu aldamót- um og hófust á hinni svip- björtu sónatínu Dvoraks, sem vafalaust hefir haft fyrirmynd- ina frá verkum Schuberts sömu tegundar. Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson fluttu hið fjór- þætta verk af einstakri vand- virkni og kostgæfni, og mun þeim félögum sýnt um að gera verkum sem þessu óvenjulega góð skil; þó hefði stefjuefni pí- anó-hlutverksins mátt afmark- azt nokkru betur og fiðlan draga sig í hlé um leið. Fiðlu- smálögin þrjú eftir Cui, Dvo- rak og Novacek lék Björn með sveiflandi léttleik og „músík- antiskri“ gleði. Ámi lék fanta- síu Chopins í f-moll, sem hann hefir heyrzt leika áður; en í þetta skipti var einleiknum ætlað of lítið rúm til þess að Árni gæti verulega „náð sér á strik“; hin ofboðslegu og stóru stökk eru einkar viðsjál, en innskotskaflinn er hins vegar kærkcmin endurlausn frá um- róti jaðarstefjanna. — Þessar andstæður urðu næstum því of „áþreifanlegar“. Fyrst í tríói Tschaikowskys tók Ámi foryst- una í sínar hendur og hélt henni föstum tökum verkið á enda. Dr. Heinz Edelstein ann- aðist hér celló-leikinn og gerði það af helzti mikilli varfæmi, svo að ómþýðir tónar hans og innskot urðu jafnan að lúta í lægra haldi fyrir hinni full- sterku fiðlu og hinu leiðandi píanói. En verkið sem heild tókst að öðru leyti prýðilega; það er sjálft ævarandi bauta- steinn til minningar um vin höfundarins, og sorgarslagur- inn, sem krýnir tríóið, minnti okkur, íslenzka áheyrendur, á samlanda og vini, sem h'orfu dkkur sýnum úti á reginhafi í hinum ægilega hildarleik, sem nú er háður. Hátíðasalur Hláskólans var að vanda fullskipaður, og var leik allra hlutaðeigenda tekið með miklum ágætum. H. H. Strandarkirkja kr. 10,00 frá M, S. Ærsladrósin frá Arizona heitir mynd frá Fox-félaginu, sem Nýja Bíó sýnir núna. Myndin gerist næstu árin eftir frelsisstríð Bandarikjanna. Aðalhlutverkin leika Jane Withers og Leo Corillo. LENDINGARSTÖ ÐVAR Á ÍS- LANÐI Frh. af 1. síöu. ftogið er í stuttum áföngum. 3. Mörg brezk kaupskip og herskip, sem þurfa að fylgja kaup skipum, rnyndu lossna við að þurfa að flytja flugvélarnar frá Bandarikjunum, ef hægt væri að fljúga þeim alla leið, og væri þá hægt að nota þau skip til þess að flytja hin nauðsynlegustu hern aðartæki til Bretlands. 4. Bretland myndi geta fengið fjölda flugvéla eftir fljót- ustu leiðum og þyrfti ekki að óttast flugvélastoort, hvort sem þýzki einangmnarhringurinn á hafinu heldur áfram eða ékki. Brezkir og amerískir flugmála séÆræðingar hafa miikinn áhuga á því, að gera sem fyrst tilraun- 11 í þá átt að skipuleggja fJutn- ing ameriskra flugvéla til Bret- lands. FlUgmálasérfræðingur í Was- hington sagði, að ekki myndi skoi'ta framleiðsiu hernaðarfiug- vðla í Bandaríkjunum, erfiðleik- arnir væm ei'nungis fólgnir í því, að koma þeim til Englands. Hann sagði: „Vegna vöntunar á nægilegum skipakostí, til þess að flytjaflug vélarnar, er þeim nú hrúgað sam- an við Atlantshafshafnir Ame- ríku1, og þar bíða þær eftir skip- um. Og hvert skip getur aðeins fiutt fáar flugvélar, hversu vei, sem {>eim er komiö fyrir í skip- inU. Samkvæmt áreiðanlegum fregn um er nú búið að fljúga um 500 sprengjtaflugyélum og flug- bátum til Englands, án þess nokkrum þeirra hlekktist á. Aðal vandamálið er það, hvort hægt er að fljúga litlum flug- vélum yfir hafið. Lausn þess vandamáls er sú, að byggja ojíustöðvar á Græn- landi og íslandi. Það myndi vera mjög þýðingarmikið og ef til vill ráða úrslitum styrjaldarinnar. Því að enginn efi er á því, að Þjóðverjar munu leggja mikla á- herslu á kafbátahernaðinn, til þess að reyna að vama Banda1- ríkjunum að hjálpa Bretum. Það er ekki lengi gert að byggja olkustöðvar. Núna með vorinu og batnandi veðri er tím- inn kominn til að hefjast handa“. SIGLINGAMÁLIN Frh. af 1. siðu. fyrr en lausn er fetigin á þess- um málUm. Nú er farið að skipa fiski upp úr skipUm, sem áttu að fara út, þar á meðal nokkrum togurum. Heyrst hefir að einhverjir útgerð- armenn, sem hafa umráð yfir salti séu að athuga möguleika fyrir því að láta skip sín fana á saltfiskveiðar, en hvort úr því verður skal ekkert fullyrt. — Þá hefir heyrst að erlent skip sé að taka fisk til útflutnings. Almenningur fylgist mjög vel með úxslitum þessara mála og það er áreiðanlega vilji hans að engar sig'.ingar verði fyrr en öt- yggi sjófatenda hefir verið trygt betur en nú er. Leikfélagið sýndi „Á útleið“ eftir Sutton Vane í gærkveldi fyrir fullu húsi við ágætar undirtektir. r-------UM DAGINN OQ VEGINN----------------------- ISlysið í hitaveitugryfjunni. Aðvaranir, sem engan árangur jf hafa borið. Hvað þarf að gera? Hvað hefði það hækkað t hitaveitukostnaðinn, ef gengið hefði verið vel frá gryfj- jt unum strax í haust? I 4 , t ........ATHUGANIR HANNESAR A HORNINU.------------- VÍ MIÐUR hafa spár mínar um það, að hinar svokölluðu — og illræmdu — hitaveitugryfj- ur myndu valda slysum, nú fengið staðfestingu. Allt frá því í fyrra haust hefi ég verið að vara við þessum gryfjum, gagnrýna frá- ganginn á þeim, biðja um að þær væru fylltar og brýna fyrir for- ráðamönnum þessara gryfja, að betra væri að búa vel um þær og örugglega, áður en slys hlytist af. Ég segi því miður, því að ég hefði kosið, eins og ailir aðrir, að þessar spár reyndust falsspár og aðvaran- irnar ástæðulausar. ÉG HEFI ENÐURTEKIÐ þessar aðvaranir svo að segja vikulega í allan vetur, og síðast á laugardags- morguninn skrifaði ég hér í dálk minn eina aðvörunina. Næstum á sama tíma var lítill drengur að heyja dauðastríð sitt undir klak- anum í einni gryfjunni. — En allar aðvaranir mínar urðu til einskis. Þetta eru víst svo vitrir menn og lærðir, verkfræðingar og forráða- menn milljónafyrirtækis, sem við Reykvíkingar eigum að borga, sem hafa haft veg og vanda af þessum gryfjum, ákveðið að hafa þær svona og látið aðvaramr almenn- ings sem vind um eyru þjóta. ÞAÐ ER OFT SAGT, þegar ó- hamingju, eins og slysið á laugar- daginn, hefir borið að höndum, að ekki dugi að sakast um orðinn hlut. En ég tek ekki undir það í þessu tilfelli. Skeytingarleysi og hroki hefir fengið að ráða, en ekki varfærni og fyrirhyggja. Ég var að búast við því á laugardaginn og í gær, að verkamenn kæmu og fylltu þessa gryfja á horni Hring- brautar og Hofsvallagötu, og ekki aðeins hana, heldur allar slíkar gryfjur. Kl. um 4 á laugardaginn var tekin rögg á sig og vatninu dælt úr þessari gryfju — og fleir- um þar sem vatn stóð í þeim. En þetta er ekki nóg. Það verður að fylla þær eða að refta yfir þær. MÉR DETTCR f HUG, hvort að það hefði orðið tilfinnanlegur kostnaðarliður fyrir gjaldgetu okkar Reykvíkinga í sambandi við hitaveituna, þó að verkfræðing- arnir hefðu látið fylla þessar hol- ur eða refta yfir þær á öruggan hátt. Ég býst ekki við því, og ég býst heldur ekki við því, að það hafi verið af sparnaðarástæðum að ekkert hefir verið gert í þessa átt. YFIRLEITT skil ég alls ekki í hirðuleysi manna, sem láta annað eins viðgangast, eins og þessar opnu gryfjur. Það er ekkert annað en tilviljun, að ekki hafa orðið fleiri slys en raun er á í sambandi við þær. Fjöldi barna hefir dottið í gryfjurnar í vetur. Stundum hafa það verið það stór börn, að þau hafa getað staðið upp úr vatninu og fengið aðeins föt sín rennvot, stundum hafa holurnar verið þurrar, eða að ísinn á vatn- inu hefir verið svo sterkur, aS hann hefir ekki brotnað undan börnunum. Engu af þessu var til að dreifa í þetta skipti. Gryfjan var hálffull, ísinn var veikur og barnið svo lítið, að það hefir ekki getað staðið upp úr vatninu. EN ÞAÐ ERU fleiri hættur í þessum bæ, sem stafa af hirðuleysi einu saman, og er þar fyrst að telja umbúnaðinn á götunum og umferðina, sem er í megnasta ó- lagi. Tel ég þýðingarlaust að rekja það hér nánar, vegna þess, að um þaö mál hefír birzt forustugrein hér í blaðinu nýlega. Björn Blönd- al Jónsson löggæzlumaður hefir ritað ýtarlega um málið og ég hefi birt margar klausur um það. EN EF ÞAÐ þýðir ekki að benda Gryfjan á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar. Slíkar gryfjur eru um allan bæinn. — Litli drengur- inn ætiaði að ná í ís og beygði sig niður, en steyptist þá fram yfir sig. Þannig skýrði leikbróðir hans móður sinni frá atburðinum, en hún hljóp að gryfjíötni og kom fyrst allra á slysstaðinn. — Mynd- ina tók Sveinn Sæmundsson full- trúi sakadómara á laugardaginn. með sanngirni og hógværð á það, sem aflaga fer, og hætta stafar af, þá er ekki von á góðu. Ráðamenn fyrirtækja og opinberra fram- kvæmda ættu að hlusta meira eft- ir röddum almennings en þeir gerg. ÉG VIL NÚ enn einu sinni skora á forráðam&nn hitaveitunn- ar, að ganga tafarlaust þannig frá hitaveitugryfjunum og hitaveitu- skurðunum yfirleitt, að fleiri slys verði ekki af þessum ástæðum. Ég býst við að þeir sjái nú eftir því að hafa ekkert aðhafzt, en segja má að betra sé seint en aldrei. Iiannes á horninu. Minkur við hðfnina. O ÍÐASTLIÐINN laugardag O safnaðist múgur og marg- menni niður við höfn til að horfa á mórauðan mink, sem þar var. Klukkan :aö ganga sex var min'nkurinn að stikla á stemum norðan í Batteríisgaröimiin og smaug inn í holur, þegax bon- um fannst fólkið tooma of ná- lægt sér. Var mikill vfgahugur í ungiing- um, sem þarna voru og eggj'aði hver annan að ná minknum lif- andi og vinna þannig til verð- líaunamna, en hundmð og fimm- tíu krónur etu lagðar til höfuðs hverjuni mink, sem næst lifandi. Ekki er kunnugt, hvort miinnk- lurinn hefir náðst eða ekki. Haccaroii Semelíu-grjón. Sago í pökkum. Corn-Flakes. All-Bran. Bygggrjón. Maizene. Tlarnarhúöin Tjamargötu 10, — Sími 3570. BREKKA Ásvallagötu 1. — Siimi 1078.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.