Alþýðublaðið - 26.03.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.03.1941, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUB 26. MA3Z 1941 ALÞTÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Ólafur Jóhann- esson, Laugavegi 3, sími 5979. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 18,30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,20 Föstumessa úr dómkirkj- unni (sr. Bjarni Jónsson): Sálmar: Nr. 23, 10. til 13. vers, og nr. 24, 9. til 12. vers. Eftir prédikun nr. 25, 6. til 14. vers. 21,15 Kvöldvaka: a) Jón Jóhann- esson: Úr Brandsstaða-ann- ál. b) Ragnheiður Þórólfs- dóttir og Ólafur Þorsteins- son: Gítar- og mandólín- leikur. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Drengjahlaup Ármanns verður háð sunnudaginn fyrstan í sumri. Þátttakendur gefi sig fram við stjórn Ármanns eigi síð- ar en viku fyrir hlaupið. Keppt verður í þriggja manna sveitum og er öllum félögum irman Í.S.Í. heimil þátttaka. Föstuguðsþjónusta verður í dómkirkjunni í kvöld kl. 8,20. Síra Bjarni Jónsson pré- dikar, 1 fríkirkjunni verður föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 8,15. Síra Árni Sigurðs- son prédikar. Leikfélagið sýnir „Á útleið“ annað kvöld kl. E.S. ðlaf hleður n.k. föstudag til Önund- arfjarðar, Súgandafjarðar, Bol- ungavíkur og ísafjarðar. Yörumóttaka á morgun. 8. Ættu menn að nota tækifærið og sjá þetta leikrit, sem er með at- hyglisverðustu leikritum, sem hér hafa verið sýnd og meðferð Leik- félagsins er með ágætum. Reykjavíkurannáll h.f. sýnir í kvöld revyuna „Hver maður sinn skammt“, og er lækk- að verð á aðgöngumiðum eftir kl. 3, ef nokkuð verður eftir. Árshátíð Alþýðuflokksfélagsins verður n.k. laugardag. Félagar! Tryggið ykkur aðgöngumiða í tíma. Aðgöngumiðar fást frá kl. 1 á morgun í skrifstofu félagsins (sími 5020), í afgreiðslu Alþýðu- blaðsins og í aðalútsölu A.lþýðu- braúðgerðarinnar, Laugavegi 61. Fjölmennið á árshátíðina, ódýr- ustu og beztu skemmtun ársins. Á kvöldvökunni í útvarpinu í kvöld les Jón Jó- hannesson magister úr Brands- staðaannál. Má búast við, að það verði hið fróðlegasta dagskráratr- iði. Skíðamót Reykjavíkur verður haldið n.k. sunnudag í Bláfjöllum. Verður keppt í svigi karla í öllum flokkum. Vinna kafln í hár- greiðslnstofnnnm. Verkfalllnn er lokið. VINNA er nú hafin í flest- sum hárgxeiðslustafium bæj- ailns. Ftmdur í félagi hárgreiðslu- stúlknanna, sem nýlega var hald- inn samþykkti, að gefa félög- unum feyfi til að semja viö meistara, þar sem nokkrar stúik- ur vom farnar að vinna. Með þessum úrslitum hefir fé- lagsskapur stúlknanna oröiö að láta undan síga tneð hinar rétt- mætu kröfur sínar að þessu sinni. Féiagsskapur þeirra var ungur Og lítt reyndur, en sýndi þó í átökunum meiri þroska Ðg festu, en mörg önnur félög hafa getað í byrjun. Félag hárgreiðslustúlknanna mun nú halda áfram starfi sinu örugt og ósigrað. ÞaÖ heflrsýnt sig i þessari deilu, að einskis góðs má vænta, nema frá 6am- tökum verkalýðsins . og þó að Eegja megi að. verkfali stúlkn- anna bafi tapast að þessu sinni, þá hefir það þó orðið til að bæta kjör stúlknanna að nokkru. Það er auðvirð'Uegt að sjáMorg unblaðið fella í morgun krókó- dílstár út af þessu máli. Það hefir -ulltaf stutt andstæðinga stúlknanna og flokkur þess og helstu menn hafa urmið gegn hagsmunum þeirra. Falskjökur blaðsins í dag er því fyrirlitlegt. N ÁTTÚRULÆKNING AFÉL AGIÐ Frh. af 3. síðu. hér á landi með svipuöum að- ferðum, sem tíðkast á þeipi heilsu hælum (Kuranstalten) í öðrum löndum, þar sem einkum er lögð stund á iækningar með náttúr- legum hjálparmeðulum. (Ljós, toift, vatn, hreyfing, hvíld, mat- hæfi.) Fp-rgöngumaður félagsins, for- maður þess og leiðbeinandi er hinn góðkunni læknir Jónas Kiistjánsson, er fyrsiur Islenzkra lækna hefir kynnt sér náttúru- lækn ingastefnuna, er nefna má hina nýju lækningastefnu i mót- setningu við hina ríkjandi al- mennu stefnu í þeim efnum. HöfuðtUgangur og takmark fé- 'agsins er þó ekki Iækning sjúkra, he'.dur að efla heilbrigÖi lands- manna með því annars vegar, að vinna á móti heiisuspillaindi venj- ktm í lifnaðarháttum, hins vegar að temjia möiímum þá lifnaðar- hætti og venjur, sem viðhalida heilbrigði og efla hana. Stjórn félagsins með formanni (J. Kr.) skipa nú: Bjöm Jónsson (vavafiorm.), Hjörtur Hansson (féhirðir), Haliiór Stefánsson {ritari) og Sigurjón Péturssion (meðstjórnandi). ■a nýja bio wm SBGAMLA Biom Ærsladrósin frá Arizona. (ARIZONA WILDCAT.) Kvæntor tvetmor. (MY FAVORITE WIFE.) Aðalhlutv. leikur af miklu fjöri hin 12 ára gamla Jane Withers og hinn bráðskemmtilegi Leo Carillo. Ameríksk gamanmynd frá RKO Rdio Pictures. Aðal- hlutverkin leika: Irene Dunne, Aukamynd: Minnisverðir viðburðir. Filming the Big Thrills. 1 Sýnd klukkan 7 og 9. 1 1 Cary Grant og Gail Patrick. Sýnd klukkan 7 og 9. ##################################################################>#####> LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. 4 ÚTLEIÐ Sýning annað kvöld kl. 8. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitsch aðstoðar* Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. r######################################################################- wmmmi x stm + Reykjavíkur Annáll h.f. Revyan í kvöld kl. 8. LÆGRA VERÐIÐ frá kl. 3.5 Egypskar Cigarettur með tækifærlsverði. ARABESQUE RONDE í 20 stk. pökkum kr. 1,60 pakkinn. ARABESQUE DE LUXE í 20 stk. pökkum kr. 1,80 pakkinn. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. 96 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT framið axarskaft. í fyrsta lagi vegna þess, að hann hafði ekki gengið að eiga Jennie strax og þannig komist hjá opinberu hneyksli, og í öðru lagi vegna þess, að hann hafði ekki samþykkt, að þau skildu samvistir sínar, þegar Jennie óskaði eftir því. Hann hafði ekki efni á því að missa allar eigur sínar. Hann gat ekki af eigin ramleik unnið sér inn alla þá peninga, sem hann þurfti. Og Jennie var óham- ingjusöm. Það var bersýnilegt. Og hann var sjálfur óhamingjusamur. Þegar Lester kom heim frá jarðarförinni sá Jennie strax, að eitthvað alvarlegt var á ferðinni. En hann sagði henni ekki, hvað það var, sem olli honum áhyggjum, og hún vildi ekki spyrja hann að því. Dagarnir liðu og nú kom að því, að nauðsynlegt var að rannsaka fjárhag fyrirtækisins. Það varð að endurskipuleggja stjórn fyrirtækisins. Róbert átti að verða framkvæmdastjóri, eins og faðir hans hafði óskað. Lester varð að hugsa sig vel um það, hvaða afstöðu hann ætti að taka til fyrirtækisins. Ef hann segði ekki skilið við Jennie, var hann ekki hluthafi lengur. Hann var í raun og veru ekki neitt. Ef hann ætlaði að halda stöðu sinni sem ritari félagsins, varð hann að minnsta kosti að eiga eitt hlutabréf. Myndi Róbert gefa honum hlutabréf? Eða Amy, Louise eða Imogene? Myndu þau vilja selja honum hlutabréf? Það var varla við því að búast. Systkini hans höfðu öll andúð á ráðabreytni hans. Það virtist ekki vera um annað að ræða en að skilja við Jennie. Ef hann gerði það, þurfti hann ekki að betla hlutabréf. Ef hann skildi ekki við Jennie, þá braut hann á móti boði föður síns. Hann hugsaði þetta mál mjög ná- kvæmlega. Honum var það ljóst, hvernig þetta hlaut að enda. Annaðhvort varð hann að skilja við Jénnie eða framtíðarvonir hans voru að engu orðnar. Það var erfitt að velja. Enda þótt Róbert lýsti því yfir, að hann hefði vel getað hugsað sér aðra lausn á þessu máli, var hann hæstánægður með ráðstöfun föður síns. Það leið nú smám saman að því að draumar hans rætt- ust. Robert hafði um langan tíma haft ráðagerðir í huga viðvíkjandi breytingu á fyrirtækinu'. Ef hann gæti fengið þrjú eða fjögur fyrirtæki í Austur- og Vesturríkjunum til þess að ganga í bandalag við sig, þá var hægt að lækka framleiðslukostnaðinn að miklum mun. Hann hafði haft fulltrúa í New York og með aðstoð hans hafði hann keypt hlutabréf í öðrum fyrirtækjum. En fyrst þurfti hann að öðlast viðurkenningu sem framkvæmdastjóri Kane-félags- ins, og fyrst Lester kom ekki til greina framar, þá gat hann gert mág sinn, mann Amy’s, að undir- framkvæmdastjóra og auk þess gat hann fengið sér annan ritara í staðinn fyrir Lester. Samkvæmt erfða- skránni réði Róbert yfir þeim hlutabréfum, sem geymd voru handa Lester í von um það, að hann bætti ráð sitt. Áform föðurins hafði bersýnilega verið það, að Róbert stuðlaði að því að Lester skildi við Jennie. En það kærði Róbert sig ekkert um. * Lester varð að ráða því sjálfur, hvaða ákvörðun hann tæki. Lester, sem stjórnaði ennþá deildinni í Chicago. sá fyrir, hvernig allt myndi fara. Honum skildist, það, að honum hafði verið ýtt til hliðar, hann var deildarstjóri undir yfirstjórn bróður síns. í heilt ár var Lester raunverulega undirmaðu bróður síns. Og hann var ekki sérlega hrifinn af því. Er nokkrar vikur voru liðnar komst hann aS þeirri niðurstöðu, að eitthvað yrði að gera í þessu máli. Fram að þessu hafði hann getað ráðið sér sjálfur. Nú var hann undir aðra gefinn. Hinn ár- legi hluthafafundur nálgaðist óðum. Fram að þessu hafði hluthafáfundurinrí aðeins verið formsatriði, þar sem faðir háns hafði ráðið öllum atkvæðum. En. nú var þetta ekki lengur svo. Nú komu atkvæðis- bærir hluthafar og forseti fundarins yrði Róbert bróðir hans. Vafalaust myndu mágar hans koma í stað sj'-stranna, en hann, Lester, fékk ekki að vera viðstaddur. Auðvitað var þetta slæmt áfall fyrrr hann, en þar sem Róbert hafði ekki boðið honum að selja honum nein hlutabréf, sem veittu honum réttindi til að sitja furídinn sem undirframkvæmda- stjóri eða að minnsta kosti sem hluthafi, þá ákvað hann að skrifa bróður sínum og biðja um lausn frá störfum. Bréfið myndi sýna það, að Lester kærði sig ekki um, að hafa bróður sinn að fjárhaldsmanni. Ef hann skildi við Jennie og færi aftur í þjónustu: fyrírtækisins, myndi hann fá allt aðra aðstöðu. Þá gæti hann orðið deildarstjóri. Hann skrifaði mjög þurrlegt bréf á þessa leið:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.