Alþýðublaðið - 02.04.1941, Síða 4

Alþýðublaðið - 02.04.1941, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 18.30 fslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 20.00 Fréttir. 20.20 Föstumessa í dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson). Sálmar nr. 30, vers 8—12, 31, vers 7—12, 33 vers 10— 13 og 34, vers 9—11. 31.20 Útvarpshljómsveitin: Laga- syrpa eftir Suppé. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Tónlistarfélagið , og Leikfélagið sýna óperettuna ,,Nitouche“ í kvöld kl. 8, Beykjavíkurannáll h.f. sýnir revyuna „Hver maður sinn skammt" annað kvöld kl. 8. Er það síðasta sýning fyrir páska. Leiðrétting. í frásögn blaðsins í gær af stjórnarkosningunni í Verka- kvennafélaginu Framtíðin í Hafn- YUNÐÍæmPTIlKYNNlNG/lR St. Frón nr. 227 Fundur annað kvöld kl. 8. Dagskrá: 1. Upptaka nýrra fé- laga. 2. Önnur mál. Fræöslu og skemmtiatriði: a) Hr. Robert Abraham: Ein- leikur á píanó. b) Hr. Knútur Arngrímssön kennari: Stutt erindi. c) Frk. Kristín Einarsdóttir: Einsöngur. Undirleik annast hr. Guhnar Sigurgeirsson. d) Dans að loknum fundi fyrir þá, er fundinn sitja. Hljóm- sveit leikur undir dansinum. Reglufélagar! Fjölmennið á síð- asta skemmtifund stúkunnar á vetrinum og mætið annað kvöld kl. 8 stundvíslega. arfirði hefir fallið niður nafn gjaldkerans, Guðrúnar Sigurðar- dóttur. Föstuguðsþ j ónusta verður 1 dómkirkjunni í kvöld kl. 8.30. Síra Friðrik Hallgríms- son prédikar. Föstumessa verður í fríkirkjunni í kvöld kl. 8.15. Síra Árni Sigurðsson. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á morgun kl. 5 e. h. í Kaupþingssalnum. 11 mál eru á dagskrá. Í.R. skíðadeildin. Þeir félagsmenn, sem' ætla að dvelja á Kolviðarhóli um páskana, tilkynni þátttöku sína fimmtudag, föstudag eða laugardag í Gler- augnabúðina, Laugaveg 2. Aðeins fyrir hádegi alla dagana. Norræna félagið heldur fund í kvöld kl. 8% í Oddfellowhúsinu. Löjtnant Mar- strander flytur þar fyrirlestur um stríðið í Noregi, en hann tók sjálf- ur þátt í því sem liðsforingi. Fermingarbörn sr. Sigurbjörns Einarssonar eru beðin að koma í Aústurbæjarskól- ann á morgun, fimmtudag, kl. 6. Söngfélagið Harpa hefir samæfingu kl. 8Vz annað kvöld á sama stað og venjulega. Sundmót heldur K.R. í Sundhöllinni í kvöld kl. 8%. Aðgöngumiðar verða seldir í dag í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Nemendasamband Kvennaskólans í Reykjavík heldur skemmtifund í Oddfellow- húsinu, uppi, í kvöld kl. 8.30. Til skemmtunar verður upplestur, söngur o. fl. S. R. F. í. S álarrannsóknarf élagið heldur fund í Háskólanum á morgun, fimmtudag kl. 8.30. Herra Einár Loftsson: Leift- ur, erindi. — Skírteini við innganginn. Stjórnin. Aðalfundnr A!jýðu- kiss Reykjavíkur h.f. Myndarlegar gjafir til hús- mæðraskóla Heyklavíkur og sumardvalar barua i sveit. LÞÝÐUHÚS REYKJA- VÍKUR H.F. hélt aðal- fund sinn í fyrradag. Þetta hiutafélag á, eins og kunnugt er, Alþýðuhús Reykjavíkur við Hverfisgöíu og Alþýðuhúsið Iðnó við Vonarstræti. Formaður félagsins og fram- kvæmdastjóri, Oddur Ólafsson, skýrði frá afkomu félagsins og lagði fram reikninga þess, sem sýndu rekstur húsanna á s.l. ári. Voru reikningarnir sam- þykktir aftir nokkrar umræð- ur. Þá var og samþykkt að gefa hinum væntaniega hússtjórnar- skóla hér í Reykjavík 500 krónur. Átti það vel við, því að fyrsti hússtjórnarskólinn hér í bænum, undir forstöðu Hólm- fríðar Gísladóttur, hóf starf- semi sína í Iðnó árið 1897 og var hann fyrsta stofnunin, sem starfaði í húsinu. Tók hann meira að segja til starfa í því áður en það var fullgert. Hús- stjórnarskólinn starfaði í Iðnó til ársins 1918, er húsið var selt. Einnig samþykkti fundurinn að styrkja sumardvalarstarf- semina fyrir börn með 500 kr. Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa: Oddur Ólafsson, Jón Axel Pétursson og Ingimar Jónsson. •Þau frú Jónína Jónatans- dóttir og Kjartan Ólafsson múrarameistari höfðu verið í stjórn Iðnó meðan hún starfaði sem sérstakt fyrirtæki og færði fundurinn þeim þakkir fyrir vel unnin störf. Samþykkti hann að WM GAMLA BÍÖK TOnsfeáldiö Victor Herðert. (The great Victor Herhert) Amerísk söngmynd um vinsælasta söngleikahöfund Ameríku. Aðalhlutverkin leika söngvararnir Mari Martin, Allan Jones og ,,karakter“-leikarinn Walter Connolly. Sýnd kl. 7 og 9. ■ NÝJA BlO m Tower í London j (Tower of London). Söguleg mynd frá „Univer- sal Pictures,“ er bregður upp myndum af London 15. aldar, og aldarhætti. þess tíma. Aðalhlutverkin leika: Basil Rathbone, Barbara O’Neil, Nan Grey og „kar- akter“-leikarinn frægi Boris Karloff. i Sýnd kl. 7 og 9. Reykjavíkur Annáll h.f. ; '■ , Revyan Sýnd annað kvöld kl. 8 e. h.! Síðasta sýning fyrir páska. ! Aðgöngumiðar seldir í dag kl.j 4—7 og eftir kl. 1 á morgun.i Engin forsala. ; Hjartans þakkir fyrir hluttekningu við andlát og jarðarför drengsins okkar, Áslaug Jónsdóttir. Jóns. Ingvar Vilhjálmsson. Jarðarför mannsins míns, Magnúsar Einarssonar, fer fram frá fríkirkjunni föstudaginn 4. apríl og hefst með hús- kveðju að Kárastíg 6 kl. 1.30 e. h. Fyrir mína hönd, barna minna og tengdabarna. Margrét Geirsdóttir. fela stjóminni að sýna þeim vott þessarar viðurkenningar á viðeigandi hátt. KAUPI GULL hæsta verði. SIGUKÞÓR, Hafnarstr. 4. SKIPIN GERÐ UPPTÆK (Frh. af 1. síðu.) dvelja í Bandaríkjáhöfttom, þar á meðal hið mikla hafskip Nor- mandie, en hald hefir ekki verið lagt á þau skip.. 100 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT Jennie brosti. Hún gladdist yfir þyí að hitta þessa gömlu vinkonu Lesters. Og henni fannst þetta töfr- andi og glæsileg kona. Hún kunni vel að meta kven- lega fgurð ekki síður en Lester og hún hafði gaman af að stríða Lester á fögrum konum. Langar þig ekki til að fara og tala við hana, Lest- er, í stað þess að sitja hér yfir mér? sagði hún oft í gamni við hann, þegar hún sá óvenjulega fallega stúlku. Ég er ekki ungur lengur, sagði hann, annars myndi ég ef til vill reyna. — En þú skalt reyna, sagði hún. — Ég bíð eftir þér. — Hvað myndirðu gera, ef ég gerði alvöru úr því. — Ég myndi ekki gera neitt. — Myndi þér vera alveg sama um það? — Þú veizt vel, að mér myndi ekki vera sama. En ef þig langaði.til þess myndi ég ekki vilja vera þér fjötur urn fót. Kvöldið, sem Jennie sá þessa konu, varð hún þess vör, að þau höfðu áður verið vel kunnug, og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Hún sagðist því þurfa upp til heribergja sinna, til þess að taka þar til. Svo fór hún upp. Lester og Letty fóru því næst að tala um gamla daga. Hann sagði henni frá ýmsu af því, sem á daga hans hafði drifið og hún sagði honum frá mörgu líka. Nú, þegar ég hefi verið gift, Lester, sagði hún — þá get ég vel játað fyrir þér, að þú ert eini maðurinn, sem ég hefi óskað eftir að bæði mín. En þú baðst mín aldrei. — Ef til vill hefi ég ekki þorað það, sagði hann og horfði í augu henni. Honum datt í hug, að ef til vill vissi hún, að hann var alls ekki kvæntur, og honum fannst hún fegurri en hún hafði nokkru sinni verið áður. — Þorðirðu ekki? Nei, því trúi ég ekki. Ég veit vel, hver ástæðan er. Og „ástæðan" er nýlega farin upp í herbergin þín. — Vertu nú ekki svona fljót að draga ályktanir.^ Þú veizt ekkert um það, hver ástæðan er. — Hún er töfrandi, það er óhætt að segja. — Jennie er að mörgu leyti ágæt kona, sagði hann. Og eruð þið hamingjusöm? — Já, ég býst við, að ég sé það — svo hamingju- samur sem maður getur verið, sem reynir að skoða lífið eins og það er. Þú veizt vel, að ég geri mér engar tálvonir um tilveruna. — Ef ég þekki þig rétt, þá ertu alveg laus við þær. — Já, ég býst við því. En stundum óska ég þess, að ég hefði þær. Þá held ég, að ég væri hamingju- samari en ég er. — Og sama held ég líka um mig, Lester. í raun og veru finnst mér líf mitt hafa misheppnast, enda þótt ég sé nærri því eins rík og Krösus. — Það er einkennilegt að heyra þig tala svona. Þú sem ert fögur, gáfuð og hefir nóga peninga — hamingjan góða! — Og hvað á ég að gera með peninga? Ég get ferðast og umgengist heimskulega og fáfengilega karlmenn. En hvað ég er orðin þreytt á því. Hún horfði á hann og augun sögðu meira en varirnar. — Nú kemur konan mán, sagði hann — og þá verðum við að tala um eitthtfað annað. Eg er viss um að þér geðjast vel að henni. — Já, það er ég sannfærð um, sagði hún og horfði brosandi á Jennie. Jennie hafði slæmar grunsemdir. Henni datt allt í einu í hug, að ef til vill væri þetta gömul unnusta Lesters. Það var einmitt svona kona, sem hann hefði * átt að velja sem eiginkonu — en ekki hún. Hún var af sömu stétt og hann, og hann hefði getað orðið hamingjusamur í sambúð við hana. Skyldi honum vera að verða það ljóst núna? Svó hætti hún að hugsa um þetta, ákvað að hugsa ékki meira um það, annars yrði hún afbrýðisöm og það var fyrirlit- legt. Frú Gerald var mjög kurteis og elskuieg við Kane-thjónin. Hún bauð þeim daginn eftir í öku- ferð út í Rotten Row. Seinna bauð hún þeim svo í miðdegisveizlu í Claridge. En svo varð hún að fara til Parísar, sagðist hafa lofað því. Hún kvaddi þau með mestu vinsemd og sagðist vona, að hún fengi bráðlega að sjá þau aftur. Hún var á sinn þunglynd- islega hátt ofurlítið öfundsjúk gagnvart Jennie. — Henni fannst LeSter ekki hafa farið neitt aftur, heldur fannst henni, að nú væri betra að umgang- ast 'hann en áður var, hann væri prðinn ráðsettari. Hún óskaði eftir þyí af heilum huga, að hann væri laus og liðugur. Og Lester hugsaði, — ef til vill án þess hann gerði sér það ljóst — á sömu Jpið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.