Alþýðublaðið - 08.04.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.04.1941, Blaðsíða 2
MtlÐJUDAGUR 8. APRIL 1911 ALÞYÐUBLAÐID r. TAptoH.SiH'UuÍI' ÞúsnndárarfkiA þetta er páskabókin Dagsbrnn ræðir í kvðld kanp lækknnarsamning Héðins. ----+---- Setuliðið vantar hundruð verkamanna, sem ekki er hægt að fá. IDAG hefir brezka setu- liðið beðið Vinnumiðl- imarskrifstofuna að útvega sér fjölda verkamanna til viðbótar í vinnuna, eða eins marga og hún mögulega get- ur útvegað. En Vinnumiðlunarskrif- stofan getur ekki útvegað marga menn t'il viðbótar, því að svo að segja allir verka- menn eru þegar í vinnu. Ástæðan fyrir þessu er hin nýja vaktaskipting í vinnunni. Þarf raunverulega helmingi fleiri menn í vinnuna til þess að hægt sé að láta vinna jafn- mikið á báðum vöktum. Það skal tekið fram að vakt- irnar í Brefavinnunni verða sam- kvæmt hinum nýju samningum 8 tímar hvor og auk þess 30 mín- útur í mat á hverri vakt. Önnur vaktin byrjar kl. 5 og hættir kl. 11/2, hin byrjar kl. I1/, og stendlUT til 10. Stjórn Dagsbrúnar hafði engia heimild til að gera þessa samn- inga að félagi'nu forsþurðu — og hefði vel verið hægt að halda fund um málið á sunnudag. En það er líka annað í þessu máii, sem skapax erfiðleika. Þess- ir samniugar hafa þau áhrif að miklu fleiri menn þarf í vinnu, og er hætt við að það verði til þe:s að erfitt verÖi að halda upþ nauðsynlegri framleiiðslu. Mjög hefir verið kvartað undan því að ekkert skýli væri fyrir verkamenn í Bretavinnunni og var skrifað Um þetta mál hvað eftir annað hó'r í blaðið í vetur. Ekki er vitað að stjórn Dags- brúnar hafi gert neina tiiraun til að kippa þessu í lag í saim- bandi við [>essa samninga — en að líkindum nrun stjómin' verða spurð að þessu á fundinum, sem haldinn verður í kvöld. Prentarinn, , 3. tbl. 20. árg., er nýkominn. Þetta er eitthvert vandaðasta blað að öllum frágangi, sem út er gefið hér á landi, enda varla annað sæmilegt fyrir prentarastéttina. A forsíðu er mynd af hinni nýju hús- eign, sem Prentarafélagið hefir keypt og fyrsta greinin er um það. Þá er grein um Einar Hermanns- son verkstjóra í Gutenberg sextug- an, önnur um 35 ára starfsafmæli Jóns Þórðarsonar í „Eddu“, þriðja um Magnús Ólafsson 65 ára. Fé- lagsannáll 194CT er fróðleg grein og skemmtileg, en síðan koma Tíu boðorð prentarans, Fréttir, Ef þú veizt það ekki, grein um 25 ára starfsafmæli Karls A. Jónassonar, Merkur setjari, Prófarkalesarinn og. starf hans og ,ýmisl.egt fleira. ------UM DAQINN og veginn Nú er farið að rekja slúðursögurnar. Margir menn hafa verið spurðir. Gullæðið og matvælaframleiðslan. Móður- sýkisfaraldur í fólkinu. Bréfin um árásarhætturnar. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.-------- ÉG HEFI OFT gert að umtals- efni slúðursögurnar, sem oft ganga hér um bæinn, og bent á hina svívirðilegu iðju slúðursagna- höfunðanna. Ég hefi lagt til að reynt yrði að rekja sögurnar til upphafsmannanna og enn fremur, bæði í gamni og alvöru lagt til, að þeir yrðu síðan hýddir opinberlega á Lækjartorgi, aðgangur seldur og það sem inn kæmi yrði notað til að kaupa fyrir munnkörfur á þá, sem þeir yrðu síðan að ganga með. FLEIRI HAFA talað um þetta og skrifað um það, en ekkert hefir stoðað. Slúðursögurnar virðast færast í aukana og eru jafnvel að gera suma bæjarbúa hálfvitlausa. Flestar snúast þær um væntanleg- ar loftárásir á Reykjavík, um flug- vélar, sem hafi sést hérna eða þarna, og ein gekk jafnvel svo langt að frá því hefði verið skýrt í þýzku útvarpi, að tiltekinn dag yrðu sendar hingað margar sprengjuflugvélar til árása. ÞESSI SAGA mun nú hafa ver- ið tekin fyrir til rannsóknar og hefir hún verið rakin nokkuð, hvort sem talið er að búið sé að finna upphafsmanninn eða ekki. En þessari rannsókn þarf að halda áfram og eins þarf að taka fleiri slúðursögur og rekja þær. Slefber- unum má enga miskunn sýna. Það verður að birta nöfn þeirra opin- berlega og gera þeim afleiðingarn- ar af iðju þeirra alveg ógleyman- legar. ÞAÐ ER MIKIL VINNA núna víðast hvar á Suðurlandi. Flestir munu telja að þessi vinna sé mik- ill fengur fyrir verkamenn og það er satt. Nýlega hitti ég gamlan mann, sem stundað hefir og lifað á kartöflurækt mörg undanfarin ár. Hann hefir nokkra vinnu í vet- ur og allmiklar tekjur, jafnvel ó- venjulegar fyrir hann. Ég sagði við hann: Þú verður í vinnunni í allt sumar og safnar aurum. Hann svaraði á þessa leið: Nei, ég er hættur. Ég fer í garðana mína. Þeir mega ekki bíða lengur, ekki undir neinum kringumstæðum. Þeir segja við mig margir núna hérna, að þeim detti ekki í hug að eiga við garðana í vor, því að ekk- ert sé að hafa upp úr kartöflu- ræktinni. Ég veit að það er ekkert að hafa upp úr henni, jafnvel þó að verðið verði mjög hátt á móts við kaupið í vinnunni. En ég segi fyrir mig, að ég vil heldur fá kart- öflur á diskinn minn næsta vetur en peningaseðla. ÉG VAR AÐ HUGSA UM hvort mönnum væri það almennt ljóst, að þessi mikla vinna er, þó að ein- kennilega kunni að láta í eyrum, stórhættiíleg. Ég veit að það er rétt, sem þessi gamli maður segir, að víða ekki alllangt frá E.eykja- vík er ekki hugsað til kartöflu- uppskeru í stórum stíl í sumar, ef til vill í mesta lagi til heimilis- þarfa. Hvernig fer ef þessi verður raunin? Nú þarf,hvað úr hverju að fara að hugsa um garðana og ef ekkert er aðgert þá er bersýni- legt að illa fer og hvernig halda menn að ástandið yrði hér, ef litl- ar sem engar kartöflur yrðu rækt- aðar á helztu kartöfluræktunar- svæðunum í sumar. HÉR ER GULLÆÐI um þessar mundir. Gullæðið hefir gripi® margan manninn og sagan um konunginn, sem óskaði þess, aö allt, sem hann snerti á, yrði að gulli, er lærdómsrík fyrir okkur, ekki sízt nú. Það er betra að eiga mat en peninga, þó að peningamir séu nauðsynlegir til margra hluta. ÉG HEFI UNDANFARNA daga fengið fjölda bréfa frá fólki um loftvarnirnar, um hættrunar o. s. frv. Menn tala jafnvel um gasá- rásir. Ég er annaðhvort meiri glópur en fólk flest eða fram úr skarandi kærulaus. Ég held að hér sé lítil hætta og allar líkur til aö engin árás verði gerð á sjálfa Reykjavík. Ég held að slíkan lúx- us geti engin þjóð leyft sér. Ef höfnin hér væri alltaf við og við full af stórum herflutninga- eða hergagnaflutningaskipum, þá. myndu hér áreiðanlega verða gerðar loftárásir. HINS VEGAR eru til staðir ekkl óralangt frá Reykjavík, sem ég ó- fróður í hernaði teldi líklegt að Þjóðverjar héldu að borgaði sig að gera loftárásir á, sem ég held þó að ekki borgaði sig. Af árás á þann stað stafar okkur engin hætta. Hins vegar er sjálfsagt að búa sig undir allt, en þetta æði, sem gripið hefir fólk, sýnir ekki. mikinn manndóm að mér finnst. Jafnvel fullorðnir menn haga sér eins og móðursjúkar kerlingar. ÉG HUGSA að svona hjal se ekki vinsælt um þessar mundir, en mig varðar ekkert um það. Meðan sá móðursýkisfaraldur, sem nú geisar, ræður mestu, verður litlu tauti hægt að koma við fólk. Hannes á horninu. Páskaegg I gódn úrvali og flest í PáskabakstarlHt Tjarnargötu 10. — Sími 357©, mWEKKA Ásvallagötu 1. — Sími 1678. 3CÖQÖSOCÖÖÖÖÍ Skrifstofur vorar verða lokaðas* lauggar^ daglEiKi fyrlr'páska Triðingarstofmii ríbisins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.