Alþýðublaðið - 18.04.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.04.1941, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1941 AIÞTÐUBLAÐIÐ FOST UDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir,“ eftir Sigrid Und- set. 21.00 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason): „Kol Nidrei,“ eft- ir Max Bruch, Graraiaféa- plotor ný komnar EJÓfiPÆRAHto Sítrónur, nýkomnar, Döðlur i pökkum. Ný egg, daglega. TjarnarbúðiB Tjamargötu 10. — Sími 3570. BRERKA Ásvallagötu 1. — Simi 1678. 21.15 Erindi: Úr sögu sönglistar- innar, VI. Þróun hljóðfæra og notkun þeirra fram á 17. öld (með tónhendum). (Ró- bert Abraham). 21.50 Fréttir. —- Dagskrárlok. Samsöng heldur telpnakór dómkirkjunn- ar í kvöld í dómkirkjunni kl. 8.30. Ennfremur flytja séra Bjarni Jóns- son vígslubiskup og séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur er- indi. Hljómsveit aðstoðar við söng- inn. Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur sýna „Nitouche“ í kvöld kl. 8. Sumardvöl barna. Öll afgreiðsla viðvíkjandi sum- ardvöl barna og mæðra er flutt í Miðbæjarskólann, suðurálmu. — Opið kl. 10—12 og 2—4. Bönkunum verður lokað á morgun kl. 11 f. h. vegna jarðarfarar Georgs Olafssonar bankastjóra. Rauffa Kross deild var stofnuð s.l. miðvikudags- kvöld á Siglufirði. Mun deildin strax hefjast handa um ýmsar varnarráðstafanir vegna hernaðar- aðgerða á sarna hátt og Rauða Kross deildir gera annars staðar. Robert Abraham flytur erindi í kvöld í útvarpið úr sögu sönglistarinnar. Nefnir hann þennan fyrirlestur: Þróun hljóðfæra og notkun þeirra fram á 17. öld. Með tóndæmum. Ægir, 3. tfcl. 34. árg. er nýkomið út. Efni: Við hvað skirrist níðhöggur nú? Sorglegir atburðir. Viðhald veiðarfæra. Aðalfundur Fiskifé- lags ísiands. Ályktanir um sjávar- útvegsmál. Hafnbann á íslandi. Fréttir úr verstöðvunum. Útfluttar íslenzkar sjávarafurðir. Saltfisk- aflinn. Heidaraflinn á öllu landinu 31. marz 1941. Bálfarafélaginu hefir borizt að gjöf frá ekkju- frú austan fjalls 500 kr. til bygg- ingar bálstofu. Guðspekif élagar! Septímufundur í kvöld kl. 8.30 stundvíslega. Einsöngur. Erindi: „Hin hulda hlið náttúrunnar.“ ' VATNSSKORTURINN Frh. af 1. slðu. fulltrúar álíta, að Reykvíkingan , hafi alltaf farið ósparlega með vatn, en nú, þegax fjölgað hefir í bænttm um þúsundir, sem auk þess hafa raunverulega stofnað nýtt býli innan borgarinnar, pá þolir vatnsveitan ekki sóun vatns' ins, eins og hún hefir verið. Setluliðið hefir sett á stofn í sambandi við bústaði sína Um 20 baðhús — og mun hætta við- skiftUm sínum við sundhöllina og sundlaugamar. — Verkfræðingar bæjarins hafa ekki getað fengið upplýst nákvæmlega, hve miklu vatni er eytt í þessum baðhúsum — og samkvæmt því, sem borg- arstjóri skýrbi frá í gær, hefir verkfræðinglunum enn ekki tekizt að fá að vita, hvar setuliðið hefir Isett vatnsleiðslur síníar í samband1 við vatnsleiðslur bæjarins. Pá vixðist, að hinn svo kallaði Breta- þvottur hafi komið í staðinn fyrir fiskþvottinn. Pað er kunnugt, að fjöldamörg heimili hafa tekið að sér þvott á fatnaði setuiiðsmanna. Hin gífurlega vatnseyðsla á næt- urnar hendir til, að þessi þvottur sé framkvæmdur á nætumar. Þá er það vitað, að vatnseyðsla við höfnina hefir aukizt gífurlega við hinar auknu siglingar. Það er ekki aðeins að skip, sem koma hingað á höfnina, taki vatn, heldur er vatn flutt á skipi út fyrir höfnina í allstórum stíl og látið þar í skip. Allt þe-tta veldur vatnsskortin- Um, en þó ætti vatnið að njegja, ef Reykvíkingar sjálfir færu vel með það. Er því fastlega skorað á alla, að gæta þess að fara vel m^ð vatnið. Leikhúsmál, 4. hefti, 1. árg. er nýkomið út. Efni: Fyrsta leikritaskáld íslands, eftir Lárus Sigurbjörnsson. Um leikstarfsemi í Stykkishólmi, eftir Stefán Jónsson, Nokkrir elstu leikarar íslands, Leikhús stríðs- fanganna eftir Lárus Sigurbjörns- son o. m. fl. GAMLA Blð NÝJA BIÖ Nýjasta listaverk snillings ins Walt Disney: GOSI (PINOCCHIO). Við Svanafljót. (SWANEE RIVER.) Aðalthlutverk: Litskreytt teiknimynd, gerð eftir heimsfrægri samnefndri barnasögu. Don Ameche, Andrea Leeds og A1 Jolson. Sýnd kl. 7 og 9 Sýnd kl. 7 og- 9. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður okk- ar, tengdaföður og afa, Eyjólfs Eyjólfssonar frá Bakkarholti. Börn, tengdabörn og barnabörn. Alpýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur KAFFI- OG SKEMMTIKVÖLD í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 19. apríl 1941, kl. 8.30. D A G S K R Á : 1. Jónas Guðmundsson. Fyrirlestur: Hver er mesta hættan, sem vofir yfir íslandi? 2. Áróra Halldórsdóttir: Upplestur. 3. Söngur. 4. Danz. Aðgöngumiðar seldir í afgreiðslu Alþýðublaðsins og við innganginn. Alþýðuflokksfólk! Fjölmennið! 107 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT úr félaginu og ætlaði að kaupa lóðir á eigin hönd. Blöðin upplýstu það, að félagið ætlaði að færa sig lengra í suðurátt. Þetta gat algjörlega eyðilagt sölu- möguleikana fyrir Lester og Ross. Ross var fjúkandi reiður. Er hann hafði athugað málið komst hann að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að apglýsa lóðirnar strax og reyna að selja þær meðan tími væri til. Hann bar málið undir Lester og hann var á sömu skoðun. Þeir höfðu þegar lagt sex þúsund dollara í auglýsingar og á tíu dögum eyddu þeir öðrum sex þúsund dollurum í að sannfæra fólk um, að „Inwood“ væri glæsilegasta hverfið, með öll- um nútíma þægindum handa þeim, sem þætti vænt um heimili sín, og yrði eitt af fegurstu úthverfum Chicagoborgar. En allt varð árangurslaust. Fyrir tækið virtist alveg vera að fara í hundana, ef ekki kæmi eitthvað sérstakt fyrir. Það er of veikt orðalag að segja, að Lester hafi verið í þungu skapi. í raun og veru voru þessar sex- tíu þúsundir dollara tveir þriðju af öllum eigum hans, þegar undanskildar voru hinar föstu árlegu tekjur hans. Það þurfti að borga skatta og lóðum þurfti að halda við og búast mátti við að lóðirnar féllu iþá og þegar í verði. Hann stakk upp á því við Ross, að ef til vill væri hægt að selja vörurnar við innkaupsverði, eða hægt væri að fá lán út á þær og losa sig þannig við þær. En hinn reyndi lóðabrask- ari var ekki svo bjartsýnn. Það hafði reyndar komið fyrir hann áður' að tapa á lóðabraski, þó að hann hefði oftast grætt. Hann var hjátrúarfullur, og þegar brask gekk ekki vel strax frá byrjun áleit hann, að það væri dauðadæmt — það hvíldi yfir því svartur skuggi og þá vildi hann ekki við það eiga framar. Aðrir braskarar voru á sömu skoðun, hann vissi það af reynslu. Um þrem árum seinna voru lóðirnar seldar á upp- bbði. Lester sem hafði lagt um sextíu þúsund dollara í fyrirtækið, fékk aftur urn átján þúsund dollara og fáeinir hyggnir kunningjar hans fullvissuðu hann um, að hann mætti hrósa happi. SEXTUGASTI KAFLI Meðan á þessu lóðabraski stóð hafði frú Gerald ákveðið að setjast að í Chicago. Hún hafði dvalið í fáeina mánuði í Cincinnati og hafði frétt ýmislegt um einkamál Lesters. Þó vissi hún ekki, hvort hann væri kvæntur Jennie eða ekki. Hún frétti um fortíð Jennie Geraldt, um hneykslismálið, sem blaðið hafði gert stórfrétt úr, um það, að Robert hefði svipt hann allri hlutdeild í Kanefélaginu og ýmislegt fleira. Henni sveið það, að svona skildi vera farið með Lest- er. Hann hafði látið heilt ár líða, án þess að taka sér nokkuð fyrir hendur og eftir tvö ár var úti um það, að hann gæti fengið nokkuð af arfinum. Frú Gerald leigði sér hið mesta skrauthýsi í Chicago við Drexelgötuna. „í vetur ætla ég að leigja hús í borginni þinni og ég vona, að við sjáumst oft,“ hafði hún skrifað í bréfi til Lesters. „Mér leiðist mjög mikið hér í Cincinnati.“ Lester hugsaði til komu hennar með tilhlökkun. Hún myndi auðvitað halda stórveizlur, á því var enginn efi. Myndi hún vera svo barnaleg að bjóða honum og Jennie? Vafalaust ekki. Hún hlaut að vita sannleikann. Bréf hennar bar það með sér. Hún. minntist á það í bréfinu, að hún yrði að hitta hann oft. Það þýddi það, að hún vildi ekki sjá Jennie. Hann myndi neyðast til þess að tala hreinskilnislega við hana. Svo varð hún að ákveða um það sjálf, hvort vinátta þeirra skyldi haldast eða ekki. Hann heim- sótti hana því eitt kvöld. Hann var í slæmu skapi, því að hann var þá einmitt farinn að efast um ár- angurinn af lóðabraskinu. Hann var í fremur slæmu skapi og fann þess vegna hvöt hjá sér til þess að tala við hana í trúnaði. Ennþá gat hann ekki sagt Jennie- frá öllu hinu mótdræga, sem að höndum hafði borið. — Þú veizt það, Lester, sagði Letty, til þess að hjálpa honum af stað — að ég hefi heyrt ýmislegar sögusagnir um einkalíf þitt, frá því ég kom hingað til Bandaríkjanna. Viltu ekki segja mér frá því, eins og það er? Þú veizt, að ég hefi samúð með þér og ég skil þig. — Hvað hefirðu frétt Letty? spurði hann rólegur. — O, um erfðaskrá föður þíns, og að þú sért farinn úr Kanefélaginu. Og svo eitthvert þvaður um frú Kane, sem mér kemur ekki við. Þú veizt við hvað ég á. — Hefirðu ekki hugsað þér að reyna að kippa þessu í lag svo að þú getir fengið það, sem þér ber af arfinum? Mér finnst þú færa alltof stóra fórn,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.