Alþýðublaðið - 26.04.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.04.1941, Blaðsíða 1
r RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXn. ARGANGUR LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1941 08. TÖLUBLAÐ Bretar og Grikkir haf a orðið að Es^SEíJ^""^ Hrfa ur síðari ivarnarlínunni. Laugaskarð fallið og búizt við að Aþenu- borg verði að gefast upp þá og þegar. ími Oort sendir til Éfcraltor. BaflB á að verja hamravígið, ef til árásar kemnr. Lord Gort. LOBD GORT, hinn frægi brezki hershöfðingi, sem stjórnaði brezka hernum í or- ustunni í Flandern í f yrrasum- ar og hinum eftirminnilega brottflutningi hans frá Dun- kerque, hefir nú verið skipaður landstjóri og yfirhershöfðingi í Gibraltar, hinu þýðingarmikla hamravígi Breta á suðúrodda . Spánar við innsiglinguna í Mið- jarðarhaf. Líklegt þykir, að paÖ sé engin tilviljun, ao hönn er sendur þang*- eo á þessari stondu. Þao hefir Frh. á 3. síðu. FREGNIR FRÁ LONDON í gærkveldi og morgun herma, - að hersveitir Breta og Grikkja hafi nú orðið að hörfa úr hinni síðari varnarlínu sinni fyrir sunnan Lamiaflóa. En það er tekið fram, að undanhald þeirra sé skipulegt og að Þjóðverjum hafi hvergi tekizt að rjúfa herlínu þeirra frekar en^á undanhaldinu frá Olympsvígstöðvunum. í herstjórnartilkynningu Þjóðverja í gær var sagt, að þeir væru búnir að taka Laugaskarð og hefðu hersveitir þeirra komizt á snið við það. Siðasta útvarpi frá Frá Aþenu var í fyrsta skipti í gærkveldi ekki útvarpað neinum herstjórnartilkynning- um, heldur lesið upp ávarp til grísku þjóðarinnar, þar sem hún var hvött til þess að gleyma ekki Grikklandi og ör- vænta ekki. „Grikkland mun aftur rísa upp," var sagt í út- varpinu. „Við hÖfum gert skyldu okkar og varið heiður okkar." Þetta ávarp þykir benda til þess, að ekki sé gert ráð fyrir að Aþena verði varin lengi héð- an í frá. í fregn frá London í morgun er einnig skýrt frá því, að landssamband verkalýðsfélag- anna á Grikklandi hafi sent Al- þýðuflokkinum í Ástralíu sím- skeyti,_ þar sem það þakkar Ástralíumonnum hina göfugu hjálp, sem þeir hafi veitt Grikklandi. Fadden, hinn setti sendi- herra Ástralíu, hefir farið hin- um fyrirlitlegustu orðum um tilraunir þýzka útvarpsins til þess að rægja Breta við Ástr- alíumenn. Það væri enginn ríg- ur til milli Breta og Ástralíu- manna, sagði hann. Þeir hefðu hingað til barizt eins og bræð- ur og myndu gera það áfram þar til sigur væri unninn. Amerísk blöð fluttu í gærlang- ar gmwax tim útkomu stríðsins í Grikklandi. Eitt þeirra sagði: „Peir sem nú eftir á ©nu að tala Um það ,að ekki hefði átt að teggja út í styrjöld á Balk- anskaga, gleyma því, að Bret- land átti ekki tam neitt að velja. pví var nauðugiur einn kostur: að berjast, ef það vildi ekki láta Hitler taka Balkanskagiann fyrir- hafnarlaust. En slík afstaða hefði ekki einungis verið svik við Bandamenn Bneta heldur og við' Bietland KrSfur sjimanna m ankið ðryggiáverzlunarskipunum --------------«-------------- pFlfffiJa mansaa nefnd skipnð til a® neifa sér fyrir samkomnlagi. --------,---------------4-----------------------¦ SÁTTANEFNDINNI, sem áður hefir tekizt giftusamlega að leiða til lykta deilur sjómanna og útgerðarmanna, hefir nú verið falið að reyna að koma á samkomulagi milli þessara aðila um siglingamálin. í nefndinni eru dr. Björn Þórðarson, lögjmaður, , sátta- semjari ríkisins, Emil Jónsson vitamálastjóri og Pétur Magn- ússon hæstaréttarmálaflutnings maður. Nefnd þessi hafði fyrsta f und sinn í gærkveldi með fulltrúum stéttarfélaga sjómanna á verzl- unarskipunum og stóð sá fund- ur frá kl. 10—ÍIVL Við um- (Frh. á 2. síðu.) Sumardvöl barna: J Tæpar sexfíu pús- nndir sofnnðflst. ¦E1 JÁRSÖFNUN Barnavina- ¦¦¦ félagsins „Sumargjöf" til styrktar sumardvöl barna gekk með afbrigðum vel, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Er nú komin skilagrein fyrir söfnuninni og munu alls hafa safnazt tæpar 60 þús. kr. Ágóði af skemmtunum, merkjasölu og þ. h. varð kr. 37 404,77, en frjáls framlög urðu um 20 þúsund krónur. Námskeið sjómánna. Samkvæmt tilmælum ýmsra fé- laga sjómanna, mun Slysavarnafé- lag" íslands gangast fyrir nám- skeiðum í lífgun úr dauðadái og hjálp í viðlögum. Námskeiðin fara fram á kvöldin í Stýrimannaskól- anum og byrja næstkomandi mánu dag 28. þ. m. kl. 8 e. h. Nám- skeiðin eru einungis fyrir sjó- menn og eru ókeypis. Væntanleg- ir þátttakendur eru beðnir að til- kynna þátttöku sína til Slysa- varnafélags íslands (sími 4897) í dag og á mánudag. ; n SPSTZBERGEN A R ÁnUirctic <t%H , ._t- ^^HmgOscorSpQ £ E ^F/e/niftg *"* SuatHf ^JANMAVtN'S * ISLANO £ SQ.KI í - í'dQLJ. tCELANO A' Faenoe, GREAT: BRITAIN Kort af löndunum við Norður-íshaf. Staðirnir á austurströnd Grænlands, sem talið er, að Þjóðverjar kunni að hafa náð á sitt vald, sjást á kortinu fyrir ,norðan Scoresbysund, fjorðinn, sem er næstur fyrir sunnan Flemingsund. Þfóllverjar á austur strönd Grænlands? Ummæli Roosevelts Bandaríkja** forseta, sem vekja mikla athygli Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. LONDÖN í morgun. T T MMÆLI, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti hafði um ^J Grænland við blaðamenn í Washington í gær, hafa vakið mikla athygli úti um heim. Forsetinn sagði, að það gæti verið, að möndulveldin hefðu þegar náð nokkrum hluta Grænlands á sitt vald, þó að hann gæti ekki sagt það með fullkominni vissu. En Bandaríkin myndu, ef svo væri, að sjálfsögðu gera sínar gagnráðstafanir til þess að hindra frekari tilraunir til inn- rásar í landið. Til London hafa engar frek- ari upplýsingar borizt um það, á hverju þessi ummæli Banda- ríkjaforsetans byggjast. En éf svo skyldi vera, að Þjóðverjar hefðu lwimið einhverju liði til Grænlands, er gengið út frá því, að það muni vera' einhvers staðar á austurströndinni fyrir norðan Scoresbysund, þar sem stytzt er frá Norður-Noregi til Grænlands, og að þeir hafi þar útvarpsstöðvar starfandi fyrir sig. Það þykir augljóst að Banda- ríkin myndu, ef vart yrði við slíkan leiðangur Þjóðverja á E^usturströnd Grænlands, tafar- laust láta til skarar skríða gegn honum samkvæmt samn- ingi þeim, sem Cordell Hull gerði á dögunum við Kauff- mann, sendiherra Dana í Was- hington, en með þeim samningi fengu Bandaríkin verndarrétt yfir Grænlandi meðan á stríð- inu stendur gegn þvi að þau viðurkenndu yfirráðarétt Dana og lofuðu að afhenda þeim landið aftur að stríðinu loknu. Landriðamðl mm Kauff mann f Kaupmannahðfn! Þessi samningur hefir, eins og áður hefir verið sagt frá í fréttum, haft nokkurt eftirspil. Kauffmann fékk tafarlausa fyrirskipun um það frá Kaup- mannahöfn að koma heim og þegar hann neitaði því og Cor- dell Hull hafði lýst því yfir, að Bandaríkin myndu viðurkenna hann áfram og engan annan sem réttmætan sendiherra Dan- merkur í Washington, var því 'lýst yfir í Kaupmannahöfn, að hann væri sviptur embætti. Nýjustu fregnir herma nú, að eignir Kauffmanns í Dan- mörku hafi verið gerðar upp- tækar og að landráðamál hafi verið hafið í Kaupmannahöfn á hendur honum f jarverandi — allt samkv. kröfu Þjóðverja. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.