Alþýðublaðið - 29.04.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.04.1941, Blaðsíða 4
MUÐJUDAGUR 29. APRÍL 1941. AIÞÝÐUBIAÐIÐ IHI GAMLA B80BI Ljðsið sem hvarf I (,,The Light that failed.“) Aðalhlutverk: RONALD COLMAN. Aukamynd: íkveikjuárás á London. Sýnd kl. 7 og 9. S NYJA Bló a SpeUvirbjarnir (Spoilers of the Range). Spennandi og æfintýrarík amenísk kvikmynd frá Columbia-film. Aðalhlutverkið leikur kon- ungur allra Cowboykappa CHARLES STARETT. Aukamynd: Brezk hergagnaframleiðsla. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. tiiÍÍH Sýnd kl. 7 og 9. wmmmm 4 _V!W + Reykjavíkur Annáll h.f. Revyan leikin annað kvöld klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—-7 , í dag og frá kl. 1 á morgun. Verðið hefir verið lækkað. Elnasta sýmnejsn i pessari vlku. Móðir okkar, tengdamóðir og amma. Ingibjörg Gísladóttir, frá Gerðakoti á Álftanesi, verður jarðsungin miðvikudaginn 30. þ. m. Atliöfnin hefst með bæn að Elliheimilinu, Hafnarfirði, kl. 1.30 e. h. Aðstandendur. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20,30 Erindi: Háloftsrannsóknirn- ar í Reykjavík 1939 (Björn L. Jónsson veðurfræðingur). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Forellen-kvintettinn, eftir Schubert (dr. Urbantschtsch stjórnar). Spellvirkjarnir heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er það kúrekamynd með Charles Starrett í aðaíhlut- verkinu. Reykjavíkur Annálí h.f. sýnir revyuna „Hver maður sinn skammt" annað kvöld kl. 8 við lækkuðu verði. Nemendasamband Verzlunarskól- ans heldur nemendamót sitt ann- að kvöld í Oddfellowhúsinu kl. 8. St. Verðandi nr. 9 heldur sumarfagnað í kvöld í G. T.-húsinu. Útlánsdeild Bæjarbókasafnsins í Austurbæjarskólanum verður lokað um mánaðamótin. Fólk, sem hefir bækur frá deildinni er beðið að skila þeim nú þegar. Læknablaðið, gefið út af Læknafélagi Reykja- víkur, 1. tbl. 27. árg. er nýkomið út. Efni: Verkir í fótum, eftir Kr. Hannesson lækni. Úr erlend- um læknatímaritum o. m. fl. Rit- stjórar eru Jóhann Sæmundsson, Jón Steffensen og Júlíus Sigur- jónsson. Gjafir til væntanlegs húsmæðraskóla í Reykjavik: Kvenfélag fríkirkjunn- ar 100. Helgason & Melsted 500. H. f. Magni 50. Kolaverzlun Guðna & Einars 50. Búnaðarfélag íslands kr. 2000. Kærar þakkir. Vig'dís Steingrímsdóttir. Daladætur heitir nýútkomið lag eftir Guð- mund Skúlason frá Keldum við kvæði eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Nokkrir sjómenn geta enn komizt að á námskeið- unum í Stýrimannaskólanum, þar sem bætt hefir verið við nýjum kennsluflokki kl. 9—10 á kvöldin. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að tilkynna þátttöku sína í dag til Slysavarnafélagsins. Kvenskátafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í kvöld kl. 9, Amtmannsstíg 4. Mætið allar! Altarisgangan, sem áformuð var í fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, fer fram á sunnudaginn. Jón Auðuns. St. Verðandi nr. 9. Sumarfagnaður stúkunnar verð- ur í kvöld í G.T.-húsinu. Fundur vegna inntöku nýrra félaga verð- ur í salnum uppi kl. 7%. lötmæli aiþingis. Q AMEINAÐ ALÞINGI kom saman til fundar kl. 2 í gær og var hann haldinn fyr»r luktum dyrum. Á dagskrá fundarins var eitt mál: Handtaka Einars 01- geirssonar alþingismanns. Að umræðum loknum var samþykkt svohljóðandi álykt- un: „Um leið og það er vitað, að ríkisstjórnin mótmæli við brezk stjórnarvöld hinni nýju handtöku og brottflutn- ingi íslenzkra þegna og banni á útkomu íslenzks dagblaðs, ályktar Alþingi að leggja fyrir ríkisstjórning að bera fram sérstaklega e)indreglín mótmæli Alþingis gegn hand töku og brottflutningi ís- lenzks alþingismanns og vitna í því efni t»l verndar þeirrar, er alþingismenn njóta samkvæmt stjórnar- skránni." Tillagan var flutt af forseta sameinaðs þings, forseta efri deildar og forseta og varafor- seta neðri deildar. FYRSTI MAÍ Frh. af 1. síðu. Alþýöublaðið vili hvetjia lesend ur sína ti] að kaupa merkið og taka þátt í skenimtuninm. Þá kemur út 1. maí-rit á veg- um Alþýðuflokksins eins og und- anfarin ár. Riti'ð hefst að þessu sinni á kvæði eftir Ragnar Jóhannesson. Nefnist það „Þeir munu sigra" .. Þá ritar Jónas Guðmundsson grein, er hann kallar: Framtíð alþýðusamtakanna. Friðfinnur öl- afsson forseti S. U. J. skrifar grein: „Hvað nú, ungi maður?" og Ragmar Jóhannesson þá þriðju Þetta er okkur fyrir mestu. Þiarna er líka smágrein eftir ölaf Frið- riksson: Framtíðin og framleiðsl- an. Loks er þýddur söguþáttur úr hinni heimsfrægu bók Krivits- kys: „Eg var njósmari Stalins." Þessi kafli kallast: „Réttvísin gegn .. . Fjöldi mynda, smárra 0g stróra ier í Titinu. M. a. er hei’l mynda- opna helguð aldarfjórðungsaf- mæli alþýðusamtakanna. NÝTT SKIP Frh. af L síðu. öðrum beztu áhöWum. Þá er og kolamiðstöð í þvi. Skipið er úr jámi. Mjög víða er kopar í því, t. d. í pllum „biokkUm“. Salarkynni eru mi'kii og hin fegurstu, eða að minnsta kosti gátu gestirnir ekki séð bet- Ur, en nú eru þau troðfull af maís. Það mun verða mikið verk og kosta mikið fé, að breyta skipinu — og raunverulega ætti ekki að gera það, heldúr ætti að gera pað að skólaskipi hér. Virðist það tilvalið til þess. Jón Sigurðsson tók skipið i Halifax og gekk ferðin vel heim. Fékk það þó eihu sintii á sig brotsjó, sem olli nokkrum skemd- Um. Á því er 9 manna skipshöfn. Útbreiðið Alþýðubiaðið! Kirlijuritið, . .3. hefti þessa árgangs er ný- komið út. Efni: Fylgdin, eftir Ein- ar M. Jónsson, Ménnimir við vöggu kristninnar, eftir Magnús Jónssön, Herra, ég hrópa til þín, eftir frá Guðrúnu Jóhannsdóttur. Vígsla Húsavíkurkirkju, eftir Sigurgeir Sigurðsson biskup. í rósemi og trausti skal yðar styrk- ur vera, eftir Á. G. Aukatekjur presta, eftir síra Árelíus Níelsson, Góð minningargjöf, eftir Sigurjón Kristjánsson bónda, síra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur, And- leg búhyggindi, eftir síra Björn Magnússon, Tillögur til prestá- kallanefndar, eftir síra Björn Stefánsson o. m. fl. i " ...............— Þusundir vita að gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá Sig- urþór, Hafnarstræti 4. 110 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT óviðkomandi mann. En Jennie grét. í skyndisýn sá hún ævi föður síns, öll árin, sem liðu í fátækt og basli, þegar þau bjuggu í fátæklegu húsi, áttu naumast fyrir mat til næsta máls og urðu að hnupla kolum af kolavögnunum. Og seinna varð hann að vinna fyrir sér með því að höggva brenni, seirma hafði hún valdið honum áhyggjum og loks minntist hún umhyggju hans fyrir Vestu litlu. — Ó, hann var góður maður, hugsaði hún. — Hann gerði aldrei neinum rangt tiL Svo var sunginn sálm- urinn: „Vor guð er borg á bjargi traust,“ og þá fór hún að gráta. Lester greip um handlegg hennar. Hann var mjög hrærður, þegar hann sá, hversu harmþrungin hún var. — Þú verður að harka af þér, sagði hann. — Ég þoli ekki að horfa á þetta. Jennie varð ofurlítið rólegri og reyndi að stilla sig, en það fékk mjög á hana, að síðasta bandið, sem tengdi hana við föður hennar, var brostið. Þau horfðu á, þegar kistunni var sökkt ofan í gröf- ina og mokað á hana. Lester leit yfir nakin trén, ibrúnt, visið grasið og brúna sléttuna. Þetta var frem- ur fátæklegur kirkjugarður, það var kirkjugarður fá- tækra verkamanna. En fyrst Gerhardt hafði sjálfur viljað láta grafa sig þarna, þá var ekkert við því að segja. Lester horfði á svip Sebartians og hugsaði um það, hver framtíð hans yrði. Hann leit svo út, sem töluverður kjarkur væri í honum. Svo horfði hann á Jennie, sem var að þurrka sér um augun og hánn sagði við sjálfan sig: — Hún hefir eitthvað við sig. Á heimleiðinni talaði hann á víð og dreif um lífið, en Jennie, Bas og Vesta hlustuðu á. — Jennie tekur þetta of alvarlega, sagði hann. — Hún er svo þunglynd og svartsýn. Lífið er ekki jafnerfitt og henni finnst, af því að hún er svo við- kvæm. Við höfum öll áhyggjur, og við verðum að bera þær, sumir hafa miklar áhyggjur, aðrir litlar. Við megum ekki vera viss um það, að öðrum líði bet- ur en okkur. Það hefir hver sinn djöful að draga. — Ég get ekki gert að því, sagði Jennie. — En það eru sumir menn, sem ég hefi svo mikla samúð með. — Jennie hefir alltaf verið þunglynd, sagði Bas. Hann var að hugsa um það, hversu háttstandandi maður Lester hlyti að vera, hversu skrautleg íbúð þeirra væri og hversu Jennie hefði verið hamingju- söm. Hann áleit, að meira hefði verið í hana spunnið en hann hefði upprunalega álitið. Lífið var undarlegt. Einu sinni hafði hann álitið, að Jennie væri breka- barn fjölskyldunnar. — Þú ættir að reyna að venja þig á að taka hlutina réttum tökum, en ekki láta þá yfirbuga þig, sagði Lester að lokum. Og Bas var á sömu skoðun. Jennie starfði dreymandi út um gluggann. Þarna stóð nú gamla heimilið og þar var þögult eftir að Gerhardt var farinn. Það var einkennilegt að hugsa til þess, að hún skyldi ekki eiga eftir að sjá hann framar. Loks komu þau að akbrautinni, sem lá heim að húsinu og þau fóru inn ílesstofuna. Jeanette bar frám te, en Jennie fór að taka .til. Hún var að hugsa um það, hvert hún myndi fara, þegar hún dæi. FIMMTUGASTI OG ANNAR KAFLI Lát Gerhardts gamla hafði ekki mikil áhrif á Lest- er, en hann var órólegur yfir því, hversu mikil áhrif lát hans hefði á Jennie. Honum hafði þótt vænt um gamía manninn vegna hinna mörgu, góðu eiginleika hans, en að öðru leyti hafði hann lítið skipt sér af honum. Hann fór með Jennie á hressingarhæli og þau voru þar í tíu daga, svo að hún gæti náð sér. Og skömmu eftir þessa dvöl á hressingarhælinu ákvað hann að segja henni sannleikann. Það myndi verða auðveldara núna, því að búið var að segja Jennie frá hinu óheppilega lóðabraski. Hún vissi líka, að Lester var hrifinn af frú Gerald. Lester hafði ekki dregið dul á það, að hann þekkti hana mjög vel. Frú Gérald háfði beðið Lester að koma með Jennie í heim- sókn til þeirra og Jennie skyildi mæta vel, að þetta heimboð var aðeins fyrir siðasakir. Þegar faðir henn- ar var dáinn fór hún að hugsa um það, hvað um hana myndi verða. Hún óttaðist, að Lester myndi aldrei ganga að eiga hana. Hann lét ekki í ljós, að hann hefði það í hyggju. datt í hug, að ef til vill væri hægt að hafa áhrif á Nú vildi svo til, að Robert var líka kominn á þá skoðun, að eitthvað yrði að gera. Hann lét sér ekki koma til hugar, að hann gæti haft nokkur áhrif á Lester, haiin ætlaði ekki að reyna það. En honum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.