Alþýðublaðið - 02.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.05.1941, Blaðsíða 4
EÖSTUDAGUR 2. MAÍ 1941. ALÞTÐUBLAÐIÐ FOST UD AGUR Næturlæknir er Björgvin Finns- eon, Laufásveg 11, sími 2415. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apótekum. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöðin Geysir, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöld Skógræktarfélags ís- lands: a) Valtýr Stefánsson: Um skemmtigarða í bæjum. b) Hákon Bjarnason: Friðun skógarleifa í Elliðavatns- og Hólmslandi. c) Guðmundur Marteinsson: Um skógrækt- arfélög. d) H. J. Hólmjárn: Ábúð og örtröð. e) Helgi Tómasson: Er hægt að rækta barrskóga á íslandi. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Tónlistarfélagið og Leikfélagið sýna operettuna „Nitouche“ ‘ kvöld kl. 8. Skógræktarfélagi íslands er helguð stund í útvarpinu í kvöld. Þar talar Valtýr Stefáns- son um skemmtigarða í bæjum, Hákon Bjarnason um friðun skóg- Sítrónur, ■ýkomnar, k smjðr fi pSkknn. Ný egg, daglega. TjarnarMiD Tjamargötu 10. — Sími 3570. BREKKA Ásvallagötu 1. — Sími 1678. arleifa í Elliðavatns og Hólmslandi og Guðmundur Marteinsson um skógræktarfélög. Vikan, sem kom út í gær flytur m. a. þetta efni: Sjónvarpið — mesta tækniundur 20. aldar, eftir Aleko E. Lilias, Ástardrykkurinn, smá- saga eftir O. Henry, grein um fyr- irhugaða kapellu í Vestmannaeyj- um, fréttamyndir, Maðurinn, sem vildi ekki deyja o. m. fl. Fálkinn í dag flytur m. a. þetta efni: Brynreiðar, skæðustu landvopn heimsstyrjaldarinnar, Chambrts á Louer,“ eftir Rolf Hansen, Frá liðnum dögum, eftir Oscar Clau- sen, Ég þarf á þér að halda, eftir May Edgington o. f. fl. S. H. Gömlu danzarnir. Sumardansleikur verður í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu annað kvöld kl. 10. Aðeins dansaðir gömlu dansarnir. Sambandstíðindi, 3. tbl. III. árgangs er nýkomið út. Hefst blaðið á skýrslu um lág- markskaup í maí 1941, þá er skýrsla um tímakaup við skipa- vinnu á sama tíma. lágmarkskaup unglinga og lágmarkskaup í al- mennri vinnu. Þá eru birtir fé- lagsdómar. öðl siiBskenHtBi. FYRIR nokkru síðan söng barnakórinn Sólskins- deildin í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. undir stjórn Guð- jóns Bjarnasonar. Húsið var troðfullt og urðu margir að standa. Söngskránni var tekið með ágætum og að verðleikum. Mestan fögnuð vöktu einsöngs- lög með gítarundirleik og varð að endurtaka mörg lögin. Söngskráin var mjög vönduð. Á kórinn miklar þakkir skilið fyrir góða skemmtun og sömu- leiðis fyrir það, að hafa helgað sönglistinni tómstundir sínar. Mætti það verða viðfangsefni sem flestra unglinga. BEVIN Frh. af 3 .síðu. úr hópnum. Nýlega var ráðist á hann í neðri málstof- unni fyrir það, að hann notaði ekki út í æsar vaLd sitt yfir ve'rkamönnunum. Hann svaraði: „Ef minn her verður óánægður, þá höfum við tapað stríðinu á"ð- ur en við vitum af“. Ernest Bevin er ekki gaman- samur maður og hefir lítið gam- an af að skemmta sér. En honum þykir gott að reykja pípuna sína og fá sér í staupinu einstöku sinnUm. Og honum þykir gam- an að tala við fólk, sem á vegi hans verður, hvort sem það er í göngum þinghússins eða í gisti- húsinu, sem hann býr í síðan hús hans var eyðilagt í loftárás. Kona hans var verksmiðjustúlka' í Brist ol, þegar þau kynntust. Starf hans er ekki minna en starf Churchills og báðir gefa þeir löndum sínum fagurt for- dæmi. Þei'r voru hinir mestu and- stæðingar árið 1920, þegar Churc- hiil vildi ráðast á Rússland. En í fyrra valdi ChurchiM hann til að gegna einhverju því erfiðasta starfi, sem Bretland hefir nokkrU sinni krafist af nokkrum masnni. Og nýlega hefir Bevin sagt um Churchill: „Hvað sem segja má um stjóm málaferil Churchills, get ég gefið honum þennan vitnisburð: Éghefi aLdnei kynnst úrræðabetri, hug- rakkari og ákveðnani manni, þeg- ar mi'kið liggur við, en Winston Churchill. Báðir vita þeir, hvers af þeim er krafist á þessum tímum og þeir vita, hverju Bretland þárf að fórna. Um þetta hefir Bevin sagt: „Það er hægt að skapa vei- megun aftur. En það er ekki hagt að skapa fnelsi aftur, þeg- ar einu sinni er búið að svipta þjóðirnar því.“ Kaupi gúll hæsta verði. Sig- urþór, Hafnarstræti 4. ■ GAMLA BfiÖ I Ljósið sem hvarf („The Light that failed.“) Aðalhlutverk: RONALD COLMAN. Aukamynd: Ikveikjuárás á London. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. nýja bio b Speilvirkjernir (Spoilers of the Range). Spennandi og æfintýrarík amerísk kvikmynd frá Columbia-film. Aðalhlutverkið leikur kon- ungur allra Cowboykappa CHARLES STARETT. Aukamynd: Brezk hergagnaframleiðsla. J Börn yngri en 16 ára aðgang. Sýnd kl. 7 og S. s.H. GSmlai dansarnir laugardaginn 3. maí kl. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu, — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. — Sími 4900. — Aðeins dansaðir gömlu dansarnir. Harmonikuhljómsveit félagsins (4 mena). Fráteknir miðar verða að sækjast fyrir kl. 9. ÖLVUÐUM MÖNNUM BANNAÐUR AÐGANGUR. . Hér með tilkynnist, að okkar kæra móðir og tengdamóðir, Guðrún Jónsdóttir, andaðist að heimili sínu, Brekkustíg 15 B (Eiríksbæ), að kvöldi þ. 30. apríl. Fyrir hönd mína og annarra vandamanna. Guðni Einarsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Ingibjargar Gísladóttur frá Gerðakoti á Álftanesi. Vandamenn. BILSLYS Frh. af 1. síðu. sóknarlögreglan var á leiðinni austur, þegar Allþýðublaðið átti tal við Eyrarbakka um hádeg- ið. Bílstjórinn á X 69 er ekki talinn eiga neina sök á þessu slysi. 113 THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT — Það var mjÖg erfitt fyrir mig að ræða þetta mál. Ég kem hingað fyrir dánarbúið, eða réttara sagt, sem fulltrúi þeirra, sem skiptu dánarbúinu. Ég veit, að þetta mun fá mjög á yður. En það er ekki hægt að komást hjá því að ræða það. Ég verð að skýra yður frá því, að herra Kane gerði það skilyrði, að son- ur hans fengi ekkert af arfinum, nema hann skildi við yður. En ef hann gengi að eiga yður, átti hann að fá tíu þúsund dollara á ári. Hann átti að fá þriggja ára umhugsunarfrest. Og þessi tími er nú að verða liðinn. Hann þagnaði og átti von á því, að Jennie brysti í grát, en hún horfði fast á hann og undrun og sorg lýsti úr augum hennar. Nú var henni það ljóst, að Lester var að fórna eignum sínum vegna hennar. — Síðsta brask hans hafði verið tilraun til þess að rétta við hag sinn og gera sig efnalega sjálfstæðan. Þar var skýringin á því, hversu órólegur hann hafði verið síðustu dagana. Hann var óhamingjusamur og kveið fyrir því að vera gerður arflaus, og samt hafði hann ekki minnst á þetta við hana. Faðir hans hafði þá gert hann arflausan! Herra O’Brien sat fyrir framan hana og var sjálfur mjög sorgbitinn. Honum þótti mikið fyrir þessu hennar vegna. En sannleikann varð að segja. Hún varð að fá að vita þetta. — Mér iþykir mikið fyrir þessu, sagði hann, þegar hann sá, að hún gat ekki óvarað honum strax. — Mér þykir fyrir því að þurfa að færa yður svona slæma frétt. Ég get fullvissað yður um, að mér þykir þetta engin skemmtiganga. Auðvitað skiljið þér það, að ég hefi enga andúð á yður. Fjölskylda hans ber ekki heldur neinn persónulegan kala til yðar. Ég vona, að þér trúið mér. Ég sagði það líka á sínum tíma við herra Kane. að þessi erfðaskrá væri mjög ósanngjörn, en auðvitað var ég ekki annað en skiptaráðandi, aðeins mála- færzlumaður, sem engu gat ráðið. En ég áleit, að yður væri það fyrir beztu að fá að vita, hvernig komið væri, svo að þér gætuð hjálpað manninum yðar til þess að komast að einhverri lausn í þessu máli. Mér finnst, og íþað finnst fjölskyldu hans líka, það vera skammarlegt, ef hann verður af arfi sínum. Jennie horfði ofan á gólfið. Svo leit hún á hann fullkomlega róleg. — Hann má ekki verða af arfin- um, sagði hún. Það væri ósanngjarnt. — Það gleður mig, að þér skulið tala svona, frú Kane, sagði hann. — Ég get verið hreinskilinn við yður og sagt yður, að ég bjóst við því, að þér mynduð taka þessum upplýsingum allt öðruvísi. Þér vitið víst að Kane-fjölskyldan lítur mjög stórt á sig. Þau skoða samband ykkar sem ólöglegt og — ja, þér af- sakið hreinskilni mína — ósæmilegt. Eins og þér vitið hefir verið þvaðrað mikið um sambúð ykkar og herra Kane eldri áleit, að ekki væri hægt að fá lausn á þessu máli, sem fjölskyldan gæti unað við. Honum fannst sonur sinn hafa farið skakkt að frá upphafi. Og eitt skilyrðið var það, að ef hann vildi ekki slíta sambúð sinni við yður, þá yrði hann, til þess að geta yfirleitt fengið nokkuð af peningunum, að ganga að eiga yður. Jennie hrökk við. Henni fannst það nokkuð kald- rifjað að segja henni þetta svona .Og það var aðeins ein lausn á þessu vandamáli — henni var það Ijóst. Hún varð að yfirgefa hann. Það var engin önnur leið til undankomu. Lester gat ekki lifað á tíu þúsund dollurum á ári. Það var heimskulegt að láta sér detta það í hug. Herra O’Brfen athugaði hana gaumgæfilega. Hann var að hugsa um það, að þð væri ekki víst, að Lester hefði hlaupið á sig. Hvers vegna gekk hann ekki að eiga Jennie. Hún var töfrandi. — Það er aðeins eitt atriði enn, frú Kane, sem mig langar til að minnast á, hélt hann áfram mildari rödd. Það er að vísu mál, sem mér kemur ekki við, en ég verð að vinna það verk, sem mér er falið. Ég veit ekki, hvort þér hafið hugmynd um fjárreiður manns- ins yðar. — Nei, ég hefi ekki hugmynd um þær, sagði Jennie í einlægni. — Jæja, en svo að ég tali hreinskilnislega, þá hefi ég umboð til að skýra yður frá þ'ví, að ef þér, hm., á- kvæðuð að skilja við manninn yðar og stofna nýtt heimili; þá myndi yður vera borguð sú upphæð, sem þér færuð fram á sjálf. Jennie stóð á fætur og eins og í draumi gekk hún út að glugganum. O’Brien stóð líka á fætur. — Nú.megið þér ekki taka þessu svona. Mér var

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.