Alþýðublaðið - 05.05.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.05.1941, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 3. MA! 1941. ALÞÝÐUBLAÐMÐ Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 159, 18. sept. 1940. 1. gr. Á eftir orðunum „rúgbrauð og hveitbrauð“ í 1. gr. reglugerðar nr. 159, 18. sept. 1940, komi „tvíbökur“. 2. gr. Á eftir 2. mgr. 8. gr. sömu laga komi ný málsgrein svohljóðandi: „Tvíbökur skal selja gegn afhendingu kornvöruseðla þannig að fyrir 500 gr. af tvíbökum komi 500 gramma kornvöruseðill. "ý,- 3. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Viðskiptamálaráðuneytið, 3. maí 1941. EYSTEINN JÓNSSON. Torfi Jóhannsson. Auglýsing. Ráðuneytið vekur athygli á því, að reglugerðarbreyt- ing um matvælaskömmtun, sem gerð var í dag, hefir það í för með sér, að hér eftir þarf að skila skömmtunarseðlum fyrir tvíbökum á sama hátt og skömmtunarbrauðum. Jafnframt þessu er brauðgerðarhúsum hér með bann- að fyrst um sinn þar til öðruvísi verður ákveðið, að fram- leiða úr skömmtunarvörum eða hafa á boðstólum aðrar brauðtegundir eða kökur, hverju nafni sem nefnast. Enn fremur er kexverksmiðjum bannað að framleiða úr skömmtunarvörum annað en tvíbökur. Heildverzlanir, smásöluverzlanir, brauðgerðarhús og kexverksmiðjur, sem eiga birgðir af tvíbökum að kvöldi 3. þ. m., skulu senda oddvita eða bæjarstjórn skýrslu um slíkar birgðir eígi síðar en 5. þ. m. Auglýsing þessi er gefin út samkvæmt heimild í lög- um nr. 37, 12. júní 1939 og lögum nr. 59, 7. maí 1940, og varðar brot á ákvæðum hennar sektum allt að 10 000 krónum. Viðskiptamálaráðuneytið, 3. maí 1941. EYSTEINN JÓNSSON. Torfi Jóhannsson. LCFTVARNANEFND Frh. af 1. sí'öu. þeirra og þeim voru ekki að fullu ljós orðin. — Hvernig gengur starfsem- in? spurði blaðið Svein. „Hún gengur mjög vel. Hverfastjórarnir eru nú að ganga í húsin, en það gengur ekki eins vel vegna þess að þeir verða að starfa að þessu í frí- stundum sínum aðeins.“ — Þeir fá engin laun fyrir störf sín? „Nei, þeir fá ekkert borgað fyrir þau.“ — En eru þeir tryggðir? „Enn er það mál ekki komið í lag. Við höfum skrifað bæði bæjarstjórn og ríkisstjórn um iþetta mál og farið fram á að þær gæfu yfirlýsingar um að starfsmenn okkar yrðu tryggð- ir. Vænti ég að svar berist mjög fljótlega.“ — En útbúnaður þeirra? „Þeir hafa fengið 200 stál- hjálma. Við áttum stálhjálma í pöntun frá Ameríku, en þeim seinkaði vegna siglingatepp- unnar. Við munum þó fá þá síð- ar. Ég er yfirleitt ánægður með starf hverfastjóranna og yfir- leitt annarra starfsmanna okk- ar. Þeir vinna störf sín af mik- illi samviskusemi og fólk tekur þeim mjög vel.“ loftarásirnar Frh. af 1. síðu. sem Ioftárás er gerð á Liver- pool. Loftárásin i fyrrinótt olli miklu tjóni á mönnum og mannvirkjum. ' Bretar skutu niður 16 flug- vélar fyrir Þjóðverjum yfir Englandi í fyrrinótt og er það óvenjulegt flugvélatjón að nóttu til. Virðist loftárásum Þjóðverja nú einkum vera beint gegn hafnarborgum Breta. Bretar gerðu í nótt mikla loftárás á herskipahöfnina í Brest á Atlantshafsströnd Frakklands og telja, að þýzku herskipin „Scharnhorst“ og „Gneisenau", sem þar hafa leg- ið um lengri tíma, hafi orðið fyrir sprengjum. Eru loftárásir Breta á Brest nú orðnar svo tíðar, að verka- menn þar eru sagðir orðnir lítt fáanlegir til vinnu við höfnina. Aðalfundnr Blindra- Tinafélaga íslands. AÐALFUNDUR Blindra- vinafélags íslands var haldinn í gær. Formaður fé- Iagsins skýrði frá störfum fé- lagsins á árinu. Meðal gjafa, sem félaghiu höfðu borist, var húseignin Báút- gatia 33, en gefandi * -'var Þor- steinn Jónsson, er andaðist síð* astliðið vor. Húsið er virt mtó fasteignamati á kr. 51,700,00. ‘Á vinnustofunni höfðu umnið að jafnaði 10 bUmdir, en alls höfðu 20 manns notið aðstoða* vinnustofunnar. NemendUir í ohgelleik vpnatvefe en einn lærði á manndólín. — Handavinnu stunduðu 3 stúlktu”, en sund 2—3 nemendur. Kaupsýslutíðindi 13. tbl. 11. árgangs er nýkomið út. Efni: Utanríkisverzlunin fyrsta fjórðung ársins, Hagkvæmari aug- lýsingar, eftir Herbert N. Casson, ’Frá bæjarþingi Reykjavíkur o. m. Kápnbúðin, Langaveg 35 Hefi nokkur stykki af Kápum, Lundúna- tizku. Einnig Kápuefni, í eina a£ hverri tegund. — Ódýrir Blárefir og Silfurrefir. Signrðnr 6nðnmi!dsson, símí 4278. Vilfllfðt! Allai* stærðir ávalt éHÝISUST í VERZL. ^ mTZBL GrettiSBðín 57 Sími 2849 Til Margjafa: Matarstell Kaffistell Ávaxtastell Glasasett Ávaxtaskálar Hnífapör og fl. 1.0 Bankastræti 11. Séra Jakob Jónsson: Fyrsta mai prédlkun. Síra Jakob Jónsson flutti ræðu í Hafnarfjarð- arkirkju þ. 1. maí síðast- liðinn af tilefni dagsins og birtir Alþýðublaðið hana hér samkvæmt fjölda á- skorana, sem því hafa hor- izt, Texti: Mark. 10,42—45. ESSI DAGUR er fyrst og fremst helgaður verkialýðs- hreyfingunni, hugsjönum hennar og starfi. Erindi mitt hingað í pnedikunarstólinn veiður því fyrst Og fremst það, að flytja yður, sem peirri hreyfinug fylgið, boð- skap kristilegrar kirkju, eftir pví sem skilningur minn og sannfær- ing segir mér, að rétt sé. — 'Ég er ekki hingað kominn til þess að flytja áróðurserindi um jafn- aðarsíefnu. Til þess eru nóg tækifæri önnur, og sérstakir full- trúar yðar starfa að því árið um kring. En ég er kominn til að predika jaínaðarmönn'um kristin- -dóm. Og það sama er ég reiðu- búinn að gena fyrir hvaða póli- tískan flokk í þessU landí og hvaða hreyfingu sem er, — því að í einlægni talað finnst mér engUm þeirra veifa af meiri krist- in-dómi. AUt þjóðlífið þarfniast á- hrifa frá Kristi, og enginn prestur hafnar tækifæri til að ná með fagnaðanerindið til þjóðaxinnar, þó að vér vitum það vel, að kirkjan sjálf þyrfti engu síður pnedikUnar við en önnur félög. „Þér vitið,“ sagði Kristur, „að þeir, sem talið er að rjki yfir þjóðunmn, dnottna yfir þeim, og höfðingjar þeirna látæþá kenna á valdi sínu.“ Voiir tímar eru orðn- ir dagiar híns ytra valds, dagar ofbeldis og styrjaidar. Oss finnst stUndium, eins ög einstaklingamir séu líkastir smá-dýrunum, sem merjast Undir miskunmarlausu vagnhljólinU, um Ieið og þotið er áfram eftir rykúgum þjóðvegi. Eins og eldur í sinu breiðist ó- friðarbálið út. Störveldin, grá fyrir járnum, heyja sinn hildar- leik með æ meira kappi. Það er stjómað í öllum löndum með einvöldum hnefa. Lýðfrelsi er orðið nafnið tómt, og tortryggni og hræðsla getur af sér ofstæki og einsstrengisskap. Smáþjóðirn- ar, hvort sem þær eru hernumdar eða þær haida fielsi sínu að nafn- inu tíl, eru ósjálfstæðar og öðr- jum háðar. I stiað málfrelsis og hugsunarfrelsis, sem fyrri kyn- slóðir fórnUðu lífi sínu fyrir, er nú komin þvingun og andleg kúgun. Menn hræðast nú orðið fnelsið og ótíast hvern þann ein- stakling, sem ekki getur orðið að blindu tannhjóp í vél hemiaðar- ins- — Þannig er ástandið, þegar á heildina er litið, — og þegar beðist er skýringar á öilu þessu, þá er eitt orð, sem látið er má yfir það allt saman: Strfðið! En hvað er stríð? EinU sinni á skólaárum mínium las ég sögu um tvo bræður af Sígaumaþjóðflokki. Þeir höfðu verið idæmdir seldr Um smávegis afbrot. Ég mian ekki einu simni, hvort þeir höfðu framið það eða ekki, en ég man eftir hegning- unni, sem þeir fengu. Þeir v-oru tíaemdir tíl að berja hvor á öðr- Um með svipum. En bræðumir elskuðu hvor annian. Þefr hjúfr- Uðu s?g hvor upp að öðram i sæíUm sínum og stnengdu þess heit að berjast ekki hv-or við ann- ian. Múgurinn í kriug varð óá- nægðUr. Hrópyrði og eggjunar- Iðrð -dundu á bræðrunum. Ekkert dugði. Þei-r v-oru bræður. En þá var gerð að þeim þröng. Ein- hverjir ýttu á siltt hvoru megin, stj-ökuðu og hrintu. Loks kom annar bróðirinn harkaralegia við hinn, og hann ýtti frá s-ér. Sami leikUrinn en-durtók sig, fyrst hægt, þá méð meiri æsingu, og 1-qjis rann þ-ei'm í skap. Ásökunar- orð féll, hnefarnir og keyrin hóf- fu-st á loft og að 1-okum var hníf- unum beitt. Þannig er stríðið, að minnsta kostí frá einu sjónarmiði séð- „Bræður berjask — og að bön- Um verðask." Það eru ekki' mörg ár síðan, að mikill hluti' alþýðu í Þýzka- 'landi og Englandi hefir þrátt fyr- ir allt, sem á un-dan var gen-gið, fúslega viljað taka saman sínUm hrjúfu og siggnúnu hön-dum um framkvæm-d sameiginlegra hug- sjóna. — Og þýzku sjóliðamir, spm att er út í að myrða gak- IaUsa fiskimenn á íslenzkum skíp- Um með þeim hætti, að það er líkana framfenðr dýra en manna, -— þeir em í tölu þeirra bræðra, sem skrýmslí styrjaldarinnar þrýstír ú!t í blóðugan bardagann. En einhvem tíma kemur friður? En hvað er friður? Franska skái-dið Romain Rol- land sýnir friðinn í einu af feik- ritUm sínum. Friöurinn er tákn- aður með herdeHd, sem er grá fyrir járnum og vígbúin. „Það er hinn v-opnaði friður.“ Sá frið- Ur er kyrrð hræðslu-nnar, þar sero. enginn þorir að ráðast á annan, af því að allir eru vopnaðir. Ég er hræddur um, að þegar þesstt stríði lýkur, verði þjóðirnar meira hikandi en nokkm sinni fyrr við að afv-opnast, ennþá tortryggn- ari hver gagnvart annarri og fjar- lægari friðsamlegri samvinnu, Annars er ef til vill bezt að spá sem minnstu um það, en hinw getUm vér gengið út frá, að. þó að hin vopniaða styrjöld hætti, mun um hríð halda áfram óvopn- að strið Um auð jarðarinnar. Eftír, að sprengikúlurnar þagna, verð- -ur barizt með peningum. Eftir að hætt verður að bérjast um olíu- lindír, námur og aðBar auðiíndfe

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.