Alþýðublaðið - 21.05.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.05.1941, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1941 ALÞYS4JBLA9IP t mNii fif iniiflyfjegida frá ffijiieps -og isnflutni iafsiiefsil Að gefnu tilefni em innflytjendur hér meo alvar- lega varaðir við því að gera nokkrar ráðstafanir til innflutnings á vörum til landsisn nema að þeir hafi í höndum nauðsynleg gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi. Jafnframt skal vakin athygli á því að nauðsyn- legt er að umsóknir um leyfi séu sendar nefnd- inni með nægum fyrirvara og fullnægjandi upp- lýsingum. Skal sérstaklega tekið fram, eins og áður hefir verið auglýst, að því er snertir leyfi til vörukaupa frá Ameríku, að slík leyfi verða ekki veitt fyrir lengri tíma í senn, heldur aðeins fyrir einstökum pöntunum eða sérstaklega til- teknum kaupum og verða ákvarðanir um slíkar leyfisveitingar teknar að undangenginni rækilegri athugun. Þurfa umsækjendur því með löngum fyrirvara að gera nefndinni rækilega grein fyrir öllum slíkum umsóknum. Á öllum umsóknum um leyfi fyrir vörum frá Ameríku verður að tilgreina bæði magn og verð vörunnar, eins og áður hefir verið tilkynnt, en auk þess er nauðsynlegt að á umsóknum um ieyfi fyrir vörum frá Bretlandi sé tilgreint, auk verðs- ims, einnig magn vörunnar (þyngd) í þeim vöru- flokkum þar sem hægt er að segja til um þyngd- ina. — ‘ ^ Reykjavík, 20. maí 1941. GJALDEYRIS- OG INNFLUTNINGSNEFND. B|érfrumYarpfð anætir sterkri andúð á alþfngL SVO virðist, sem ölfrumvarp ríkisstjórnarinnar ætli að mæta mikilli andstöðu meðal þingmanna. Þessi bráðabirgðalög, um sterka ölið handa setuliðinu, bafa lengi legið hjá allsherjar- nefnd, og klofnaði nefndin um málið. Meirihlutinn, en í hon- um eru Garðar Þorsteinsson, Bergur Jónsson, Gísli Guð- mundsson og Jóhann Möller, lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Þó skrifaði Jóhann Möller undir með fyrirvara, þar sem hann taldi, að rétt væri að brugga áfengt öl og selja einn- ig til Islenainga. Minnihlutinn, Vilmundur Jónsson, lagði til að frumvarpið yrði ekki samþykkt og lagði fram alilangt nefndarálit. í gær var frumvarpið til 2. umræðu í neðri deild og var það samþjkkt til 3. umr. með 11 atkv .gegn 10, en allmarga þingmenn vantaði. Álit Viknundar Jónssonar, sem getið er að framan, fer hér á effir: Því greiðari sem er aðgang- urinn að áfengum drykkjum og því fleiri tegundir þeirra sem um er að velja, því meiri og al- mennari verður drykkjuskap- urinn, og að sama skapi eykst hvers konar siðleysi, böl og ó- hamingja, sem af áfenginu leið- ir. Hver hinna þriggja höfuð- tegunda áfengra drykkja, öl, vín og brenndir drykkir, á sinn söfnuð, ölið: unglinga (jafnvel börn) og erfiðismenn, vínið: konur og annað tízkufólk og veizlulýð, brenndu drykkirnir: drykkjusjúkt fólk að eðlisfari, svo og þá, sem orðnir eru óhófs- menn og meiri og minni rónar fyrir vanadrykkju, sem að jafn- aði hefst á hinum veikari teg- undum. Það er fánýt kenning, að veikar áfengistegundir komi í staðinn fyrir sterku drykkina og útrými þeim. Þær vísa, miklu fremur leiðina út í ófær- una og gera margan manninn að drykkjumanni, sem aldrei hefði farið flatt á sterkum drykkjum. Það væri jafnvel vafasamur ávirpiingur, þó að unnt væri að útrýma með öllu brenndu drykkjunum og láta öl og veik vín koma í þeirra stað. Hið verkandi eitur er hið sama í öllum tegundum áfengis, að- eins í mismunandi þynningum. Nú er kunnugt, að menn hæn- ast að áfengi eitursins vegna, og norrænar þjóðir einkum vegna sterkra áhrifa þess. Er- um vér íslenaingar þar sízt eftirbátar og drekkum yfirleitt til þess að verða ölvaðir og vel drukknir. En því fer fjarri, að hollara sé að iðka þvílíkan arykkjuskap með því að neyta fremur veákra áfengistegunda en sterkra. Ofdrykkja öls er ein óhollasta áfengisnautn, með því að þar koma ekki einungis til greina beinar verkanir áfengis- eitursins á taugakerfið, heldur ofreynsla nýma og blóðrásar- færa, er leiðir til ömurlegs orkutjóns og illkynjaðs heilsu- leysis. Vér íslendingar eigum nú um sáran að binda vegna almenns og siðlauss drykkjuskapar, sem er því varhugaverðari fyrir það, að nú lifum vér þá tíma, að oss heíir aldrei riðið meira á að vera algáðir. Síðan byrjað var að slaka á hinu algera á- fengisbanni, hefir í áfengismál- unum verið hopað ,úr hverju víginu eftir annað og ætíð með þeim augljósu afleiðingum, að drykkjuskapur og hvers konar lausung hefir magnazt og orðið erfiðari viðureignar. Má nú heita, að aðeins eitt vígi sé eft- ir: bannað við bruggun og sölu áfengs öls í landinu. Meðan varizt er í því, er ekki hægt að segja, að vér gerum sérstakar ráðstafanir til að ginna böm og unglinga til áfegnisnautnar eða svíkjum áfengi ofan í erfiðis- menn við vinnu þeirra með lokkandi svaladrykk. Bráða- birgðalög þau um breytingar á áfengislögunum, sem hér er farið fram á, að Alþingi stað- festi, eru fyrsta skrefið til þess, að hörfað verði nú einnig úr þessu síðasta vígi. Það má telja illa farið og ríkisstjórninni og öðrum þeim, er að því hafa stuðlað, vansæmandi að hafa ekki látið hið brezka setulið eitt um að brugga ofan í sig stríðsöl það, er það telur til nauðsynlegra hernaðaraðgerða sinna hér á landi. Með því að nú eru þeir tímar, að margt má fremur telja til lífsnauðsynja á íslandi en brezk sterlingspund, vekur eftirsóknin eftir því, að ölbruggun þessi sé í höndum ís- lendinga, þá tortryggni mína og margra annarra, að það sé gert í vísu trausti þess, að áfram- hald verði á þeirri starfsemi eftir að núverandi viðskipta- vinum sleppir. Dregur einn nefndarmanna (JGM) raunar ekki dul á, að hann telji of skammt gengið með frv. þessu, og vill hann helzt þegar gera sölu hins áfenga öls frjálsa, — bæði út úr landinu og innan lands. Uggir mig, að fleiri m'.k- ilsráðandi menn í ýmsum flokk- um séu sama sinnis, þó að hag- kvæmt þyki að láta hægt um fyrst í stað. Næsta skrefið er að helga einhvern hluta ágóð- ans af ölbrugguninni vísinda- störfum eða verja honum á annan hátt til guðsþakka, en slík góðgerðastarfsemi er stjóri, sem djöfullinn hefir fundið upp til að leggja siðleysinu við svo örugglega, að ekki hreki. Ég ætla því, að það séu síð- ustu forvöð að stinga hér við fæti og fella þetta frv. Heiti ég á háttv. deildarmenn að minn- ast við atkvæoagreiðsluna þess æskulýðs, sem nú vex upp í landinu og gera má ráð fyrir, að verði að lokinni styrjöldinni andlega sundurtættur og marg- víslega reikull í ráði. Vissulega verður hann fyrir allt annað fremur þurfandi en gerðar séu sérstakar ráðstafanir til að eitra fyrir hann á þann hátt, sem telja má, að hér sé stefnt að.“ Síemgríiir Guðmanðsson prent- ISiIllStlÍfÍ e? fillflll! I ím. STEINGRÍMUR GUÐ- MUNDSSON prent- smiðjustjóri Ríkisprentsmiðj- unnar Gutenberg er fimmtugur í dag. Hann nam prentiðn á ísafirði og byrjaði námið 1905, aðeins 14 ára gamall Síðar stundaði hann prentiðn hjá Oddi Björnssyni á Akureyri í IV2 ár og fór svo hingað til Reykjavíkur. Gekk hann þegar í Prentarafélagið og gerðist starfsmaður í Gutenberg 1912. í Gutenberg starfaði hann í 2 ár, en sigldi árið 1914 til Kaup- mannahafnar og gerðist starfs- maður hjá S. L. Möller, en í þeim prentsmiðjum hafa marg- ir íslenzkir prentarar starfað, eða allflsetir, sem siglt hafa til frekara náms í prentiðn. S. L. Möller prentaði flestar íslenzk- ar bækur, er gefnar voru út í Damnörku. Árið 1918, í stríðslok, hvarf Steingrímur heim og var hér á landi til haustsins 1919. Starfaði hann nokkuð í Guten- berg, en var laus við, enda í nokkurs konar fríi og fór svo aftur út um haustið. Gerðist hann nú starfsmaður í prent- smiðjum Gyldendals bókaút- gáfunnar og þar vann hann þar til 1929, að hann kom heim al- kominn. Á alþingi 1929 var samþykkt að ríkið skyldi kaupa Guten- berg, neda hafði ríkið og stofn- anir þess mikla þörf fyrir prentsmiðju. Reið á miklu að gagnmenntaður prentari og góður stjórnari veldist til að veita þessu nýja ríkisfyrirtæki forstöðu, og var Steingrímur ráðinn til þess. Steingrímur kom heim, eins og áður segir, þetta ár til að ganga frá kaup- um prentsmiðjunnar og síðan tók hann við forstöðu hennar frá áramótum. Það má líka fullyrða, að þarna hafi ríkisvaldinu tekizt vel val á forstöðumanni. Gut- enberg er stjórnað af hinum mesta myndarskap á öllum sviðum og hefir prentsmiðjan gefizt ríkinu ákaflega vel undir forstöðu Steingríms. Þetta er mikið fyrirtæki, stærsta prent- smiðjan á landinu. Þarna vinna yfir sexííu manns og verkefnm eru ákaflega margvísleg. Hefir Steingrímur leitt þetta fyrir- tæki stig af stigi, byggt það upp á nýjum grundvelli að ýmsu leyti og styrkt allar stoð- ir, sem það hvílir á, af frábærri kostgæfni. En auk þessa hefir Stein- V ) _____ r Steingirfmiur Guðmaindsson. grímur önnur störf með hönd- um, að vísu skyld aðalstarfi hans. Hann er forstöðumaður ríkisútgáfu námsbóka, enda er svo ákveðið í lögum, að for- stjóri ríkispreritsmiðjunnar skuli jafnframt vera forstöðu- maður ríkisútgáfunnar. Þá hef- ir hann með höndum allar fjár- reiður Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og er það einnig æriö starf. Ljúka allir upp sama munni um það, að þessi störf séu leyst af hendi af hinuni mestu ágætum. Steingrímur Guðmundsson er næstelzti sonur hinna kunnu hjóna frú Rebekku Jóns- dóttur og síra Guðmundar frá Gufudal. — Steingrím ein- kennir mesi festa, byggð á nákvæmri íhugun. Hann seg- ir sjálfur, að nauðsynlegasta skilyrðið fyrir því að ná góð- um árangri í lífsstarfi sínu sé að vera allur við það, og skipta sér ekki milli margra starfa. Steingrímur var um skeið full- trúi Prentarafélagsins í Al- þýðusambandinu og einn af fyrstu riturum þess. Hann hef- ir alla tíð verið traustur Al- þýðuflokksmaður og var í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn við síð- ustu alþingiskosningar hér í Reykjavík. Steingrímur nýtur hinna mestu yinsælda meðal rneð- starfsmanna sinna í Gutenberg og allra annarra, sem hann hefir umgengizt. Þarna er traustur maður og öruggur á ferðinni, maður, sem hægt er að treysta að leysi hin erfið- ustu störf af höndum með á- gætum. Hann er kvæntur Egg- rúnu dóttur síra Arnórs í Hvammi. VSV. keppa aeasissd kveld kl. fll ágéða fypir sjáMinga|á*VífSIstðdam. liáðpasvelfiift Svannr leikur á Velliiinni. Sfyrkið gott máleffni og sjáið skemmii-* leganjeik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.