Alþýðublaðið - 31.05.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1941, Blaðsíða 4
LAUGAJBDAGUR 31. MAI lMi. LAUCrARDAGUR Næturlæknir er í nótt Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, »ími 2581. Næturvörð hafa Reykjavíkur- og Iðunnar-Apótek. ÚTVARPIÐ: 20.30 Leikrit: „Gegnum margar þrautir .... eftir Ejlert Bjerke (Þorsteinn Ö. Step- hensen, Alfreð Andrésson, Emilía Borg, Jón Aðils, Reg- ína Þórðardóttir, Ævar R. Kvaran). 21.10 Hljómplötur: a) Fiðlukon- sert nr .4, D-dúr, eftir Moz- art: b) 21.35 Strauss-valsar. ' HVifTASUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Bjarni Jóns- son, Ásvallagötu 9, sími 2472. Næturlæknir aðra nótt er María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturvörð aðra nótt hafa Ing- ólfs- og Laugavegs-Apótek. ÚTVARPIÐ: 10.00 Morguntónleikar (plötur): Fiðlukonsert eftir Beethov- en. 11.00 Messa í dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). Sálmar: 239, 400, 229 og 233, 302. 19.25 Hljómplötur: Ballade eftir Grieg, o. fl. 20.20 „Stabat Mater“; kórverk eft- ir Pergolese. (Stjórnandi: dr. von Urbantschitsch). Út- varpað úr Kristskirkju í Landakoti. 21.10 Hljómplötur: a) Fiðlukon- sert í É-dúr eftir Bach. b) ,,Júpíter“-symfónían eftir Mozart. ANNAR í HVÍTASUNNU. Helgidagslæknir og næturlækn- ir Björgvin Finnsson, Laufásvegi 11, sími 2415. Næturvörð hafa Reykjavíkur- og Iðunnar-Apótek. ÚTVARPIÐ: 10.00 Morguntónleikar (plötur): a) Píanó konsert í d-moll, eftir Mozart. b) Symfónía nr. 5, eftir Schubert. 11.00 Messa í dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson). Sálm ar: 224, 102, 226, 234. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. 19.00 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen). 20.20 Kórsöngur: — Karlakórinn „Kátir félagar“ (söngstj. Hallur Þorleifsson): a) Harmann: Svíf þú, fugl. b) Palmgren: Sjöfaren vid mil- an. c) Gröndahl: Ung Magn- us. d) Wennerberg: March. e) Emil Thoroddsen; Úr háskólakantötu 1940. f) Páll ísólfsson: Þér landnemar. 21.00 Erindi: Sannanir sálarrann- sóknanna, II. (Jón Auðuns prestur). 21.25 Útvarpshljómsveitin: íslenzk þjóðlög Einsögur (Gunnar Pálsson): a) Þór. Guðm.: Vorvísur. b) Bay: Tárið. c) Sigv. Kaldalóns: Svanurinn íminn. d) Sal Heiðar; Teddie. e) Merikanto: Til eru fræ . . f) Spross: Jean. H Ví T ASUNNUMESSUR: í dómkirkjunni: Hvítasunnudag , kl. 5, sr. Fr. H. 2. hvítasunnudag kl. 11, sr. Fr. H. Hallgrímssókn Hvítasunnudag kl. 2 e. h. hámessa í dómkirkjunni, síra S.bj. Ein. Annan hvítasunnu- dag kl. 2 e. h. hámessa í Fríkirkj- unni. sr. Jak. Jónss. Laugarnessókn. Á hvítasunnu- dag kl. 2. sr. G. Sv.' Nesprestakall. Á hvítasunnudag ltl. 2 síðd. messar dómprófastur sr. Fr. H. í háskólakapellunni. Fríkirkjan. Messað á hvítasunnu dag kl. 2, síra Á. S. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messað í fríkirkjunni á hvítasunnudag kl. 5.30 e. h., sr. J. Au. í kaþólsku kirkjunni: Hvíta- sunnudag: Lágmessa kl. 6.30 árd. Hámessa kl. 10 árd. Bænahald og prédikun kl. 6 síðd. Annan í hvíta- sunnu: Lágmessa kl. 6.30 árd. Há- messa kl. 10 árd. Engin síðdegis- guðsþjónusta. Hafnarfjarðarkirkja: Hvíta- sunnudag kl. 5, sr. G. Þorst. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Hvíta- sunnudag kl. 2 e. h., sr. J. Au: Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Sigríður Pétursdótt- ir og Guðmundur Kristjánsson, prentsmiðjustjóri. Heimili ungu hjónanna verður á Vífilsgötu 20. BIO Engiö sýning fyr en Mnan hvítasnDÐDðag MtJA: BIO ■ Engm sýning fyr en annai Mvítasunnndag TáaiktariéiiifS ©g Leikfélag EeykjavíkHff. Sýraing á ararasra í fisvítasrararara. kl» S Aðgöngumiðar seldir frá kl. 3 — 6 í dag. •• SOMglIF I Landakotsklrkjimm sunnudaginn 1. júni klukkan 8, STAiáT MITEit eftlP ^ergolese. Slvenraakór og hljóirasveit esadlr stjórsa dr. Ur’tessratseBaltsfefe. Aðgöngumiðar á 3 kr. við innganginn. Allur ágóðinn reniíur til mæðrastyrksnefndar. Með því að þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til innflutnings á þeim notuðu bifreiðum frá Bret- landi, sem leyft verður að flytja til landsins á þessu ári, eru menn alvarlega varaðir við því að gera nokkrar ráðstafanir til slíkra innkaupa. Nær þetta til allra bifreiða, sem ekki eru þegar komnar til landsins. Jafnframt skal það tekið fram að þeir, sem kynnu að gera slíkt í heimildarleysi, Verða látnir sæta á- byrgð, samkvæmt lögum. Reykjavík, 30. maí 1941. BifrelðaelsiEiasaia ríkisins ííjónaeíni. Nýíega hafa opinberað trúlofun sína úngfrú Unnur Guðjónsdóttir og síra Pétur T. Oddsson á Djúpa- vogi. Kvöldsöngur í kaþólsku kirkjunni. Á annan í hvítasunnu verður kvöldsöngurinn í kaþólsku kirkj- unni endurtekinn. Rennur þá all- ur ágóðinn til mæðrastyrksnefnd- ar. Dansleik , heldur glímufélagið Ármann í Oddfellowhúsinu á 2. hvítasunnu- dag kl. 10 síðd. Dansað verður bæði upþi og niðri. Sjá nánar í augi. hér í blaðinu í dag. heldur Glímufélagið Ármann í Oddfellowhúsinu II. Hvítasunnudag 2. júní k). 10 síðdegis. Dansað bæði uppi og niðri. Hljómsveit Aage Lorange leikur niðri, 3 manna harmoniku hljómsveit uþpi. Aðgöngumiðar seldir í Oddfellowhúsinu frá kl. 6 á II. Hvítasunnudag, 12« THEOPORE DREISER JENHIE GERHARDT skrautlegu húsi við Lake Shore Driye, þar sem þau héldu hverja stórveizluna af annarri. , Lester var farið að þykja gaman að ríkmannlegum veizluhöldum. Hann hafði hætt að umgangast suma af eldri vinum sínum, menn sem honum fannst vera slefberar og vissu meira um fortíð hans, en hann áleit heppilegt, og hann bauð þeim ekki í veizlum- ar. Hann var framkvæmdarstjóri eða stjórnarfor- maður í mörgum stærstu verzlunarfyrirtækjum heimsins. Hann tók aldrei sjálfur þátt í stjórnar- fundum Sameinaða vagnaframleiðslufélagsins, en lét málafærslumann sinn mæta þar fyrir sig. Hins vegar fylgdist hann af miklum áhuga með öllum framkvæmdum félagsins og hag þess. Hann hafði ekki talað við Robert bróður sinn í sjö ár. Og hann hafði ekki séð Innogene, sem bjó þó í Chicago, í þrjú ár. Louise, Amy og eiginmenn þeirra, ásamt fleiri ættingjum hans voru honum gersamlega fram- andi. Málafærslumenriirnir Knight, Keatley, og O’Brien fengu engin störf hjá honum. Sannleikurinn var sá, að Lester var ekki einungis orðinn rólyndur heldur var einnig orðinn mjög gagn- rýninn. Hann gat ekki skilið, hvaða tilgang lífið faefði. Á örófi aldanna hafði skeð eitthvað undarlegt. Örlítil fruma hafði fjölgað sér með skiftihgi, hafði þróazt og lært snemma að renna saman við aðrar frumur og mynda þannig heita iíkami, fiska, fugla og önnur dýr og að lokum hafði maðurinn orðið til. Og mennirnir reyndu að koma ár sinni fyrir borð, mynduðu félög til þess að hjálpa hver öðrum. En hvers vegna og til hvers? Það máíti skaparinn vita. Hér var hann, vel gefinn hæfileikamaður, og hann hafði erft töluverða upphæð, sem hann áleit að hann verðskuldaði ekki, heldur hefði hann fengið arfinn af heppni, vegna þess, að hann hefði af tilviljun verið fæddur af efnuuðm foreldrum. En hann gat ekki skilið, að neinn ætti þessa peninga fremur skilíð en hann, vegna þess að hann kynni með þá að fara. Hann léti þá vaxta sig. Hann hefði getað verið fædd- ur í fátækt, og þá hefði hann verið jafnánægður og aðrir. Hvers vegna átti hann að kvarta? Hvers vegna átti hann að vera harmþrunginn Hnötturinn hélt áfram á braut sinni, hvort sem honum geðjaðist að því eða ekki. Það var nú svo. Og var nokkur ástæða til þess að hann hefði áhyggjur út af því? Til þess var engin ástæða. En stundum fannst honum, að eins vel hefði farið á því, að heimurinn hefði aldrei verið skapaður. „Hinn guðdómlegi viðburður í upphafi tímanna,“ sem skáldið nefnir svo. Hann átti ekkert skylt við raunveruleikann. Frú Kane var á sömu skoðun. Jennie, sem bjó ásamt fósturbarni sínu, Rose Perpetna, í suðurhluta borgarinnar, hafði enga sér- staka skoðun á tilgangi lífsins. Hún var ekki jafn- gáfuð og herra og frú Kane, og ekki heldur eins vel menntuð. Hún hafði kynnzt mörgu, reynt margt og lesið margar bækur — en það hafði ekki komið henni að miklum notum. Hún hafði aldrei tileinkað sér hinar ýmsu fræðigreinar, svo sem; sögu, eðlisfræði, efnafræði, grasafræði, landafræði og þjóðfélagsfræði, eins og Lester og Letty höfðu gert. Hins vegar hafði hún það á vitundinni, að veröldin hreyfðist eftir dul- arfullum, óútreiknanlegum leiðum. Það var bersýni- lega enginn, sem . vissi,. hver tilgangurinn var. Menn fæddust og dóu. Sumir héldu, að heimurinn hefði verið skapaður fyrir sex þúsundum ára, aðrir héldu, að hann væri skapaður fyrir mörgum miljónum ára. Var þetta allt saman blind tilviljun, sjónlaus laga- straumur? Eða var til einhver æðri máttur — einhver, guð? Henni fannst hljóta að vera til einhver æðri máttur, sem skapaði al.lt hið fagra, sem hún sá: blómin, stjörnurnar, trén, grasið á jörðunni. Nátt- úran var svo fögur! Jafnvel þótt lífið virtist stund- um vera grimmdarlegt, var ekki hægt að synja fyrir það, að þessi fegurð var til. Og þessi hugsun veitti henni huggun, einskonar raunabót á einverustund- um hennar. Frá því hefir verið sagt áður, að Jennie var iðin og dugleg að eðlisfari. Hún hafði gaman af því að hafa eitthvað fyrir stafni, enda þótt hún gæti ekki bælt niður hugsanir sínar við vinnuna. Hún var nú orðin tölúvert holdug — ekki mjög feit, en þó sæmi lega holdug og þrátt fyrir raunir hennar var andlit hennar enn þá slétt og hrukkulaust. Augu hennar voru grá og falleg og hár hennar var ennþá fagur- brúnt, þótt grátt hár sæist á stöku stað. Nágrönnum hennar fannst hún vingjarnleg, geiðvikin og gest- risin. Þeir vissu ekkert um hana annað en það, að hún hafði einu sinni átt heima í Sandwood og þar áður hafði hún átt heima í Cleveland um tíma. Hún

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.