Alþýðublaðið - 04.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.06.1941, Blaðsíða 4
MÖVnHJDAGOB 4. JUNl tMÍ MIÐVIKUÐAGUR Næturlaeknir er í nótt Kristján Hamiesson. Mímisveg 6, sími 3836. Naeturvörð hafa Ingólfs og Beykjavíkur aptóek. ÚTVARPIÐ: 29,39 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir“, eftir Sigrid Undset. 21,00 Tvlleikur á fiðlu (I>ór. Guð- mundsson og Þórir Jóns- *on): Sex tvíleikir. 88 ára verður á morgun Kristín Brynj- ótísdóttir frá Kaldbak í Hruna- mannahreppi, nú til heimilis á Njálsgötu 8. 1. flokks mótíi hefst í kvöld kl. 8 með leikjum milli Fram og Vals og því næst K.R. og Víkings. Dómari fyrri ieikinn verður Björgvin Schram, seinni leikinn Jóh. Bergsteinsson. Er það brýnt mjög fyrir öllum kh»taðeigfl(ndi, leikmönnum og dómurura, að mæta stundvislega, svo. .leikirnir geti farið fram .á réttum tíma. FLOKKSÞINGIÐ f LONDON. Bevin, vinnumálaráðherra, flutti í gær á vegum þingsins langa útvarpsræðu um stefnu brezka Alþýðuflokksins og bar- áttu hans fyrir sigri í styrjöld- inni við nazismann og fyrir fé- lagslegum framförum eftir stríðiö. Dreogur verð- ur fyrir bifeið. SKÖMMU fyrír hádegi í dag varð drengur fyrir enskri herbifreið á horni Hverfisgötu og Barónsstígs. Var bifreiðin að koma niður Barónsstíg og ætlaði inn Hverfisgötu, en lenti á horninu á nr. 99. Varð dreng- urinn þar undir henni. Hann var fluttur á Landsspítalann og er hann ekki talinn beinbrot- inn, en illa marinn. Drengurinn heitir Halldór Þórðarson og á heima að Litlu-Hlíð í Sogamýri. HjðlknrsamsalaB tilkyiEir: PimiiitndagÍBn 5. pessasm naán- aðar opnnm vér mjélkar" og branðabéð i húsinn nr. 82 við Langaveginn. Bifreiðastoð Sfeindérs. TILKYNNIR Afgreiðsla sérleyíisbifreiða hefir síma 1585 og 4827. Pantið pví sæti í þessum númerum. Steindór. Islandsmótil kefst aæsta sniandai. ¥iðtal við Akselson. N3ESTKOMANDI sunnudag, S. júní, hefst knatt- spyrnumót íslands með leik milli Vals og Víkings. Blaðið fréttina á skotspónum, að ýmsar endurbætur ættí að gera á mót- unum, sérstaklega hvað viðvík- ur starfsmönnum leikjanna, og hefir haft tal af formanni Knatt spyrnudómarafélagsins, Gunn- ari Akselson um það mál. Hion'um fónust m. a. svo orð: ~j„Fram til þessa hefir knatt- spyrnuráðið skipað dómara fyrir kappleiki' mótaTma, en nú hefir það verið fajið Knattspyrnudóm- arafélagirLu. það hefir undanfarin ár oft brunnið við, að ekki hef- ir verið tekið föstum íökum á þessu, dómarar hafa ekki mætt og engir varadómarar hafa ver- ið fyrir hendi- Línuverðir hafa venjulega verið skipaðiir á staðn- um, þegar leiklurinn átti að hefj- ast og hafa því mjög sjaldan menn með dómaraprófi fengizt í þaö starf, en svo ætti það helzt að vera. Hvortveggju þessu hyggjumst við að kippa í lag. Stundvísi hefir lengi verið ábóta- vant og er sjálfsagt að reyna að ráða bót á því. Er því ætlunin að skipa starfsmönnum að mæta 15 mm. fyrir auglýstan tíma. Samkvæmt öllu þessu, hefir jiú Dómfl’'afél0igið skipað dámara, varadómana og línuverði fyrir öll næstu mót, svo við vonuin, að þetta snúist til hins betra." Fyrsti leikurinn er, eins og áð- ur gefiur, á sunnudag. Er það leikur Vals og Víkings, en dóm- ari verður Þorsteinn Einarsson, og línuverðir Jón Þórðarson og Sigurgeir Kristjánsson, sem báðir hafa dómarapróf. 6AMLA BIÖOB „Sonv Tarzans“ (Tarzan finds a Son). Aðalhlutverkin leika: Johnny Weissmiiller. Manreen O’SuIIivan og hinn 5 ára gamli dreng- wr Johai Sheffield. , Sýnd kl. 7 og 9. ■ NÝJA BIÖ lolfywootf Cavalcaíe Ameríksk stórmynd frá Fox er gerizt í kvik- myndaborginni Holly- wood frá árinu 1913 er byrjað var að taka þar fyrstu filmurnar til ársins 1927, er talmyndagerðin hófst. Aðalhlutverkin leika: ALYCE FAYE og DON AMECHE. Sýnd klukkan 7 og 9. Ténlistarféiagið ©g Leikíélag Reykjavfeiur. UGHE44 Sýning annað kvöld kl. 8. Síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. ' Beykjavfkur Auáll hi. ;» . ^ ' Hevyaii sýnd í " kvild kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir ; klukkan 1. NÆST-SÍfiASTA SINN Beztu þakkir og kveðjur, sendum við öllum þeim, sem gerðu silfurbrúðkauþsdag okkar, að ó- gleymanlegum hátíðis- og gleðidegi. Hólmfríður Þorláksdóttir. ísleifur Jónsson. 130 THEODORE PREISER JENNIE GERHARDT var mjög þögul um fortíð sína. Jerrnie hafði álitið, að hún hlyti að geta orðið góð hjúkrunarkona, vegna þess, hversu hún hafði mikla löngun til þess að hjúkra þeim, sem veikir voru og þörfnuðust umönnunar. En hú neyddist til þess að hætta við það, því að hún komst að því, að aðeins var óskað eftir ungum hjúkrunarkonum, til þess að læra hjúkrun. Henni datt líka í hug, að ein eða önnur velgerðastofnunin kynni að geta notað starfskrafta sína, en hún skyldi ekki þessa nýju kenningu, sem nú var óðum að ryðja sér til rúms, hjálp til sjálfs- hjálpar. Hún trúði á gjafmildina, og hana langaði ekkert til þess að vita um orsök þess, að hinir bág- stöddu báðu um hjálp. Hún snéri sér því feimin til einnar hjálparstofnunarinnar af annarri, en engin þeirra þóttist þurfa á liðsinni hennar að halda. Að lokum ákvað hún, vegna Rose Perpetua, að taka annað fósturbarn. Henni heppnaðist að finna f jögurra ára gamlan drengsnáða ,sem hét Henry — Henry Stove. Hún hafði ákveðinn lífeyri ,sem hún fékk gegnum banka. Hana langaði ekkert til þess að braska með peningana, eða hætta sér inn í leyndardóma við- skiptanna og kaupsýslunnar. Það var fremur sam- kvæmt eðli hennar að gæta blóma, barna og heimilis. Einhver skemmtilegasta afleiðingin af skilnaði þeirra Lesters og Jennie, var viðvíkjandi sambandi þeirra bræðranna, Roberts og Lesters, en þeir höfðu ekki hitzt frá því er erfðaskrá föður þeirra var lesin. Robert hafði oft hugsað um bróður sinn. Hann hafði fylgzt af áhuga með heppni hans frá því hann hafði skilið við Jennie. Með óblandinni ánægju las hann tilkynninguna um hjónaband hans og frú Geralds. Hann hafði alltaf litið á hana, sem heppilegan lífs- förunaut bróður síns. Hann skildi það á mörgu, að eftir að opinbert varð um hina kuldalegu ráðstöfun föður þeirra og baráttu Roberts, þegar hann var að ná undir sig völdunum í Kanefélaginu, gat Lester ekki litið hann réttu auga. Þó höfðu þeir ekki verið mjög ólíkir. Nú hafði Lester heppnina með sér. -— Hann gat því verið stærilátur. Og þrátt fyrir allt hafði Robert gert allt, sem hann gat, til þess aö leiða bróður sinn á rétta braut, og í bezta tilgangi. Þeir gátu vel hjálpað hvor öðrum, ef þeir vildu. Hann var oft að hugsa um það, hvernig Lester tæki því, ef hann leitaði samkomulags við hann. Tíminn leið. En einu sinni, þegar Robert var stadd- ur í Chicago, ók hann ásamt vinum.' sínum út að húsinu við North Shore, þar sem Lester átti heima. Þegar hann sá húsið, minntist hann allt í einu æskuheimilis síns. Þegar Lester lét gera við húsið eftir að hann keypti það, hafði hann látið byggja vermihús, sem minnti á vermihúsið heima í Cincinn- ati. Sama kvöld settist hann niður og skrifaði Lester. Hann spurði, hvort hann langaði ekki til þess að borða með sér í miðdegisverð í Renion Club. Hann myndi aðeins verða í borginni tvo eða þrjá daga, en hann langaði til þess að fg að sjá hann. Hann kvaðst vita, að Lester hefði andúð á sér, en hann ætlaði að leggja fyrir hann tilboð, sem hann langaði til að þeir ræddu um. Myndi hann vilja koma til dæmis á þriðjudag? Þegar Lester fékk þetta bréf hnyklaði hann brýrn- ar og fór að hugsa sig um. Það sár, sem faðir hans hafði sært hann ,hafði aldrei gróið að fullu. Honum hafði aldrei liðið vel frá því Robert hætti að skipta sér af honum. Hann skildi það nú, að Robert hafði naumast getað annað fyrst hann hafði það í huga að sameina vopnafrmleiðslufélögin öll í eitt félag. Og; myndi Lester hafa hagað sér öðruvísi, ef hann hefði verið í hans sporum? Hann vonaði, að hann hefði ekki gert það. Og nú vildi Robert hitta hann. Fyrst datt honum í hug að svara ekki bréfinu, láta sem. hann hefði ekki fengið það. Því næst hugsaðl hann sér að svara bréfinu neitandi, hann vildi ekki hitta hann. En skyndilega fékk hann einkennilega löngun til þess að sjá Robert aftur og gaman væri ef íil vill að vita, hvers konar tilboð þetta væri. Og að lokum ákvað hann að svara bréfinu játandi. Það gæti aldrei sakað neitt, þótt þ ðamyndi auðvitað ekki heldur gera neitt gagn. Þeir gætu ef til vill orðið á- sáttir um að gleyma gömlum dögum. Ein ógæfan var skeð. Það sem bogið er verður aldrei bint aftur, stendur í fornum fræðum ,og það sem er slitið, er erfitt að bæta svo ekki sjáist. Á þriðjudaginn hringdi Robert frá gistihúsinu, sem hann bjó á o gminnti Lester á boðið. Lester hlust- aði fullur eftirvæntinga á rödd bróður síns. — Já, sagði hann — ég kem. Um klukkan tólf lagði hann af stað inn í borgina og í hinum veglegu salarkynn- um Union Club’s hittdst þeir bræðurnir eftir nokk- urra ára f jarvistir. Robert var horaðri, en hann hafði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.