Alþýðublaðið - 05.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.06.1941, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR Næturlaeknir er Theodór Skúla- son, Vesturvallagötu 6, sími 3374. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Þingfréttir. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20.35 Minnisverð tíðindi: Dan- mörk (Sigurður Einarsson). 20.55 Útvarpshljómsveitin: Dönsk þjóðlög. 21.15 Upplestur úr dönskum bók- menntum (Lárus Pálsson leikari). 21.30 Hljómplötur: Danskir söngv ar. -21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Iljónaefni. Trúlofun sína opinberuðu á hvítasunnudag Tonny Múller, Síýrimannastíg 15, og Kristinn Guðjónsson, Austurgötu 17, Hafn- arfirði. — S.l. laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Margrét Tómasdóttir saumakona, Berg- staðastræti 76. og Guðmundur - Tómasson bifreiðarstjóri, Njáls- götu 110: Úrslit í 2. flokki. í kvöld kl. 8 fara fram úrslit í 2. fl. mótinu. Keppa Fram—Vík- ingur og Valur—K.R. Keppendur og starfsmenn mæti stundvíslega. Hjónaband. Gefin hafa verið saman í hjóna- band Stella Guðmundsdóttir og Gunnar Brynjólfsson rafsuðumað- ur í Landssmiðjunni. Heimili ungu hjónanna er á Laugaveg 81. Lárus Pálsson leikari les upp í kvöld í út- varpið úr dönskum bókmenntum. Frjáls verzlun er nýkomin út. Efni: Verzlun- arástandið og samningarnir við Breta, Frk. Thora Friðriksson, Kaffi og sykur, Verzlunarskólan- um slitið, Vöxtur verzlunarinnar, Heklugos, Lissabon. Krossgötur Evrópu o. m. fl. Minningarsjóðsspjöld Guðrúnar Gísladóttur Björns frá Miðdal fást í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Lækjargötu 2, og hjá yfirhjúkrunarkonunum á Landspítalanum, Farsóttahús- inu og Elliheimilinu Grund. Boðhlaup Ármanns umhverfis Reykjavík fer fram 3. júlí n.k. Keppt verður í 15 manna sveitum um Alþýðublaðs- hornið. Öllum félögum innan Í.S.Í. er heimil þátttaka. Keppendur gefi sig fram við stjórn Ármanns viku fyrir hlaupið. íslandsglíman. Einn keppandi hefir nú bætzt við hina, og er það Davíð Hálf- dánarson frá U.M.F. Hrunamanna. Eru það þá fjögur félög, sem senda menn í glímuna. Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur sýna „Nitouche“ í kvöld kl. 8. Hver maður sinn skammt, revyan verður sýnd annað kvöld kl. 8% í síðasta sinn. Nýr hagfræðingur. Fregn hefir borizt frá Stokk- hólmi um það, að Sölvi H. Blön- dal hafi lokið fullnaðarprófi í hag- fræði við háskólann þar með góðri einkunn. Prófinu var lokið 30. maí. 1. flokks mótið. Tveir fyrstu leikirnir fóru fram í gærkvöldi. Vann Valur Fram með 4 gegn 0, en K.R. Vík- ing með 3 gegn 2. Samtíðin, 5. hefti er komið út. Efni er m. a.: Próf. Al. Jóhannesson: Þrjú söfn, er byggja þarf yfir, Vorljóð eftir Geirdal, Vegna stríðsins eftir Grímnir, Drengurinn, sem fann radium, eftir A. H. o. fl. Skrifstofaberbergt óskast við miðbæinn Afgreiðslan v?sar á Hátíðleg athöfn á flugvellinum. íslenzkflm verkamoflflflm var fært eiss dags aukakaap. AF tilefni þess að góðum ár- angri hefir verið náð hing- að til í byggingu fiugvallarins var íslenzkum verkamönnum tilkynnt í gær, að þeir fengju eins dags aukakaup. Major General Curtiss, yfirfor- ingi setuliðsins, tilkyrunti verka- 'mönnum þetta í ræðiu, sem hann flutti til verkamanna og her- manna í gær kl. 1, en verka- mennimir stóðu hundruðum sam- an, báðar vaktir, á vellinum og hermenn annars staðar í fylking- um. Yfirforinginn talaði fyrst, en síðan flutti brezkur liðsforingi ræðu á íslenzku. Kvað hann ár- angur þann, sem náðst hefði, vera að þakka ágætri samvinnia íslenzkra verkamanna og brezkra hérmanna. í því sambandi minnt- ist hann á skyldleika þjóðanna, samvinnu Breta og íslendinga á liðnum öldum, verz'unarvið- skiuti þeirra Oig andlegt samstarf heggja eyþjóðanna- — 1 lok ræðu sinnar skýrði han.n frá ákvörð- un yfirforingjans Um aukakaup- greiðsluna til verkamanna. Kvað hann yfirforingjann hafa tekið á- kvörðun Um þetta, þó að óvenju- legt sé í hernum, til að l'áta í ljós viðurkenningu sína á ágætu starfi verkamannanna og góðri samvinnu þeirra við setuliðið- Tóku verkamennirnir undir þetta með dynjandi lófataki. PILTUR HVERFUR Frh. af 1. síðu. son, fulltrúi Slysavarnafélags- ins, austur ásamt fimm mönn- um. Komu þeir aftur í gær og hafði leitin engan árangur Dor- ið. Ingólfur Jónsson var 19 ára gamall. f£H QAMLA BlðBSW „Sonr Tarzus“ (Tarzan finds a Son). Aðalhlutverkin leika: Johnny Weissmiiller. Maureen O’SulIivan og hinn 5 ára gamli dreng- ur John Sheffield. Sýnd kl. 7 og 9. W NÝJA BfiO B SQlIywood Cavalcade Ameríksk stórmynd frá Fox er gerizt í kvik- myndaborginni Holly- wood frá árinu 1913 er byrjað var að taka þar fyrstu filmurnar til ársins 1927, er talmyndagerðin hófst. Aðalhlutverkin leika: ALYCE FAYE og DON AMECHE. Sýnd klukkan 7 og 9. wm + _uw Reykjaríkur Annáll ki. i kvöld M. 8,30 Aðgöngumiðar seldir í dag eftir| klukkan 1. Siðasta ilBi. TelQgöep eldri daesarnir © .................. --------------- verða í G.T.-húsinu laugardaginn 7. júní kl. 10. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar í G.T.-húsinu frá kl. 2. Sími 3355. S.G.T.-hljómsveitin. Pantaðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 8. Mönnum undir áhrifum áfengis bannaður aðgúngtfe-. Vilborgar Guðnadóttur, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 7. júní, og hefst me2> kveðjuathöfn á Elliheimilinu Grund kl. IV2 'e. h. Það var ósk hinnar Iátnu, að þeir, sem vildu senda kransa eða blóm við út- för hennar, minntust í þess stað Minningarsjóðs Guðrúnar Gísla- dóífur Björns frá Miðdal. Sigríður Eiríksdóttir. 131 THEODORE DREiSER JENNIE GERHARDT verið, þegar Lester sá hann síðast, og farinn að grána í vöngum. Augu hans voru stálgrá og blikandi hörð og hrukkur voru komnar í augnakrókana. Hann var kvikur í hreyfingum, þrekmikill og kraftalega vax- inn. Lester var öðruvísi manngerð, traustur í fram- göngu og virtist sem hann léti sig ekert máli skipta. Á þessum árum fannst mönnum Lester orðinn kulda- legur í viðmóti og harður í skapi, laus við alla við- kvæmni. Grábláu, hörðu augun bróður hans skutu honum ekki framar skelk í bringu — höfðu yfirleitt alls engin áhrif á hann. Hann sá bróður sinn eins og hann var, því að nú hafði hann betri sálfræðilegan skilning og þekkti mennina betur, en hins vegar átti Robert erfitt með að geta. sér til um skapgerð og lyndiseinkunnir Lesters. Hann vissi ekki, hvaða hreinsunareld hann hafði orðið að fara í gegnum þessi þrjú árin síðustu, vissi ekki í hvaða deiglu hann hafði skírst. Lester var orðinn ofurlítið feitari og af einhverri ástæðu var hár hans ekki farið að grána ennþá, það var alltaf jafnbrúnt. Og hann var rjóður í kinnum, eins og maður, sem sættir sig við tilver- una, eins og hún var, og gerði sér engar grillur út af henni. Lester horfði rólegum rannsóknaraugum á bróður sinn. Robert hörfaði í augum, því að hann var órólegur. Hann sá þegar, að Lester hafði ekki misst neitt af andlegu þreki sínu og hugrekki því, sem alltaf hafði einkennt framkomu hans. — Mig langaði til að sjá þig snöggvast, Lester, sagði bróðir hans, þegar þeir höfðu tekizt í hendur. — Það er orðið langt síðan við höfum sést— nærri því átta ár, er ekki svo? — Jú, það mun láta nærri, svaraði Lester. — Hvernig líður þér? — Líkt og vant er. Mér sýnist þér líða ágætlega. — Já, ég er aldrei veikur ,vsaraði Lester — aðeins kvefaður stöku sinnum. En það er ekki oft, sem ég verð að fara í rúmið. Hvernig líður konu þinni? — Margaret líður ágætlega. — Og börnunum? — Við sjáum sjaldan Ralph og Berenice síðan þau gengu í hjónabandið, en hin eru enn þá heima hjá okkur og þeim líður vel. Líður ekki konu þinni vel, hélt hann áfram ofurlítið hikandi, því að nú var hann farinn að nálgast hættulegt umrmðuefni. Lester horfði á hann án þess að láta sér bregða. — Jú, sagði hann — hún hefir hestaheilsu og sem stendur líður henni prýðilega. Þeir ræddu stundarkorn um einskisverða hluti. Lester spurði, hvernig kaupsýslan gengi, hvernig Amy, Louise og Imogene liði og þar fram eftir göt- unum. Hann kannaðist hreinskilnislega við það, að hann heimsækti þær aldrei. Róbert sagði honum það, sem hann vissi um þær. — Það, sem mér datt í hug að stinga upp á við þig, Lester, hóf Róbert máls, — er viðvíkjandi „Western Crucible Steel Co.mpany“. Þú hefir ekki verið þar í stjórninni sjálfur, en málafærslumaður þinn, Watson, hefir verið þar í þinn stað. Hann er duglegur maður. En við vitum allir, að félaginu er ekki stjórnað á réttan hátt. Okkur vantar dugleg- an, hygginn sérfræðing í stáliðnaði, til þess að stjórna fyrirtækínu, ef það á að geta borið sig. Ég hefi alltaf greitt atkvæði með þér vegna þess, að uppástungur Watsons voru skynsamlegar. Hann er mér sammála um það, að einhver breyting verði að fara fram. Nú hefi ég tækifæri til að kaupa sjö- tíu hlutabréf af ekkju Korsiters. Þau hlutabréf að viðbættum hlutabréfum okkar veita okkur meiri- hluta í fyrirtækinu. Ég vildi helzt, að þú fengir þessi hlutabréf, enda þótt það skipti litlu máli, þegar þau eru á valdi einhvers úr fjölskyldunni. Þú getur ráðið hvern sem þú vilt fyrir framkvæmda- stjóra, og svo munum við áreiðanlega geta haft hagnað af fyrirtækinu. Lester brosti. Þetta var ágæt uppástunga. Watson hafði sagt honum, að Róbert greiddi alltaf atkvæði með honum á hluthafafundum. Lester hafði lengi haft grun um, að Róbert vildi sættast. Þetta var olíuviðargreinin — yfirráð yfir fyrirtæki, sem var hálfrar annarrar milljónar króna virði. — Þetta var sannarlega fallega hugsað af þér, sagði Lester alvarlegur í bragði. — En. hvemig stendur á því, að þú kemur með þessa uppástungu núna? — Það get ég sagt þér, Lester, sagði Róbert. — Ég hefi aldrei kunnað almennilega við ráðstöfun föður okkar á erfðaskránni, og ýmislegt er það fleira, sem ég hefi ekki kunnað við. Ég vil ekki grafa upp aftur það, sem liðið er — þú brosir sé ég er — en ég ætla samt að segja þér hug minn allan. Ég var mjög metnaðargjam um tíma. Og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.