Alþýðublaðið - 09.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.06.1941, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1941. mám tamam ááUá mmm ^ on JHÞYÐUBIAÐIB MÁNUDAGUR •' ! Næturlæknir er Bjarnii Jóns- *on, Skeggjagötu 5, sími 2472. Næturvörður er í Reykjavikur- •g Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Bj. Ásgeirsson, alþingism.). 21.00 Leikrit: „Híf opp, Stjáni!“, eftir Loft Guðmundsson. (Brynj. Jóh. Gunnþ. Halld. Alfr. Andr&son). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Happdrættið. f dag er síðasti söludagur í 4. 11. Happdrættis Háskólans, og eru því síðustu forvöð að endurnýja. Á morgun verður dregið. Kappleikarinn milli Vals og Víkings endaði með jafntefli 0:0. Bifreiðasamakstur varð í gær kl. 1.30 á Vestur- götu. Rákust á tvær íslenzkar íólksbifreiðar, skemmdir urðu litlar. Þá rakst brezkt mótorhjól á íslenzka bifreið í gærkveldi á jnótum Barónsstígs og Grettisgötu. Urðu töluverðar skemmdir bæði á mótorhjólinu og bifreiðinni. Fallbyssukúlu var nýlega skotið ú land í Innri Akranesshreppi, og er það í þriðja pinn, sem slíkt ber við. Kom kúl- an niður utanvert við túnið á insta bænum í hreppnum og myndaði allmikinn gíg þar sem hún kom niður. í dýRTíðarfrumvarpið Frh .af 3. siöu. ræða, eftir það sem á undan er gengið. Kjötverðlagsnefnd og mjólkurverðlagsnefnd eru sem kunnugt er báðar skipaðar að meirihluta fulltrúum Fram- sóknarflokksins, sem hafa margsýnt það í reynd, að þeir skoða sig sem umbjóðanda framleiðenda eingöngu. Á nú að gefa þessum mönnum tæki- færi til þess að ausa út millj- ónahpphæðum til nýrra og stórfelldra verðhækkana á landbúnaðarafurðum undir því yfirskini að með því sé verið að halda dýrtíðinni í skefjum? Ferill þessara nefnda undanfar- ið hefir ekki verið slíkur að þær verðskuldi slíkt trúnaðar- traust. Það er því einn höfuðgalli frumvarpsins, að verðlagseftir- litið á eftir sem áður að vera í molum, þar sem hver höndin getur verið upp á móti ann- arri, auk þess sem engin trygg- ing er fyrir því, að þeim skött- um, sem ríkisstjórninni er heimilað að innheimta, verði raunverulega varið til þess að draga úr dýrtíðinni. Og á- kvörðunarvaldið á verði tveggja þýðingarmestu nauð- synjavaranna á eftir sem áður að vera algerlega hjá einum pólitískum flokki. Fnda þótt ég hljóti að telja dýrtíðarfrumvarp viöskiptamála- ráðherrans með öliu ófuillnægj- andi sem lausn á dýrtíða'rmálu'n- um, er ekkert fjarr því en að ég telji rétt, að ekkert sé aðhafzt til þess að verjast dýrtíðihni. Og ég veit, að þannig lítur ailur þorri Alþýðuflokksmanna á þessi jnál. £g viil i því sanrbandi benda á greiin Jónasar Guðmiundssioinar nýliega í blaðiiniu, sem ég er að flestu leyti sem máli skiptir sammála. Gengishækkun er sennilega ó- framkvæmanleg a. m. k. (fyrst um sinn (smbr. gr©itn mína s. 1. laugardag). LandsverzLun, sem sennilega væri' öruggaista leiðin til að hafa hemii á verði er- lendu varanna, auk þess sem hún væani bezt trygging fyrir birgðasöfnun, viirðist ekki eiga vemlegt fylgii sem stenduir. Ég skal þá að takurn í örstluittu ináli gera gnein fyrilr þeim leiðum, sem mér finnst að líklegastar væm tíl árangurs sem stendur. 1. Allt verðLagseftiiriit sé sam- einað hjá einni þriggja manna nefnd, sem skipuð sé einium manni frá hverjum stjómairflokk- anna. Hafi hún vald tíl að á- kve’ða hámarksveirð og hámarks- álagningu á erlendum og inn- lendum vömm, svo og farmgjöld- Um. 2. Sfcipuö sé á sama hátt þriggja manna nefnd, sem með aðstoð sérfræðinga rannsakil, hve mikiðframleiðslutoostnaðuir bænda f.S.f. Ke Knattspyrnumót íslands. í kvöld kl 8.30 keppa FRAM OG KR. Allir nt á vðll NA terðnr pað spennandl HtAMLA BIOOHS „Sonr Tarzus“ I (Tarzsna finds a Sen). Í Aðalhlutverki* leiks: Jokttujr Weisenaúller. UawetM O’Sullivattt og hinjo 5 Éra faœli drtng- ur Jmkm Sfeeffield. I Sýiad kl. 7 9. « NYJA BIO ra Bellps»«i (anlcafl* Ameríksk etórmyna irá Fox er gerizt í kvik- myndaborginni Holly- wood frá árinu 1913 er byrjað var að taka þsw fyrstu filmurnar til ársins 1927, «r talmyndagerÖitt hófst. Aðalhlutverkin leika: ALYCE FAYE og DON AMECHE. Sýnd klukksn 7 og 9. TóíiikitarfélagiS eg Leikfélag BeykjavBrar. vegna þess hve margir urðu frá að hverfa seinast þegar OperQttan var leikin verður Sýning annað bvðld kl. 8 Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 tii 7 í dag. hesfir auikizt síðan árið 1939 (sem var óvenju gott ár fyrir land- búnaðinn.) og ákveði' útborgun- arverð til bærida í samræmi við það. (Þessar tvær nefndir mætti ef til vill sameiina.) „ 3- Tiollar á komvöm, kaffi og sykri séu afnumdir. 4- a. Lagt sé á allt að 15% út- flutningsgjald tíl þess að vega á móti 3- lið og til þess að lækka verð á nauðsynjavörum með verðjöfniun. ^ b. Greitt sé úr rikijssjóði allt að 5 millj. kr. í sama skyni. c. Ef þessir tekjustofnar hrökkva ekkii, sé heimilt ' að leggja á í viðbðt álag á tekju- skatt, þó aldrei yfir 20%. (Með því er a. m. k. ekki rastoáð gmnd- velli tekjuskattsiris, eins og lagt er til í fmmvarpinu.) Vitanlega mætti) aithu,ga aðrar tekjuöflunarleiðir t. d. aukinn skatt á stoemmtamiir og alls toonar 1 „lúxus“, riímsetningu á kaffi'hús- I um O'. fl. Þúsundára- ríkið eftir Upton Sinclair er saga sem gerist áriö 2000, þar bregður fyrir gleði- höllum og risafiugvélum framtiðarinnar, undraefn- um sem eyðileggja allt lifrænt á jörðinni, utan ellefu manns sem voru uppi í himingeymnum. Lesið um átölr og athafn- ir pessara eliefu manna, sem eftir lifðu ájöiðinni, og þér munið sanna að Þúsundárarlkið, er ein hin skemmtilegasta bók sem hægt er að fá. Óperettan Nitouche verður endurtekin annað kvöld kl. 8. Loks vil ég á ný bonda á hugmynd Keynes um spari- skyldu. L v 132 THEQDQRE DREISER JENNIE GERHARDT verið ofurlítið öðruvísi. Hann hefði aldrei boðið hon- um að koma með Jennie. — Jæja, hugsaði hann, ef til vill hefi ég engan rétt til að ásaka hann. Bezt að gleyma því. Svo fóru þeir að tala um artnað. Að lokum mundi Lester eftir því, að hann hafði lofað að mæta á fundi. — Nú verð ég að fara, sagði hann og leit á úrið sitt. — Ég verð víst að fara líka, sagði Róbert. Þeir stóðu á fætur. — En, bætti hann við, þegar þeir fylgdust að út í fordyrið — við erum þá ekki óvinir lengur? — Nei, nei, sagði Lester. — Ég býst við, að ég komi stöku sinnum í heimsókn. Þeir tókust í hendur og skildu vinir. En Robert varð var við ofurlitla sektartilfinningu og samvizkubit, þegar hann sá bróður sinn hverfa hröðum skrefum. Lester var dug- legur maður. Hvernig stóð á því, að þeir höfðu ekki átt skap saman, jafnvel áður en Jennie kom til sög- unnar? Svo minntist hann þess, sem hann hafði einu sinni hugsað um bragðvísina. Það var hún, sem bróður hans vantaði. Hann var ekki bragðvís og ekki heldur grimmur. Það er undarlegur heimur, sem við j lifum í, hugsaði hann. Það voru undarlegar tilfinningar, sem bærðust í brjósti Lesters, þegar hann gekk burtu. Hann var fullur mótþróa, en þó þótti honum vænt um bróður sinn. Hann var ekki vondur maður — að minnsta kosti ekki verri en almennt gerðist. Hvers vegna hafði hann þá andúð á honum? Hvað hefði hann gert sjálfur, ef hann hefði verið í sporum Roberts? Robert hafði verið heppinn. Hann hafði líka verið heppinn sjálfur — að vissu leyti. Og nú skildi hann, hvernig í öllu lá hvers vegna honum hafði verið fórnað, og hvers vegna bróðirinn hafði náð yfirráðum yfir öll- um eignunum. Þannig er lífið, hugsaði hann. — Og hverju skiptir það? Ég hefi nóg að lifa á. Og á ég þá ekki að láta mér það nægja. SEXTUGASTI OF FYRSTI KAFLI. Mannsaldurinn er talinn vera sjötíu ár samkvæmt gomlum skilningi, eða öllu heldur samkvæmt biblíu- legum skilningi. Reyndar er maðurinn líkams fræði- lega skapaður til að geta lifað fimm sinnum þann tíma, sem það tekur hann að þroskast, og það myndi hann gera, ef hann vissi ekki, að það er andinn, sem lifir, að ellin er blekking og dauðinn er ekki til. Samt sem áður heldur mannkynið fast við þessa hugsun. Lester var einn af þeim, sem trúðu þessu. Hann var nú farinn að nálgast fimmtugt. Og hann bjóst ekki við, að hann ætti eftir að lifa lengur en í mesta lagi í tuttugu ár — og ef til vill ekki svo lengi. Og hann lifði góðu lífi. Hann fann, að hann hafði enga ástæðu til að kvarta. Ef dauðinn skyldi heimsækja hann, þá mætti hann það. Hann var tilbúinn hve- nær sem væri. Hann skyldi ekki kvarta yfir ör- lögum sínum. Lífið var, samkvæmt skoðun hans, heimskulegur leikur. Og honum fannst lífið allt vera blekking. Það var að mörgu leyti líkast draumi — stundum ljót- um draumi. Hið eina, sem stöku sinnum gat vakið hjá honum trú á raunveruleikann, var hin efnis- lega hlið lífsins —- mennirnir, fundir, félög. Letty unni honum vegna þess, að henni fannst hann vera ofurlítill lífspekingur. Hún dáðist, eins og Jennie, að því, hversu rólega hann tók öllu mótlæti. Með- læti eða mótlæti gat að því er virtist hvorki æst hann né gert hann órólegan. Og hann lét Ækki hræða sig. Og hann átti erfitt með að láta hafa áhrif á sig, skoðanir sínar eða tilfinningar, og það var ekki hægt að hvika honum frá skoðun sinni eða því, sem hann áleit vera rétt, nema með valdi. Hann vildi ekki heyra annað en að „horfast í auga við stað- reyndirnar“ og vinna bug á þeim. Það var auðvelt að koma honum út í baráttu, ef hann hafði verið blekktur, en annars kaus hann heldur að vera í varnaraðstöðu. Hann reis öndverður gegn öllum þeim, sem ætluðu að neyða hann. En ef hann á ann- að borð varð að láta undan, þá gat hann það, en ekki nema það væri nauðsynlegt. En það var ekki vegna þess, að hann skildi ekki, hversu nauðsyn- legt væri að vera þolgóður og staðfastur. Hann var alltaf efnishyggjumaður, og hann hafði alltaf krafizt hins bezta af öllu tagi. Ef húsgögnin á heimili hans voru orðin ofurlítið skemmd, eða farið var að sjá á þeim, krafðist hann þess, að þau væru seld og keypt ný húsgögn. Hann þoldi ekki, að haft væri á móti því, sem hann sagði, og hann gat ekki hlustað á þvaður eða óþarfa málæði, sem hann kallaði svo. Letty skildi hann vel. Á morgn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.