Alþýðublaðið - 13.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.06.1941, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1941 FÖSTUDAGUR Næturlæknir er Karl Jónasson, Laufásvegi 55, sími 3925. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Útvarpssagan: „Kristin Laf- ransdóttir,“ eftir Sigrid Undset. 21.00 Einleikur á píanö (Robert Abraham). 21.35 Útvarpstríóið: Tríó nr. 6 í D-dúr. eftir Haydn. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Karlakórinn „Geysir“ frá Akureyri heldur samsöng nk. sunnudag kl. 3 i Gamla Bíó. Ein- söngvarar verða Hreinn Pálsson, Jóhann Guðmundsson, Hermann Stefánsson, Guðmundur Gunnars- son, Kristinn Þorsteinsson og Henning Kondrup. Söngstjóri er Ingimundur Árnason. Erindi í háskólanum. Laugardaginn 14. þ. m. kl. 5 e. h. flytur cand. phil. Steingrímur J. Þorsteinsson erindi í I. kennslu- Þér þurfið að fara sparlega með sykur- skammtinn. Það er auð- velt með því að nota úppskriftir úr bókinni Grænmeti og ber allt árið, eftir Helgu Sig- urðardóttur. Bókaverzlun ísáfoldarprentsmiðju. ST. FREYJA heldur fund í kvöld kl. 8.30. Kosning full- trúa á Stórstúkuþing. Krist mundur Þorleifsson flytur erindi. Félagar, fjölmennið. Æðstitemplar. stofu háskólans: Galdra-Loptur, leikrit Jóhanns Sigurjónssonar. — Erindið er síðasti þáttur meistara- prófs í íslenzkum fræðum. Öllum heimill aðgangur. Síldveiðar og síldariðnaður heitir nýútkomin bók eftir Ást- vald Eydal Kristinsson. Er bókin gefin út með styrk frá ýmsum fyr- irtækjum í síldariðnaðinum. Árni Kristjánsson hélt í gærkvöldi Chopinhljóm- leika í Gamla Bíó. Var húsið troð- fullt og viðtökur áhorfenda hinar beztu. Síðar verður getið nánar um hljómleikana hér í blaðinu. Rakarastofur verða opnar til klukkan 8 í kvöld, en til kl. 2 á morgun. Samvinnan, 5. hefti þessa árgangs er ný- komið út. Efni: Runólfur Sigurðs- son, Frá kaupfélögunum. Milli tveggja elda, Byggingarsamvinnu- félög, eftir Guðlaug Rósinkranz o. m. fl.' Ferðafélag íslands ráðgerir að fara tvær skemmti- ferðir um næstu helgi. Gönguför á Tindfjallajökul. Lagt á stað kl. 4 e. h. á laugardag og ekið austur ‘ Fljótshlíð og gist þar í tjöldum. Fólk þarf að hafa með sér tjöld — viðleguútbúnað og mat. Snemma á sunnudagsmorgun gengið á jök- . ulinn, en bakpokar og skíði reitt á hestum upp undir jökulrætur. — Komið til baka á sunnudagskvöld. Hin ferðin er gönguför um Heið- mörk. Lagt á stað á sunnudags- morgun kl. 9 og ekið að Silunga- polli. en gengið þaðan suður yfir Hólshraun, Elliðavatnsheiði um Hjalla og Vífilsstaðahlíð að Vífils- stöðum, en ekið þaðan heimleiðis. Farmiðar seldir á afgreiðslu Sam- einaða félag^ins í Tryggvagötu að Tindfjallajökulsförinni til kl. 9 á föstudagskvöld, en að Heiðmerk- urförinni til kl. 9 á laugardags- kvöld og lagt af stað frá Samein- aða. Afhending sveinsbréfa, ti.1 þeirra er tóku iðnpróf í vor, fór fram í Baðstofu iðnaðarmanna í gærkvöldi, á vegum Iðnaðar- mannafélagsins. Formaður, Stefán Sandholt, bakarameistari, stjórn- aði samkomunni og ávarpaði gesti, lögreglustjóri, Agnar Kofoed Han- sen, afhenti nýsveinunum bréfin, Frá SniMrdvalaraefÐil Ferðalðe baraanna Iiafa geifi ijffii vel SUMABD VA LARNEFND hefir nú haft samband við öll dvalarheimili sín. Fer'ðuiöJ barnmru ti! heimiÞ anna gekk mjög að óskuim og likar þeim dvöiin vel- Neíndin hsfux nú flutt skr'if- st'Ofur sínar úr Miöbæjarba'rna- skólanum í Iðnskóiann. Undan- fariö hefir 'ekki verið svarað i slma nefndarinnar, en nú er búið að flytja símann. Börn, sem ákveðinn hefir verið dvalarstaður í Ratuðhólum, mæti ,við m! ðbæjarskó lann kl. 3 á morgun. Helgi H. Eiríksson, skólastjóri flutti ræðu til hinna nýju sveina og karlakór iðnaðarmanna söng nokkur lcg: Þá var gengið út í Oddfellowhúsið og setið þar að kaffidrykkju við gleðskap míkinn, ræðuhöld og söng. Baðstofan var skreytt fánum og blómum og fór athöfnin hið bezta fram. Þakkir. Fyrir skömmu gengust íþrótta- fél. þrjú, Árrnann, Í.R. og K.R. fyrir dansskemmtun í Oddfellow- höllinni og gáfu allan ágóða sjúkl- ingum á Vífilsstöðum, skyldi hann renna í skemmtanasjóð. Daginn eftir lögðu svo knattspyrnufél. Valur og Víkingur fram krafta sína og háðu knattleik á íþrótta- vellinum í sama skyni, og lék lúðrasveitin Svanur á vellinum við það tækifæri. Þessir aðilar allir þágu eigi eyrisvirði fyrir fyrirhöfn sína. Fyrir slíka ósérplægni og góðvild viljum við tjá nefndum að- ilum alúðarfyllstu þakkir okkar. ogæigi sízt þeim, er mest annaðist milligöngu og framkvæmdir, Jens Guðbjörnssyni, form. Ármanns. — Erum við þess vel minnug, hvaða aðilum er að þakka, að skemmti- stundir okkar á $essu ári verða ekki eins fáar og fábreyttar, sem orðið hefði, án þessa drengskapar- bragðs. Sjúklisigar á Vífilsstöðum. GAMLA BSðBI eppair fimr (Lucky Partners.). Ameríksk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: GINGER KOGERS og RONALD COLMAN. Sýnd kl. 7 og 9. NYJA B PiltH efs síiiba Ameríksk skemmtimynd. BABY SANDY and the little torna- does BUTCH and BUDDY. The Mischief makes of “The Under-Pup“ in Sandy is a Lady. Sýnd kl. 7 og 9. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför konunnar minnar, Sveinbjargar D. Krisíjánsdóttur, og litlu dóttur okkar. Kristþór Alexandersson. Bæklingur Skógræktarfélags. íslands, með hinum ágæta. uppdrætti yfir Heiðmörk, fæst í öllum bókaverzlunum og; á afgreiðslu Morgunblaðsins. AÐALFUNDUR Bókbind- araféíags Reykjavíkur var haldinn í gærkveldi. Stjórn félagsins var endurkos- in, en hana skipa: Jens Guö- björnsson ' formaður, Guðgeir Jónsson gjaldkeri og Aðalsteinn Sigurðsson ritari. Sjóðseignir félagsins nema nú um 7 þúslundum króna. Var s.am- þykkt á fundinum að hækka árs- tUlagið úr 52 kr. í 104 krónur. Athugasemd. ITILEFNI af grain í Morgun- blaðinu 29. f. m. Uim ólaf Jiohnson stórkaupmann, þar sem hann er tal'nn lia'a fyrstur mianna stofnað heildsölufirma á islandi, vil ég taka fram, að þetta er ekki rétt. Ég undirritaður stofnaði áriö 1934 eða tveim áruni áður um- bioðs- og heildverzlun, sem ég rak undir eigin nafni í mörg ár. Morgunblaði'ö hefir neitað að» birta leiðréttingu á þess'u. Reykjavik, 12./6. ’41. Chr. Fr. Nielsen. 135 THEODORE DREISER JENNIE GERHARÐT vaxin og vel klædd. í huganum hafði hún alltaf verið hjá Lester. og sama mátti raunar um hann segja. Fegurstu endurminningar hennar voru frá þeim tíma, þegar hann var að ganga eftir henni heima í Cleveland — nú átti hún aðeins eina ósk, að gera að óskwm hans. Því að þetta neyðaróp bar vott um, að hann elskaði hana ennþá — hann elskaði hana þrátt fyrir allt. Vagnin um var ekið hratt, eftir götunum inn í miðhluta borgarinnar, þar sem reykurinn hvíldi yfir götunum. Þau óku að Auditorium, og Jennie var sýnt, hvar herbergi Lesters væru. Watson hafði verið mjög umhyggjusamur og talað mjög lítið. Hún var ofurlítið feimin, þegar hún kom inn í þetta stóra gistihús, þar sem hún hafði lifað svo lengi í . einveru. Þegar hún kom inn í herbergið horfði hún Lester stórum, grábláum augum. Hann hvíldi höfuðið á tveimur svæflum og brúna hárið hans var nú loksins ofurlítið farið að grána. Hann horfði á hana með eftirvæntingu í hyggnum augum, en nú voru þau orðin þreytuleg. Jennie var mjög döpur í skapi, og kvalasvipurinn á andliti hans olli henni áhyggjum. Hún þrýsti hönd hans, laut ofan að hon- f um og kyssti hann. — Mér þykir þetta svo leitt, Lester, tautaði hún. i •— Þú ert vonandi ekki alvarlega veikur, er það? ! Þú verður að ná þér aftur. Hún strauk hönd hans blíðlega. — Jú, ég er töluvert veikúr, sagði hann. — Ég finn það á mér, að ekki er allt eins og það á að vera. En segðu mér, hvernig þér líður. — Ó, mér líður eins og venjulega, vinur minn, svaraði hún. — Mér líður vel. En þú mátt ekki tala svona. Þú verður áreiðanlega heilbrigður aftur. Hann brosti beizklega. — Heldurðu það? sagði hann og lirissti höfuðið, því að hann var ekki á sömu skoðun. — Fáðu þér sæti, Jennie, mig langar til að tala við þig. Ég vil hafa þig hjá mér. Hann andvarpaði og lokaði augunum ofurlitla stund. IJún dró stól að rúminu, settist og tók um hönd hans. Hún horfði á hann. Það var svo fallega gert af honum að senda eftir henni. Augu hennar báru vott um tilfinningar hennar, samúð hennar, ást og þakklæti. Um leið var hún gripin ótta. En hve hann var veikindalegur! — Það er ekki gott að vita, hvað fyrir kann að koma, sagði hann. — Letty er í Evrópu. Mig hefir lengi langað til að sjá þig. Ég hefði komið og heim- sótt þig, ef ég hefði ekki veikst. Við eigum heima í New York, eins og þú veizt. Þú hefir fitnað tölu- vert í seinni tíð, Jennie. — Já, ég er að verða gömul, Lester, sagði hún brosandi. — O, það sakar ekki neitt, svaraði hann og starði á hana. Aldurinn hefir enga þýðingu. Við eigum öll ellina yfir höfði okkar. Það, sem mesta þýðingu hefir, er það, hvernig við lifum lífinu. Hann þagnaði og starði upp í loftið. Ofurlítill sárindastingur minnti hann á kvalakastið, sem hann hafði nýlega fengið. Hann vissi, að hann myndi ekki Jiola fleiri köst. — Ég gat ekki dáið, Jennie, án þess að tala við þig, sagðf hann, þegar þrautirnar voru liðnar hjá. — Mig hefir alltaf langað til að segja þér, að ég var ekki ánægður með það, hvernig við skildum. Það var ekki rétt gert af mér, og ég vildi, að það væri ógert. — Þetta máttu ekki segja, Lester, sagði hún og nú hugsaði hún um allt það, sem milli þeirra hefði farið. Þetta var vottur þess, að sambúð þeirra hefði verið falslaus — að vel hefði farið á með þeim and- lega. — Það var gott eins og það var. Þú hefir verið mér góður. Ég hefði aldrei orðið hamingjusöm, ef þú hefðir misst arfinn þinn. Það hefði aldrei getað farið vel á þann hátt. Ég er hamingjusöm eins og er. Það hefir að vísu verið erfitt, vinur minn, en þannig er lífið stundum. Hún þagnaði. — Nei, sagði hann. — Það var ekki rétt gert af mér og það var ekki þér að kenna. Ég bið þig að fyrirgefa mér. Það var þetta, sem ég vildi segja þér, og mér þykir vænt um, að ég skyldi geta gert það. — Þú mátt ekki tala svona, Lester, þú mátt það ekki, sagði hún. — Það er gott eins og það er, og þú þarft ekki að biðja fyrirgefningar. Þú hefir alltaf verið jnér góður. Hún þrýsti hendur hans. Hún minntist húss’ns, sem hann hafði leigt handa fjöl- skyldu hennar í Cleveland og hversu góður hann hafði verið við Gerhardt gamla. — Jæja, þá hefi ég sagt þér þetta, og nú líður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.