Tíminn - 22.06.1963, Blaðsíða 2
SPARIÐ TlMA
OG PENINaí
LeitiB til okkar
Darryl Zanuck, forstjórl 20th Century Fox, og leikkonan Irina Demich,
eru þarna að kaupa morgunblöðin, tii að lesa leikdómana um kvik-
myndina Cleopötru, daginn eftir frumsýninguna.
2.500 milljónir krónur
Að lokinni frumsýningunni
létu ýmsir fjármálasérfræðingar
það álit sitt í ljós, að ágóði mynd
arinnar mundi verða 2.500 millj.
íslenzkra króna. Þetta gleður
auðvitað alla aðila og ekki sízt
hinn yfirgefna eiginmann Liz
Taylor, Eddie Fischer.
En samkvæmt gömlum samn-
ingi á milli þessara hjónakorna
þá fær Eddie helminginn af tekj-
um Liz af myndinni næstu fimm
árin, svo að Cleopatra fær ekki
nema hálfa milljón, Eddie fær
hinn helminginn.
Svo það furðaði sig víst eng-
inn á því, að á frumsýningunni
sagði Eddie um eiginkonu sína
Liz:
— Eg óska Liz alls góðs í fram
tíðinni, bæði á listasviðinu — og
fjárhagssviðinu.
^ILASAUNN
V/ÍÐ v/ITATORG
þá séð kvikmyndina eftir að hún
var fullgerð. Milljónir sjónvarps
notenda í Bandaríkjunum fylgd-
ust með sendingu frá frumsýn-
ingunni, en þrjú stærstu sjón-
varpsfyrirtækin þar sáu um
hana.
Það er ótrúlegt að hugsa til
þess, að fyrir þremur vikum, var
forstjóri Fox-kvikmyndafélagsins
dauðhræddur um að kvikmyndin
mundi ekki rísa imdir kostnaði
sínum, en það virðist horfa öðru
ur þó ekki hjá líða að hrósa leik
Rex Harrisons i hlutverki Cæs-
ars.
Fréttamaður AP fréttastofunn
ar, sem viðstaddur var frumsýn-
inguna komst að þeirri niður-
stöðu, að kvikmyndin hefði verið
allt of löng, of íburðarmikil og
hefði helzt minnt á mjög leið-
inlega risalitabók. Liz Taylor
segir hann, að hafi verið mjög
bragðdauf í hlutverki sínu, og
Richard Burton hafi vakið meiri
athygli fyrir það, hvað hann er
hjólbeinóttur, heldur en fyrir
leik sinn.
En hann kemst að þeirri nið-
urstöðu, að Rex Harrison hafi
sýnt frábæran leik sem Cæsar og
einstaka atriði myndarinnar, eins
og t. h. innreið Cleopötru í Róm,
hafi verið mjög góð.
Sá leikari, sem minnst er tal-
að um eftir frumsýninguna er
Richard Burton, einn enskur
gagnrýnandi tekur þó fram, að i
hlutverki Antoniusar sé hann
eins og rymjandi dýr, sem fari
með mótsvör sín á mjög þvoglu
legan hátt.
Þrjú þúsund kr. miðinn
Hundruð af lögreglumönn-
um stóðu vörð við kvikmynda-
sýninguna, en þar voru bókstaf-
lega allir þeir, sem þekktir eru
; ameríska kvikmyndaheiminum,
og flestir höfðu borgað þrjú þús-
und íslenzkar kr. fyrir miðann.
Aðeins tvö sæti í öllu kvik-
myndahúsinu voiu auð, en það
voru þau sæti, sem kvikmynda-
félagið hafði ætlað Liz Taylor
og Richard Burton. Þau voru
bæði of upptekin í London til að
geta verið viðstödd frumsýning-
una, en Burton er þar að enda
við að leika i nýrri kvikmynd.
Hvorki hann né Liz hafa enn
Cleopatra frumsýnd
— Aðgöngumiðinn á þrjú þúsund krónur íslenzkar.
Nú er loksins búið að
frumsýna hina margumtöl-
uðu kvikmynd, Cleopötru, en
hún var frumsýnd þann 12.
júní í Rivoli-kvikmyndahús-
inu í New York að viðstödd-
um flestum stórmennum í
kvikmyndaheiminum. Mörg-
um mun vafalaust leika for-
vitni á því, að vita, hverniq
dóma myndin hefur fengið,
en þeir voru æði misjafnir.
En eitt voru þó allir sammála
um, að Fo?c-kvikmyndafélag-
ið kemur til með að tapa á
myndinni, hvað «a~' Sllu
öðru líður
Óþolandi
Dómarnir um ie.K n >. i vlor
í hlutverki Cleopötru, voru einn-
ig mjög misjafnir, sumir telja að
leikur hennar hafi verið fyrir
neðan allar hellur, en aðrir hrósa
henni fram úr hófi, og telja að
hún hafi að minnsta kosti átt
þessa milljón dollara skilið, sem
hún fékk fyrir myndina.
. Einn danskur gagnrýnandi
skrifaði á þá leið, að kvikmyndin
hefði verið fjögurra tíma óþol-
andi iangloka, og hann segir, að
Liz hafi kysst eins og vaxbrúða,
þegar Cleopatra kyssti Antonius
sínum ástríðufullu kossum.
Það er annað hljóð í enska
gagnrýnandanum Mosley,
sem skrifar fyrir Daily Express.
Hann segist ekki vera í neinum
vafa um það, að Liz hafi átt
þessa milljón dollar'a skilið. Hann
gengur svo langt f hrósinu, að
segja að Cleopatra hafi áhorf-
endur algjörlega á valdi sínu,
alla myndina út í gegn, og það
meira að segja, þegar hún er
ekki á tjaldinu.
Þessari fjögurra tíma mynd er
skipt niður' i fjóra hluta, og er
fólk misjafnlega hrifið af hverj-
um hluta. En leikstjórinn hefur
haft vit á því, að láta nægilega
mikið af Liz Taylor í alla hlut-
ana, og það tryggir vinsældir
myndarinnar.
Andleg auðn
Það hafa auðvitað fæstir bú-
izt við því, að myndin yrði ann-
að en góð skemmtimynd, en
sænskur gagnrýnandi, hefur kom
izt að þeirri niðurstöðu, að hún
sé ekki einu sinni það góð. Hann
segis, að myndin sé fjögurra
tima andleg auðn og við auðnina
sé spiluð einhver furðuhljómlist,
eftir tónskáld nokkurt í Holly-
wood, sem heitir Alex North. En
þessi þungyrti gagnrýnandi læt-
Norölenzkur vinnu-
friður
f DEGI á Akureyri segir svo
um lausn vcrkfallanna:
„ÞEIM TÍÐINDUM var al-
mennt fagniað, sem bárust út
um landið s.l. mánudagsmortg-
un, er tekizt höfðu kjarasamn-
ingar milli stéttarfélaga og við-
semjendia þeirra hér á Akur-
eyri. En með þessari samnings-
gerð mun mega felja, að aflsýrt
hafi verið vinnustöðvun og
v.jnnufriður tryiggður í land-
inu á þessu sumri, þ.á.m. frið-
ur til sildveiða hér norðan-
lands og austan.
Ýmsum þétti kenna hér
nokkuð reykvískra áhrifa um
stundarsakir, þegar sum verka-
lýðsfélöigin á Akureyri eða
Stjórnir þeirra réðust í að gefta
út verkfallstilkynningu 1—2
sólarhringum fyrir alþingis-
kosningarnar, enda óheppilegt,
að setja á kjanasamningana
þann pólitíska svip, sem f því
fólst. En hvað sem því líður,
sýndi það sig, er til viðræðna
kom hjá sáttasemjiara, að hinir
norðienzku aðilar gengu til
samninganna með það fyrir
augum að leggja sig fram tú
þess lað láta samninga takast.
Hefur og þar með enn einu
sinni verið rennt stoðum und,ir
þá skoðun, sem Hjörtur á
Tjörn lét í ljós hér í blaðinu
í vor, að norðlenzkum aðilum
virtiist það betur lagið en reyk-
Vízkum að ná samkomulagl í
kjaradeilum.
Áhrif samvinnu-
hreyfingarinnar
Á þessu er sú skýring nær-
tæk, að hér um slóðir er sam-
vinnuhreyfingin einn helzti
viðsemjandi stéttarfélaganna
— og áhrif hennar þyngri á
metunum en syðra, enda óháð
vinnuveitendasamtökum einka-
rekstnarinis. En samvinnufé-
lagsskapurinn, senr byggður er
upp af almennhigi og með al-
mannahagsmuni fyrir awgum,
hefur að sjiálfsögðu áhuga fyrir
því, að kjör manna almennt
séu eins góð og greiðslugeta
þjóðarbúsins cg atvinnuveig.
anna geta í té látið á hverjum
tíma. Hagur almennings er
hennar hagur. En mauðsyn ber
til, að leiðtogar stéttarfélaga
og samvinnufélaiga geri sér
þessa staðreynd sem Ijósasta
og kappkosti sem bezt og nán-
ast samstarf sín á milli. Ann-
arleg sjónarmið — t.d. pólitísk
sjónarmið fyrir kosningar —
mega ekki verða til þess að
spilla sambúð þessara aðila. Sú
siambúð þarf m.a. að vena við
það miðuð að ekki komi til
ónauðsynlegra árekstra eða
misskiLnings, sem almenningur
getur beðið tjón af.
I briöia sinn
Þetta er þriðja árið í röð,
sem norðlenzkir samningsað-
ilar í kjaramálum hafa for-
göngu um lausn þessara mála,
sem tií þess var fallin að verða
fordæmi fyrir Iandið í heild
og tryiggigja almennan vinnu-
frið. Það er mjög athyglisvert,
hvernig núverandi stjórnarvöld
Iandsins haf'a snúizt við þess-
um atburðum að þessu sinni.
Árið 1961 var samvinnuhreyf-
ingunni brlgzlað um „svlk“ fyr
ir sinn þátt í Lausninni og rík-
isstjórnin gaf út bráðabirgða-
lög um genigisfellingu. í fyriia
sættl ríklsstjómin slg, með
Framhald á 15. síðo.
2
T f M I N N, laugardagurinn 22. júní 1963.