Tíminn - 22.06.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.06.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER lengi og þeir geTðu í annarri heimssrtyr j öldinni. Efnahagur Þriðja ríkisins Velgengni Hitl'ers, fyrstu árin, byggðist ekki einungis á sigrum hans á erlendum vettvangi, sem fluttu svo marga landvinninga án blóðsúthellinga, heldur einnig á því, að efnahagur Þýzkalands batn aði, en innan flokksins, og jafnvel af hagfræðingum erlendis, var lit- ið á þetta sem kraftaverk. Og vissulega getur það hafa litið út sem kraftaverk í augum margra. Atvinnuleysið, bölvun áranna milli 1920—30 og einnig fyrst þar á eftir, hafði minnkað úr sex millj- ónum árið 1932 í minna en eina milljón fjórum árum síðar. Þjóðar framleiðslan jókst um 102 af hundraði frá 1932 til 1937, og þjóðartekjurnar tvöfölduðust. Þýzkaland líktist einna mest risa- stórú býflugnabúi á þessum ár- um. Hjól verksmiðjanna snérust, og allir voru eins önnum kafnir og býflugur. Fyrsta árið beindist stefna naz- ista í efnahagsmálinu, sem aðal- l:ega var mörkuð af dr. Schacht — því Hitler leiddist hagfræði, enda vissi hann nær því ekkert um þau efni — að því að útvega hinum atvinnulausu atvinnu að nýju, og þetta var gert með því að auka mjög störf í þágu hins opinbera og styðja einkaframtakið. Opinber lán voru veitt með því, að komið var upp sérstökum atvinnuleysis- sjóðum og skatt'alækkanir fengu þau fyrirtæki af mikilli rausn, sem juku veltu sina og um leið atvinnuna. Hin raunverulega undirstaða undir viðreisn Þýzkalands var þó endurhervæðingin, en nazista- stjórnin beindi öllum kröftum viðskiptaheimsins og verkalýðsins í þessa átt — sem og kröftum hers höfðingjanna — frá 1934 og fram úr. í öllum ræðum nazista var far- ið að tal’a um þýzka efnahaginn sem Wéhrwirtschaft, eða stríðs- hagfræði, og hann var af ásettu ráði skipulagður með það fyrir augum, að hann gæti dafnað, ekki einungis á stríðstímum, heldur einnig á friðartímabili á undan styrjöld. í bók Ludendorffs her- höfðingja Der Totale Krieg, sem kom út í Þýzkalandi 1935, lagði hann áherzlu á að skipuleggja efnahag landsins á sama alræðis- grundvellinum, sem allt annað var byggt upp á til þess að undir- búa nægil'ega vel hið algera stríð. Þetta var í rauninni ekki ný hug- mynd hjá Þjóðverjum, því á átjándu og nítjándu öld höfðu um fimm sjöttu hlutar ríkistekna Prússlands farið til hersins, og ætíð hafði verið litið á efnahag þess ekki fyrst og fremst sem verk færi til þess að tryggja velferð þjóðarinnar, heldur framkvæma stefnu stjórnarinnar í hermálum. Það var verkefni nazistastjórn- arinnar að samræma Wehrwirt- schaft þriðja áratug tuttugustu ald arinnar. Georg Thomas hershöfð- ingi dró saman niðurstöðurnar af mikilli samvizkusemi: „Sagan mun aðeins geta greint frá fáum til- fellum, þar sem eitt land hefur beint jafnvel á friðartímum, öllum sínum eínahagslegu öflum af á- settu ráði og kerfisbundið aíð styrj aldarnauðsynjum, eins og Þýzka- land var neytt til þess að gera á tímabilinu milli heimsstyrjal'd- anna tveggja.“ Þýzkaland var vissulega ekki „neytt“ til þess að undirbúa stríð í svo ríkum mæli — þetta var vel íhuguð ákvörðun, sem Hitler hafði tekið. í Varnarlögunum frá 21. maí 1935, sem sett höfðu verið með leynd, gérði hann Schacht að yfirmanni stríðsefnahagsmála, og skipaði honum að „hefja starf sitt þegar á friðartíma" og veitti honum vald til þess að „beina efnahagsundirbúningnum að styrj- öld.“ Hinn óviðjafnanlegi dr. Schacht hafði ekki beðið fram til vors 1935 með að hefja uppbygg- ingu þýzka efnahagsins fyrir styrj öldina. Ekki tveimur mánuðum eftir að hann hafði verið gerður efnahagsmálaráðherra, eða 30. september 1934, lagði hann skýrslu fyrir foringjana, sem hann kallaði „Skýrslu um það, hvernig mál'in standa í sambandi við fram kvæmd stríðsefnahagsáætlunarinn- ar 30. september 1934,“ þar sem hann undirstrikaði stoltur, að ráðu neyti hans „hefur fengizt við efna- hagslegan undirbúning að stríði." Hinn 3. maí 1935, fjórum vikum eftir að hann hafði fengið sitt nýja embætti, skrifaði Sehacht Hitler persónulegt bréf, sem byrj- aði á yfirlýsingu um það, að „fram kvæmd hervæðingaráætlunarinn- ar, með hraða og að öllu leyti, er aðal-vandamál þýzkra stjórnmála. Því ætti að samræma allt annað þessu markmiði . . . “ Schacht skýrði fyrir Hitler, að þar eð „hervæðingin yrði að vera alger- lega leynileg þar til 16. marz 1935 (þegar Hitler tilkynnti að setja skyldi upp her með þrjátíu og sex herfylkjum (divisions), væri nauðsynlegt að nota prentvélarn- ar“ til þess að standa undir kostn- aðinum að fyrstu framkvaemdun- um. Hann benti einnig á, með nokkurri gleði, að sjóðir þeir, sem teknir hefðu verið eignarnámi af óvinum ríkisins (aðallega Gyðing- um) og aðrir sjóðir gerðir af er- l'endum innstæðum, sem frystar höfðu verið í landinu, hefðu hjálp að til'við að greiða fyrir byssur Hitlers. „Því“, sagði hann að lok- um,“ er það, að hervæðing okkar er að nokkru leyti kostuð af inn- eignum okkar stjórnmálalegu ó- vina.“ Enda þótt hann mótmælti í al- gerri fáfræði við Núrnbergréttar- höldin, ásökunum um, að hann hefði tekið þátt í nazista-samsæri til að hefja árásarstríð — hann hafði gert hið gagnstæða, að því er hann sjálfur staðhæfði — er staðreyndin samt sú, að enginn einn maður bar jafn mikla ábyrgð og Schacht á efnahagslegum und- irbúningi í Þýzkalandi að striðinu, sem Hitler kom af stað árið 1939. Herinn viðurkenndi þetta fúslega. í sambandi við sextugsafmæli Schachts, lofsöng blað hersins, <1 %X9 Militar Wochenbiatt, hann 22. jan- úar 1937 sem „manninn, sem gerði endurreisn Wehrmacht efna- hagslega mögulega.“ Og blaðið bætti við: „Varnarliðið á það ís meS óvöxtum Scrjið eina skeið af blönduðum óvöxtum í glas, því næst tvær ís- kúlur, spændar mcð' hcitri matskeið úr ispakkanum, siðan bætt við úvöxtum og ein skeið af þeyttum rjóma ofan ó. ########### 29 ina — og síðan sígarettur, kaffi og súkkulaði, á meðan menn biðu eftir merkinu frá veðurfræðing- unum og áætlunardeildinni um að allt væri klárt og þeir mundu streyma út í flugvélarnar — eða þá þeir sæju menn koma þeysandi á jeppa, veifandi flagginu: AF- LÝST, sem þýddi, að allt hefði verið tímasóun, óttinn og svitinn hefðu verið til einskis vegna ó- væntra veðurbreytinga eða vegna þess að náungarnir á flugkontórn- um hefðu fengið nýja flug í koll- inn. En allt þetta var langt að baki og honum óraunverulegt nú — þröngur, heitur flugstjórnarklef- inn og brosandi, ung stúlkan við hlið honum — það var veruleik- inn. „Hvað hefurðu þekkt hann lengi?“ „Jimmy? í fjögur ár.“ „Ög það hafa víst verið skemmti leg ár?“ „Það mundi ég ekki vilja full- yrða. Þú þekkir hann ekki. Flestir halda, að hann sé einn af þessum ensku séntilmönnum, og það kem- ur honum venjulega í vandræði- Sérstaklega á Engl’andi sjálfu, þar sem fólk er svo hrifið af mönum, sem tala gott mál. „Hún andvarp- aði og brosti síðan kankvís. „Þeir verða líka hrifnir af slíku í bönk- unum.“ Beeoher fann, að honum veitt- íst létt að tala um Lynch. „Var það þannig, sem hann hélt sér uppi? Á fölsuðum ávísunum?" „Nei, einnig á annan hátt. Hann gefur fjandann í allt og alla. Hon- um finnst 'gaman að stofna til vandræða og gera öðrum til‘ miska.‘ Beecher horfði á hana. „Er það það, sem laðar þig að honum?“ „Ekkert svona tal'“, sagði hún hvasst. Beecher brosti til spegiltnynd ar sinnar í framrúðunni — það Var ekki vingjarnlegt bros, frekar eins og gretta hnefaleikamanns, sem hefur fengið högg fyrir bring- spalirnar. „Ég ætlaði ekki að særa þig — ekki enn“, sagði hann ró- lega. „Þú hræðist alltof margt til að geta verið hættulegur“ sagði hún og kímdi. Skyndilega hallaðist vélin í- skyggilega. Bakborðsvængur slóst niður í þrjátíu gráðúr. Beecher rak fótinn í vinstra stýrishjól og greip um hæðarstýrið. Fyrst í stað hélt hann, að þau mundu hrapa, en vélin rétti sig brátt aftur, og eftir nokkrar sekúndur hélt vélin sína beinu braut, eins og ekkert hefði í skorizt. „Hvað kom fyrir?“ spurði Laura hvasst. Beecher var það ekki ljóst sjálf um. Ekki var neinum vindi til að dreifa. Þau höfðu líklega lent í loftgati. „Jimmy flær þig lifandi, ef þú reynir einhver asnastrik.“ sagði hún. Beecher varð hissa á reiðinni í rödd hennar. Hann sneri sér við og sá hve henni hafði brugðið, hún hafði þrýst höndunum saman í skauti sér. Og þá varð honum ljóst, að það var ekki reiði, sem hann hafði heyrt i rödd hennar, heldur hræðsla. Beecher glotti og sneri sér aftur að mæl'aborðinu. „Þú sagðir, að ég væri of hræddur til að geta verið hættulegur.“ Andartaki síðar opnuðust dyrn- ar og Lynch kom inn. Hann hafði skipt um föt og var nú klæddur upplituðum kakibuxum og brúnni prjónapeysu. Skammbyssuna bar hann í annarri hendi. „Þú virðist hafa haldið réttri stefnu, sé ég“, sagði hann og horfði á áttavitánn yfir öxl Beechers. „Það var gott. Þú ættir að reyna að sofa eitt- hvað“, sagði hann við Lauru. „Við Beecher förum yfir flugáætlun- ina á meðan.“ Eftir að Laura var farin, settist Lynch j sæti hennar og opnaði kortamöppu. Hann lagði skamm- byssuna við hli.ð sér og tók blýant upp úr vasanum. „Fyrst og fremst ferðu nú niður í um 150 metra hæð“, sagði hann. „Ég vil ekki komast inn á radar- inn hjá þeim í Gíbraltar. Við ætt- um að sleppa í þeirri hæð.“ Beecher ýtti stýrisstönginni | fram, og hafði um leið auga ál hraða- og hæðarmælum vélarinn-: ar. „Hvert förum við svo?“ „Ég skal gefa þér stefnuna rétt strax“, sagði Lynch og setti merki með blýantinum i kortabókina. „Hlustaðu nú gaumgæfilega, Bee- cher. Ég get ekki stjórnað flugvél, en um vélina sjálfa veit ég þó nokkuð. Þú skalt ekki fara að telja okkur trú um, að hún verði fyrir skyndilegri vélarbilun. Ég læsti spönsku flugmennina inni í farangursgeymslunni. En ég get all'taf náð í þá aftur, ef þú verður til vandræða. Skilurðu það?“ „Af hverju notuðuð þið ekki spönsku flugmennina frá upp- hafi?“ „Við veltum að sjálfsögðu þeim möguleika fyrir okkur líka. Reka skammbyssu í bakið á þeim og fá þá til að hlýða skipunum. En ég tala ekki spönsku. En þú getur treyst því, að við hefðum getað fengið þá til hvers sem var, ef þú hefðir ekki fallizt á að vera þægur og góður. Stefnan verður nokkuð breytileg næstu tvo tím- ana. Og þá var betra að halda sér við þig.“ Beecher leit á mælitækin. Þeir voru næstum komnir niður í hundrað og fimmtíu metra hæð, og þeir gátu séð blikandi ljósa- röðina j Gíbraltar. Þeir flugu suð- ur fyrir bjargið og tóku stefnu í átt til Tangier. „Hefurðu eyðilagt loftskeyta- tækin“? spurði Beecher Lynch. „Vitaskuld. Ég sleit þau úr sam-: bandi. „Lynch glottj við tönn. Ég' reiknaði með, að þú mundir verða einmana hérna uppi, og kærði mig ekki um, að þú færir að þvaðra við stöðvarnar fyrir neðan. Þú sérð, að ég er fullkomlega heima í því, er að flugvélum Iýtur. Mundu það. Þú gerir ekkert án þess að ég skipi fyrir um það. Og skiptir þér ekki af öðru. Ég vil að flugferðin verði þægileg.“ Með Tangier að baki, beygðu þeir til hafs. Lynch beygði sig á ný yfir kortin og skipaði Beecher að taka stefnu í suður. Síðan hallaði hann sér makinda- lega aftur á bak og kveikti sér í sígarettu. „Svo höfum við ekkert að gera næstu tvo tíma“, sagði hann. „Þú getur látið sjálfstýrinn sjá um stjórnina, þegar þú vilt.“ „Ekki minna en tíu flugvélar verða úti að leita okkar, er dagur rís,“ sagði Beecher. „Og Interpol sveitist áreiðanlega blóðinu, þegar lík Frakkans finnst. Trúirðu því raunverulega að við sleppum?-1 Lynch yppti öxlum. „Það er kannske ekki fullkomlega víst, en þess vert að reyna.“ „Það er víst meira en lítið í húfi.“ „Af hverju spyrðu?“ „Þið vogið það miklu, að til einhvers hlýtur að vera að vinna. Og sjálfsagt hefur ekki allt verið í sómanum heima á Englandi heldur.“ „Ég skil, hvað þú átt við,“ sagði Lynch og varð hugsi. „Tja, það er kannske rétt hjá þér. Að minnsta kosti þurfti ég að stinga af. En ég nennti ómögulega að fara að gerast einn af mörgum milljónum smáborgara j smáborg- legu þjóðfélagi. Eða mundi þér hafa þótt það skynsamlegt?“ „Það hugsa ég ekki“, svaraði Beecher. „Já, þú ert ekki Englendingur. Þar í liggur munurinn. Sérðu til, garnli vinur, það er vægast sagt ósköp óþægilegt að vera annars flokks persóna á Englandi. Það gerir ekkert til, þótt maður sé fá- tækur. Og að vera ríkur og fyrsta flokks — það er fjandans ári gott líf. En að vera einhvers staðar þarna mitt á milli, er óþol- andi. Og einmitt þar var nú einu T f IVII N N, laugardagurinn‘22. júní 1963. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.