Tíminn - 27.06.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.06.1963, Blaðsíða 5
 RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Armann J. lagði alla Armann J Lárusson varð sigur- vegari i 53. fslandsglímunni, sem háð var að Hálogalandi á föstu- dagskvöldið Til keppni voru skráð ir 11 þátttakendur, en 8 mættu til leiks. Ármann tagði alla sína keppú- nauta og nlaut 6 stig. — Annar varð Guðmundur Steindórsson, UMF Samhygð, hann hlaut 4 v. og vinning í aukaglimu. Guðmund ur Jónsson KR, varð í þriðja sæti með 4 vinmnga. í 4.—5. sæti urðu þeir Ingvii Guðmundsson UMFB og Steindór Steindórsson UMF Sam- hygð. í 6. sæti varð Elías Árna- son KR með 1 vinning. Og í sjö- unda sæti varð Hannes Þarkelsson UMFR með 0 vinning. Glímufélagið Ármann sá um glímuna að þessu sinná og fór hún vel fram. Hörður Gunnarsson var glímustjóri og yfirdómari Ingi- mundur Guðmundsson. — Forseti ÍSf, Gísli Halldórsson, afhenti verð laun að glimu lokinni. LANDSLEIKNUM ■mre- Það' hefur nú verið ákve®ið, að einn húnna þriggja íslenzku milli- ríkjadómara í knattspyrnu, Hann- es Þ. Sigurðsson úr Fram, dæmi landsleik milli Svíþjóð'ar og Fmn- lands í Stokkhólml 14. ágúst n.k. — Það var sænska knattspymu- sambandið, sem óskaði eft'ir ís- lenzkum dómara og verður þetta í annað skipti, sem íslenzkur dóm ari dæmir lahdsleik, þar sem fs- land er ekki annar keppnisaðilinn. Haukur Óskarsson úr Víking dæmdi eins og kunnugt er lands- leik milli Skotlands og Noregs ný- lega — og fékk hvarvetna mikið Iof fyrir frammistöð'u sína. M.a. má geta þess, að KSÍ barst nýlega bréf frá norsfca knatt- spyrnusambandtnu, þar sem þess er getið, að Haukur hafi verið virðulegur full- trúi fslands og ræfct hlutverk sitt af stakri prýði. — Það er sannarlega á- nægjulegt tíl þess að vita, að leitað sé til ís- lenzkra bnatt- spyrnudómara til að dæma leiki cnilli annarra þjóða — og von- andi verður það með tímanum fastur liður að einhverju leyti í starfsemi þeirra. — Hannes Þ. Sig urðsson er einn Hannes reyndasti fcnatt- spyrnudómari landsins og hefur verið landsdóm ari um 12 ára skeið. Hann var einn þriggja dómara, sem fyrstir tóku landsdómarapróf — það var árið 1951 — hinir voru Þorlákur Þórð- arson úr Víking og Ingi Eyvinds úr Val. — Árið 1961 var Hannes gerður að milUrikjadómara — Landslei'kurinn í Stokkhólmi 14 VALBJðRN ágúst n.k. milli A-liða Svíþjóðar og Finnlands, verður fyrsti landsleik urinn sem Hannes dæmir. Valur sigr- aði í 2. fl. Valsmenn tryggðu sér sigur í 2. flokki í Reykjavíkurmótinu í knatt spyrnu á iaugardaginn með því að sigra KR með 3:2. Áður hafði Valur sigrað Fram með 2:0 og unn ið Víking. Valur á eftir að keppa við Þrótt en má tapa leiknum án þess að titillinn sé í hættu. Unglingakeppni F.R.Í. síðustu helgi í ágúst Valbjörn Þorláksson varð Islandsmeistari í tugþraut á meistaramóti íslands í frjáls- um íþróttum í fyrradag. Ár- angur Valbjarnar var heldur slakur enda var hann ekki heili heilsu og gat af þeim sökum ekki lokið keppni í einni grem — 1500 metra hlaupinu Valbjörn náði 6373 stigum Keppendur voru að- eins tveir auk Valbiörns keppti Páh Eiríksson, FH og náði hann 4967 stigum. Á SÍÐASTA ársþingi Frjálsí- þróttasambands íslands var sam- þyfckt reglugerð um svofcallaða „Unglingakeppni", og er áætlað að úrslit hennar fari fram síðustu helgina í ágúst. Fyrirkomulag keppninnar verð- ur sem hér segir: . Árangur ungUnga um allt land, sem unninn er á opinberum mót- um fyrir 1. ágúst sendist stjórn FRÍ, en að því lofcnu er unnið úr þeim skýrslum og fjórir eða fjór- ar beztu mæta til úrslitakeppni í Reykjavík. 2. Keppnisrétt eiga: Sveinar (14 —16 ára), drengir (17—18 ára), unglingar (19—20 ára) og stúlkur 18 ára og yngri. 3. Keppt skal í eftirtöldum grein um: Sveinar: 100, 400. hástökki, langstökki, kúluvarpi og kringlu kasti. Drengir: 100, 40, 800, 110 m. grindahlaupi (lágar grindur), hástökki. langstökki, kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Ungl- mgar: 100, 400, 1500, 3000, stang- arstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast og steggjukast, (fullorð- insáhöld). —- Stúlkur: 100, 200, 80 m. grindahlaup, hástökk, lang stökk, kúluvarp, kringlufcast og spjótkast. 4. FRÍ sfcal greiða allan ferða kostnað , bezta mann hverrar greinar. 3/4 ferðafcostnaðar 2. mannsins. Vz ferðakostnað 3. mannsins og 1/4 ferðakostnaðar 4. mannsins FRÍ skal sjá um sam eiginlegan ódýran dvalarstað ca. 4 daga fyrir þátttakendurna. 5. Unglingarnir eiga aðeins keppnisrétt í sínum aldursflokki 6. FRÍ skal þegar eftir fulla vitneskjn um 4 beztu birta loka- listann í blöðum og útvarpi og jafnframt senda þeim boð sem rétt eiga á keppni Forfaliist einhver frá keppni hefur FRÍ rétt til að taka næstu menn eftir þann fjórða. 7. FRI lætur útbúa sérstöfc eyðu blöð, sem síðan eru send öllum fé lögum, héraðssamböndum og frj álsíþró ttaráðum innan FRÍ, en þau skulu síðan sfcrá á þau það, sem um er beðið. 8. FRÍ sfcal með jöfnu millibili birta lista í blöðunum yfir 10 beztu í hverri grein, tH þess að ungltngarnir sjái hvort þeir hafi möguleika á að verða meðal 4 beztu. 9. Ef margir verða jafnir með ár angur skal miða við það hver vinn ur afrekið fyrstur. 10. Sambandsaðilar FRÍ skulu sjá um, að aðeins sé sendur lög legur árangur til FRÍ. Danir telja sig hafa misst af lesthmi til Tokyo á næsta ári í knattspyrnunni, eftir að þeir töpuðu fyrir Rúmenum í undan rásum Olympíuleikanna á sunnudaginn, með einu marki, 3 : 2. læikurimn fór fram í Kaup mannahöfn að viðstöddum mikl um fjölda áhorfenda og þrátt fyrir tapið eru Danir að mörgu leyti ánægðir með frammistöðu sinna manna. Þetta var fyrri leikur landanna — hlnn síðari fer fram í Búkarest 3. nóv. n.k. og það verður að ske krafta- verk ef við’ eigum að vinna þar, segja Danir enn frémur. Eins og kunnugt er, stóðu Danir sig sérlega vel í síðustu Olymplu- teikum — í Róm 1960 — en þá hrepptu þeir silfurverðlaun. Myndin að ofan er frá leikn- um á sunnudaginn og sýnir að- dragandann að fyrsta marklnu í leiknum, sem Rúmenar skor- uðu á 4. mínútu. — Framvörð ur danska lið’sins, Jens Peter- sen, reynir að hlndra rúmenska innherjann, Konstantin — en tekst ekki. (Ljósm.: Polfoto) Eslandsfararnir unnu Danmerkurmeistarana — Holstein-Kiel vann Esbjerg með 4—1 Þýzku knattspyrnumenn- irnir úr Holstein-Kiel, sem !éku hér í boði Fram fyrst í þsssum mánuði, léku á þriðju- daginn við dönsku meistarana Esbjerg og var leikurinn háð- ur í Kiel Þetta var nokkuð skemmtilegur leikur, en Þjóð- verjarnir léku þó mun betur og sigruðu með fjórum mörk- um gegn einu. Þess má geta í þessu sambandi, að Esbjerg-Iiðið hefur verið í sér- fiokki í Danmörku tvö síðustu arin og í keppninni, sem nú stend- ir yfir hefur Esbjerg verið í efsta ,-æti frá byrjun og mun leika fyr ir Danmörku í næstu Evrópubik- rkeppm Einnig sýnir þessi frétt, að frammistaða íslenzkra knattspyrnu manna gegn hinum þýzku atvinnu- mönnum á dögunum hefur alls ekki verið eins slæm og sumir vildu vera láta. Fram gerði til dæmis jafntefli við Þjóðverjana og KR tapaði með tveggja 'marka mun í leik þar sem sigurinn gat jafnvel eins lent KR-megin hvað .narktækifæri snerti. MEISTARAMÓT Handknattleiksmeistaramót íslands 1963 fyrir 2. aldurs- flokk kvenna verður haldið á Húsavík dagana 29. og 30. júm n.k. Fimm íþróttafélög senda lið til keppninnar. Ármann. Fram ig Vaiur frá Reykjavík Breiðablik Kópavogi og Völs ungur á Húsavík. Mótið nefst kl. 14.00 laugar daginn 29 júní. T í M I N N, fimmtudagurinn 27. júní 1963. — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.