Tíminn - 27.06.1963, Síða 13
wood-dómurinn
Framhald af 8. sí5u.
sneri við og hélt í austurátt. Var
Landhelgisgæzlunni tilkynnt um
atburði þessa og um kl. 1340 fékk
Óðinn fyriimæli frá Landhelgis-
gæzlunni um að' halda áfram til
Reykjavíkur og kl. 2234 batt varð
skipig landfestar við Ingólfsgarð
í Reykjavík og stuttu síðar lagð-
ist togarinn MILWOOD utan á Óð-
in.
Veður á mánudag var kul til
V 6, talsverffur sjór, skýjað.
Þaff skal tekið fram, að þegar
skipherra PALLISERS var um
borð í Óðni, var honum boðið að
athuga stað duflsins, sem lagt
hafði verið út við hlið togarans
undan Meðallandssandi. í ljós
nafði komið, að duflið hafði allan
tímann verið á sama stað. Ætlaði
liann að gera það, en aldrei varð
neitt úr þvi.
Staðarákvarðanirnar voru gerð-
st af 1. og 2. stýrimanni undir um-
sjón skipherra. Við mælingarnar
voru notuð Speryy ratsjá og Sperry
gyro áttaviti.
Laugardaginn 27. apríl var gyro
áttavitinn athugaður á eftirfar-
andi hátt með Sperry ratsjá varð-
skipsins.
Lómagnúpur, fjarlægð 22.0 sjó-
míla.
Eirfksnef á Ingólfshöfða, fjar-
iægð 15,2 sjóm. og miðaðist þá
Eiríksnefið réttvísandi 052° 5, og
sýnir það áttavitann vera réttan.
Lausi fjarlægðarhringurinn var
borinn saman við föstu fjarlægð-
arhringina og reyndist vera rétt-
ur“.
Hinn 28. apríl 1963 kl. 11,18
gerðu yfirmenn varðskipsins Þórs
eftirgreinda staðarákvörðun við
dufl það, sem Óðinsmenn höfðu
sett út hjá togaranum Milwood
daginn áður.
„Skarðsfjöruviti r. v. 268°Ej,
fjarlægð 6,4 sjómílur. Dýpi: 138
metrar".
Fimm af skipverjum togarans
Milwood, er komu með skipinu til
Reykjavfkur, hafa gefið skýrslur
fyrir sakadómi. í skýrslum
þriggja skipverjanna er ekkert,
er verulegu máli skipti um sak-
aratriði. Hásetinn Robert Mc
Intosih Duff hefur hins vegar bor-
íð sem vitni og staðfest þá skýrslu
með eiði, að hann hafi verið á
þilfari við vinnu sína, er varð-
skipið kom að togaranum. Þá hafi
verið að innbyrða stjómborðs-
vörpu togarans „en þegar varð-
skipið kom að honum, var höggv-
ið á veiðarfærin og pokinn skor-
iun frá. Var þetta gert að skip-
un skipstjóra, en hvers vegna veit
ritnig ekki“. Hásetinn George
Stephen hefur með eiðfestu vætti
borið með sama hætti um þessi
atriði. Vitnið þetta kveðst einnig
„hafa séð, að dufl var sett út frá
varðskipinu um 200—250 yards
irá stjórnborðshlið togarans".
Vitnið kveðst því næst hafa farið
tpp í stýrishús togarans og hafi
skipstjórinn þá verið einn við
stýri. Segir vitnið, að siglt hafi
verið „beina stefnu, en í hverja
átt, veit vitnið ekki. Það segir
togarann ekkert hafa beygt, er
arekstur varð við varðskipið". Og
1 síðari skýrslu lýsti vitniff því,
að varðskipinu hefði verið „beygt
veg fyrir togarann".
Þá er þess og aff geta, að loft-
skeytamaður og fyrsti stýrimaður
varðskipsins Óðins hafa báðir bor
ið og staðfest með eiði, að þeir
hafi að kvöldi þess 28. apríl s.l.
heyrt í talstöð varðskipsins að
einhver „Mr. Wood í Skotlandi'
hafi þá krafizt þess af skipherra
herskipsins Pallisers að skipstjór-
inn á Milwood yrði þegar í stað
f'uttur aftur um borð í togarann
Juniper og að hann sigldi síðan
beina leið til Skotlands. Nefndur
Wood kom að eigin ósk fyrir saka
dóm Reykjavíkur og gaf þar
skýrslu. Skýrði hánn m. a. frá því
að hann væri hluthafi, stjórnarfor-
maður og aðalforstjóri Burwood
Fishing Co. Ltd., sem væri fjöl-
skyldufyrirtæki hans. í nefndri
dómsskýrslu Woods felst og viður
kenning á því sém loftskeytamaður
og fyrsti stýrimaður varðskipsins
Óðins báru og áður er rakið, þ. e.
að hann hafi nefnt sinn skipað svo
"yrir að láta „flytja Smith skip-
stjóra úr Palliser yfir í Juniper
og láta þann togara síðan hraða
sér heim til Aberdeen“.
II.
Meðal hinna nýju gagna, sem
lögg hafa verið fyrir Hæstarétt, er
álitsgerð skólastjóra Stýrimanna-
skólans og mörkun hans á sjó-
uppdrátt. Samkvæmt mælingum
skólastjórans var staður varðskips
íns Óðins ' ið hlið togarans. Mil-
wood kl. 0,520 þann 27. apríl þ. á.
um 1,2—1,3 sjómíla innan sex sjó-
mílna fiskveiðimarkanna. Staður
dufls þess, er áður greinir og
stjórnarmenn varðskipsins Þórs
mældu kl. 11,18 hinn 28. apríl þ.á.
reyndist samkvæmt athugun skóla-
stjórans vera um 1,4—1,5 sjómíla
innan sex sjómilna fiskveiðimark-
anna. Telur skólastjórinn, að mun
ur á staðsetningum þessum geti
stafað af því, að duflið hafi rekið
smávegis á tímabilinu frá því að
það var sett út og þar til Þórs-
menn mældu stað þess.
Þá hefur og verið lagt fram í
málinu endurrit ákæruskjals, sem
saksóknari ríkisins gaf út 18. þ.m.
Samkvæmt skjalinu ákærist John
Smith, skipstjóri á togaranum Mil-
wood“ fyrir að hafa gerzt sekur
um fiskveiðibrot samkvæmt 2. gr.
reglugerðar nr. 3 11. marz 1961
um fiskveiðilandhelgi íslands, sbr.
lög nr. 44 5. apríl 1948 og lög nr.
33 19.; júní .1922, sbr. enn fremur
'.. mgr. 1. gr. laga nr. 5 18. maí
1920 um bann gegn botnvörpuveið-
um, sbr. 1. gr. laga nr. 6 17. febr.
1959 um breytingu á þeim lögum,
meg því að vera á botnvörpuveið-
i,m á nefndum togara 1 Meðallands
Dug árla morguns, um kl. 05,20,
laugardaginn 27. apríl 1963 inn-
an fiskveiðilandhelgi íslands, eins
og hún er ákveðin í 1. gr. fyrr-
nefndrar reglugerðar nr. 3/1961
og innan við svæði það milli sex
og tólf sjómílna fiskveiðilögsögu,
sem um ræðir í 3. gr. IV. í auglýs-
ingu nr. 4 11. marz 1961, sbr. 6. gr.
nefndrar reglugerðar nr. 3/1961.
Þá ákærist nefndur skipstjóri
enn fremur fyrir að hafa um kl.
05,35 sama dag, meðan varðskipið
Óðinn veitti togaranum Milwood,
A 472, eftirför og sigldi samhliða
oonum frá vettvangi fiskveiðibrots
ins í því skyni að færa togarann
og skipstjóra hans til hafnar, gerzt
sekur um að sigla togaranum þann-
ig að varðskipinu með stefnubreyt
ingum, án tilskilinna merkjagjafa,
?ð árekstur varð ekki umflúinn og
skemmdir hlutust af á báðum skip
unum. Þykir þetta varða viff 261
gr. siglingalaga nr. 56/1914 og
220. gr. 4. mgr. almennra hegning-
arlaga nr. 19/1940“. Ákærist nefnd
ur skipstjóri „til að sæta refsingu
samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr.
3/1961, sbr. 3. gr. laga nr.
44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952,
um breytingu á þeim lögum, sbr.
enn fremur 3. gr. laga nr. 5/1920
og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breyt
ingu á þeim lögum og enn fremur
samkvæmt refndum ákvæðum sigi
ingalaganna og hegningarlaga til
að sæta upptöku veiðarfæra
nefnds togara og andvirðis afla
hans, sem seldur var hinn 6. mai
'963, og til greiðslu alls sakar-
kostnaðar" Enn fremur er þess
krafizt, að ákærði verði dæmdur
til að greiða Landhelgisgæzlunni
„bætur fynr tjón það, sem varð
a varðskipinu Öðni við áðurnefnd
an árekstur, kr. 120,700,00, ásamt
8% ársvoxtum frá 27. apríl 1963 til
greiðsludags og kr. 7.507,00 vegna
kostnaðar við mat tjónsins".
Samkvæmt áritun yfirsakadóm-
ara á ákæruskjalið er John Smith
stefnt fyrir sakadóm Reykjavíkur
2. september n.k. til sakar að svara
og dóm að þola samkvæmt fram-
angreindri ákæru. Saksóknari rík-
isins lýsti því fyrir Hæstarétti, að
gerðar yrðu ráðstafanir til að fá
ákæruskjalið birt fyrir nefndum
skipstjóra.
III.
Samkvæmt lokaákvæði 1. gr
laga nr. 5/1951 um breyting á lög
um nr. 5/1920 um bann gegn botn-
vörpuveiðum má leggja löghald á
skip, sem notað hefur verið til ó-
löglegra botnvörpuveiða við ís-
land, og selja það síðan, að undan-
gengnu fjárnámi, til lúkningar
sektum á hendur skipstjórnar-
manni svo og málskostnaði, sbr.
og auglýsingu um fullgildingu
Evrópuráðssamnings um verndun
mannréttinda og mannfrelsis nr.
11/1954, fyigiskjal II, 1. gr. in fine.
Samkvæmt áralangri dómvenju
hefur þetta verið framkvæmt þann
:g, að héraðsdómur sá, er haft hf f
ur slikt mal til meðferðar, hefur
iagt hald a skipig og haldið því,
þar til dómur hefur gengið í hér-
aði. Þá hefur héraðsdómur að jafn
aði sleppt skipinu gegn hæfilegrj
ítyggingu.
Þegar litið er til þessa og að eigi
verður ag svo stöddu séð fyrir um
lyktir sakamáls þess, sem sam-
kvæmt framansögðu hefur verið
höfðað gegn skipst.jóra togarans
Milwood, svo og þess, að eigi er
ioku fyrir það skotið, að togarinn,
sem ber sýnileg merki framan
greinds árekstrar, kunni, eins og
saksóknari ríkisins og rannsókn
ardópuir teija, enn að hafa sönn-
unaiigfldi í málinu, sbr:"l. mgr. 43.
gr lága 82H961, þá þykir á þessu
stigi málsins rétt að heimila hér
aðsdómi að halda togaranum enn
um sinn. Eftir málavöxtum, eins
og þeir hafa verið raktir hér að
framan, telst þó eigi rétt, að heim-
;'d þessi haldist án nýrrar dóms-
ákvörðunar lengur en til 5. septem
fcer 1963.
Kærumálskostnaður fellur nið-
ur.
DÓMSORÐ:
Héraðsdómi er heimilt að hafa
togarann Milwood, A 472, í haldi
til 5. september 1963.
Kærumálskostnaður fellur nið-
SÉRATKVÆÐI
Gizurar Bergsteinssonar
hæstaréttardómara
Um krötur í máli þessu, mál-
efnalýsingu og efni nýrra gagna,
sem lögð hafa verig fyrir Hæsta-
rétt, er vísað til atkvæðis meiri
bluta dómenda.
Svo sem rakið er í hinum kærða
úrskurði, hafa verið gerðar af
hendi kæranda ítrekaðar tilraun-
ir til að fa b.v. Milwood leystan
hér úr haldi. Hefur yfirsakadóm-
ari jafnan synjað þess, síðast með
hinum kærða úrskurði.
Athugsefni er, hvort skilyrði
séu að íslenzkum lögum til að
nalda b.v. Milwood lengur en nú
or orðið hér í höfn.
Samkvæml 43. gr. laga nr.
82/1961 um meðferð opinberra
mála skal leggja hald á muni, sem
1. ætla má,1 að hafi sönnunargildi
í opinberu máli,
2. þeirra hefur verið aflað á refsi
verðan hátt, eða
a ætla má, að þeir verði gerðir
upptækir.
Um 1. Þá er togarar eru tekn-
ir fyrir ætluð fiskveiðibrot, er
þeim við venjulegar aðstæður hald
ið, meðan málið er prófað og dæmt
af héraðsdómi. Stendur þá haldið
einungis fáa daga. Að héraðsdómi
gengnum er togurum sleppt gegn
tryggingu, enda þótt oft fram fari
ýtarleg framhaldsrannsókn, áður
en dómur gengur i Hæstarétti. Mál
ákæruvaldsins gegn John Smith
hefur eigi verið leitt til lykta sök-
um undankomu hans. Hefur b.v.
Milwood legið í Reykjavíkurhöfn
frá því síðast í apríl. Tækifæri
hefur verið allan þennan tíma tij
að skoða hann í krók og kiing m.a.,
bæði fyrir málflytjendur og dóm-
endur í héraði, taka myndir af
skemmdum á honum o. s. frv. —
Dómkvaddir menn hafa kannað rat
sjártæki hans. Dómkvaddir menn
hafa og rannsakaff skemmdir þær,
sem urðu á honum við árekstur-
inn við varðskipig Óðin, og metið
viðgerðarkostnað. Að því er varðar
ætlað fiskveiðibrot John Smiths
skipstjóra er meginsönnunargagn-
ið framburður varðskipsmanna og
mælingar þær, sem þeir gerðu,
þá er þeir komu að togaranum
27. apríl s I., en afli togarans hef-
ur verið seldur og andvirðið lagt i
greiffslugeymslu. Gegn því sem nú
var sagt, hefur eigi verið sýnt
fram á, að efni séu til að halda
iugaranum áfr*m af sönnunar-
astæðum.
Um 2. SWlyrði það, sem hér
greinir, kemur eigi til álita í máli
þessu.
Um 3. Lög nr. 5/1920, sbr. lög
nr. 5/1951, kveða á um upptöku
afla og veiðarfæra togara, sem er
notaður til ólöglegra fiskveiða í
landhelgi, en eigi um upptöku tog-
arans sjálfs
Skilyrði upptöku hlutar samkvæmt
1 migr. 69. gr. laga nr. 19/1940,
er, að eigandi hams hafi verið við
brotið riðinn. Þessu er eigi til að
dreifa af hendi eigenda b.v. Mil-
wood, að því er áreksturinn varð-
ar, svo séð verði, enda hefur sak-
sóknari eigi gert kröfu um upp-
töku togarans. VerSur hald togar
ans því eigi reist á heimild til upp
töku, hans.
Eigi er í íslenzkum lögum hcini
ild til áð beita haldi á togaranum í
því skyni að þvinga ákærða, John
Smith til þess að ko.ma fyrir dóm
á íslandi.
Með 3. gr. og 5. gr. laga nr. 5/
1920, sbr. lög nr. 5/1951, er mæld
refsing á hendur skipstjóra, sem
staðinn er að botnvörpuveiðum í
landhelgi. „Leggja má löghald á
skipið og setja það, að undan-
genignu fjárnámi, til lúkningar
sektum samkvæmt þessari grein
og kostnaði". Hér er rétt að geta
þess, að orðin löghald og kyrmsetn
ing tákna það sama í íslenzku laga
máli. Ber því að beita alcnennum
reglum um kyrrsetningu til fylling
ar ákvæðinu. Með 144. gr. laga
nr. 82/1961 er kveðið á um kyrr-
setningu fjármuna í opinberum
imáluim til tryggingar málskostn-
aði, skaðabótum og eignartöku, ef
því er að skipta. Segir þar m.a.:
að um framkvæmd og þýðingu
kyrr®Qtningar fari sem um kyrr-
setningu fjármuna almennt þó
með þeim undantekningum, að
beiðandi kyrrsetningar þarí eigi
að setja tryggingu, staðfestingar-
mál þarf eigi að höfða og að á-
byrgð á kyrrsetningu fer eftir
almennum skáðaibótareglum. Sam-
kvæmit þessu gildi um slíka trygg
ingu 13. gr. laga nr. 18/1949 um
kyrrsetningu og lögbann, en þar
segir: „Nú er nægileg trygging sett
fyrir greiðslu kröfu með vöxtum
til áætlaðs greiðsludags eða gjald-
daga, ef krafa er ekki fallin í gjald
daga, og kostnaði, og má kyrrsetn-
ing þá ekki fram fara, enda skal
fella hana niður, jafnskjótt sem
nægileg trygging kann síðar að
verða sett. Uim mat tryggingar fer
samkvæmt 12. gr. s.I., þ.e. fógeti
framkvæmir það. Samkvæmt 144.
gr. laga nr. 82/1961 framkvæimir
dómari kyrrsetningu, ef han-n hef-
ur jafnframt fógetavald, en lætur
að öðrum kosti fógeta framkvæma
hana. Framangreind ákvæði taka
til máls þessa.
Niðurstaðan er því sú, að leysa
ber úr haldi b.v. Milwood, A 472,
frá Aberdeen, gegn því, að kær-
andi setji þá fétryggingu, sem bær
dcimari samkvæmt 144. gr. laga
nr. 82/1961 metur fullnæga og
gilda fyrir hvers konar greiðslum,
svo sem fésektum, skaðabótum og
kostnaði, er leiða ka-nn af athæfi
því, sem John Smith, skipstjóri
á nefndum togara, er saksóttur
fyrir með ákæru saksóknara, dags.
18. júní 1963.
Eftir atvikum er rétt, að kæru-
málskostnaður falli niður.
D Ó M S O R Ð :
Leysa ber úr haldi b.v. Milwood,
A 472 gegn því, að' kærandi, Gisli
ísleifsson f.h. Burwood Ftehing
Company Ltd, Aberdeen, setji þá
fétryggingu, sem bær dómari sam-
kvæmt 144. gr. laga nr. 82/1961,
metur fullnæga oig gilda fyrir
hvers konar greiðslum, svo sem fé
sektum, skaðabótum og kostnaði,
sem leiða kann af athæfi því, sem
John Smith, skipstjóri á b.V. Mil-
wood, A 472, er saksóttur fyrir
með ákæru saksóknara ríkisins,
dags. 18. júní 1963.
Kærumalskostnaður fellur nið'-
ur.
Rétt endurrit staðfestir 25. júní
1963.
Vélritunarstúlka óskast
Félagsmálaráðuneytið vantar stúlku til afleysinga
við vélritun nú í sumar.
Sími 1-67-40.
Afgreiðslustúlkur
Vantar afgreiðslustúlkur í kjörbúð og mjólkurbúð
frá 1. september n.k. — Uppiýsingar geíur kjör-
búðarstjórinn.
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkrók*
T í M I N N, fimmtudagurinn 27. júní 1963. —
13