Tíminn - 27.06.1963, Qupperneq 14

Tíminn - 27.06.1963, Qupperneq 14
 ÞRIDJA RIKID WILLIAM L. SHIRER legt er, að tvær hliðar voru á >essu máli. Verkamann, s«m þann íg Tiafði verið settur í Vinnu, gat atvinnuveitandinn ekki rekið án samþykkis vinnumiðlunarskrfstofu rSdsins. Hann hafði hlotið at- vinnutryggingu, nokkuð, sem hann 'hafði tæpast þekkt á lýðveld istfmanum. Eins og rómverska öreigalýðn- um var þýzku verkamönnunum, sem nú voru bundnir af svo mörg um tafcmörkunum við tekjur, sem rétt nægðu til þess að halda líf- inu í þeim, séð fyrir hringleika- húsum til þess að dreifa athygl- inni frá hinni ömurl'egu tilveru þeirra. „Við urðum að dreif'a at- 'hygli fjöldans frá efnislegum til siðferðilegra verðmæta", sagði dr. Ley einu sinni. „Það er meira áríðandi að sjá sál mannanna en maga þeirra fyrir fæðu“. Svo kom hann af stað samtök- um, sem hann kallaði Kraft durch Freude („Kraft í gegnum gleði“). Þau sáu mönnum fyrir því, sem aðeins er hægt að nefna skipu- lagðar tómstundir. Undir einræðis stjórn tuttugustu aldarinnar er talið nauðsynlegt, eins og ef til vill líka var undir einræðisstjórn um fyrri alda, að hafa eftirlit með ekki aðeins vinnutíma heldur einnig tómstundum einstaklings- ins. Þetta var það, sem „Kraftur í gegnum gleði" gerði. Áður en nazistarnir komu til sögunnar í Þýzkalandi, höfðu verið þar tugir þúsunda klúbba allt frá skák- og fótboltaklúbburn til klúbba fyrir fuglaskoðara. Á nazistatímanum var engum félögum, skemmtifé- lögum, íþróttafélögum eða öðrum leyfilegt að starfa, nema undir eftirliti og stjórn Kraft durch Freude. Fyrir hinn venjulega Þjóðverja í Þriðja ríkinu voru þessi víðtæku hressingar- og skemmtanasamtök án efa betri en alls ekkert, ef mönnum var ekki sjálfum treyst- andi til þess að sjá sér fyrir dægra dvöl. Samtökin sáu t.d. meðlimum Verkalýðsfylkingarinnar fyrir hundódýrum sumarleyfisferðum bæði á sjó og landi. Dr. Ley byggði tvö 25,000 lesta skip, ann- að kallaði hann í höfuðið á sjálf- um sér, og leigði svo tíu önnur til þess að annast skemmtisiglingar á vegum Kraft durch Freude. Höf- undurinn tók einu sinni þátt í slíkri siglingu, og enda þótt lífið um borð væri skipulagt af nazista- foringjum, svo að nálgaðist pínu (fyrir hann), virtust þýzku verka- mennirnir skemmta sér vel, og það á kostakjörum. Sigling til Madeira fcostaði t.d. aðeins 25 dollara (1075 kr.), þar með talin járnbrautarferð til og frá þýzku brottfararhöfninni, og aðrar skemmtiferðir voru álíka ódýrar. Strendurnar við hafið og við vötn voru teknar handa þúsundum sum arleyfisfólks — ein þeirra hjá Riigen við Eystrasalt, sem ekki hafði verið lokið við að skipu- leggja, þegar stríðið hófst, átti að hafa hótelrými fyrir tuttugu þús- und manns — og á vetrum voru skipulagðar sérstakar skíðaferðir til Bayernsku Alpanna og kost- uðu þær 11 dollara á viku, ferðir, fæði og húsnæði, leiga á skíðum og kennsla skíðakennara, allt inni- falið. fþróttirnar voru einnig skipu- lagðar í stórum stíl, en „Kraftur í gegnum gleði“ hafði eftirlit með öllum greinum þeirra, og meira en sjö milljónir manna tóku þátt í þróttalífinu árlega, að þvi er opin- berar tölur sýndu Þá útveguðu samtökin einnig leikhúsmiða fyrir lítið verð, og sömuleiðis miða í óperuna og á hl'jómleika, og gerðu þannig verkamanninum kleift að njóta meira af skemmtunum hinna st'óru, eins og nazista-leiðtogarnir hrósuðu sér oft af. Kraft durch Freude hafði einnig sína eigin 90 manna sinfóníuhljómsveit, sem stöðugt var á ferðalagi um landið, og spilaði oft í litlum þorpum, þar sem fólk átti ekki oft kost á að heyra góða tónlist Þá lögðu sam tökin undir sig hinar 200 kennslu stofnanir fyrir fullorðna, sem blómgazt höfðu á tímum lýðveldis- ins — hreyfingu, sem átti upptök sín í Skandinavíu — og hélt á fram að reka þær, en bætti sterkri blöndu af nazistakenningum við kennsluefnið Þegar öllu var á botnmn hvolft. borguðu verkamennirnir auðvitað fyrir skemmtiferðir sínar. Árlegar tekjur af gjöldum til Verkalýðs- fylkingarínnar máimu 160,000,000 dollurum árið 1937 og komust yfir tvö hundruð milljóna-markið (dollara) um það leyti, sem stríð- ið hófst, að því er dr. Ley sagðl — bókfærslan var sérlega óskýr, en það var ekki ríkið heldur fjármálaskrifstofa flokksins, sem sá um hana, og hún birti aldrei reikninga sína. Tíu af hundraði gjaldanna runnu til Kraft durrh Freude, en upphæðirnar, sem einstaklingarnir borguðu fyrir skemmtiferðir og skemmtanir yfir leitt, ódýar eins og þær voru, námu árið fyrir styrjöldina 1,250,- 000,000 dollurum. Svo bættist enn ein byrðin á launþegana, þegar stærstu einstöku flokkssamtökin í landinu með tuttugu og fimm milljónum meðlima, þ e Verka lýðsfylkingin varð að útblásnu skrifstofubákni, með tugþúsundir starfsmanna, sem unnu fullan vinnudag í rauninni var talið, að frá 20 til 25 af hundrað; tekn- anna ætust upp af kostnaði vjð stjórn fylkingarinnar Ein voru þau svik. sem Hitler gerði sig sekan um, við þýzku verkamenmna og eru þess virði að þeirra sé getið að litlu Þau stóðu í sambandi við Volkswagen (Fólksvagninn ’ - hugmynd for ingjans sjálfs Sérhver Þjóðverji, eða að minnsta kosti sérhver þýzkur verkamaður sagði hann átti að eiga bíl alveg ems og verkamaðurinn ’ Bandaríkjunum Fram til þessa hafði aðeins verið einn bíll a hverja fimmtíu borg ara I landinu (í samanburði við einn á hverja fimm Bandarikj unum) Verkamaðurinn hafði not að hjól eða almenningsfarartæki til þess að komast leiðar sinnar Nú ákvað Hitler að bíR skv'd’ 123 verða smíðaður handa honum, seldur á aðeins 990 mörk. Sagt var, að hann hefði sjálfur lagt hönd að verki við hina raunveru- legu teikningu bílsins, sem gerð- ur var undir stjórn austurrísks bifreiðaverkfræðiilgs, dr Ferdin- ands Porsche. , Þar eð einkaiðnaðurinn gat ekki framleitt bíl fyrir aðeins 990 mörk, skipaði Hitler, að ríkið smíðaði hann og setti Verkalýðs- fylkinguna yfir verkið. Samtök dr. Leys hófust þegar handa árið 1938 við að byggja „stærstu bíla- verksmiðjur f heimi“ við Fallers- leben í nánd við Braunschweig, og áttu þær að geta framleitt eina og hálfa milljón bíla á ári — „meira en Ford,“ sögðu áróðurs- meistarar nazista. Verkalýðsfylk- ingin lagði af mörkum fimmtfu milljónir marka í lausu fé, en þetta var ekki aðalfjámmagnið. Hin snilldanega áætlun dr. Leys gerði ráð fyrir, að verkamennirnir sjálfir legðu fram féð, samkvæmt því sem kaiiað var „borgaðu—áð- ur—en—þú—færð—hann“ afborg- unarfyrirkomulagi'— fimm mörk á viku eða ef verkamaðurinn hélt, að hann nefði ráð á að borga meira, þa tíu eða fimmtán mörk á viku Þegar 750 mörk höfðu verið greidd inn á bílinn. fékk kaupandinn pöntunarnúmer. sem veitti honum rétt til þess að fá bíl jafnskjótt og hægt var að fram ieiða hann. Guð hjálpi verkamönn unum ekki einn einasti bíl.l var afhentur kaupanda, á meðan Þriðja ríkið var og hét. Þýzku launþegarnir greiddu tugi milljón marka inn á bílana, og ekki einn einasti pfenningur var endur- greiddur. Þegar stríðið byrjaði, vai Volkswagenverksmiðjunum falið að framleiða vörur, sem voru gagnlegri hernum. en bíll ' erkamannsins var 33 Beecher leit örvæntingarfullur í kringum sig i stjórnklefanum, Síðasta vonin brást. Flugvélin var sem gróin föst og loftskeyta- tækin eyðilögð. Hann sneri sér af skyndingu að gluggunum. Don Willie pírði augunum út úr bif- reiðinni í átt að stélinu. Hann var augsýnlega orðinn óþolinmóður — hann þurrkaði þrútið andlitið með gulum vasaklút og hóf upp | arminn til að líta á klukkuna. „Hversu lengi hafið þið efni á að bíða!?“ hrópaði Beecher til Lynch. „Ég vildi, að þú gætir verið skynsamur“, sagði Lynch. „Það er engin ástæða til að vera að draga þettá á langinn.1’ „Hér er annað og meira en ávís- anafölsun á ferðinni", sagði Bee- cher. „Nú leggurðu þinn arma haus undir. Og þú vilt tapa? Er það ekki það, sem þú vilt?“ Lynch svaraði ekki. Fótatak hans hvarf hratt aftur eftir gang- inum. Beecher sneri sér aftur að glugganum. Don Willie hafði opn- að bíldyrnar, stóð á þrepinu og starði af ákefð í átt að vélinni. Lynch hafði nú sennilega birzt í dyrunum, því að Don Willie hróp- aði og pataði höndum og benti með ákefð á armbandsúrið. Þá stökk hann niður af þrepinu og hraðaði sér reiðilega i átt til Lynch út fyrir sjónmál Beeehers. Um stund heyrði Beecher ekk- ert til þeirra. Þá hrópaði Lynch til hans: „Ætlarðu að koma út, gamli vinur?“ „Farðu til andskotans!“ Þessu svöruðu þeir ekki. Bee- cher beið um stund og skyggndist síðan út um gluggann. Nú mundu þeir vera að yfirvega næsta leik og hið eina, sem hann gæti gert, væri að bíða í þröngri, funheitri gildrunni. Ilann heyrði fótatak í ganginum, sem nálgaðist stjórn- klefann. Síðan varð allt kyrrt. Skyndi- lega þefaði Beecher út í loftið. Daufir brestir bárust til eryna honum handan að. Beecher lagði eyrað að dyrunum. Brestirnir urðu smám saman snarpari og hærri. * „Lynch!“ hrópaði hann. „Þú ættir frekar að koma þér úr, gamli vinur. „Rödd Lynch var fjarri. „Ég er búinn að kveikja í fremstu sætunum. Mundirðu ekki vilja velja þér svolítið þægilegri dauðdaga?" Beecher þrýsti lófunum að dyr- unum. Hann gat enn ekki fundið til hitans, en undir hurðina leit- uðu þunnir reykjarstrókar. Snark- ið í eldinum varð smám saman háværara. Beecher færði sig frá dyrunum og reyndi af örvæntingu að hafa hemil á óttanum. Reykurinn þéttist srnám saman í stjórnklefanum. Beecher ham- aðist á rúðunum án árangurs. Hann hefði eins vel getað barið á stálvegg, enda áltu rúðurnar að þola 500 km. loftþrýsting Don Willie var genginn aftur að bif- reiðinni. Hann stóð öðrum fpati á þrepinu og horfði upp í stjórnklef ann. Reykurinn hvirflaðist um klefann og huldi Beecher sýn. Hann greindi Don Willie aðeins ógreinilega og bílinn aðeins sem þokukennt flykki. Mjög ógreini- lega greindi hann andlit Lauru eins og hvitan þríhyrning í fram- sæti bifreiðarinnar. Hún lyfti höfðinu og horfði upp í stjórn- klefann með sama áhuga og á- hqrfandi að bifreiðaárekstri. Beecher byrjaði að hósta. Hann lagðist á hnén og lagði báð- ar hendur fyrir vitin, og reyndi þannig af örvæntingu að sía hreint loft niður í lungun. Hann W. P. Mc Givern fann ekki til ótta lengur. Þörf hans fyrir hreint loft yfirgnæfði allt annað. Hann einbeitti sér að þeirri ákvörðun að stilla sig um að opna dyrnar og láta Lynch skjóta sig. Hann var hvort sem var að dauða kominn, og honum fannst ekkert mikilvægara en þessi ákvörðun. Þau gátu brennt hann lifandi, en þau myndu ekki geta fengið hann til að hlaupa beint gegn byssuhlaupunum, eins og hrætt dýr. Hósti Beechers varð krampa- kenndur, reykurinn brenndi inn- an lungun. Hann hafði verið við- búinn dauða sínum. Þá ákvörðun hafði vilji hans tekjð. Hann hafði hugsað sér dauðann sem skyndi- legan endi alls, — eins og blað, sem félli til jarðar, eins og straum, sem væri rofinn. Dauðinn átti sér upphaf, aðdraganda og endi. Þctta var ekki sama og að rjúfa straum Það tók sinn tíma að deyja. Of langan tíma. Þetta var martröð, full ótta og angistar Beecher breytti þó ekki um ákvörðun. Það var frumhvötin í honum sjálfum, sem gerði það Hann hljóp upp í blindni, skaut slánni frá og reif upp dyrnar. Eldtungunum sló fyr- ir vit hans Það var sem hálft far- þegarúmið stæði í ljósum loga. Lynch stóð við dyrnar í míðri vél- inni með byssuna i hendinni. Beecher sá það í einni sjón- hending um leið og hann hljóp í gegnum eldinn. um leið og hann reyndi að vernda höfuðið með handleggjunum. Snarpur hvellur heyrðist frá skammbyssunm, eins og grimmdarlegt gelt innan um hvæsið í eldinum, en kúlan hitti ekki. Hann fann ekki til annars en loganna, sem sviðu hendur hans og sá aðeins málmgólf flug- vélarinnar, sem fleiðraði andlit hans, um leið og hann féll þungt að fótum Lynch. Hann reyndi að rísa upp. Nú fékk hann loft í lung- un, kalt, þurrt eyðimerkurloft, sem lék um andlit hans. Um leið og hann lyfti höfðinu, sá hann andlit Lynch, sem skar sig greini- lega úr reykhafinu. Hann leit út eins og hann væri gráti næst. Það voru engin tár á vöngum hans, en augu hans voru gljá aí geðs- ’ræringu. „Fari það í heitasta!", hrópaði liann. ..Þú veizt. að ég neyðist til þess". Hann reiddi upp oyssuna, og lét hana ríða á gagnauga Beechers. Höggið var furðulega lengi að hafa áhrif Beecher tann kalt málmgólfið við andlii sér á ný, horfði á fætur Lyncb bera við heiðskíran himininn og hverfa, fann hitann og logana < kringum sig — það var eins og hann skynj aði þetta allt í sömu andránni og Lynch sló hann. En síðan kom sársaukinn, myrkrið og vitneskjan um dauðann. 13 KAFLl Einhver hafði einhvern tíma sagt Beecher frá vísindamanni, sem hafði dreym’ um algilda form úlu, sem myndi leysa þjóðfélags leg og efnahagsleg vandamál alls heims. Vísindamaðurinn hafði vaknað af svefni í mikilli geðs- hræringu og í svefnrofunum skrif- að hina dásamlegu líkingu niður, og síðan fallið i svefn á ný. Morg- uninn eftir hafði hann af ákefð gripið blaðið á náttborði sínu. Þar á var rituð þessi eina setn- ing: „Heimurinn ber með sér veikan keim af joð-blöndu“ Bee- cher minntist þessa. Þetta virtist að nokkru leyti skýra hans eigin ástand Hann dró andann Þess vegna hlaut hann að vera lifandi, en loftið, sem hann andaði að sér, var mettað römmum sóttvarnar- þef, þef, sem alltaf hafði minnt hann á efnafræðitímana í skólan- um Heimur hans bar veikan keim af joðblöndu. Það veitti honum ósjálfrátt einhverja óráðskennda bughreystingu Hann vissi ekki hvort hann sat, stóð eða lá flatur á maganum. Loks opnaði hann augun, — það stoðaði ekkert. Það var sem hann gæti ekki áttað sig. Skynjanir hans þurrkuðust út vegna ógleði og sársauka Eyðimörkin var eins og múrveggur frammi fyrir hon- um. grænn og hnökróttur á yfir- borði og teýgðist þverhníptur upp mót hvítum himni. Þetta hlaut að vera missýning, hugsaði hann og deplaði augunum. Hann lá á mag- anum með vangann á gólfinu og starði út um dyr flugvélarinnar. Stellingin ruglaði fjarlægðarskyn brns og iörðin reis upp á rönd. T í M I N N, fimmtudagurinn 27. júní 1963. — 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.