Tíminn - 09.07.1963, Síða 9

Tíminn - 09.07.1963, Síða 9
Ezra Pound söngur um stríð, öðru nær, held ur hið naprasta háð. Það gerir mikla lukku í París. Ungu, brezku leikskáldin skrifa alls ekki fyrir sjónvarp, hvorki t.d. Osborne né Wesker, en Harold Pinter hefir skrifað lítið eitt fyrir það. Þau kjósa auðvitað flestra hluta vegna að skrifa fyrir leiksvið. Þannig hafa þau möguleika á að fá allt að 50 þúsund pundum fyrir leikrit, en varia meira en tvö þúsund fyrir sjónvarpsleikrit. Yfirleitt eru það sérstakir menn, sem semja fyrir sjónvarpið og þeirra verk sjást ekki annars staðar. En nú því við minn- umst á leikskáldin, þá frétti ég um daginn mér til mikillar hryggðar, að einn af okkar beztu, ungu leikritahöfundum lézt á dögimum, John Whiting. Þar misstuoi við góðan mann fyrir aldur fram. — Þér minntuzt á það áðan, að þér hafið á sínum tíma skrif að um Ezna Pound í Criter- ion. Kynntuzt þér Pound? — Já, ég fékk sérstakt leyfi til að heimsækja hann og eiga viðtal við hann á spítal'anum í Wæshington, þar sem honum var haldið í mörg ár. Þegar hann var tekinn til fanga í stríðslok og átti að lögsækja hann fyrir föðurlandssvik, urðu skáld í Bandaríkjunum sem víða annars staðar til að biðja honum griða, og það þótt þeir væru andstæðingar hans í pólitík, svo sem Archi- baldMac Leish o. fl., sem ótt- uðust, að hann yrði tekinn af Hfi. Og gamU Robert Frost sneri sér til yfirvialdanna og taldi að það næði engri átt að láta skáldið deyja i fang- elsi. Margir vinir og skáld- bræður hans héldu því fram, að hann væri svo truflaður á geðsmunum, að hann gæti ekki staðið fyrir rétti En slíkan mann mátti ekki lögsækja að amerískum lögum. Alltaf var sama þrjózkan í honum meðan hann dvaldist í spítalanum og hann taldi sig vera að berjast fyrir málstað. En í dag er hann við sama heygarðshornið og telur Mussolini hafa haft rétt fyrir sér. — Haldið þér, að hann sé hættur að yrkja? — Ég veit ekki annað um það en það sem stóð í viðtalinu í ítalska blaðinu Epoca. Undar legt var það, að sum sín beztu ljóð orti hann í geðveikrahæl- inu. Það er ekki vlst að hann sé dauður úr öllum æðum. Ég hef ekki séð hann í mörg ár. En ég ætla að sækja hann heim í Feneyjum í haust. — Er hann í mestu skálda tölu? — Að mínu viti er hann einn af þremur mestu skáldum á enska timgu á þessari öld. Hverjir hinir séu? Það eru T. S. El'iot og skozka skáldið Hugh Mac Diarmid, sem er allt of lítt kunnur út um heim. — Teljið þér, að einhver brezk skáld hafi orðið fyrir greintleg- um áhrlfum eða yrki mjög í stil Ezra Pound? — Hann hefur að sjálfsöigðu haft áhrif á Ijóðagerð í Eng- landi sem víðar. En það er á engra fœri að fara í fötin hans. Ef ég ætti að nefna eitthvert enskt sfcáld, sem svipi helzt til Ezra Pound, þá væri það Ijóð- skáldið Ronald Duncan. Þeim svipar nokkuð saman. — Hvað um hina svoiköilluðu unigu höfunda, eru þeir enn að horfa reiðir um öxl? — Það var í rauninni tilvilj- un, að þeim var gefið þetta sam eiginlega heiti, þeir tilheyrðu aldrei neinum sérstölkum skóla eða stefnu, heldur hélt hver leiðar sinnar, áttu allir talsvert vantalað við heiminn og var full alvara hverjum fyrir sig. Margur varð hneykslaður á tali þeirra, og varð gramt í geði. Amerískur útvarpsmaður ræddi eitt sinn við einn þessara höfunda og sagði við hann að lokum: „En þér sikrifið eins og rónaútgáfa af Galsworthy — og það reitir mig til reiði“. Sigurður Þórðarson, Egg í Skagafirði: EFTIR GðMLU OG FARID ÞÆfl 1. Nú er margt og mikið ritað og rætt um spillta æsku, og þá helzt í sambandi við neyzlu tóbaks og víns og afleiðingar þess. Já, spillandi eru áhrifin, og full á- stæða til að reyna að stemma stigu við þeim. Rætt er um hvað gera skuli æskunni til hjálpar. Ein leið er örugg: „Spyrjið eftir gömlu götunum og farið þær.“ Eru ekki uppeldisáhrifin spillt? Hvaða á- hrif höfum við eldra fólkið á æsk una? Sé tréð heilbrigt, verður á- vöxturinn heilnæmur, en sé það sjúkt, mun og ávöxturinn sjúkur verða. Og úr spilltum jarðvegi spretta óheilla-ávextir. Því verður eigi á móti mælt. Jarðvegurinn sem ungmennin vaxa upp úr er sjúkur — i því liggur meinsemd- ,n. Því er þörf að gerbylta honum og breyta, og sá í hann nýju sæði, hinu lifandi orði Guðs. Víst veit eg „að hægra er um að tala en í sð komast“, en fyrst verður að stýfa af sárustu brodda illgresis- ins. Allar umræður eru miðað'ar við æskuna. En ef lækna á mein- ið, þarf að ná fyrir upptök þess. Líf þjóðarinnar sjálfrar er sjúkt og spillt af trúleysi og virðingar- ieysi fyrir Orði Guðs. Jafnvel þeir kennimenn eru til, sem þykjást af því að segja Biblíuna manna- verk, og taka verði hana mjög varlega. Eins og allir viti ekki að hún var fituð af mönnum. Verið er að taka Drottinn Jesú burt frá‘ æskunni, og hún svæfð á kodda andvaraleysis og við hana sagt: „í sjálfu sér er ekkert synd, og enginn dómur Guðs. Engin glöt un, allir frelsast á endanum. Ekk- ert að óttast. Enginn Guð.“ Slíkt hefi ég heyrt, og því miður margl f.'eira af slíku tagi. Að ég ekki nefni andatrú og guðspeki og þess háttar kenningar, sem jafnvel margir prestar reyna að troða 1 æskuna. Eg lít svo á að það sé andkristilegt, samkvæmt kenning- um Ritningarinnar að vígja þann mann til þjónustu kristindóms, sem þekktur er að andatrú og ber brigður á gildi heilagrar ritningar. 2. Líf okkar fullorðna fólksins mótar æskuna, framkomu hennar, orð og athafnir. Það sem mætir baminu næst á eftir móðurfaðm- inum, er talsmáti fólksins. Við það er talað, jafnvel nýfætt. Þeg- ar börnin eru fárra mánaða göm ul má sjá og finna að þau vilja láta við' sig tala, enda eitt af skil- vrðunum fyrir þroska þeirra. Hvað skyldi prósenttala þeirra heimila vera há, sem barnið er eigi látið heyra blótsyrði og önnur ljót orð, jafnvel áður en það kemst á pallinn? Það er ófagurt að heyra íólk tala, sem lætur blótsyrði fylgja hverri setningu. jMenn heyrast gamna sér með klúr yrðum og blóti i návist æskunn- ■?r. Það er xvalræði að heyra lít- wn snáða — naumast talandi — fara með blótsyrð'i. Hjá börnum í leik og úti á götum er slíkt eigi ót'tt. Allt er þetta eðlilegt því svona er talsmáti hinna fullorðnu. „Af því læra bömin málið, að það er fyrir þeim haft". Til eru háttsettir embættis- og menntamenn, er nota þessi ljótu orð freklega, og hver eetur þá ásakað æskuna? Táknræn' er kæruleysið í þessu efni, þá sjáift mesta menningar iækið, sem kallað er. útvarpið, ^ flytur grind) og leiki með ljótu orð biagði. Þó er fyrir það þakkandi að til eru heimili og einstaklingar sem blygðast sín fyrir að hafa tækið sitt opið. Sagt er: Þið getið lokað tækjunum. En frá slíku menningartæki má og á ekkert að heyrast, sem nauðsynlegt sé að ioka fyrir. Við útvarpsnotendur kaupum það, sem frá því kemur, og eigum kröfurétt til þess að þaö sé ósvik- in vara, til ánægjulegrar uppbygg- ingar og fræðslu fyrir unga og gamla, já, fyrir alla þjóðina. 3. Áhrifin eru víðtæk, og útvarps ráð verður að gera sér ljóst, að á bví hvílir þung ábyrgð. Sá dagur *emur að allir verða að gera reikn ingsskil, og pundið er stórt, sem þessu ráði er í hendur selt. Öll þjóðin stendur að því. Nýlega sagði maður í útvarpsráði að nauðsyn- ægt væri að lengja dagskrána. Engan annan hefi ég heyrt um þetta tala, en fjölda marga að vanda pyrfti meira til hennar. Það skal viðurkennt að útvarpið riytur margt fróðlegt, menntandi og ánægjulegt. En það þarf, og á að vera allt í öllu — sérstaklega æskunni til fyrirmyndar. Erfitt er að heyra æskunni hall- mælt, sem er yndislegasti sveig- ur þjóðarinnar, sómi hennar og framtið. Því varðar mestu að rétt sé að henni búið. Við, hinir eldri berum ábyrgðina, því að sagt er: „Kenn þeim ungu að ganga þann veg sem hann á að ganga, og þeg ai hann eldist, mun hann ekki af honum beygja." Fyrirmyndin er bezti kennar- ínn. Orðin megna lítið, ef verkin ekki tala. Séum við hin eldri sið- vana, verður æskan það einnig. Ef íaðir og móðii nota tóbak og vín, hvernig má þá undrast þó barnið fieistist til þess. Eða hvernig get- ui þú átalið barn þitt eða refsað þvi fyrir það sem þú sjálfur frem i»r í augsýn þess. Því miður mun sú smán æði oft eiga sér stað, að íullþroskað fólk otar víni og tóbaki að æskunni, en átelur hana síðan fyrir gjálífi. Dáfalleg siðfræði. Aug Jjóst er að fullorðna fólkið verður að byrja, neita sér um vín og tóbak, og gefa þannig æskunni gott fordæmi, og margt fleira er í fari okkar hinna eldri, sem hverfa þarf. Tóbak og vín, og svívirðilegt orð- biagð verkar óbeint í leyni, og eru rætur annarrar spillingar. Vér arttum að gráta fyrst yfir oss sjálf um, síð'an yfir börnum vorum. 4. „Oss er mál að rísa af svefni'* og minnast þessa: „Að orðum vor |’m verðum vér dæmdir, og af orð- um vorum verðum vér sýknaðir.“ Hefjumst því handa og strengjum þess heit að útrýma öllum fúkyrð- um og formælingum úr þjóðtung- 'inni. Hver einn og ein, byrji á s.tálfum sér. Takist það, þá er sigurinn unninn. „Allt megnar sá er trúna hefir“, þvi að, „Drott- mn er í veikum máttugur“. Þeir er ásaka æskuna, minnist orðanna; „Lrag fyrst bjálkánn úr auga þínu, og þá muntu sjá vel til að draga flíslna úr auga bróður þíns.“ — Auga æskunnar, sem kvartað er undan. Margt er það sem truflar æsk una á þessum síðustu tímum, en engu minna þá eldri. Gaumur er eigi gefinn að orðum Drottins, en kvikmyndir og leikhús stunduð. Þetta snið menningarinnar dregur þó margan niður fyrir bakkann. Og ef til vill kemst hann aldrei upp aftur. Götulíf bæjanna getur eigi verið holl uppeldisstöð æsk- unnar. Til eru börn sem alast upp að mestu á útigangi og eyðihjarni, án umönnunar og eftirlitslaus, ó- uppfrædd þar til barnaskólarnir t.,(ka við þeim. Þetta er annað við- horf frá fyrri tíð, þá flest börn ól- ust upp á sveitabæjum, undir ströngum aga. Nú eru freistingain ar fleiri og hætturnar margfaldar. Því er þörfin meiri á góðu fordæmi i.g sterkan uppeldisáhrifum, en svo virðist, sem slakað hafi verið un, of á taumhaldinu. Eg man til fyrri daga, þá við biæður vorum snáðar. Hefðu ljót orð heyrzt til okkar, myndum við hafa fengið harða ráðningu. Þeg- ar ég háaldraður, lít yfir uppeldi æskunnar, og ber saman við mín æskuár, er munurinn mikill. Eg sé ástæðu til að þakka Guði mín- um hans varðveizlu og handleiðslu, er við systkinin nutum í foreldra- húsum. Þá þótti það sjálfsagður skóli að vera alinn upp í sannri uú og ótta Guðs. Húslestrar voru lestnir hvern dag vetrarins og hvern helgan dag yfir sumartím- ann. Einnig var okkur börnunum kennt að þakka Guði við máltíðir. Bænir móður minnar hafa fylgt mér alla mina mörgu daga sem ljós beri guðlegs kærleika. Þær voru s'ílaðar á orð og fyrirheit Drott- íiis Jesú. En þar með er ekkf sagt, að margt hefði ekki þurft betur að fara á heimilinu. 5. Þrái þjóðin hreinni og siðprúð uri æsku, pá er nauðsynlegt „að gefa gaum að orð'i Drottir.s" og „kenna þeim ungu að ganga þann veg, er hann á að ganga“. Því sð Drottins orð eitt getur visað mnn sanna veg. Ritað er I Matt. 6. 35. „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt hitt veit- ast yður að auki.“ Hver dirfist að vnntreysta toforðum Guðs? Mein- ið er að fjöldinn tekur ekki tillit til vilja Guð's I daglega lífinu. Hvert sem litið er, til kennimanna eða leikmanna, fámenni sveitanna cða fjölmenni kaupstaðanna, eru undantekningar fáar. Eg spyr: Getur nokkur bent á það I stjóm- málaumræðum utan þings eða inn- an, að i það skíni, hvað sé Guðs vilji. Eg er hræddur um að hann sé þar að mestu útilokaður, þótt bjóðin kalli sig kristna menn- ingarþjóð. Sé nú svona ástatt um þessa veglegu stofnun þjóðarinn- ar — Alþingi, sem vera á I öllu h'n fegurstá fyrirmynd, sjá allir hvar þjóð vor er stödd á vegi hinna eiiífu hugsjóna. „Hvað höfðingjarn ir hafast að. hinir ætla sér leyfist það “ Svo virðist sem fjöldinn geri allt I sínu eigin nafni, ekki sízt stjórnmálamennirnir, en gleymi því að þeir eiga Guð að föður. Eigi virðast blöð stjórnmálaflokk anna uppbyggja æskuna I siðprýði, aftur á móti ala þau upp sterka slriðsmenn. hvern fyrir sína stétt og sinn flokk en hvetja lítið til sannleiksástar. Verst er að þjóð- in lætur sér allt þetta vel líka. 6. Eg bendi á þessa vankanta ejdri kynslóðarinnar til að sýna hverju æskan mætir, frá því hún ryrst lltur dagsljósið. þar til hún •■ekur við uppeldi nýrra einstak- .inga. Sem betur fer er þó til o.iartarj hlið Færi vel á ef einhver tfjidi lýsa henni, þar sem hún skín i trúarljóma Guðs kærleika. Hún Framhald á bls. 6. T í M I N N, þriðjudagurinn 9. iúlí 1963. 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.