Tíminn - 09.07.1963, Page 16

Tíminn - 09.07.1963, Page 16
inn í 1. sæti EINIKVENHÁSET! FLOTANS FB-Reykjiavík, 8. júlí. Hcildarsíldaraflinn í vikulok var 357.962 mál og tunnur, en í fyrra var hann 206.554 mál og tunnur. Vikuaílinn var ,nú 120.043, en í fyrra var hann 97.850. Afla- liæsta skipið er Sigurpáll, skipstj. Egigert Gíslason, með 8922 mál og t:jnnur og næstur er Siigurður Bjarnason með 7378. Önnur skip eru neðan við 6000 mál og tunnur. Veiði var heldur treg 8.1. sólar- „kollega“ hennar. — Hvað heltirðu? — Ég heiti Hildur Jónsdóttir og er fiimmtán ára. — Hvað kom til, að þú réðir þig hingað sem háseta? — Ég ætlaði að verða kokk- ur, en svo hætti kokkurinn við að fara og ég réði mig þá bara sem háseta. — Er þetta ekki erfitt? — Erfitt? Nei. Þetta er miklu léttara en að vera í frystihúsi. Annars er ég bara upp á hálf- an hlut og fæ að sofa á meðan þeir taka eitt troll á nóttunni. Uss Jjetta er ekkert erfitt, wmmmmmmmmmamammmm nema á meðan við erum að slíta. — Hvað ertu búm að hafa mikið upp hérna? — Ég er búin að vera um mánuð, og ætli ég sé ekki kom in með eitthvað um 10 þúsund krónur. — Ætlarðu að halda þessu lengi áfram? — Ég hætti nú víst, þegar þeir fara á skak í haust, það verður of erfitt fyrir mig, svo fer ég þá lika í skólann. — í hvaða skó'la ertu? — Ég var í Réttarholtsskól- anum í vetur. — Svo þú ert þá ekki Vest- mannaeyingur? — Ég átti þar heima í mörg ár. |— Hvað gerir pabbi þinn? — Hann er nú skipstjúri á þessuim bát, annars væri ég víst ekki hér. Það var auðheyrt á skips- félögum Hildar, að þeir höfðu síður en svo á móti vist hennar um borð, helzt að þeim fyndist hálfgert svínarí að hún væri ekki upp á heilan hlut. Hún ger ir ekkert minna en aðrir, sagði ehin þeirra. KH-Reykjavík, 8. júlí. „EF ÞETTA er góður og gildur skáldskapur þá eru 90% þjóðar- innar góðskáld“, sögðu þeir Gylfi Baídursson og Jakob Möller, sem hömdu eina ljóðabók yfir tafli á tveámur kvöldum og fengu fremur jákvæðan og uppörvandi dóm ým- issa bókmenntamanna hér, er þeim hafði verið sýndur árangur- inn. Síðasta tölublað Vikunnar rann út á skömmum tíma, svo að erfið- iega ætlaði að ganga að' hafa upp á einu eintaki í dag. Orsökin var það, sem allir tala um núna — sönnun Vikunnar á því, hvað tal- inn er gjaldgengur skáldskapur á íslandi í dag. Vikan fékk tvo unga menn til þess að yrkja eina ljóðabók á tveimur kvöldum eftir forskrift, sem raunar var ekki ströng. Ljóð- in skyldi vera í atómstíl, mjög tor- skilin og hlaðin symbolík, þau skyldu jaðra við hreina vitleysu, cn samt þannig, að mögulegt væri, að þau yrðu tekin sem góð og gild vara. Skáldin skyldu hafa rikt í huga að láta skiptast á eitthvað, sem sumir nógu ráðvilltir ljóðavin ir mundu jafnvel telja nokkuð gott og annað, sem allir hlytu að sjá, að væri hreint bull, jafnvel að það stappaði nærri geðveiki að hafa sett það saman. Höfundarair fylgdu forskriftinni og sömdu ljóðabók í fimm köflum, sá fyrsti fjallar um atómsprengjur < g bölsýni, annar er samsafn af ljóðum um hugstæða einstaklinga, þriðji mansöngvar og ástarljóð, í ijórða kaflanum kemur bölsýnin enn til sögunnar, og loks eru svo tvö kvæðl í þjóðskáldastíl, þar sem þess er vandlega gætt, að Framhald á 15. síðu. MB-Reykjavík, 8. júlí. Við höfðum spurnlr af því, að um borð f humarvelðlbát, sem lægl við bryggju hér í Reykjavík, væri stúlka há- set'i. Við brugðum okkur niðúr á Granda og þar vlð eina bryggj una lá vélbáturlnn Andvarl, VE 101 ,og er við komum að hon- um, barst okkur stúlkurödd að eyrum. Og þawa sat ungllngs- stúlka og var að spjalla vlð „annan háseta“ á bátnum. — Ertu ekki eini kvenháseti flotans? — Það veit ég ekkert um. — Jú. áréiðanlega, sagði þá hring á öllum miðum. Vitað var um afla 28 skipa með 15.100 mál og tunnur, sem fengust 32—38 mílur N. af Hraunhafnartanga. Frá miðunum austanlands höfðu einungis 5 skip með 2.750 mál og tunnur tilkynnt afla sinn. Veidd- ist sú síld að mestu í Héraðsflóa- dýpi. Veður var óhagstætt. Engin síld hefur borizt til Rauf- arhafnar í dag, og skip liggja þar inni. Síl'darbræðslan í dag hefur tekið á móti 82.000 mál'um og salt- að hefur verið í um 21 þúsund tunnur, og saltað var í allan dag. Fjallfoss er inni á Raufarhöfn og lestar 500 lestir af síldarmjöli, sem er það síðasta af framleiðslu síðasta árs. Á Vopnafirði er bræðslan búin að taka á móti um 20 þúsundum mála. Saltað er á öllum söltunar- stöðvum. Fyrsta söltunarsíld sumarsins kom til Eskifjarðar í dag. Það var Einir, sem kom með 5 til 600 tunn ur. Nokkuð var sildin blönduð. Engin síld hefur borizt til Reyð- arfjarðar í dag, en bræðslan er bú- in að taka á móti 17 þúsundum mála, og saltað hefur verið í eitt þúsund tunnur. ítölsku sjónvarpsmennirnlr vlð bíl slnn í gaerkvöldi. Palomelli tll hægri og Prola til vlnstri. MB-Reykjavík, 8. júlí. f dag var farlð að óttast um tvo Italska myndatökumenn, sem eru á ferð hérlendls. Ferða skrlfstofa ríkisins annast fyrir- greið'slu þeirra hér, og sneri sér I dag tU Slysavamafélagslns. Stóð* til að auglýsa eftir þeim í útvarpinu í kvöld, en af því varð ekki, því þeir birtust á Ferðaskrifstofunini um fimm- leytlð í dag við beztu heilsu. Mennimir, sem hér um rœðir heita Fabrizio Palombelli og Carlo Prola. Þeir eru hér á eigin bíl, sem er lítill Austin- sendiferðabifreið, árgerð 1963. Þeir hafa ferðazt talsvert hér um landið og m.a. farið norður í land í fylgd með leiðsögu- manni. Laugardaginn 29. júní lögðu þeir upp héðan frá Reykjavík án leiðsögumanns og var ferðinni heitið norður í land, til þess að ná myndum úr sfldarvinnu. Va-r ráðgert, að þeir gistu í hótelinu á Blöndu- ósi og þar áttu þeir að bíða frétta frá Ferðaskrifstofunni um það, hvert bezt væri fyrir þá að fara, þ.e. hvar mest síld- arvinna væri. En þeir komu alls ekki tfl Blönduóss og ekkert fréttist af þeim alla síðustu viku. Ferða- skrifstofan taldi því í dag rétt að snúa sér tfl Slysavamafé- lagsins og bað um, að auglýst vœri eftir mönnunum, og haldið uppi spurnum um þá. Var ótt- azt að eitthvað hefði komið fyr- ir þá á leiðinni til Blönduóss, jafnvel að þeir kynnu að hafa ekið út af veginum á slæmum stað og orðið fyrir alvarlegu slysi. Þeir staðir á leiðinni eru að vísu fáir, sem þetta hefði getáð átt sér stað, án þess að vegfarendur, sem á eftir kæmu, yrðu þess varir, en þó eru þeir til. En sem betur fór kom aldrei til þess, því um fimm-leytið í dag birtust þeir á Ferðaskrif- stofu íslands, þreyttir og slæpt ir. Þeir höfðu farið fram hjá Blönduósi um nótt og kunnu ekki við að gera þar ónæði, eins og um var talað og óku alla leið tfl Raufarhafnar. Þar fóru þeir um borð í síldarbát, en hann landaði síðan suður á Eski firði. Þaðan þurftu þeir svo að komast tfl Raufarhafnar, þar sem bíllinn þeirra var geymdur, og tók það langan tíma, með strandferðaskipi, . sem viða þurfti að koma við. Frá Raufar- Framh. á bls. 15. ÞHSjudagur 9. júFí 1963 150. tbl. 47. árg. Eggert kom TÝNDIR í VIKU Tveggja kvölda Ijóðabók vekur gífurlega athygli

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.