Tíminn - 18.07.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.07.1963, Blaðsíða 9
- y"i- Sambyggingar f Danmörku; 10 e5a 15 hundraSshlutar fbúSanna ætlaðar. íbúðir við hæfi aldraðs Á norrænu húsnæðismádaráð stefnunni, sem ’haldm var í Reykjavílk nú fyrir skömmu, var m.a. skýrt frá ráðstöfunum, sem gerðar eru á hinum Norður löndunum varðandi sérstakt húsnæði handa öldruðu fólki. Lék mér forvitni á að fá upp- lýsingar um það efni og fékk þvi leyfi til að hhista á skýrsl- ur þaer, sem fluttar voru þar að lútandi. Hér á íslandi enwn viS harla Skammt á veg komin um framkvæmdir í þessu efni, enda var það ekki fyrr en s.l. vor, að stofnaður var með lögum bygg- ingarsjóður aldraðs fóliks og því mun vart vera búið að ganga frá nauðsynlegum reglu- gerðum um starfsemi hans. Þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið á hinum Norðurlönd unum, eru yfirleitt mjög svipað ar. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef með höndum, virð- ist hafa verið farið að byggja þar sérstakar íbúðir fyrir eftir launafólk nokkru fyrir síðari heimstyrjöldina. Sums staðar voru íbúðimar í nágrenni við elliheimili og í tengslum við þau m.a. til þess að leigjend- urnir gætu fengið máltíðir á vægu verði á elliheimilinu. Þegar meiri skriður komst á málið, fóru menn brátt að velta fyrir sér tveimur ólíkum sjónarmiðum og raunar eru þau enn til umraeðu, þ.e. hvort reisa eigi heilar húsasamstæð- ur fyrir aldrað fólk, svo að auð veldara sé að veita ýmiss konar þjónustu, svo sem aðstoð við ræstingu, þvotta, matreiðslu (mötuneyti), hjúkrun o.s.frv., eða hvort æskilegt sé að dreifa íbúðunum innan um fjölskyldu íbúðir, ýmist með því, að eldra fólkið búi á neðstu hæðum fjöl býlishúsa, við einn og einn stiga gang eða í litlum húsum milli fjölskylduhúsa. Með því móti einangrast eldra fólki síður frá yngri kynslóðunum og þar sem íbúðir eru dreifðar um fleiri borgarhluta ,geta menn fremur valið sér dvalarstaði í kunnugu umhverfi og nærri venzlafólki sínu. Hvor kosturinn, sem valinn hefur verið hverju sinni, er markmiðið hið sama: Að skapa skilyrði til þess, að fólk, sem búið hefur í húsnæði, sem ekki hentar því lengur, ýmist vegna stærðar eða annarra aðstæðna, geti fengið notalegar íbúðir, sem krefjast ekki meiri starfs- ohku en það býr yfir ,og að þeir sem megna ekki lengur að anna öllum heimilisstörfum, geti fengið nokkra aðstoð. Lögð er æ metri áherzla á að aðstoða aldrað fólk svo að það geti sem lengst búið að sínu, en þurfi ekki að fara á elliheimili eða hjúkrunarstofn anir fyrr en í síðustu lög. Flest- ir una sér betur á eigin heim- ilum og það er þjóðfélaginu fjár hagslega hagkvæmara að leggja fram fé til íbúða, heimilisað- stoðar og heimahjúkrunar, en að reisa vistheimili. Til þess að sem flestir fái að stoð, sem þeim hentar, hefur sá háttur verið hafður á Norður löndum, að veita ekki aðeins lán til að byggja nýjar íbúðir, heldur einnig til endurbóta á gömlu húsnæði. Hafa slik lán verið veitt öldruðu fólki, bæði til endurbóta á eigin húseign- um og leiguhúsnæði, ef sannað þykir, að íbúarnir geti átt þar notalegasta elli. Þau lán hafa t.d. oft verið veitt til endurbóta á húsnæði til sveita, þar sem vantað hefur miðstöðvar, vatns- leið^lur og frárennsli. Enn fremur má veita öldruðu fólki húsaleigustyrk, ef tekjur þess hrökkva ekki til að standa straum af húsnæði, setn því ér hagkvæmt og gildir það jafnt þótt um íbúðir sé að ræða, sem ekki eru byggðar sérstaklega handa því. f Osló hefur verið gerð til- raun með að byggja tvær sam stæðar íbúðir, aðra handa barnafjölskyldu og hina áfasta smáíbúð handa öldruðum ætt- mennum. Vegna þess hve stigagangur er erfiður mörgu eldra fólki þykir frágangssök að staðsetja íbúðir þess ofar en á annarri hæð íbúðarhúsa, þar sem ekki erti lyftur. Svíár ‘bénda á; 'að yel mégi setja lyftur i tvéggja hæða hús," ef i’nngánigúrinn í íbúðirnar séu af svalagangi. Þá geta margar íbúðir haft not af sömu lyftu ,gagnstætt þvi sem er, ef inngangurinn er úr stiga- húsi. í Svíþíóð gilda þau skilyrði fyrir lánutn og styrkjum til íbúða handa öldruðu fólki, að einum íbúa sé ekki ætlað minna húsrými en eitt her'bergi með eldhúskrók, sem rúmi mat- borð og sér baðherbergi. Tekið er fram, að í herberginu skuli vera auðvelt að koma rúmi fyr- ir við inngang. Eigi íbúðin að vera handa tveimur, á hún að vera tvö herbergi, eldun-arkrók ur og bað, eða eitt herbergi, bað og fullkomið eldhús, þar sem koma má fyrir rúmstæði, ef með þari, t.d. vegna veikinda. Sérstök ákvæði eru um frágang í baðherbergjum, svo sem það að traust handföng skuli vera við baðker eða í steypiböðum. Mjög er varað við að hafa vist arverurnar of þröngar, því að þeir, sem orðnir eru stirðir, þola illa að hafa naumt svig- rúm. Hverri íbúð á að fylgja að minnsta kosti einn fataskápur fyrir hvern vistmann, línskáp- ur ,skápur fyrir óhreint tau og ræstitæki. Talið er mjög æski- legt að litlir ísskápar fylgi eld- húsunum. í sambýlishúsum eru víða sameiginlegar vinnustofur fyrir störf, sem til þarf umfangsmik il tæki, svo sem smíðar og vefn að. Bent er á það, að aldrað fólk eigi oft erfitt með að skilja við sig gamla muni og ætti því að ætla meira geymslurúm með er talið nauðsynlegt. Á s.l. vori samþykkti Alþingi íbúðutn þess en annars staðar fólks lög um byggingarsjóð aldraðs fólks. Megintekjur sjóðsins eru hluti af ágóða Happdrættis dval arheimi'lis aldraðra sjómanna. Úr sjóðnum má veita sveitar- félögum eða aðilum, sem sveit- arstjórnir mæla með, lán til að reisa íbúðir handa öldruðu fólki. Einnig má veita einstak- lingum, 67 ára og eldri, lán til að kaupa litlar íbúðir, sem gerð ar eru sérstaklega við hæfi aldraðs fólks. Mega lánin nema allt að 50% af kostnaðarverði íbúðanna. Ef Húsnæðismálastofnunin hefði til þess fjánmagn ættu einnig að fást lán þaðan til slíkra fbúða, svo að bygginga- sjóðurmn ætti að geta orðið til þess að veita verulegan stuðn- ing og hvatningu tií átaks í þessum efnum. Milliþinganefnd sú, er undir bjó frumvörpin um bygginga- sjóðinn og breytingu á lögun- um um happdrætti DAS, undir bjó einnig frumvarp um, að heimilishjálp í viðlögum megi ná til aldraðs fólks. Innan ramma þessara nýju laga ætti að mega stíga fyrstu skrefin til þess að við nálgumst sama stig í aðbúnaði aldraðs fólks og grannþjóðirnar á Norðurlönd- um hafa þegar náð SigríSur Thorlaclus. 'f. Eins og tveggja manna íbúS: 1. Svalainngangur; 2. Anddyri; 3. Bað salerni; 4. Eldhús; 5. Stofa; 6. Herbergi; 7. Svalir. gripnir, og sumir sektaðir lítillega, fyrir of hraðan akstur. Við vitum, að nafngreindur drottningarsonur úti í Englandi, hefur brotið skóla reglu, og þekktur ráðherra þar ekið of hratt, og hljóta refsingu, en hér er það bara einhver, þú ða ég, sem brýtur af sér — og lítið og ekkert gert. Sektin er fljótgreidd, — nógir peningar, segja margir, — og svo er stigið í botn á ný! Ábyrgðarleysið, möguleikinn til að fela sig bak við aðra, er mjög áhrifaríkt eitur í fslenzku þjóðlífi. Ökufanta á hiklaust að svipta rétt- indum, skemmri eða lengri tíma. Samvizkulausir vínsalar felast bak við stétt sína, og sú staðreynd, að hún, eða a.m.k. einstakar leigu- bifreiðastöðvar, skuli ekki hreinsa sig af þessum hroðalega orðrómi, virðist benda til þess, að of margir séu sekir í hópnum. En það er áfengið, sem böllnu, óllfnaðinum, glæpaferlinum veld- ur, — burt með það frá ungling- unum (og frá sem allra flestum), — þá er meira en hálfur si-gur unninn. — Og þjóðin hlýtur og verður að krefjast þess, að forseti ríklsstjórn og alþingismenn ræði þessi mál í fullri einlægni, beiti sér fyrir góðri lausn, og séu þeim ungu fremur til fyrinmyndar í þess um efnum. en hið gagnstæða. Þeir hafa stærsta möguleika til að skapa almenningsálitið, sem hér ræður svo miklu. Þeirra er og að fylgjast með því, að settum lögum sé framfylgt. Fógetum og lögreglu ber skylda tll að koma í veg fyrir ólöglega áfengissölu til ungling- anna, og þar er enn meirl þörf afskipta og afreka. en að sekta menn fyrir hraðan akstur, sem þó er full ástæða til að taka fyrir. ísland er vissulega gott land og býður börnum sínum gnægð verk efna og tækifæra til yndisstunda. En til þess er það betur fallið án áfengis en með íþróttavellir. sundlaugar, félagsheimili, bóka- söfn og útivist um fjöll og heiðar gefa ungum og öldnum úrval tæki færa til tómrfundaiðju, yndis og heilsubótar. Áfengi, tóbak, „sjopp ur“, sorprit og glæpamyndir, þ. e. tækifærin. sem eldri kynslóð ísl þjóðarinnar býður börnum sínum eiga að dragast til baka og hverfa. eftir því sem mögulegt er. Það á að vera krafa allra foreldra. sem vilja börnum sínum vel, vilja betri fréttir af íslenzkri æsku f Þjórs- árdal og Vaglaskógi o.v. Gerir hver sína skyldu, skánar árelðan- lega margt. --------t gærkvöld talaði Ámi Óla „um daginn og veginn" f út- varpið — prýðilega um reginmátt samhuga og bænastundar heilla þjóða. Hugmynd hans um klukkna kall frá Skálholtsdómkirkju, er laði alþjóð ti] bænar fyrir frið á jörðu er vissulega fögur og góð. En við mættum Iíka líta okkur nær og sameinast, — þjóðin öll, — i bæn fyrir sjálfum okkur og börn um okkar, að við lærum að búa þeim betra veganesti út f langferð lífsins, en við nú gerum, og að þau hljóti sýn og vilja ti] að velja og hafna, svo að til aukinnar far- sældar leiði Skyldur foreldranna má sízt af öllu vanrækja. Akureyri. 8 iúli 1963 Jónas Jónsson frá Brekknakoti. T f M I N N. fimnilv ’ á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.