Tíminn - 18.07.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.07.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RÍKID WILLIAM L. SHIRER von Blomberg marskálkur, sagði beita val'di til þess að fá það, e:n í þá daga var hann aðeins lítt þekktur æsingamaður og hermenn irnir — eins og svo margir aðrir — höfðu litið á bók hans, eins og von Blomberg marskálkur sagði síðar, sem „áróðursrit" og að „hin mikla útbreiðsla hennar byggðist á því að menn voru neyddir til þess að kaupa hana.“ En nú höfðu Wehrmacht-foringj arnir og utanríkisráðherrann fyrir framan sig nákvæmar dagsetning- ar fyrir raunverulegar árásir gegn tveimur nágrannalöndum — að- gerðir, sem þeir voru vissir um að myndu leiða til styrjal'dar í Evr- ópu. Þeir urðu að vera tilbúnir næsta ár 1938, og í allra siðasta lagi 1943—45. Þeir urðu ruglaðri, þegar þeir gerðu sér þetta ljóst. Ekki að því er skýrslur Hossbarhs sýna, vegna þess að ósiðvendni tillagna for- ingja þeirra hefði nokkur áhrif á þá, heldur af raunhæfari ástæð- um: Þýzkaland var ekki búið undir stóra styrjöld. Að æsa til slíkrar styrjaldar nú, var að hætta á ógæfu. Af þessum orsökum leyfðu Blomberg, Fritsoh og Neurath sér að segja álit sitt og draga í efa rétt mæti stefnu foringjans. Innan þriggja mánaða voru þessir þrír menn horfnir burtu úr stöðum sín- um, sem hann varð að þola í návist sinni, á meðan Þriðja ríkið stóð — lagði út á braut landvinninga- mannsins til þess að framkvæma það, sem örlögin höfðu ætlað hon- um. í byrjun var þetta auðveld- ari leið, en hann — eða nokkur annar — hafði búizt við. Undarlegt og örlagaríkt milli- spil: Fall Blombergs, Fritsch, Neurath og Schacht. Ákvörðun Hitlers, sem hann skýrði frá 5. nóvember, um að beita hervaldi gegn Austurríki og Tékkóslóvakíu, jafnvel þótt það gæti leitt Þýzkaland út í styrjöld við Stóra-Bretland og Frakkland, hafði svo mikil áhrif á utanríkis- ráðherra hans, von Neurath barón, að enda þótt hann væri rólegur, sjálfsánægður og siðferðilega veik geðja maður, fékk hann nú nokkr um sinnum tilkenningu að hjarta- slagi. „Ég varð sérlega órólegur út af ræðu Hitlers“, sagði hann í Núrn. berg, „vegna þess að hún kippti fótunum undan utanríkisstefnu þeirri, sem ég hafði fylgt svo ná- kvæmlega." Þannig innanbrjósts, og þrátt fyrir hjartatilkenningar sínar, fór hann á fund von Fritsch hershöfðingja og Becks hershöfð- ingja, yfirmanns herforingjaráðs- ins, tveimur dögum síðar og ræddi við þá um það, hvað hægt væri að gera Ú1 þess að „fá Hitler til að skipta um skoðun.“ ' Hæð@! HitléFál hafði oinnjg 'haft; .ðnoás uiaac* , ■ . ■ ill áhrif á Beck, að því er Hoss- bach ofursti sagði, en hann hafði flutt honum fregnirnar. Ákveðið var, að Fritsch reyndi að tala um fyrir foringjanum á næsta fundi þeirra, og benti honum á þau hern aðarleg atriði, sem gerðu áætlun hans óráðlega,. en Neurath myndi síðan fylgja á eftir með því að leggja áherzlu á stjórnmálahætt- urnar við Hitler. Hvað Beck viðkom skrifaði hann þegar niður harðorða gagnrýni á ráðagerðir Hitlers, sem hann auð- sjáanlega hefur ekki sýnt nokkr- um manni — fyrsta merkið um alvarlega veilu í hugsanagangi þessa virta hershöfðingja, sem í upphafi hafði fagnað komu Naz- ismans og að lokum lét lífið í árangurslausri tilraun til þess að eyðileggja hann. Von Fritsch hershöfðingj hitti Hitler að máli 9. nóvember. Engin skýrsla er til um fund þeirra, en gera má ráð fyrir, að yfirmaður land hersins hafi endurtekið það, sem hann hafði fram að færa gegn áætlunum Hitlers, séð af hernaðar- legum sjónarhóli og sömuleiðis, að þetta hafi engan árangur borið. Foringinn var ekki í skapi til þess að þola andstöðu, hvorki frá hers- höfðingjunum eða frá utanríkisráð herra sínum. Hann neitaði að taka á móti Neurath og fór burtu til langrar hvíldar á fjallaheimili sínu í Berchtesgaden. Það var ekki fyrr. en í janúar, að hinn skelfingu rne'ðb'iecTuh ui ..,.md — i iostni Neurath gat fengið að hitta foringjann. — Við það tækifæri reyndi ég að sýna honum fram á (bar Neu- rath við Nurnberg-réttarhöldin), að stefna hans myndi leiða til heimstyrjaldar, og ég vildi ekki eiga neinn þátt þar í. . Ég benti honum á stríðshættuna og hinar alvarlegu viðvaranir af hálfu hers- höfðingjanna. . . . Þegar hann, þrátt fyrir allt það, sem ég hafði fram að færa, sat við sinn keip, sagði ég honum, að hann yrði að leita sér að öðrum utanríkisráð- herra . . . Þótt Neurath vissi það ekki þá, var þetta einmitt það, sem Hitler hafði ákveðið að gera. Eftir hálfan mánuð myndi hann minnast þess, að fimm ár voru liðin frá því hann tók við völdum, og hann ætlaði sér að gera það með því að hreinsa til, ekki einungis í utanríkisráðu- neytinu, heldur einnig innan hers- ins, í þessum tveimur virkjum yfir stétta „afturhalds", sem hann reyndar vantreysti á laun, og fannst að hefðu aldrei fullkomlega veitt sér viðtöku né raunverulega skilið takmörk sín og sem, eins og Blomberg, Fritsch og Neurath, höfðu sýnt að kvöldi hins 5. nóv- ember, stóðu í vegi fyrr því, að hann gæt framkvæmt ætlunarverk sitt. Síðastnefndu herramennjrnir tveir, sérstaklega, og ef til vill einnig hmn auðsveipi Blomberg, sem hann átti svo mikið að þakka, myndu nú verða fylgja á eftir dr. Schacht og láta af störfum. En þessi slægi fjármálamaður, fyrrum áhugamaður um nazisma, og stuðningsmaður Hitlers, var þegar fallinn. Eins og við höfum séð, hafði Schaeht lagt allan sinn dugnað og fjölkynngi í hlutverkið að sjá hinni hröðu endurhervæðingu Hitl ert fyrir fjármagni. Sem æðsti 141 maður striðsefnahagíimála, jafnt sem efnahagsmálaráðherra, hafði hann soðið saman allmargar glæsi legar áætlanir, þar á meðal um að nota prentvélarnar, til þess að afla fjár til hins nýja landhers, flug- hers og flota, og til þess að borga endurhervæðingarreikningana. Én landinu voru viss takmörk sett, og færi það út fyrir þau, myndi af því leiða. gjaldþrot. Þegar árið 1936 gekk í garð, hélt hann, að Þýzkaland væri að nálgast þessi takmörk. Hann aðvaraði Hitler, Göring og Blomberg, en það bar lítinn árangur, enda þótt hermála ráðherrann styddi hann um tíma. Þegar Göring var gerður yfirmað- ur Fjögurra ára áætlunarinnar í september 1936, fjarstæðukenndr- ar áætlunar um að gera Þýzkaland sjálfu sér nóg á fjórum árum — takmark, sem Schecht áleit, að ekki væri hægt að ná — varð flug- hersforinginn í raun og veru efna hagslegur einræðisherra Þýzka- lands. Fyrir mann, sem var jafn hégómlegur og metnaðargjarn og Schacht og fyrirleit jafn innilega þekkingarleysi Görings á efnahags málum, varð þetta til þess að gera hans eigin aðstöðu óverjandi og eftir ofsalegar deilur í nokkra mánuði milli þessara tveggja þráu manna, fór Shacht þess á leit við foringjann, að hann fæli keppi- nautinum alla frekari stjórn efna- hagsmálanna og leyfðj honum sjálfum að afsala sér embætti sínu innan stjórnarinnar. Það, sem enn frekar hafði orðið til þess að draga úr honum kjarkinn, var af- staða margra leiðandi iðnaðar- og kaupsýslumanna þjóðarinnar, sem eins og hann skýrði frá síðar, „þrengdu sér inn í skrifstofu Gör- ins í von um að fá pantanir, á með an ég var enn að reyna að láta rödd skyseminnar ná til eyrna manna.“ 51 Beecher sló fingrunum á blaðið. „Má ég taka það með mér?“ „Ha, já, já.“ Liðþjálfinn rak upp skellihlátur. „Lestraráhuginn hefur skyndilega horfið mér.“ Þegar Beecher gekk inn í her- bergið, sá hann að Ilse hafði grátið. „Hvar hefurðu verið?“, sagði hún óttaslegin. „Hvað hefur komið fyrir?“ Beecher settist þreytulega á rúmbríka. Herbergið var stórt og hreinlegt. Fölur máninn gægðist inn um ferhyrndan glugga. „Hvað er að?“ spurði hún. Hún sneri baki að dyrunum og horfði á hann stórum, óttaslegnum augum. „Það er allt í stakasta lagi“, sagði hann. „Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera. Ég þorði ekki að hringja aftur.“ Það hlaut að hafa reynt á taug- arnar að bíða hér alein og hjálp- arlaus, á meðan hún gat vænzt hins versta. . . . En hann hafði ekki haft áhyggjur af henni. Hann hafði náð því stigi, að hann gat ekki fundið til lengur. Hann vissi, að slíkt gerðist stundum. Það hafði hann séð í stríðinu. Þegar her- mennirnir höfðu fengið meira en nóg, var stundum eins og þeir yrðu ónæmir fyrir ótta og hræðslu. „Ég er búin að panta mat“, sagði Ilse. „En þú komst ekki. Ég varð hrædd. En ég grét ekki. Ég vissi, að það mundi ekki stoða.“ Hún var eins og lítið, viðkvæmt barn. Hár hennar var greitt upp og fílabeinshvítur hálsinn kom enn gleggra í ljós. „Ég fékk mér bað og tók mér góðan tíma“, sagði hún. „Ég hélt að þú mundir verða hér, þegar .ég væri búin. En herbergið var þá autt.“ Hún var í einni af bakápum Lauru, hvítri nælonkápu með fín- gerðri knipplingarönd að neðan og Ijósrauðum slaufum við hálsinn. Undir svörtu, þykku hárinu var andlit hennar hreyfingarlaust, lít- ið og fölt. Beecher lagði handlegginn um öxl henni og klappaði henni á handlegginn, huggaði hana, eins og hann væri að hugga eimana, sorgbitið barn. „Það er allt í stak- asta lagi“, sagði hann. „Við fáum far með bíl á morgun til Casa- blanca. Auk þess hef ég dálítið af peningum." „Maturinn þinn er hérna", sagði hún. „En ég held að kaffið sé orð- ið kalt.“ „Það gerir ekkert til.“ Hún ang- aði af sápu og tannkremi og í örm- um hans var llkami hennar heitur og mjúkur. „Á ég að láta renna í bað handa þér?“ spurði hún. Hún þrýsti sér að honum, með höfuðið að brjósti hans. „Já“, sagði Beecher og klappaði blíðlega á handlegginn. Síðan gekk hann að borðinu við glugg- ann. Hann tók lokið af matar- fatinu. Á fatinu var brauð með kjúklingum og grænu salati. Kaff- ið var enn þá heitt í hitaflöskunni. Hann snæddi tvær brauðsneiðar og drakk þrjá bolla af kaffi. Hann var orðinn tilfinningalaus af þreytu og hann naut þess að láta þreytuna síga úr kroppnum Þegar Use sagði honum, að baðið væri til reiðu, reis hann upp með erfiðis- munum og fór úr jakkanum og skyrtunni. Baherbergið var stórt og gamal- dags með löngu baðkari á ljóns-| fótum og handlaug úr gráleitumj •• FORUNAUTAR OTTANS W. P. Mc Givern marmara. Gufan stóð upp af vatn. inu á baðkarinu og huldi spegilinn móðu. Spegillinn var stór og náði frá gólfi til lofts. Beecher neri móðuna af honum og starði á sjálfan sig. Það var ekki furða, að hermennirnir yrðu forvitnjr, hugs. aði hann. Hann hafði skorið sig um morguninn með rakvél Lynch og storknuð blóðrönd lá niður á kjálka. Hár hans var stift og grátt af sandi og stóð upp af höfði hans eins og kambur. En það var eitt- hvað í andliti hans, sem kom hon- um á óvart. Um árabil hafði andlit hans borið vott um mildi og um- burðarlyndi. En slíkir drættir voru á burtu. Honum var ekki fyllilega ljóst, hvað komið var í staðinn. Hörkusvipurinn var nú ákveðinn og í augunum bar á óþolinmæði og og jafnvel reiði. En það var eitt- hvað meira en þetta — kannske heildarsvipurinn. Ilse hafði gengið snyrtilega frá rakdóti Lynch á handlaugarbarm- inum. Beecher rakaði sig og lá í vatninu í hálftíma, á meðan hann þvoði af sér sand og aur. Hann burstaði í sér tennurnar með tann- kremi á horninu á handklæði. Þegar hann hafði þurrkað sér, sveipaði hann hreinu baðhand- klæði um mittið og gekk inn í svefnherbergið Ilse lá undir teppunum öðrum megin í rúminu. í daufu lampa- skininu virtist hún lítil og mjó- slegin. Beecher lagði öskubakka, eld- spýtur og sígarettur á náttborðið. Hann teygði úr sér ofan á teppun- um -og varp öndinni þreyttur og ánægður á mjúkri dýnunni. Hann velti fyrir sér, hvort það væri of erfitt að kveikja sér í sígarettu. Hann mundi þurfa að rísa upp á olnbogann, hrista sígarettu úr pakkanum og kveikja i henni. Og ekki nóg með það. Hann yrði að færa til öskubakkann, svo að hann gæti slegið öskuna af i myrkrinu. Honum fannst það ekki svara kostnaði. „Ætlarðu að fara að sofa?“ spurði Ilse lágri röddu. „Já“, sagði hann. Stutt síðar heyrði hann, að hún grét. Hann sneri höfðinu á kodd- anum og deplaði augunum til þess að eiga betnr með að sjá. Tárin glitruðu á kinnum hennar í myrkr- inu. Hún vildi, að hann huggaði sig, hugsaði hann. Svo að hennar kven lega eðli gæti fundið traust og vernd. Það var eins á komið með það og sígarettuna. Það var bók- staflega of erfitt.Hann vissi að það lýsti eigingirni að hugsa svona, en stundum er góðsemin forréttindi hins sterka. Líklega hafði Don Willie verið henni góður, hugsaði hann. Á þann hátt, sem honum hefði verið unnt. Hugsunin nagaði hann. Hann sneri bakinu að henni og hagræddi koddanum undir höfð inu. En þrátt fyrir að hann væri örmagna af þreytu, fannst honum löng stund líða, áður en hann féll í svefn. 19. KAFLI O’Doul liðþjálfi og sá rauð- hærði biðu þeirra í köldu morg- unsárinu fyrir framan Kaffi Rautt & Svart. Hlédrægni. Ilse hafði sýnilega góð áhrif á þá og þegar bifreiðin brunaði út úr Agadir með hermennina í framsæti og Ilse Beecher í aftursætinu, hafði O’Doul tileinkað sér sama kurteis. lega upplýsingamálróm og heyra má í leiðsögumanni í langferða- bifreið. „Þér skuluð ekki vera að horfa á þessi hús hér“, sagði hann og horfði framan í Ilse í speglinum. „Þetta gæti allt eins verið á hafs- botni. Og bíðið þér, þangað til þér sjáið markaðinn i Marrakech. Það er reglulegt augnayndi.“ Sá rauðhærði sat skelþunnur við hlið hans og augsýnilega illa hald inn. Hann hafði dregið derhúfuna niður fyrir augu til varnar gegn sólinni og neðri vörin hékk slöpp niður á höku. En liðþjálfinn sat hinn keikasti, glaðvakandi, vel rakaður og rjóður í kinnum, eins og sómdi sér fyrir slíkan krafta- karl. Sígarettan lafði út um annað munnvikið og hann dældi nikótín- inu jafnt og þétt inn í seigan, þrautþjálfaðan skrokkinn. Hann ók vel og af nokkru yfir- læti með fingurgómana á stýrinu, á meðan nálin á hraðamælinum nálgaðist hundrað og fimmtán. Þau þutu gegnum litríkt lands- lag, frjósamt og fagurt. Á báðar hendur lágu hveitiakrar og appels- ínugarðar, og í hlíðum fjallanna \A T f M I N N, fimmtudagurinn 18. júlí 1963._

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.