Tíminn - 27.07.1963, Qupperneq 1
SVÖRUR
wmœ&M
BMbezt
RAGÐAST
SKILTAGERPIM S.F.
Auglýsihgarábíla
Utanhússauglýsingar
allskonarskilti afl.
166. tbl. Laugardagur 27. iúlt 1963 — 47. árg.
ÞÚSUNDIR FÓRUST í JARÐSKJÁLFTUNUM
BG- Reykjavík, 26. júlí.
KLÖKKAN 4,15 í nótt, eftir ísl.
tíma urðu mestu jarSskjálftar sem
orðið hafa í Júgóslavíu og lagði
fyrsti kii'purinn, sem stójj aðeins í
15 sekúndur 80 prósent borgarinn-
ar Skoplje 1 Makedoníu í rúst og
eru þar nú yfir 100.000 manns
heimilislausir, en íbúar borgarinn-
ar eru um 200.000.
f síðustu fregnum frá Belgrad
segir, að yfir 10.000 manns hafi
farizt eða slasazt, en fundin voru
7000 lik í rústunum og vitað er um
mörg þúsund manns, sem hafa
meiðzt hættulega.
Aðalhótel borgarinnar, Makedon
ia, hrundi gjörsamlega til grunna
á fáeinum sekúndum og fórust all
Ir, sem inni voru, 300 manns —
og sýnir þetta eitt, hve snarpdr
kippirnir voru.
Fjölmennar
björgunarsveitir
11
Jarð-
unnu bakj brotnu í allan dag við
björgun og hjálp hefur borizt frá ||g ,
inörgum löndum. Allt símasam
band er rofið við borgina, raf
magns og vatnslaust er og járn
brautarlínur eyðilagðar.
skjálftans varð vart 160 km. frá
borginni.
Blaðið hafðd i gær tal af íslenzk
um ferðaskrifstofum og spurði
hvort nokkrir fslendingar gætu
verið á jarðskjálftasvæðinu. Nið-
urstaða viðtalanna varð sú, að slíkt
væri mjög ósennilegt, nema um
einkaferðamenn væri ajj ræða eða
! hópi erlendra ferðalanga.
SJA 3. SIÐU
FURDULAX
FB-Reykjavík, 26. júlí.
f DAG barst Þór Guðjónssynii,
veiðimálastjóra furðulax nokkur,
sem veiðzf hafði í net í Ölfusá. —
Laxinn var vanskapaður að því
leyti, að hann var óvenju stuttur
og digur, og munu hryggjaliðir
hans hafa verið samvaxnir.
Að sögri veiðimálastjóra var það
Magnús Magnússon frá Laufási á
Eyraibakka sem fékk laxinn í net
sitt. Hann var 40 cm. á lengd og
vóg 1250 gr. Væri hann eðlilega
vaxinn *tti hann að hafa verið
einum 10 tií 12 cm. lengri.
Þessi iaxkrypplingur var hæng
ur, sem verið hafði 3 ár í fersku
vatni og eitt ár í sjó. Kvað veiði-
málastjórj það áberandi, að hanh
væri með laxhaus og sporð, en
það sem þar væri á milli væri
ekki líkt venjulegum laxi. Þetta
er þó íslenzkur lax, sagði hann,
ÖskjuveMurf
HS-Akureyri, 26. júlí.
Nú verður þess vart langt að
bíða, að menn getl ekið á bflum
i alla leið að Öskjuvatni. Hingað
til hafia menn orðið að ganga um
kflómeters spöl, en nú er verið að
ryðja veg síðasta spottann.
Það er Pétur Jónsson í Reyni-
| hlíð, sem stjórnar verkinu. Hann
I hefur verið þar undanfarna daga
með hóp vegavinnumanna og jarð-
ýtu og vörubíl.
Vegarkafli sá, sem nú er verið
að ryðja, er erfiður og má búast
við að þó nokkurn tíma taki að
gera hann færan jeppabifreiðum
og öðrum fjallferðabílum, en við
slík farartæki verður hann mið-
aður. Þá tefur það nokkuð, að í
fyrradag bilaði annar armurinn úr
ýtutönninni og fór Pétur með allt
sitt lið til byggða í gær, þar eð
hamn þarf að fá nýtt stykki i ýtuna.
Þegar það er fengið munu þeir
fara að nýju suður í Öskju, en
I Pétur segist alls ekki vera af baki
dottinn, þótt þetta óhapp kæmi
fyrir.
Þótt hásumar sé er vetrarlegt
uppi í Öskju, þar sem Pétur Jóns-
son og menn hans starfa nú við
vegarlagningu, eins og þessi
mynd, sem tekin var í fyrramorg-
un, sýnir. Ljósm. TÍMINN — HS.
MB-Reykjavík, 26. júlí.
Sigríður Jóna Jónsdóttir, sem
óttazt hefur verið um síðustu
daga, er fundin, heil á húfi, en
eðlilega mjög máttfarin eftir
útlleguna. Það voru veiðimenn
við Skammá, hjá Arnarvatni
hinu mikla, er urðu varir við
Ljóma, hest hennar, í gær-
kvöldi, og í morgun rákust
þeir á hana sjálfa, er hún sat
skammt frá tjöldum þeirra.
Drifu þeir hana þegar í tjöldin,
gáfu henni að borða og hlýjuðu
henni eftir megni.
Blaðið átti í kvöld tal við
foringja Hjálparsveitar skáta i
Reykjavík, er leitarmenn dvöld
ust enn við Skammá um níu
leytið. Gerðu þeir ráð fyrir að
halda innan skamms í átt til
byggða, og verða um 8 tíma á
leiðinini. Þá höfðu allir leitar-
menn, þeir, sem lögðu upp frá
Hveravöllum og þeir, sem
lögðu upp úr Borgarfirði, sam-
einazt við Skammá.
Er Sigríður Jóna fannst, gat
hún harla litla grein gert sér
Framhald á 15. sfðu.