Tíminn - 27.07.1963, Blaðsíða 3
ÞJÓÐARSORG í JUGÓSLAVÍU !
VEGNA MESTU JARÐHRÆR-
INGA, SEM
NTB-BELGRAD, 26. júlí.
tAt 10.000 MANNS fórust eða særðust í ægilegum jarð-
skjálftum, sem urðu í nótt í Makedoníu I suðurhluta
Júgóslavíu og lagðist borgin Skoplje, sem er um
200.000 íbúa borg, nær gjörsamlega í rúst og eru
þar nú a. m. k. 100.000 manns heimilislausir.
TÍr HRÆÐILEGT er um að litast í borginni. Hundruð
manna liggia í blóði sínu á götunum innan um múr-
steinabrak. Allt símasamband við borgina er rofið,
svo enn er ekki hægt að gera sér nákvæma grein
fyrir ástandinu þar. Hjálparsveitir hvaðanæva að
hafa verið kallaðar á vettvang.
■jc STJÓRN JÚGÓSLAVÍU hefur lýst yfir tveggja daga
þjóðarsorg vegna atburðarins. Öllum samkomum og
mannfögnuðum hefur verið aflýst og frestað fram
yfir helgi. — Eru þetta mcstu jarðskjálftar, sem
orðið hafa í Júgóslavíu, svo langt sem menn muna.
Upptök jarðskjálftans, sem
stóð skainma hríð, voru í borg-
inni sjálfri, en varð auk þess
vart í 150 íbm. fjarlægð.
Jarðskjálftinn kom fram á
jarðskjálftamælum í Bergen og
Uppsölum og sýnir það eitt
styrkleika hans. Einnig varð
• s ðnflffrWo
J C/r
QQtHOlii
Kortið hér að ofan sýnir með feltum strikum þann hluta Make- ff
ÞAR
hans vart í Ítalíu og greip þar
fólk mikil skelfing, en ekkert
tjón varð.
Gizkað er á, að um 3/4 hlutar
borgarinnar Skoplje séu gjör-
samlega í rúst og yfir hundrað
þúsund manns eiga nú hvergi
höfði sínu að halla, nema undir
beru lofti. Hótel Makedonía,
sem í voru um 300 gestir,
hrundi á fáeinum sekúndum og
fórust allir innandyra.
Hjálparsveitir þustu á vett-
vang úr hinum ýcnsu hluturn
Júgóslavíu og boðin hefur verið
aðstoð frá nærliggjandi lönd-
um.
Skoplje er ekki sérstaklega
þekktur ferðamannabær, en þó
mikið sóttur vegna fagurra og
gamalla bygginga, sem þar
voru. Talið er, að flestir gest-
anna á Hótel Makedónía hafi
verið útlendingar.
Skoplje var byggð upp af rúst
um bæjarins Skupi, sem jafnað-
ist við jörðu í jarðskjálftum
árið 518.
Síðdegis í dag var skýrt frá
því, að forsætisráðherrann, Pet
er Stambolic, væri á leið til
jarðskjálftasvæðisins í fylgd
með einum hinna fjölmörgu
hjálparleiðangra. Rafmagns- og
vatnslaust er í borginni, jám-
brautarstöðvar meira og minna
í rúst og sjúkrahúsin tnikið
skemmd. Allt þetta mun eiga
sinn þátt í ag gera björgunar-
starfið mjög erfitt.
Aðeins fáeinum klukkustund
um eftir kippinn var orðinn
tilfinnanlegur skortur á blóð-
vatni til inngjafar særðum. —
Sjálfboðaliðar hafa gefið sig
fram þúsundum saman til að
aðstoða við björgunarstarfið og
blóðgjafir eru þegar farnar að
berast til borgarinnar víðs veg-
ar að úr landinu.
Jarðskjálftinn í Skoplje varð
klukkan fimmtán mínútur yfir
fjögur í nótt, eftir íslenzkum
tíma. Aðalkippurinn stóð ekki
yfir nema 15 sekúndur, en á
eftir fylgdu nokkrir snarpir
kippir. Bænum Pristina, sem er
í um 100 km. fjarlægð frá
Skoplje var strax breytt í eitt
stórt sjúkrahús, allar opinberar
byggingar og stærri íbúðarhús
voru rudd og hafizt handa um
móttöku slasaðs fólks. Sérstak-
ar sjúkrajárnbrautir hafa verið
sendar á vettvang frá nærliggj
andi bæjum og flugvélar, sem
leið eiga um, hafa verið beðnar
um aðstoð.
Síðdegis í dag var ekki vitað
hve margir hafa raunverulega
farizt, en óttast er að þeir skipti
þúsundum.
í allan dag og fram á nótt
var unnið að björgunarstarfinu,
en seint í kvöld mátti enn heyra
harmakvein frá innilokuðu fólki
í rústunucn. Þeir sem af kom-
ust hafa verið fluttir í nær-
liggjandi héruð til bráðabirgða.
Júgóslavneskur flugmaður,
sem fór frá Skoplje, rétt áður
en hamfarirnar urðu, sagði, að
sjónin úr flugvél hefði verið
voðalegri, en I mestu sprengju
árásum seinni heimsstyrjaldar
innar. Eldur gaus upp skömmu
eftir fyrsta kippinn, fólk sást
hlaupandi í örvæntingu um göt
urnar, en síðan lagðist þykikt
reykský yfir borgina, sem huldi
útsýnina, sagði flugmaðurinn.
Fréttir hafa borizt af því, að
660 danskir skátar, sem voru á
leið til Grikklands á Jamborree-
mót, hafi verið rétt sloppnir
yfir landamærin, er ósköpin
dundu yfir.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
Seint í kvöld bárust þær frétt
ir tll Belgrad, að fundizt hefðu
7000 lík í rústuin Skoplje, en
mörg þúsund manns hefðu
meiðzt hættulega.
HAFA ORDID
I
í
;
GRIDASATTMALI
NÆSTA SKREFID
dóníu í Júgóslavíu, sem jarðskjálftarnlr mlklu náðu til. Borgin:
Skoplje, sem hrundi nær til grunna er merkt með svörtum punktijr
og ör. Einnig sést afstaðan til annarra ríkja. |
NTB-Moskvu, Lundúnum og
Kaupmannahöfn, 26. júlí.
★ RÍKI i austri og vestri Iýstu í
dag yfír ánægju sinná vegna
Alvarlegar stríðs-
hótanir Kínverja
NTB-Peking, 26. júlí.
FORMAÐUR kínversku frið
arnefndarinnar, Kuo Mao-Jo,
sagði á fiöldafundi í Peking í
dag, að sú einokun, sem nú
ríkti í kjarnorkuvopnum yrði
rofin áður en langur tími liði.
Um 10 þúsund manns heyrðu
þessi org af vörum formannsins,
en ræða hans var liður í hátíðahöld
um í sambandi við, að 10 ár eru
liðin frá lokum Kóreu-stríðsins.
Sagði Kuo, að kínverska og kóre-
ansku þjoðirnar hefðu unnið stríð-
ið og brotig á bak aftur ásókn
Bandaríkjanna á sama tíma og
bandarisku heimsvaldasinnarnir
höfðu einokun á kjrnorkuvopnum.
Þetta sýnir. ag hinar nýju hern-
aðaraðferðir eru ekki það, sem
gera út um stríð. Hins vegar getur
ekkj afmöikuðum hópi manna eða
þjóða haiaist uppi lengi að einoka
hinar nýju aðferðir, sagði formað-
urinn.
Þær tilraunir, sem við erum nú
vitni að, i þá átt að reyna að
rikja yfir beilum þjóðum í skjóli
einokunar á kjarnorkuvopnum,
munu ekki takazt.
Við erum sannfærð um, að við
.ng byltingarsinnaða fólk, munum
læra að nota hinar nýju aðferðir
á sama hátt og imperíalistamir
hins mikla áfanga, sem hefði
náðst ; alþjóðamálum með
samningi þríveldanna um tak-
markag bann viið kjarnorku-
vopnatilraunum.
★ KRÚSTJOFF, forsætisráðherra
Sovétríkjanna sagði í Moskvu í
dag, að samningurinn væri
mjög mikiilvægur og góð undir-
staða tii að byggja á lausn
annarra mikilvægra alþjóða-
mála. Sagði hann, að ef vest-
ræn ríki sýndu sama sátta-
vilja og á þríveldafundinum
myndi einnig nást samningur
milli hiATO og Va.rsjárbanda-
lagslanóanna.
★ I SAMBANDI við sanminginn
hafa bandarískir aðilar snúið
sér til ríkisstjórna margra
landa <:g boðið þeim aðild að
samningum. M. a. var slíku
boði beirit til dönsku stjórnar-
innar.
Krustjoff undirútrikaði í viðtöl-
um við sovézk blöð í dag, að ef
Vesturveldin sýndu friðarvilja
myndi ekki standa á Sovétríkj-
unum.
Hrósaði Krustjoff ríkisstjórnum
Bandaríkjanna og Bretlands fyrir
afstöðu þeirra í tilraunabannsmál
unum og setti fram nokkur atriði,
sem hann vildi að rædd yrðu til
að draga úr hinni alþjóðlegu
spennu og binda endi á kalda
stríðið:
1. Að fjárframlög til herbúnaðar
yrðu stórlega lækkuð eða felld
niður.
2. Að gerðar yrðu ráðstafanjr
til að koma í veg fyrir skyndi-
árásir.
3. Að sérstakir fulltrúar yrðu
staðsettir gagnkvæmt í herstöðv-
upi Bandaríkjanna og Sovétríkj
anna í Vestur-Þýzkalandi.
4. Að erlendum herliðum í
Austur- og Vestur Þýzkalandi yrði
fækkað. Sovétríkin eru fús til við-
ræðna um öll þessi mál og látum
okkur nú hefjast handa til að
draga úr alþjóðaspennunni.
Reynum að draga úr kalda stríð-
inu og leiðin mun opnast til samr.-
ings um mál málanna. algera og
almenna afvopnun, sagði Krúst-
joff.
T f M I N N, laugardagurinn 27. júlí 1963. —
a