Tíminn - 27.07.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.07.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER Wíutimir geta ekki haldið áfram eins og þeir hafa gert fnam til þessa. Eg hef sögulegt ætlunar- verk, og þetta ætlunarverk ætla ég mér að framkvæma, vegna þess að forlögin hafa valið mig til þess að gera það . . . þeir, sem ekíki standa með mér, verða marð ir sundur . . . Eg hef valið erfið- ustu Ieiðina, sem nokkur Þjóðverji hefur nokkru sinni valið sér. Eg hef unnið stærstu afreksverk í sögu Þýzkalands, stærri en nokkur annar Þjóðverji. Og ekki með valdi, tákið eftir því. Eg er bor- inn áfram af ást fólksins . . . SOHUSOHNIGG: — Herr Reichs kanzl'er, ég er fús að trúa þessu. Eftir að þessu hafði farið fram í eina klukkustund, fór Schuschn- igg þess á lei't við fjandmann sinn, að hann teldi upp kvartanir sín- ar. „Við munum gera allt“, sagði hann, „til þess að ryðja hindrun- umum úr vegi fyrir betri skilningi, að svo sniklu leyti sem það er mögulegt". HrTL/ER: — Það segið þér, Herr Schuschnigg, en ég segi yð- ur, að ég ætla mér að leysa þetta svokallaða austurríska vandamál á einn eða annan hátt. Þá hóf hann árás á Austurríki fyrír að hafa víggirt landamæri sín gegn Þýzkalandi, en Schuschn- igg neitaði þessari ásökun. HIT'LER: — Hlustið á, þér hald- ið ekki, áð þér getið hreyft svo mikið sem ei:nn einasta stein í Austurríki, án þess að ég frétti um það næsta dag, haldið þér það? . . . Eg þarf einungis að gefa skip- un, og á einni einustu nóttu væri hægt að skjóta állar þessar hlægi 'legu varnarvélar yðár í sundur. Þér trúið því þó ekki í raun 6g veru, að þér getið staðið í vegi fýrir inér svo mlkið sem í hálfa klukkustund? . . . Eg vildi svo gjaman losa Austurríki undan slíkum örlögum, þar eð þinar að- gerðir myndu þýða blóðsúthell'ing- ar. í kjölfar hersins myndu S.A. og austurríska sveitin halda inn í land.ið, og enginn getur stöðvað þeirra réttlátu hefnd — ekki einu sinni ég. Eftir þessar hótanir minnti Hitl er Schuschnigg (hann var svo ruddalegur, að hann ávarpaði hann alitaf með nafni í stað þess að nota titil hans, eins og diplo- matíslkar kurteisis'venjur kröfðust) á einangrun Austurríkis og hjálp- arleysið, sem af henni leiddi. HITLER: — Þér skulið ekki hal'da eitt augnablik, að nokkur á jörðinni muni reyna að koma í veg fyrir ákvörðun mína. ítalía? Mussolini og ég erum algerlega sammála . . . Engiand? England mun ekki hreyfa litla fingur til hjálpar Austurríki . . . . og Frakk- land? Hann sagði, að Frakkland hefði getað stöðvað Þýzkaland í Rínar- löndunum, „og þá hefðum við orð- ið að hörfa, en nú er það orðið of seint fyrir Frakkland“. HITLER: — Eg gef yður enn einu sinni og í síðasta skipti tæki færi til' þess að komast að sam- komulagi, Herr Schusehnigg. Ann- að hvort finnum við laúsn á mál- inu nú eða að öðrum kosti munu afburðirnir taka sína eigin stéfnu . . . H'Ugsið um það, Herr Schu- schnigg, hugsið yður vel um. Eg get ekki beðið lengur en þangað til eftir hádegi í dag . . . Nákvæmlega hver voru skilyrði þýzka kanslarans? Schuschnigg spurði. „Við getum rætt um það eftir hádegi“, sagði Hitler. Schuschnjgg tók eftir því, sér til mikillar undrunar, að Hitler virtist vera í „ágætasta skapi“, á meðan á hádegisverðinum stóð. Hann ræddi um hesta og hús. Hann ætlaði að byggja stærsta skýjakljúf, sem heimurinn hefði nokkru sinni séð. „Ameríkanarnir munu sjá“, sagði hann við Schu- schnigg, „að Þýzkaland getur byggt stærri og betri byggingar en Bandaríkin". Hvað viðkom hinum nrjáða aust urríska kanslara, þá minntist Pap- en þess, að hann hefði litið út fyr ir að vera „áhyggjufullur og ann- ars hugar“. Hann var vanur að keðjureykja, en hafði ekki fengjð að reykja í návist Hitlers, en eftir að kaffi hafði verið drukkið í næsta herbergi, bað Hitler þá að afsaka sig, og Schuschnigg gat í fyrsta sinn fengið sér sígarettu. Hann gat einnig skýrt aðstoðarut- anríkisráðherra sínum, Guido Schmidt, frá hinum slæmu frétt- um. Þær áttu brátt eftir að .verða enn verri. Eftir að hafa kælt sig dálítið í tvær k'lukkustundir í litlu forher- bergi var Austurdkismön'nunum tveimur vísað inn til Ribbentrop, hins nýja þýzka utanríkisráðherra, þar sem Papen var einnig viðstadd ur. Ribbentrop afhenti þeim tveggja síðna vélritað uppkast að „samningi" og sagði um leið, að þarna væru lokakröfur Hitlers, og foringinn myndi ekki leyfa nein- ar umræður um þær. Þær yrði að undirrita þegar í stað. Schuschn- igg segir, að honum hafi létt við að fá nú að lokum eitthvað ákveð- ið frá Hi.tler. En um leið og hann fór í gegn um skjalið hvarf þessi léttir. Hér var um að ræða þýzka úrslitatillögu, þar sem honum var ætlað að fela nazistum í hendur austurrísku stjórnina innan einn- ar viku. Aflétta átti banninu á austur- ríska nazistaflokknum, all'ir naz- istar, sem nú sátu í fangelsum, áttu að fá sakaruppgjöf, og gera átti hinn nazistasinnaða lögfræð- ing í Vínarborg, dr. Seyss-Inquart, að innanríkisráðherra, með valdi yfir lögreglu- og öryggismálum. Annar nazisti, Glaise-Horstenau, át'ti að hljóta embætti hermálaráð herra, og taka skyldi upp nánara samband milli austurríska og þýzka hersins. Margt var nefnt í því sambandi, þar á meðal reglu bundin skiptl á l'iðsforingjum. „Undirbúningur verður gerður að samræmfngu efnahagskerfa Aust- urríkis og Þýzkalands“, sagði í lokakröfunni. „í þessum tilgangi verður dr. Fischböck (nazistasinn aður) gerður að fjármálaráðherra. Eins og Schuschnigg skrifaði gerði hann sér grein fyrir því þeg ar í stað, að væri gen'gið að þess- um úrslitakostum, myndi það þýða sama og að sjálfstæðj Austurríkis væri lokið —• Ribbentrop ráðlagSi mér að ganga að kröíunum þegar í stað. Eg mótmælti og banti honum á fyrri samning ininn við vnn Papen, sem gerður hafði verið, áður en ég kom til Berchtesgaden, og gerði honum Ijóst, að ég væri ekki reiðu búinn að láta bjó'5d mér jafn órétt mætar kröfur. En var Schuschmgg reiðubúinn að ganga að þeim? Það, að hann væri ekki við því búinn að fá þær, var nægilega Ijóst jafnvel þöngul- haus eins og Ribbentrop. Spurn- ingin var: Mundi hann undirrita þær? Á þessu erfiða og örlagaríka augnabliki byrjaði hinn ungi aust- urríski kanslari að linast. Hann spurðist dauflega fydr um það, eftir þv! sem hann sjálfur sagði, „hvort hann gæti reitt sig á góð- vilja Þýzkalands, hvort þýzka stjórnin hefði að minnsta kosti í hyggju að standa við sinn hluta samninganna“. Hann segir, að hann hafi fengið jákvætt svar“. Þá byrjaði Papen að vinna að málinu öllum árum. Hinn háll sendiherra viðurkenndi, að hann hafi orðið „undrandi", þegar hann las úrslitakostina. Þetta voru „óréttlætanleg afskipti af sjálf- stæði Austurríkis“. Schuschnigg segir, að Papen hafi beðið hann afsökunar og látið í ljós „undrun -sína“ yfir skilyrðunum. Samt ráð- lagði hann kanslara Austurrikis að undirrita þau. / — Hann sagði mér enn fremur, að ég gæti verið þess fullviss, að Hitler myndi sjá um það, að ef ég undirritaði og samþykkti þess- ar kröfur, myndi Þýzkaland vera trútt þessum samningi upp frá því 59 spjald á mér“, sagði hann. „Það nægir, ef þér skrifið utan á Blue Island, Illinois". Nú vissi Beechér, að Pusey hafði lagt veski sitt í tösku Ilse. Hann reyndi að skilja þá reiði, er gat fengið hann til slíkra verka. Ef honum tækist að skilja viðbrögð Puseys, mundi hann ef til vill geta fyrirgefið honum. Pusey hafði verið blekktur. Þannig mundi hann hugsa. Þessi spennandi, dökkhærða stúlka hafði verið hans og hann hafði eignað sér hana um leið og hann lét fing urna renna eftir fótleggjum henn- ar. Hún hafði verið hrædd, ótta sl'egin og undanlátssöm. Allt þetta hlaut að hafa haft sín áhrif á hann. Og allt hafði svo tekið aðra stefnu en hann hafði húgsað sér. Hann hafði auk þess verið auð- mýktur óg særður. Einhvern veg- inn varð Pusey að ná hefndum. En hver mundi verða þess heiðurs áð njótandi að fá að heyra hann hreykja sér af snilld sinni? Konan hans, ef til vill? Á meðan hún lá í myrkrinu við hlið hans og undi sér við magastihgina? Bíllinn hægði ferðina og Pusey ók hægt og varlega upp að gang- stéttarbrúninni. Hann stanzáði fyr ir framan lítið hótel. „Eg verð að fá staðfestingu á pöntuninni minni með ferjunni“, sagði hann og sneri lyklinum. „Það er bezt að ég hringi héðan. Eg vil ekki eiga neitt á hættu. Ef ég næ ekki þess- ari ferju, missi ég líka af skipinu heim til Bandaríkjanna". „Á ég að hringja fyrir yður?“ spurði Beecher. „Eg tala spönsku". „Nei, nei“, flýtti hann sér að segja. „Eg bjarga mér. Eg bið dyravörðinn að hjálpa mér. Bíðið þér bara hér. Síðan ek ég ykkuri á gistihúsið ykkar. Eg hef nógan j tíma til þess, þegar ég er búinn að fá pöntunina staðfesta“. Hvað ætlaði Pusey að segja lög reglunni? hugsaði Beeeher. Að hann saknaði veskis síns og grun- aði þessi undarlegu hjón, sem höfðu fengið að verða samferða honum frá Casablanca. Þeir múndu leita í bifreiðinni, síðan farangursgeymslunni og loks í farangrinum . . . „Komdu fl'jótt", sagði hann hvasst, um leið og Pusey hvarf inn um vindudyr gistihússins. „Stökktu út!“ „Hvað er að?“ „Komdu bara, eins fljótt og þú getur!“ Beecher greip bíllyklana úr mælaborðinu, opnaði dyrnar og gekk aftur fyrir bílinn. Hann opn- aði farangursgeymsluna og greip tösku Ilse. Hún stóð hins vegar á gangstéttinni og virti hann fyr- ir sér hrædd og undrandi. „Hann er að ná í lögregluna", sagði Beecher og greip föstu taki í handlegg henni. „Líttu ekki aft- ur, og láttu eins og þú sért ekki að flýta þér. Við förum hér yfir götúna óg náum í leigubíl“. Þau gengu nokkurn spöl hinum mégin götunnar og reyndu að láta ekki á neinum asa bera. Við næsta götuhorn rjtií taús leigubíll. Bee- cher opnaði afturdyrnar fyrir llse og settist sjálfur við hlið bílstjór- ans, sem var feitur, syfjulegur Arabi með rauðan silkihálsklút hnýttan um hálsinn undir svita- votri nælonskyrtu. „Hótel Velasque“, sagði Beech- r. Bílstjórinn tók niður ljósmerkið og ók út í umferðina á götunni. Beecher sneri sér við í sætinu og skyggndist út um afturrúðuna. Þau höfðu augsjáanlega engan tíma mátt missa, því að Pusey stóð nú aftur við bílinn með miklu FÖRUNAUTAR ÓTTANS W. P. McGivern handapati og írafári ásamt tveim- ur stórvöxnum marókönskum lög- reglumönnum. Héðan að sjá svip aði honum helzt til oftrekktrar vélbrúðu. Hendur og höfuð sveifl- uðust í tryllingi, þar sem hann stóð hoppandi á götunni. Beecher brosti til Ilse, hagræddi sér síðan í sætinu og kveikti sér í sígarettu. Það mundi taka Pusey langan tíma að skýra málið á fingramáli, hugsaði hann. Og að lokum mundu þeir komast að þeirri niðurstöðu, að einhverju hefði verið stolið. Og það mundi ekki koma þeim á óvart. Það var mikið um þjófnaði í Mar- okkó. Eina sem unnt var að gera, var að fylla út eyðublöðin, skella á þau rétfum stimplum og vona hið bezta. Þeir mundu hugga Pus ey með að allt væri í höndum Allah hins alval'da. Beecher glotti við tönn. Það mundi vera hin eina rétta huggun fyrir Pusey, hugs- aði hann. . 21. KAFLI. Skipstjórinn á Rosaleene var lág vaxinn, líflegur Spánverji með þykkt, svart hár og fjörmikið and- lit. Hann þrammaði fram og aftur í káetu skipsins og horfði á Bee- cher og Ilse með svip, sem lýsti bæði samúð og gremju. „Eg sagði honum, að það mundi verða erf- itt“, ,sagði hann og hristi höfuðið óþolinmóður. Hann hét Diego Naj- era, hafði hann sagt þeim og með íranum hafði hann nú unnið í þrjú ár. Það var ljóst, að hann leit upp til hans, en hann taldi, að heil brigð skynsemi hans mætti vera heldur heilbrigðari á köflum. „Þessa dagana er ekki vogandi að taka einn einasta pakka af ótoll- uðum sígrettum úr landi“, sagði Diego. „Þeir eru einmitt mjög var kárir nú. Þetta sagði ég honum, — og vitið þið hverju hann svar- aði?“ Diego fórnaði höndum í upp gjöf. „Hann segir, að hann reiði sig á mig. Ekkert annað. Hann reiðir sig á mig. Og hvað á ég þá að gera?“ „Mér þykir þa'ð leitt“, sagði Bee cher. „Eg vissi ekki, að ég mundi koma yður í svo slæma klípu“. „Það er allt í lagi. Við gerum okkar bezta“. Diego greip jakka af stól við borðið og slengdi hon- um yfir axlirnar. „Við siglum eft ir stundarfjórðung“. „Það er dálítið enn“, sagði Bee- cher. Hann lauk upp tösku Ilse og tók upp veski Puseys Þetta var léðurveski af svipaðri stærð og bandarískt vegabréf, með rúm fyr ir ferðatékka og farmiða. Pappír- um Puseys var snyrtilega raðað í veskið: Farmíði með Constitution, fjögur hundruð og tuttugu dollar- ar í ferðatékkum á American Ex- press, tandurhreint vegabréf með mynd af Pusey, þar sem hann starði með fyrirfram tortryggni framar í hvern þann embættis- mann. sem mundi kíkja á hana og stafli af meðlimaskírteinum úr ýmsum klúbbr"> og félögum. Hann var meðlimur iíotaryklúbbsins, Ki- wani og Lions klúbbsins Beechér brosti breitt, er hann leit á fjórða skírteinið. Pusey var heiðursmeð- limur í varaliði lögreglunnar f Cook County. Beecher skýrði fyrir Diego, hvernig hann hefði komizt yfir veskið og spurði, hvort hann hefði ráð með að koma því upp á skrifstofu Bland Lihe. „Já, ég skal sjá um það“, sagði Diego. „En leyfist mér að spyrja, hvers vegna? Eg mundi ekki telja það mjög skynsamlegt, eftir það, sem á undan er gengið. Hvers vegna ekki fleygja því fyrir borð?“ „Kannske getur góður verknað- ur orðið til að frelsa sálu hans“, sagði Beecher. „Hver veit?“ Diego andvarpaði, „Þér hafið dvalið of lengi með Spánverjum. Látið mig hafa veskið. Eg skal af- henda það á réttan stað . . . “ Beecher og Ilse sátu hlið við hlið á annarri kojunni. Hún tók um hönd hans og strauk létt yfir hana með fingurgómunum. „Eg er ekki lengur hrædd“, sagði hún. „Eg verð aldrei framar hrædd“. „Þú flaugst út úr búrinu, ekki satt?“ „Það var svo auðvelt“, sagðl hún. „Þín vegna vildi ég verða frjáls. Það eitt var mér nokkurs virði“. Hún var mjög einlæg og alvarleg, þar sem hún sat, þrýsti hönd hans og brosti við honum. „Það var eins og að vakna til lífsins á ný“. Beecher strauk hárlokk frá enni hennar. Það var satt, að hún var ekki hrædd lengur. Hún hafði kos ið lífið frekar en dauðann. í leigu bílnum á leið til Rosaleen hafði 14 T í M I N N, laugardagurinn 27. júlí 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.