Tíminn - 22.08.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.08.1963, Blaðsíða 6
MINNING Karl Gísli Gíslason F. 15. ,nóv. 1909 — D. 16. ág. 1963 Hreinn er faðmur þinn, fjalla- blær. Fagurt er þar sem lyngið grær. Þar get ég elskað alla. Á tíma og eilífð töfrum slær, af tign hinna bláu fjalla. D.St. Okkur, er starfað höfðu með Karli Gíslasyni, setti hljóða er við fréttum andlát hans. Við þekktum til heilsufars hans, gátum í raun- inni búizt við, að dauða hans bæri að með skjótum hætti, enda fór það svo. Karl var íþróttamaður, stund- aði þær af lífi og sál á sínum beztu árum. Þó var ein sú íþrótt, er hann unni mjög, það var stang- arveiði, og það varð hans síðasta handtak, er hann kastaði flugu fyr ir lax í Grímsá í Borgarfirði, en þangað kom hann ásamt félögum sínum og skyldu þeir þreyta íþrótt sína þetta l'ognkyrra sumarkveld. Karl notaði oft frítíma sinn til ferðalaga um landið, og dvelja við ár og veiðivötn, og njóta unaðs- semda náttúrunnar, enda var hann hennar bam. Karl Gísli Gíslason (svo hét hann fullu nafni) var f. að Króki í Grafningi, voru for. hans Gísli Gíslason bónda að Ámundakoti í Fljótshlíð Ólafssonar, og Ásbjörg Þorkelsdóttir bónda að Ásgarði í Grímsnesi, Ásmundssonar. Áður en for. Karls komu að Króki, höfðu þau búið að Hæðar- enda í Grímsnesi. Var Karl á 1. aldursári er foreldrar hans brugðu búi og fluttu til Rvk., en alls voru börn þeirra 6, og 5 er til aldurs verkstjóri komust, eru nú 4 þeirra á lífi og búsett hér í Rvík. Karl var aðeins 11 ára er hann missti föður sinn, en hann dó 18. jan. 1921; hafa þá systkinin orðið að hjálpa móður sinni að halda saman heimilinu, enda þau eldri komin yfir fermingu. (Móðir þeirra dó 11. ág. 1933). Á þeim árum dugði ekki að halda að sér höndum, ef einhverja vinnu var að fá. Ekki mun Karl hafa legið á liði sínu, eftir því sem kraftar og geta leyfði. Hann byrjaði snemma að vinna hjá Mjólkurfél. Rvk., fyrst sem sendisveinn, og síðar bifr.stj. 1935 byrjaði Mjólkursamsalan sfcarfrækslu sína, og, réðist Karl þangað, og þar starfaði hann síð- an sem verkstjóri yfir bílsfcjórun- um, og það starf hafði hann á hendi til hins síðasta. Sem verkstjóri fékk Karl al- mennt lof. Hann kom þannig fram við þá, er hann átti að stjórna, að þeir fundu aldrei valdið, aðeins góðan félaga, og vildu því aldrei gera annað eða öðru vísi en hann óskaði. Var Karl mjög til fyrir- myndar, þeim, er mannaforráð hafa, en takast misjafnlega. Hinn 21. des. 1935 kvæntist Karl Gíslason Nönnu Einarsdóttur, hinni ágætustu konu, er fyrst og fremst hugsaði um uppeldi barna þeirra og heimili. Þau áttu saman þrjá sonu, og eru þeir þessir: 1. Sverrir, starfsm. á bflum Mjúlkursams., ókv. 2. Ólafur, stundar nám í Hásk. ísl., kvæntur. 3. Ásbjörn, námsm. Allir eru þessir bræður vel gefnir og gjörfulegir menn. Karl Gíslason er nú kominn yfir hina miklu móðu, eins og lögmál- ið býður, en minningin um góðan dreng vakir hjá okkur er með hon- um störfuðu, hann bar aldrei helgidóminn utan á sér, öðru vísi en með góðvild sinni, og hjálpsemi til allra, er áfctu við hann nokkur skipti. Eg vil að síðustu, fyrir hönd okkar, starfsfólks Mjólkursamsöl- unnar, senda ekkju hins látna, börnum þeirra og öðru vandafólki, okkar innflegustu samúð, og kveðjum hann í þökk fyrir allar góðar og glaðar sfcMndWcBér |við áttum með honunj,,,^ <oi ^ i. Minningin umimætao dreng lífir lengi. Jóh. Elríksson. Guðrún V. Hálfdánarddttir frá Hafranesi við Reyðarfjörð Fædd 26. júlí 1880. Dáin 30. júlí 1963. JARÐARFÖR hennar fór fram hinn 7. ágúst s. 1. frá Fossvogs- kapellunni, prestur var sr. Árelíus Níelsson. Og vil ég þakka hinum mæta klerki fyrir margar vel sagðar setningar yfir kistu hinnar látnu gæ'ðakonu. Þegar ég á gamals aldri lít um öxl og renni huganum til löngu lið- inna tíma, yngist ég um mörg ár og finnst mér—verða eitthvað svo létt og ljúft að skrifa ýtarlega sagn- þætti um Hafranes-heimiíi eins og það kom mér fyrir sjónir við'fyrstu kynningu, því svo glögg er sú minn ing í huga mínum að líkara væri að hún hefði gerzt í gær eða fyrra- dag. í byrjun næsta mánaðar (sept- ember) eru liðin 54 ár siðan ég kom fyrst að Hafranesi og leit þá konu, sem ég hef nú fylgt til graf- ar, og það eru einmitt þær gömlu minningar sem nú ýfast upp og bjart er yfir. Þá var Guðrún Hálf- dánardóttir f blóma lífsins 29 ára gömul, þriggja barna móðir og stjórnaði stóru og umfangsmiklu heimili. Þessi þóknanlega, velfarna kona virtist mér hæfa svo prýðilega vel í slíkan verkahring. Verkin léku i höndum hennar í leikandi leikni án þess fcð gustaði eða rödd hennar yfirgnæfði f skipunartón sem hús- móður. Ég veit ekki betur en slíkir viðburðir hafi verið fjarri hennar skapgerð. Hennar glaða og hlýja við mót ríkti svo sterkt að hún hlaut að draga samtíða að sér. Öllum þótti vænt um hana, sem nokkur kynni höfðu af henni. Hið prúða fas hennar i allri umgengni og tillögu góða tal hennar getur exkki gleymt Um Guðrúnu heitina Hálfdánardótt ur frá Hafranesi verður tæplega annað sagt en þar hafi farið val- kvendi eftir mínu áliti. í símtaii við Kristin Guðnason. sem ólst upp á Hafranesi (f. 1896) og gerþekkti þar alla á báðum bú um, sagði mér óhikað að sikapgerð Guðrúnar og viðmót hefði aldrex breytzt hvað sem fyrir kom. Eins og þú sást hana einu sinni. sagði hann, þannig var hún ævinlega Hún var sanr.ur sólargeisli heimilis lífsins öll þau ár sem við vorum saman, bætti hann við. Vitanlega hefur þessi áhuga og dugnaðar kona staðið framarlega í hópi islenzkra bændakvenna á sín- um tíma og meðan hún var og hét. Aldamóta bændakonur urðu mikið að vinna og ekki sízt þar sem margt var barna og þar sem stundað var jöfnum höndum sjór og land af hörðu kappi eins og hér var. í harðri lifsbaráttu aldamótamanna mátti ekki slá slöku við vinnu. Rísa árla úr rekkju og komast til starfa. Og þar fór vel þegar blessuð húsfreyjan hafði augun alls staðar og lét ekki afturskutinn eftir sitja í sínum stóra verkahring. Á Hafra- nesi var mikið um gestagang og heimilið annálað fyrir gestrisni. En hver sér venjulega um allt það staut og miklu umönnun sem sannri gest- risni fylgir? Guðrún var fædd á Hafranesi — Foreldrar hennar voru þau hjónin Jóhanna Einarsdóttir og Hálfdán ^orsteinsson bóndi í Hafranesi. Þau ii.ión voru bæði af góðum austfirzk. um bændaættum. Guðrún ólst upp i foreldrahúsum og komu fljótt i !jós kvenkostir hennar og hæfileik- ar til munns og handa. En til mennta var hún ekki sett það var ekki tíðarandi þá að heimasætur bændabýlanna væru kostaðar á skóla. þá var líka fátt um skóla i Inndinu og hax-ðsnúin venja að ungl- ingar máttu ekki hverfa af heim- ilinu frá vinnunni sér til mennta og menningargildis því bókvitið var ekki látið i askana! Rúmlega tvítug giftist Guðrún leikbróður sínum frá næsta bæ — Þernunesi — Einari S. Friðrikssyni Þorleifssonar. En móðir Einars, kona Friðrilcs var Anna Guðmundsdóttir. Þau Guðrún og Einar munu hafa gift sig 15. mai 1902 og hófu þá sam tímis búskap á Hafranesi. Ráku þar rausnar og fyrirmyndarbúskap bæði á sjó og landi í 30 ár. Frá þessum búskaparárum þeirra hjóna á Hafra nesi má margt segja, sem ekki er hægt í stuttri minningargrein. En eftir 30 ára búskap og hjúskap á æskustöðvum sínum eða árið 1932 taka þau saman pjönkur sínar og flytja til Reykjavikur, og búa þar í 21 ár meðan bæði lifðu. Einar var fæddur 1878 og andaðist 28 júlí 1953 rúmlega 75 ára gamall. Einar var heilsubilaður á seinni árum og mátti ekki stunda átaka vinnu. Enda kvaddi hann þetta líf i skyndi. Ein- ax var mikill gleðimaður og hrókur alls fagnaðar. og minnist ég lengi hve þá var oft létt að hlæja Sambúð þeirra var sönn fyrirmynd. — Þau höfðu haldið hátíðlegt sitt silf- ur og gullbrúðkaup. Og lífið yirtist leika við hin barnsglöðu öldruðu hjón, sem virtu og elskuðu hvert annað Sn þegar minnst varði ber dauðinn tð dyrum óráðþægi nábúi lífsins gerir ekki boð á undan sér Skilnaðarstund elskendanna var þá ekki umflúin Og þó það hafi ekki gerzt með snöggum hraða, þá kom fljótt í ijós. að við ástvinamissinn hefur þraður dalað í sál hinnar hraustu og glaðværu konu. Hennar aðlaðandi hlýja viðmót, lífsfjör og meðfædda gleði tók nú á sig náðir. Hún gerðist lömuð og þreytt og líf hennar verður gleðisnautt, deyfð og dvalamók verður nú hennar hiut- skipti. en samtímis koma í dyragætt- ina alvaran og ógleðin. Á milli dauða þeirra hjóna liðu 10 ár og 2 dagar Hún var rúmliggj- andi sjúklingur þessi ár, flest. Og fyrir hana var hver dagurinn öðrum líkur, sem svo virtist að hún léti sig litlu skipta hvað fram færi kring um sig Það vekur umhugsun að svona haldinn sjúklingur væri ekki á sjúkrahæli eða elliheimili. — Og hvað verður svo sagt i sambandi við þetta mál um hin hjartagóðu og fórnfúsu ungu hjón á Nökkva- vogi 13 Hálfdán son hinnar látnu og tengdadóttur. Ingibjörgu Erlends dóttur Hlutverk þeirra hér að lút- andi er stórt þrekvirki, sem sjálfsagt er met nútímans í hjúkrun og ann- arri umönnun veikrar móður í heima húsum A nútímavísu má svo heita að enga neimilishjálp sé að fá hvað sem í boði er og hvort heldur um sé að ræða fáa daga einn dag eða brot úr riegi. hvað þá mörg ár Hin aðkallandi og óhjákvæmilegu störf heimilanna sem verða að gerast dag hvern virðast venjulega ærinn nóg þó eigi séu veikindi Kærleiks- verka hinna góðhjörtuðu hjóna, þeirra mjúku vinahanda og allrar hugulsemi verður lengi minnzt — eða ei hæst að fullþakka þeim miskunn- arverkið? Framhald á 13 síðu TfMINN, fimmtudaginn 22 ágúst 1963 — b

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.