Tíminn - 01.09.1963, Síða 7
Útgefc ndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri Tómas Arnason — Kitstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indrið)
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skrif
stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl.. sími 19523 Aðrar
sikrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan-
lands í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f —
Rauði krossinn
í dag eru liðin 100 ár frá stofnun Kauða krossins, eins
^rkasta og bezta alþjóðafélagsskapar, sem stofnað hef-
ur verið til. Upphaf hans var það, að 1859 var svissnesk-
ur kaupsýslumaður, Jean Henri Dunant, sendur á fund
Napoleons III. til að semja við hann um landakaup í Alsír
fyrir svissneskan auðhring. Napoieon var þá staddur á
vígstöðunum við Solferino, þar sem háðar voru grimmi-
legustu orustur milli Frakka og ítalskra bandamanna
þeirra annars vegar og Austurríkismanna hins vegar. Hið
fyrsta, sem Dunant kynntist þegar hann kom til Solferino,
voru óbærilegar þjáningar hermanna á vígvöllunum. Hið
fyrsta, sem hann gerði var að hjálpa þeim og því hélt
hann áfram, svo að ekkert varð úr fundi hans og Napole-
ons eða landakaupunum í Alsír. Fjárhagslega hafði þetta
■ þau endalok hjá Dunant, að hann var dæmdur gjaldþrota,
en hins vegar fékk hann hér hugmyndina að stofnun
Kauða krossins, sem hann kom i framkvæmd með
miklum dugnaði.
Upphaflega var Rauða krossinum aðallega ætlað að
hjálpa særðum hermönnum í styrjöldum, gangast fyrir
fangaskiptum og koma bréfum og sendingum til stríðs-
fanga. Stórveldin sáu, að það gat verið heppilegt að
til væri óháður alþjóðlegur félagsskapur, sem annaðist
þetta starf. Svo vel reyndist þetta hms vegar, að Rauði
’krossihn 'hefur stöðugt verið aö færa út kvíarnar og
taka að sér ný og ný verkefni. Allt af er éitthvað að
gerast, sem orsakar það að fjöldi fólks þarfnast hjálpar,
jarðskjálftar, stórflóð, fellibyljir, drepsóttir, borgara-
styrjaldir o. s. frv. Alltaf þegar eitthvað slíkt skeður, er
Rauði krossinn tilbúinn til hjálpar. Fulltrúar hans eru
oftast fyrstir á vettvang og strax er byrjað að hjálpa
og safna víðs vegar um heim til stuðnings hinum bág-
stöddu. Oft eru tugir slíkra hjálparaðgerða á ferðinni
samtímis.
Rauði krossinn spennir nú sfarfsemi sína um allan
heim. Hann hefur deildir í flestum löndum og félagsmenn
hans skipta tugum milljóna. Flesíar ríkisstjórnir meta
og styðja hið merkilega starf hans. Fram á þennan dag
hefur honum nokkurn veginn teldzt að vera ofar öllum
ílokkadeilum og ríkjadeilum, þótr slíkt sé meira en vanda-
samt. Það fólk skiptir orðið mörgum hundruðum milljóna,
er notið hefur góðs af starfi hans
Hundrað ára mannúðarstarf Rauða krossins styrkir
meira en flest annað þá trú að íiægt sé að koma á
aiþjóðlegu samstarfi á miklu fleiri sviðum og efla þannig
frið og hamingju í mannheimum Afmæli hans vekur þvi
jafnt þakklæti og bjartar vonir.
Siðleysið heldur áfram
Mbl. heldur áfram í gær hinum siðlausa málflutn-
ingi sínum um Hvalfjarðarmálið Það heldur því fram.
að ekki sé um annað að ræða en að Nato fái að „endur-
nýja aðstöðu sína í Hvalfirði“' Bndurnýjun er hvorki
meira né minna en það að byggja nýja olíustöð, og þre-
falda með því geymslurýmið fyrir olíu og byggja svo
þessu til viðbótar stórar hafskipab'-yggjur og a. m. k.
fjögur til fimm botnsteypt legutami fyrir herskip og
kafbáta eða m. ö. o., að gera bað nögulegt að breyta
Hvalfirði fyrirvaralaust i flota- og kafbátalægi.
Finnst mönnum þetta endurnýjuv- á bv- sem nú p
í Hvalfirði? Geta menn hugsað sér öllu óskammfeilnan
og siðlausari málflutning?
ikir stjórnmálamenn
l\mg og Gusfavsen áftu mestan þátt í norsku stjórnarskipfunum
í UMRÆÐUM þeim, sem ný
lega fóru fram í Stórþinginn
norska um vantraust á hendur
ríkisstjórn Alþýðuflokksins,
vöktu tvær ræður sérstaka at-
hygli og þóttu bera af öðrum
ræðum, sem voru fluttar við
þetta tækifæri, en mjög margir
þingmenn tóku til máls. Þessar
tvær ræður voru fluttar af
þeim Gustavsen, leiðtoga sósíal
iska þjóðflokksins, og John
Lyng, formanni þingflokk-s
hægri manna. Ræðu Gustavsens
hafði verið beðið með eftirvænt
ingu, því að hann hafði dregið
að segja það, hver yrði endan-
lega afstaða flokks hans til van
traustsins, en það var flutt af
borgaralegu flokkunum. í ræðu
sinni rakti Gustavsen það lengi
vel, hvað mælti með vantraust
inu og hvað á móti, unz hann
kom að sjálfri niðurstöðunni.
Jafnvel hörðustu andstæðingar
Gustavsens viðurkenna, að
ræðan hafi verið frábærlega
vel byggð og flutt. Hún hafði
líka bersýnilega verið mjög vel
f undirbúin. Þó þótti John Lyng
takast enn betur, þegar hann
flutti ræðu sína alllöngu síðar,
en hann talaði ekki fyrr en
seint í umræðunum og svaraði
einkum þeim ásökunum A1
þýðuflokksmanna, að stjórnar-
andslaðan hagaði sér óþingræð
islega með því að nota námu-
slysin á Svalbarða til að fella
stjórnina. Lyng rakti þéttá
mjög ýtarlega og talaðL | að
mestu blaðalaust. Það hefur
verið mjög rómað, hve ræðan
var ljós og rökföst og vel flutt
og þótti hún vera snjallasta
ræðan, sem flutt var í þessum
umræðum.
ÞESSIR TVEIR menn, Gust-
avsen og Lyng, eiga manna
mestan þátt í þeim þáttaskilum,
sem nú eru orðin í norskum
stjórnmálum. Gustavsen er
maðurinn, sem öðrum fremur
hefur fellt stjórn Alþýðuflokks-
ins. Lyng er hins vegar maður
inn, sem hefur tekiz' að sam-
eina borgaralegu stjórnmála
flokkana um stjórnarmyndun.
en það er öllu meira pólitískt
kraftaverk en menn létu sig
dreyma um fyrir 2—3 árum —
Hér þykir því rétt að geta þess
ara manna nokkuð, þótt þeir
eigi annars fátt eða ekker!
annað sameiginlegt og séu eins
ólíkir og tveir menn geta verið
Gustavsen er fulltrúi hinna
heitu tilfinninga, en Lyng full
trúi hinnar köldu skynsemi
JOHN LYNG átti afmæli dag
inn, sem hann flutti hina róm-
uðu ræðu sína. Hann varð þá
58 ára. Hann er kaupmannsson
ur, fæddur í Þrándheimi og
hneigðíst mjög til vinstri á
stúdentsárum sínum Meðal
annars tók hann þátt í hinum
róttæka félagsskap. sem bar
nafnið ,,Mot Dag“, en meðlimir
hans voru einnig ýmsir af
helztu núv. leiðtogum Alþýðu-
flokksins. Þótt Lyng gerðist síð
ar hægri maður, hefur gætt hjá
honum viss frjálslyndis frá
æskuárunum og því hefur verið
grunnt á því góða milli hans
og hinna afturhaldssömu auð
manna. sem standa að Libertas
félaginu. er gefur út blaðið
Lyng
„Farmand“. Annars gaf Lyng
sig mjög að íþróttum á náms-
árunum og var m. a. góður
hnefaleikari. Hann skrifaði síð-
ar bók um íþróttamál. Að
loknu lögfræðiprófi stundaði
hann framhaldsnám í Dan-
mörku og Þýzkalandi, en var
síðan málflutningsmaður í
Þrándheimi frá 1933—42 og
jafnframt fulltrúi fyrir hægri
menn í bæjarstjórninni. Hann
gerðist strax eftir hernám Þjóð
verja þátttakandi í mótspyrnu
hreyfingupni.,, og vayý því að
fíýja til Svíþjpðar 1942. það^n
komst, hann til, Bretlánds og
starfaði síðan í London á veg-
um útlagastjórnarinnar. Hann
var kjörinn á þing fyrir hægri
menn haustið 1945 og sat á
þingi til 1953, en þá hafði hann
misst kjörgengi í Þrændalög-
um vegna brottflutnings þaðan
Hann hafði þá tekið að sér dóm
araembætti í Skien. Hann var
aftur kosinn á þing nokkrum
árum síðar og hefur verið for-
maður þingflokks hægri manna
seinustu árin. Síðan hann tók
við formennsku þingflokksins.
hefur hann mjög unnið að því
að færa stefnu hans í frjáls
lyndari átt og lagt áherzlu á,
að flokkurinn stefndi að því að
tryggja öllum nokkur efni, en
ekki aðeins fáum auðkýfingum
Þetta tryggði flokknum veru
legan sigur í seinustu þingkosn
ingum.
John Lyng var fyrst eftir
stríðið ákærandi hins opinbera
í málum ýmissa landráðamanna
frá stríðsárunum, m. a. Rinnan
Gustavsen
flokksins. Hann vann sér mikið
ábt fyrir rökvisan og einbeitt-
an málflutning, eins og sést á
því, að hann hlaut viðurnefn-
ið „den kolde anklager". Hann
er ágætur ræðumaður, en þyk-
ir skírskota meira til skynsemi
en tilfinninga. Hann er all-
góður rithöfundur og hefur
skrifað nokkrar bækur um þjóð
félagsmál, auk íþróttabókarinn
ar, sem áður er nefnd. Hann
er maður hár vexti og myndar-
legur, ljóshærður og bláeygður
og ber sig vel. Það þykir sýna,
að hann geti verið góður samn
ingamaður, að honum tókst að
ná samkomulagi um stjórnar-
samvinnu borgaralegu flokk-
anna. Talið er, að hann hafi
helzt viljað vera utanríkisráð-
herra, en samkomulagið tókst
ekki á annan veg en þann, að
hann tæki að sér stjórnarfor-
ustuna.
FINN GUSTAVSEN er einn
yngsti maðurinn í norska stór-
þinginu, 37 ára gamall. Faðir
hans var verkstjóri í Drammen
og tók talsverðan þátt í starfi
Alþýðuflokksins. Gustavsen hef
ur verið pólitískur síðan hann
man eftir sér og varð strax að
loknu stúdentsprófi 1945 blaða
maður við eitt af blöðum Al-
þýðuflokksin-s. Það þótti strax
bera á því, að hann væri rót-
tækur og var það ráð því tek-
ið af forustumönnnni flokksins
að gera hann að iþróítáritstjóra
við Arbeiderbladet í Osló. Það
nægði þó ekki til að draga úr
pól'itískum áhuga hans og var
hann nokkru síðar kosinn for
maður í félagi ungra jafnaðar-
manna í Osló. Síðar gerðist
hann leiðtogi í þeim samtökum
Alþýðuflokksmanna, er stóðu
að blaðinu Orientering, en þeir
kröfðust róttækari stefnu á
mörgum sviðum og voru and
vígir þátttökunni í Nato Árið
1961 ákvað flokksstjórnin að
víkja þeim úr flokknum og
stofnuðu þeir þá sósíaliska þjóð
flokkinn, sem fékk tvo þing
menn kosna. Flokkurinn fékk
fylgi sitt nær eingöngu frá A1
þýðuflokknum og varð það þess
valdandi, að hann missti þing
meirihluta sinn. Gustavsen náði
kosningu sem annar þingmaður
sósíaltska þjóðflokksins og hef
ur verið leiðtogi hans á þingi
Hann t.elur sig hafa stuðlað að
falli Alþýðuflokksstjórnarinn
ar til að knýja fram róriækari
stefnu. Ný stjórn Alþýðuflokks
ins eigi vísan stuðning sósíal
iska þjóðflokksins. ef hún verð’
róttækari og ekki eins háð
Nato og fráfarandi stjórn.
Gustavsen er vel pennafær
og góður ræðumaður. Það, sem
hann skrifar og segir. ber vott
um skarpa greind. en sýnir jafn
framt, að hann er ofstækisfull
ur. Hann er meðalmaður vexti
fremur grannur og skarplei'ur
og er þægilegur í umgengni
Erfitt er að segja, hvert v«rð
ur framhald þeirra stjórnmála
atburða, sem gerzt hafa í Nor
egi með falli Alþýðuflokks
stjórnarinnar og mynóun sam
stjórnar borgaralegu flokkanna
Stjórnin mun birta þinginu
stefnu sina 16. september 02
Framhalo <■ 13 «!8u
m3
T í M I N N, sunnudagur 1. september 1963. —
t