Tíminn - 01.09.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.09.1963, Blaðsíða 15
MótmæU Miðstjórn Alþýðusambands fs- lands samþyk'kti á fundi sínum iþann 29. ágúst eftirfarandi mót- mæl'i vegna bráð'abirgðalaga ríkis stjórnarinnar um gerðardóm ttt að ákveða kjör verkfræðinga: „Miðstjórn Aiþýðusambands ís- lands mótmælir harðlega bráða. birgðalögum ríkisstjórnarinnar frá ie. þessa mánaðar um gerðardóm til að ákveða kiör verkfræðinga ibjá öðrum en ríkinu. Alþýðusambandið lítur enn sem fyrr á iþessi fruntalegu afskipti ríkisvaldsins af kjaramálum vinnu stéttanna, sem alvarlega árás á samningafrelsið í launamálum og é hinn dýrmæta rétt allra viður kenndra stéttarsamtaka — verk- fallsréttinn — og fordæmir öll slík afskipti ríkisvaldsins af þessum máluni“. Pressuleikur í dag í dag kl. 16 fer fram á Laugar- dalsvellinum í Reykjavík leikur milli tilraunalandsliðs og liðs, sem íþróttafréctaritarar blaða og út- varps hrfa valið. Frá vali beggja liða hefur áður verið skýrt hér í blaðinu, en ein breyting verður á pressuliðinu. Skúli Ágústsson frá Akureyri hefur forfallast og kem- ur Magnús Torfason, Keflavík, inn fyrir hann. Eftir leikinn í dag verður lands- liðið, sem leika á gegn Bretlandi á Laugardalsvellinum 7. septem- ber n.k., valið. í dag kl. 14.00 fer fram á Mela- vellÍOTim í Reykjavík úrslitaleikur í Iandsmóti 3. flokks í knatt- spymu. Til úrslita leika íþrótta- bandalag Vestmannaeyja og íþrðttabandalag Akraness. Innbrot BÓ-Reykjavík, 31. ágúst í nótt var brotizt inn í vöru- geymslu SÍS við Grandagarð. Þar er mikið af sekkjavöru og ýmsum varningi, en starfsmenn gátu ekki merkt, að neinu hefði verið stolið. Týndor íannst BÓ-Reykjavík, 31. ágúst Lögreglan í Hafnarfirði lýsti eft- ir manni úr Njarðvíkunum í há- degisútvarpinu í dag. Skömmu síð ar bárust þær upplýsingar, að maðurinn væri í Reykjavik, en hann hafði ekki sézt í Njarðvíkun-' um síðan 12. ágúst. GÓÐUR AFLI Framhalf' nt 16 síðu Nokkur skip komu til Seyðis- fjarðar í dag, og fleiri eru vænt- anleg, enda var veiði ágæt í nótt. Fréttaritari Tímans á Raufar- höfn sagði í símtali í dag, að bræla hefði verið á miðunum í gærkvöldi, og mörg skip komu þangað inn í gærkvöldi, sum þeirra voru þó tóm, en önnur með smáslatta. Samtals bárust þangað 5000 mál. Síldarverksmiðjur ríkisins höfðu í dag brætt samtals 314. 761 mál síldar, en á sama tíma í fyrra höfðu þær brætt rúmlega 753 þús. mál. Bræðsl an er sem hér segir á hverjum einstökum stað: Siglufjörður 41.388; Húsavík 1710; Raufar- höfn 115,179; Seyðisfjörður 123,179; Reyðarfjörður 33,322, en ekkert hefur verið brætt á Skagaströnd i sumar. — Rauðka á Siglufirði hefur tek ið á móti 13 þús. málum síld- ar og 12 þús. málum af úr- gangi. Aðalfundur fulltrúaráðs Bruna- bótafélags íslands — —-------- Laugardaginn 24. þ. m. var hald inn aðalfundur fulltrúaráðs Bruna bótafélags íslands í Félagsheimili Kópavogs. Formaður framkvæmda stjórnar setti fundinn með stuttri ræðu. Fundarstjórar voru kjörnir Guðlaugur Gíslason, alþm. og Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri. Fundarritarar voru kjörnir Áskell Einarsson, bæjarstjóri og Sturla Jónsson, hreppstjóri. Formaður, Jón G. Sólnes, banka- stjóri, minntist í upphafi skýrslu sinnar Jóns Steingrímssonar, sýslu manns, er látizt hafði frá því síð- AÐALFUNDUR Fjórði aðalfundur félags eftirlits inanna með raforkuvirkjum var haldinn ag Bifröst í Borgarfirði dagana 24. og 25. ágúst. Fundinn sátu eftirlitsmenn víðs- •■egar aö ai landinu auk nokkurra gesta. Meðal þeirra gesta sem sóttu fundinn var fulltrúi rafmagnseft- irlitsmanna í Osló inspektör Sven Svendsen starfsmaður hjá Osló J-ysverker, sem fræddi fundar- menn um margt varðandi raf- magnseftirlú í Noregi. Þá mættu einnig á fundinum Haukur Pálma son verktræðingur framkvæmdar- scjóri Sambands íslenzkra raf- veitna, Gísl’ J. Sigurðsson formað- ur Landssambands löggiltra raf- virkja, Guðmundur Marteinsson rafmagnseftirlitsstjóri og Gísli Jónsson rafveitustjóri Hafnarfjarð ar. Formaður félagsins Friðþjófur Hraundal var endurkjörinn. Með honum í stjórn eru Stefán V. Þor- steinsson írá Rafveitu Hafnarfjarð ar, Stefán Karlsson frá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, Guðmundur Jónsson frá Rafmagnsveitum rík- isins og Hjörtþór Ágústsson frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem kom í stað Gísla Guðmundssonar frá Rafveitu Miðneshrepps, sem verið heíur ritari félagsins frá s’ofnun þess en Gísli gekk nú úr stjórn vegna breytinga á starfi. Fræðslusljóri var kosinn Óskar Hallgrímsson hjá Rafmagnseftir- iiti ríkisins og er hann formaður fræðslunefndar sem skipug er íimm mönnum þeim Magnúsi Reyni Jónassyni verkfræðingi, Baldri Helgasyni, tæknifræð'ingi, Bjarna Skarphéðinssyni raffræð :ngi og Oddi Jónssyni eftirlits- manni. Aðalmál fundarins voru öryggis og fræðslumálin. í því samhandi var nokku'ð yikið að þeim slysum og tjónum, sem orðið hafa af raf- magni hér á l'andi að undanförnu, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir lágu á fundinum hafði einn maður farizt af rafmagni hér á landi á síðasta starfsári félags- ins og að því er bezt var vitað sjö gripir drepizt. Um brunatjón af rafmagni lágu hins vegar ekki fyr- ir tölulegar upplýsingar, en á Aðsókn að ameríska bókasafninu hverju ári veldur rafmagn fleiri • Bændahöllinni hefur verið óvenju Aðalfundur fullfrúaráðs Brunabótafélags íslands asti fundur var haldinn, en hann var stjórnarmaður félagsins. Risu fundarmenn úr sætum og vottuðu hinum látna virðingu sína. Formaður ra'kti rekstur fél.ags- ins í stórum dráttum. Sk'rði hann frá kaupum á viðbótai-.ús- næði o. fl. Hettdariðgjaldatekjur félagsins námu í árslok 1962 kr. 33,9 millj. Formaður skýrði frá lánveitingum félagsins ttt svettar- félaga, sem hefðu aukizt mikið. Lagði hann áherzlu á þýðingu þess ara lánveitinga fyrir sveitarfélög- in og segja mætti að lánastarf- semi félagsins sé vísir að sveitar- félagabanka. í lok skýrslu lagði Biskup í vísitazíuferð Biskup íslands vísiterar Dala- prófastsdæmi dagana 6.—13. sept. r: k. Vísitazíunni verður hagag sem nér segir: Snóksdalskirkja kl. 1: Föstudaginn 6. sept. Kvenna- brekkukirkja kl. 5: Sama dag. — Stóra-Vatnshornskirkja kl. 2: Laug ardaginn 7 sept. Áformuð kirkju- vígsla að Reykiiólum Sunnudaginn 8. sept. Hjarðarholtskirkja kl. 2: Mánudaginn 9. sept. Hvamms- kirkja kl. 1. Þriðjudaginn 10. sept. Staðarfellskirkja kl. 5: Sama dag. Ðagvarðamesskirkja kl. 2: Mið- vikudaginn 11. sept. Skarðskirkja kl. 2: Fimmtudaginn 12. sept. — Kirkjuhvolskirkja kl. 2: Föstudag inn 13. sept. Vísitazían hefst á hverri kirkju íneð guðsþjónustu. Að henni lok- inni fara fram viðræður við söfn- uðina og shoðun á kirkjunum. Þess Frá ameríska bókasafninti og færri brunum hér sem annars staðar. Á fundmum ræddi formaður raf virkjasambandsins nokkuð um raf- magnseftirlttsmálin og hvatti til auknnar samvinnu rafvirkja og raf magnseftirlitsmanna til varnar gegn hættum og tjóni af rafmagni og fékk það góðar undirtektir fundarmanna. Þá var einnig á fundinum rætt um möguleika á kynnisferðum ís- lenzkra rafmagnseftirlitsmanna ttt erlendra eftirlitsstofnana og raf veitna og um tímabundin skipti rafmagnseftirlitsmanna milli lands Hjá hinum norska fulltrúa kom fram mikill áhugi á þessu máli, sem hann taldi að hefði bæði menn ingarlegt og öryggislegt gildi. MIKIÐ BRUNATJÓN Framhalu af 16. síðu. ingamenn hefðu metig það, en ’tn var a þeim austur í dag. Jóhann sagði, að grasmjölsverk- smiðjan yrfíi óstarfhæf í a. m. k. 10 daga. Verksmiðjan var enn að mala hey, en að viðgerð lokinni verður st’ ax tekið til við kornið. mikil í sumar, Yfirleitt er þó aðsókn talsvert dræmari að sumri til, og eru því líkur til þess að starfsemi safnsins aukist til muna með haust- inu. — Margar nýjar bækur hafa bætzt í safnið undanfarna mánuði. — Athygli skal vakin á því, að út- lánstímar bókasafnsins breytast frá og með þriðjudeginum 3. september. — Safnið verður lokað mánudaginn 2. september, en eftir það verða út- lánstímar sem hér segir: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10,00 —21,00; þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10,00—18,00. KEELER I BÍLSLYSI NTB-London, 31. ágúst. Enska gleðikonan Christine Keeler lenii í bifreiðaslysi í Lond- on í gærkvöldi, en slasaðist lítið sem ekkert Bíllinn skemmdist heilmikið. Vísindamálaráðherra Þýzkalands kemur Vísindairálaráðherra Sambands- iyðveldisins Þýzkalands, Hans Lenz, kemur til íslands í boði rík- sstjórnarinRar sunnudaginn 1. sept. n k , ásamt konu sinni og dótt- ur og munu þau dveljast hér viku- t.íma. Gestirmr munu m. a. fara til kingað Þingvalía. að Gullfossi og Gey- ag Reyjtnolti í Borgarfirði, til A' ureyrar og Mývatns. Ráðherrann mun skoða söfn og rannsóknarstofnanir og flytja fyr- ir'estur • háskólanum 4. septem- ber. (Fra Menntamálaráðuneytinu) er sérstaklega vænzt, að börn, eink um þau, sem eru á fermingaraldri, komi ttt soknarkirkju sinnar til viðtals við biskup. Grunnfall BÓ-Reykjavík, 3E ágúst Kl. 1,45 í nótt var maður að nafni Guðmundur H. Hjaltason fluttur frá Þórskaffi í slysavarð- stofuna, hafði hann dottið af grind- verki ofan í húsgrunn. ÁRBÆJARSAFN Framhald af 16 síðu. þar á meðal er apótekarasteinninn úr Örfirisey, en talið er að hann sé frá árinu 1747 á tímum verzlunar innar þar. Frú Ellen Sighvatsson hef ur og gefið safninu margt verð- mætra muna, eins og. silfur- og krist alsmuni frá Grími Thomsen. Einnig hefur hún gefið brúðusafn og eru elztu brúðurnar frá því um 1902. f vor var fullgerð skemma í hl'aði Árbæjar og verið er að Ijúka við byggingu Væringjaskála, sem reist ur er til minningar um Væringja- hreyfinguna er stofnuð var af sr. Friðriki Friðrikssyni gg rann síðar saman við skátahreyfinguna. Skálinn mun verða innréttaður í fornum stil og þar munu skátar halda samkom- ur. Eins og menn muna fannst hér fyrir nokkru erfðaskrá Dillons láv- arðar og er hún nú komin í Dillons- hús. Lárus Sigurbjörnsson hefur lát ið fara fram nokkra rannsókn á ætt DUlons og afdrifum hennar og sem afleiðingu af því hefur hann fengið sent skjaldarmerki ættarinn- ar, sem nú hangir uppi í Dillonshúsi. formaður mikla áherzlu á samstöð una um félagið og færði forstjóra og starfsfólki félagsins þakkir fyr- ir gott starf á liðnu ári. Forstjóri, Ásgeir Ólafsson, rakti reikninga félagsins og skýrði ein- staka liði í rekstri þess. Reksturs afkoma síðasta reikningsárs hafði mjög aukizt. Varasjóður félagsins var í árslok kr. 38.850.000.—. Arð- ur til viðskiptamanna félagsins á síðasta reikningsári nam kr. 2.296. 405.—. Heildarútlán fél'agsins voru 14. okt. 1962 kr. 51.429.092.24. Hrein eign er rúmar 40 mttljónir. í skýrslu sinni kom forstjóri víða við og skýrði á glöggan og skil- merkilegan hátt ýmsa þætti rekst- ursins. í framkvæmdastjórn fyrir uæstu 4 ár voru kjörnir: Jón G. Sólnes, bankastjóri, Akureyri. Emil Jóns- son, ráðherra, Hafnarfirði. Björg- vin Bjarnason, sýslumaður, Hólma- vík. — Varamenn: Ólafur Ragnars kaupmaður, Siglufirði. Sigurður Óli Ól'afsson, alþm., Selfossi. Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri, ísafirði. Fundur tónlistarmanna Fundi tónlistarstjóra útvarps- stöðva á Norðurlöndum er nýlokið hér í Reykjavík, en hann stóð yfir dagana 26.—28. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Fundinn sátu tónlistarstjórar frá öllum Norður löndum: Frá Danmörku kom Vagn Kappel, frá Finnlandi Kai Maasalo, frá Noregi Kristian Lange og frá Svíþjóð Magnus Enhörning. Full- trúar ríkisútvarpsins voru Árni Kristjánsson og Sigurður Þórðar- son skrifstofustjóri. Aðalefni fundarins var samvinna um tónlistarmál milli útvarpsstöðv anna og var einhugur með tónlist arstjórunum um að auka samstarf sín í millum og koma á meiri skipt um á listamönnum og tónleikadag skrám en verið hafa. Ýms önnur mál voru á dagskrá; Norrænir tón leikar, tónlistarstarfsemi, tónlistar keppni áhugamanna mttli land- anna, elektrónískur tónlistarflutn- ingur, sjónvarpstónlist o. fl. Þetta var fyrsti fundur tónlistar stjóranna, sem hér er haldinn. Næsti fundur verður haldinn að tveim árum liðnum í Helsinki. ÞAKKARÁVÖRP Eg þakka mér auðsýnda viiisemd á sextugsafmæli mínu, 19. iúlí. Einar Guðnason, Reykholti Móðir, stjúpmóðir og tengdamóðir okkar, Steinunn Guðnadóttir frá Baldurshaga, lézt á Borgarspítalanum 29. þ.m. Guðlaug Þorflnnsdóttir, Kristín Þorfinnsdóttlr, 5va Þorfinnsdóttir, inorrt Árnason, luðni Þorfinnsson, jteingerður Þorsteinsdóttir, r ryggvi Þorflrtnsson, Sirgitt Jóhannsson, Iteinar Þorfinnsson, Helga Fínnbogadóttir, Kari Þorfinnsson, Sigriður Vilhjálmsdóttir, Einar Þorfinnssorr. T í M I N N, sunnudagur 1. september 1963. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.