Tíminn - 04.09.1963, Side 1

Tíminn - 04.09.1963, Side 1
Husqvarna eldavólai* Auglýsingar á bíla Utanhúss-auglýsingar allskonarsKilti afL 188. tbl. — Miðvikudagur 4. sept. 1963 — 47. árg. ' FÆST HALFU MEIRI HUMAR EN í FYRRA? HASETA- HLUTUR 50 ÞÚS. FB-Reykjavík. 3. sept. f sumar hafa milli 10 03 15 humarbátar lagt á land afla slnn I Reykjavfk. Elnn sá aflahæstl er Andvarl VE 101, en skipstjóri á honum er Jón Guðjónsson. Við brugðum okkur niður á Granda í dag, og ætluðum að fá mynd af humarbát, og komum þá auga á Andvara. Jón skip- stjóri var enn um borð, enda þótt búið væri að landa aflan- um. Við spurðum, hvort við mætt um ekki fá mynd af bátnum, og hann hélt nú að það myndi vera f l'agi, en annars ættum við ekki að leggja alltaf sama bátinn í einelti. Það vildi nefnilega svo til, að á Andvara er kvenháseti, hún Hildur Gréta Jónsdóttir, sem við höfðum einmitt verið að taka mynd af fyrir nokkru. Hildur er dóttir skipstjórans, og hún vinn ur hjá honum sem hálfur háseti — Áhöfnin er fimm og hálfur sagði skipstjórinn aðspurður. — Hvað eruð þið búnir að fá mikið af humar í sumar? — Um 90 lestir hel'd ég, sagði Jón, — Og þið ætlið að notfæra ykk ur þennan hálfa mánuð, sem framlenging humarleyfanna leyf- lr? — Já, ætli ekki það. — Hvað er hluturinn orðinn hár? — Það má nú ekki vera að minnast á það. Annars held ég hann sé orðin um 50 þúsund. FB-Reykjavík, 31. ágúst. Humarveiðin í sumar er mun betri en hún var í fyrra, en þá bárust á Iand 2600 lestir. Heildar afliatölur eru enn ekki komnar yf- ir sumarið, þar eð veiðileyfin hafa verið framlengd tU 15. september. I Vestmanmaeyjum hafa flestir bát ar fengið veiðileyfi, eða 40, en þó hafa ekki a'llir þeirra notað leyfin. Þar telja menn, að humarveiðin verði allt að því helmingi meiri nú en í fyrra. Humarbátarnir eiga að senda Fiskifélaginu skýrslu um afla sinn hálfsmánaðarlega, en nokkuð hef- ur brunnig við, að skipstjórarnir hafi trassað þetta. Hefur nú verið NTB-Stokbhólmi, 3. september. Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandiaríkjanna, sem í dag kom » opinbera heimsókn tll Svíþjóðar, mun hvorki leyfa útvarps- eða blaðiaviðtöl meðan á dvöl hans þar stendur og sama mun gilda í ferðalögum hans um hin Norður- löndin næstu dagana. í opinberri dagskrá vegna heimsóknar vara. forsetians í Svíþjóð er ekki gert ráð fyrir neinum blaðamannafund um oig aðeins klukkustund áður en varaforsetinn kom tU Svíþjóðar í dag skýrði bandaríska sendiráðíð frá því, að viðtal, sem sænska út- varpið oig sjónvaripið hafði áætlað að hiafa við hann, gæti ekki farið fram. ÍLDURIMANA FB-Reykjavík, 3. sept. Um klukkan 3 í dag kom upp eldur í vélarrúmi Mána HU 5, þar sem hann var að veiðum undan Snæfellsnesi. Tveir bátar komu honum til aðstoðar, en þeir höfðu verið að veiðum þarna skammt frá. Tókst þeim að slökkva eldinn eftir skamma stund, með því að dæla á hann sjó. Annar þessara báta var Hafnfirðingur GK 330. en ioftskeytastöðin gat ekki skýrt frá hver hinn var. Það var ekki hægt að ná sam- bandl við skipstjórann á Mána, Bjarna Gústafsson, þar eð raf- geymar bátsins höfðu tæmzt, og samband var lítið sem ekkert við bátinn. Fimm manna áhöfn er á — Og Hildur hefur auðvitað fengið 25 þúsund? — Já. — Hvað eruð þið búnir að vera lengi á humarveiðinni? — í tvo og hálfan mánuð. Á myndinni eru sjómennirnir fimm og hálfur, sem eru á And- vara. F.h. Sigurður Pálsson. Jón Sveinsson, Valur Jónsson, Hildur Gréta (það er hún, sem er hálf, að sögn föður hennar), Jón Guð- jónsson, sikipstjóri og Svavar Símonarson. (Ljósm.: Tíminn,GE) Vegna skemmtiferðar starfs- fólks, keraur Tíminn ekki út á morgun, fimmtudag. OÞEKKT VEIKI HERJAR STÖÐUGT HREINDÝRIN BÓ-Reykjavík, 3. sept. I skrokkar verið Iagðir inn f frysti- Hrelndýraveiðamar standa yfir hús kaupfélagsins á Egilsstöðum, þessa dagana, og hafa margií I en þykja heldur með lélegra móti. GRYTTU HÆNUR BÓ-Reykjavík, 3. sept. Lögreglan hefur tekið þrjá pilta, sem stunduðu skemmdarverk og þjófnaði af mlkilli elju í s.l. mánuði. Meðal þess, sem piltarnir komu í verk, var rúðubrot í Mjólkurstöð- inni. Þar mölvuðu þeir gler fyrir 4500 kr. Aðfaranótt laugardagsins 24. ágúst fóru tveir þessara pilta á stúfana og réðust á tvö hænsnahús i Herskálakamp. f öðru húsinu mölv Framh. á 15 síðu. Einar Stefánsson, fréttaritari blaðsins á Egilsstöðum, skýrði okk ur frá þessu í dag, og gat þess jafnframt. að enn hefðu menn orð ig varir við uppdráttarsýki í stofn inum, fundið horuð og máttlítil dýr og gengið fram á hræ. Dýrin halda sig nú meira suð- ur á öræl'unum, á Geitadalsafrétt, en þau hefur stundum hrakið þang a« undan langvinnum norðan- strekkingm á veturna. Á sumrin bafa dýrin svo snúið aftur norður á bóginn, þar til nú, að heilar hjarðir virðast ætlá ag halda sig þar syðra arið um kring. Blaðið talaði svo við Guðmund Gíslason, lækni, og spurðist fyrir um greiningu á þessum krankleika í hreindýrastofninum, en Guðmund ui hefur rannsakað innýfli sjúkra dýra í fyrra og sumar. Sagði Guð- mundur, að samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem bárust í sumar, hafi minna borið á sjúkleikanum nú en í fyrra. Rannsóknir benda ekki fil ag hér sé um ákveðin sjúkdóm c-ð ræði. og engin sýnileg merki um garnaveiki hafa komig fram. Framh. á 15. síðu. Mána, og hann hél.t til Reykjavík- ur á eigin vélarafli eftir að eldur- inn var sl'ökktur. Máni var á humarveiðum og hef ur veitt sæmilega í sumar. Hann Framh á 15. síðu. Utvarpið lætur til sín heyra frá kl. 7 KH-Reykjavfk, 3. sept. — Þó aö útvarpshlustendur ýmlst þakki eða vanþakki útvarplð, er segln saga, að allir vilja þeir melra af þvf. Og nú mun vera f athugun að verða við óskum þelrra að lengja út. varpstfmann um elna klukku- stund á komandi vetri. Verð ur þá byrjað að útvarpa klukk an sjö á morgnana f staðinn fyrir klukkan átta, elns og verið hefur, og verður þá einum fréttatíma enn bætt við. Að öðru leyfi verður sennilega bara aukið vlð tón llstina á þessum nýja útvarps tfma. Fjölmargar ósklr munu hafa borizt tll útvarpsins að undanförnu frá árrlsulum hlutstendum um að fsra út. varpstímann fram um eina klukkustund. Þessl breytlng kemur til framkvæmda með vetrardagskránni f október.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.