Tíminn - 04.09.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.09.1963, Blaðsíða 3
TÍÐ BARNAMORÐ VEKJA ÓHUG í SVÍÞJÓÐ Lögreglan á slóð kyn- óða barnamorðingjans NTB-Stokkhólmi, 3. sept. Mörg hundruð lögreglumanna héldu í dag uppi gífurlega umfangsmikilli leit að kynóða glæpamanninum, sem í gær- kvöldi réðist á fjögurra ára gamla telpu, Ann-Kristin Svens- son, í skemmtigarði einum í Stokkhólmi, nauðgaði henni og misþyrmdi hroðalega á annan hátt oa skyidi eftir í blóði sínu. Litla stúlkan fannst meðvitundarlaus skömmu síðar og lézt á skurðarborði í gærkvöldi án bess að komast til meðvitundar. Margt bendir til, að ódæðis- maðurinn sé hinn sami og myrti sex ára stúlkubarn, Berit Glesing fyrir nákvæmlega þrem vikum í öðrum skommtigarði skammt frá. Rannsókn lögreglunnar miðast við, að um sama mann sé að ræða í báðum tilfellum, enda þótt hún útiloki ekki þann möguleika að um tvo kynóða glæpamenn sé að ræða. Um 440 þúsund krónur hafa verið settar til höfuðs glæpa- manninum eða glæpamönnunum og berast lögreglunni sífellt upp lýsingar, sem verða henni að liði í hinni umfangsmiklu rannsókn. í gærkvöldi má segja, að allt rannsóknarlögreglulið Stokk- hólms hafi verið önnum kafið við að afla og vinna úr upplýsing- um, sem að gagni mættu koma og fjöldi fyrri afbrotamanna var yfirheyrður, en án verulegs ár- angurs. Lögreglan hefur fengið mjög góða lýsingu á glæpamann- inum frá tveim drengjum, sem voru að leik með Ann-Kristin í Blommensbergs-garðinum í bæj- arhlutanum Aspudden, síðdegis í gær, er morðið var framið. Samkvæmt lýsingu drengjanna mun ódæðismaðurinn vera 40—49 ára að al'dri, 175—180 sm. að hæð og með mjög stórt nef. Maðurinn var í brúnum nælonfrakka og með rauð-brúnan hattkúf. Þótt þessi lýsing sé í mörgum atriðum frábrugðin lýsingunni. sem lög. reglan fékk á „Brúnklædda mann inum“, sem myrti Berit Glensing fyrir þrem vikum, er samt margt sem bendir tjl, að um sama morð ingja sé að ræða í bæði skiptin, að lögreglan hagar leit sinni sam- kvæmt því. Fyrir utan það, að morðin tvö voru framin um hábjartan dag, í skemmtigarði, á sama vikudegi og nauðgunartilraun gerð í bæði skiptin, voru börnin á likum aldri, en sá er munurinn, að morðinginn hafði dregið Berit litlu gegn vilja sínum inn í runn ana, en Ann-Kristin hafði farið af fúsum vilja, eftir að „Brún- klæddi maðurinn hafði heitið henni sælgæti og öðrum góðgerð- um. Áðurnefndir leikfélagar Ann- Kristin hlupu strax heim, er þeir sáu manninn fara með Ann litlu inn í runnana og sögðu mæðrum sínum frá því er gerzt hafði. Önn- ur mæðranna kom á vettvang að- eins tíu mínútum síðar, en þá var Ann svo illa leikin, að hún Framh a 15. síðu Tvö svívirðileg barnamorð, sem frrmin hafa verið í Stokk- hólmi tntð aðeins þriggja vikna millibili hafa vakijy mikinn ó- hugnað meðal fólks í Svíþjóð. Morðum þessum svipar svo mjög hvors til annars, að lög- reglan telur, að um sama morð ingja sé að ræða í báðum tll- felluin, en þrátt fyrir góðar lýsingar á manninum, sem vitni hafa gi'fið, hefur umfangsmikil Ieát enn ekki borið árangur. Á mánudaginn fyrir þrem vik um fannst iítil stúlka, Berit Glesing að nafni, myrt í skóg- arrunna I Stokkhólmi og ná- kvæmlega þrem vikum síðar finnst i'nnajj stúlkubarn, Ann- Kristin Svensson, 4 ára, nær da.uða en lífi í skógarkjarri í skemmtigarði, sem aðeins er um 5 km. frá garðinum, þar sem stúlkan fannst. f bæði skiptin hafði verið gerð tilraun til nauðgunar og börnunum mis þyrmt hroðalega. Berit litla var látin, er hún fannst, en Ann- Kristin lézt á sjúkrahúsi í gær- kvöldi af völdum áverkanna. Bæði vcru morðin framin um hábjartan dag í fjölförnum skemmtigörðum. — Eins og Tíminn skýrði frá í gær var nær ailt lögreglulið Stokkhólms hvatt út til að Ieita morðingj- ans . Ófriðarástand í Alabama NTB-Tuskegee, 3. september. f Meira en 200 vopnaðir ríkislögreglumenn í Alabama, ásamt fjölda ríðandi lögreglumanna hindruðu í dag bæði kennara og skólabörn í að komast inn um skóla- hlið unglingaskólans í Tuskegee, sem ríkisstjórinn í Alabama, hinn alræmdi George Wallace, hafði látið loka til að koma í veg fyrir skólasetu 13 svertingja- barna. sem skráð voru til skólagöngu. k- Frá Washington berast þær fregnir, að Kennedy, Banda- ríkjaforseti, hafi snúið heim frá sumardvalarstað sín- um á Cape Cod, vegna hins alvarlega ástands, sem nú hefur skapazt í Alabama. Enn hafa hins vegar ekki bor- izt fregnir af því, að sambandsstjórnin hafi gert nein- ar ráðstafanir til þess að skólinn í Tuskegee geti hafið starfsemi sína eins og aðrir skólar. Samkvæmt skipun ríkisstjór- ans í Alabama var engum hleypt inn í skólann í Tuskegee, nema SKÓlastjóranum. Seint í dag bárust fréttir af þvi, að George Wallace hefði sent nokkra lögreglumenn, sem setið nafa um skólann í Tusicegee til Birmingham, þar sem nokkrir skólar áttu að hefja siarfsemi sína í dag og svört börn m. a. ag hefja skóla- göngu. Haft er eftir þekktum banka Tuskegee. stjóra í Tuskegee, að yfirgnæf- andi meirihluti bæjarbúa séu andvígir aðgerðum ríkisstjór- ans og‘ hyggist nú höfða mál gegn honum fyrir þessar aðfar- ir. Á myndinni sést lögreglumaður geysast á Hestl gegn hópl svartra barna, sem mótmæltu lokun skólans í Frá Charleston í Suður-Karól ínu berast þær fregnir, ag kenn arar og nemendur skóla eins hafi yfirgefið hann í skyndingu, vegna þess, að hringt hafði ver- ið til skólans og skýrt frá því, að tímasprengju hefði verið komið innan veggja hans. Vig húsrannsókn fannst eng- in sprengja. Viða annars stað- ar kom til lítilsháttar óeirða í sambandi við opnun skóla og var lögregla víðast hvar á varð- bergi. FANGAUPPREISN BÆLD NIDUR MED TARAGASI NTB-Reidsville, 3. sept. Um 2000 fangar í ríkisfang- elsinu í Reidsville í Georgíu gerðu í dag uppreisn, eftir að fangaverðir höfðu hindrað flóttatilraun nokkurra fanga um morguninn. Liðsveitir úr ríkislögreglunni voru kallaðar á vettvang og eftir nokkur á- PRINSESSAN ÆTIAÐI AÐ SVIPTA SIG LÍFI t • ■ NTB-Feneyjum, 3. september. Hin 42 ána gamla Grikkja-prins- essa, A'lexandria, eiginkona júgó- slavneska uppgjafakonungsins Pét urs, kom til meðvitundiar á sjúkra húsi í Feneyjum í nótt, en hún hefur leglð meðvitundariaus síðan á sunnudag, er hún tók inn of mlk ið af svefnlyfjum i þeim tilgangi að stytta sér aldur, ag því að tallð er. Um tíma var mjög óttazt um líf hennar, en er hún vaknaði til með vitundar I nótt, lýstl hún yfir gleði sinni yfir að vena á lífi og þakkaðl læknunum aðstoð þeirra, að því er talsmaður sjúkrahússlns sagði í dag. Búast læknarnlr við, að hún útskrifist af sjúkrahúsinu innan fárra daga. í dag komu eig- inmaður henniar og sonur, Alex- ander, í heimsókn á sjúkrahúsið, en þeir höfðu ekk.1 búizt við að sjá Alexandriu framar á lífi. tök við fangana, þar sem skot- vopnum og táragasi var beitt, tókst að koma nokkurn veg- inn á röð og reglu, en í gær- kvöldi var loft þó lævi blandið. í ríkisfangelsinu í Reidsville eru um 3000 fangar, bæði svartir og hvítir. Flóttatilraunin, sem var or- sök uppreisnarinnar, var gerð í birtingu í morgun. Þrem föngum tókst að yfirbuga jafnmarga fanga verði og var einn þeirra stunginn til bana með heimatilbúnum hníf. Síðan klæddust fangarnir fötum varðanna, en áður en þeim tækist að komast út úr fangelsisgarðin- um í dularklæðum, kom fjórði vörðurinn á vettvang og er hann sá, hvers kyns var, hóf hann skot- hríð á fangana úr haglabyssu. Tveir fanganna særðust og gáfust þeir strax upp. Af ótta við frek- ari aðgerðir fanganna var þeim skipað að halda úr matsal til klefa sinna, en þeirri meðferð vildu nokkrir þeirra ekki hlýða og réð ust til atlögu gegn vörðunum. Sló í harða brýnu, en er liðstyrkur rík islögreglumanna kom á vettvang með táragassprengjur, tókst að brjóta uppreisnina á bak aftur. TÍMINN, miðvikudaglrtn 4. september 1963 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.